Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 7 spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI SKATTAMÁL Hér fara á eftir síðustu spurningar, sem lesendur Morgun- blaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skatta- mál og svörin við þeim. Afföllin ekki frá- dráttarbær Fanney Úlfljótadóttir, Sigtúni 31, Reykjavík, segir þau hjónin hafa selt íbúð og kaupandi hafi gefið út verðtryggt skuldabréf til átta ára fyrir eftirstöðvunum. Seldu þau hjónin skuldabréfið í fyrra með afföllum til að fjármagna nýja íbúð. Spyr hún hvort afföllin séu frádráttarbær til skatts. óvígðri sambúð og spyr hvort hag- stæðara sé fyrir þau hjónin að telja fram saman eða sitt í hvoru lagi þar sem árstekjur hvors eru svipaðar. Enginn frádráttur er heimilaður vegna ofangreindra atriða. Vísa verður til svars við fyrirspurn Ingólfs A. Armannssonar 4. tbl. varðandi síðara atriðið er birtist 7. feb. sl. í Morgunblaðinu. Sumaráætlun Utsýnar 30 ára kynnt á sunnudag MORGUNBLAÐINU hefur borist eft irfarandi tilkynning frá ferðaskrif- stofunni Útsýn: „I tilefni þess að Útsýn er 30 ára á árinu, verður stærsta áætlun ferðaskrifstofunnar til þessa kynnt í Broadway með tilheyrandi hátíða- höldum sunnudaginn 10. febrúar. ‘ Áætlunin er 48 síður í stóru broti, svonefndu Crown-broti og öll lit- prentuð. Forstjórinn Ingólfur Guð- brandsson mun sjálfur kynna nýj- ungar í ferðaþjónustunni og ódýra sumarleyfisstaði. Sú nýjung verður kynnt að bjóða sérstaklega ódýrar ferðir vor og haust sem fyrirtækið kallar „bláar brottfarir". Til dæmis má nefna að 26 daga vorferð til Costa del Sol kostar aðeins frá kr. 20.630. Al- mennt hækka ferðirnar minna en svarar til gengisbreytinga frá fyrra ári og komu þar einkum til hag- stæðari leiguflugssamningar og gott verð á gistingu. Sætanýting Utsýnar í leiguflugi í fyrra var ein- staklega góð eða 98,82%, og munu Fríklúbbsfélagar njóta þess með 1.500 króna afslætti í ár. Niðurstöð- ur úr skoðanakönnun Útsýnar um ferðaval og óskir farþega verða kynntar, en þar kom fram að nærri 80% af þeim sem svöruðu óskuðu ferðar til sólarlanda. Dregin verða út fern ferðaverð- laun handa þeim sem sendu inn svör, einnig ókeypis farseðill handa þeim sem sendi rétt svar við get- raun um samanlagðan starfsaldur þeirra í ferðaþjónustu, sem vinna á skrifstofu Útsýnar, en þeir eru 27 talsins. Margir munu fara heim með góöan glaðning í vasanum, því að verðlaun eru að meðtöldum happdrættisvinningi hátt á annað hundrað þúsunda króna virði, auk ferðavinninga í bingó. Afmælisins verður minnst með þríréttuðum hátíðakvöldverði á að- eins kr. 595. Margt verður til skemmtunar svo sem hárgreiðslu- og snyrtisýning, tízkusýning, danssýning, grínistinn þjóðkunni Ómar Ragnarsson skemmtir gest- um og heimsmeistararnir í „free- style-dansi" sýna. Valdar verða ljósmyndafyrirsætur og að lokum dansað til kl. 01.00 við undirleik hinnar góðkunnu hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. Heiðurs- gestur kvöldsins verður Fernando Hipolito sem segir nýjustu fréttir af aðbúnaði ferðamanna í Al- garve.“ Svar: Nei. Hagstæöara aö telja sameiginlega fram Vilhjálmur Karl Karlsson, Víði- hvammi 21, Kópavogi, spyr hvort hagstæðara sé fyrir hann og konu hans að telja fram saman eða sitt í hvoru lagi, þar sem þau eru í óvígðri sambúð og konan tekju- laus, ef undanskildar eru 14 þús- und krónur vegna eins mánaðar fæðingarorlofs. Eru þau með eitt barn og annað á leiðinni, og tekjur fyrirvinnunnar 480 þúsund krón- ur. Svar: I þessu tilviki er hagstæð- ara að telja fram sameiginlega þar sem ónýttur persónuafsláttur konunnar millifærist til karlsins. Að öðru leyti vísast til svars við fyrirspurnum Ingólfs A. Ár- mannssonar 4. tbl. er birtist í Morgunblaðinu 7. feb. sl., en það er svohljóðandi: „Það getur verið hagstæðara fyrir karl og konu, sem búa saman í óvígðri sambúð og uppfylla skil- yrði laganna um samsköttun, að telja fram og vera skattlögð sem hjón ef annað þeirra er með það lágan tekjuskattstofn að reiknað- ur tekjuskattur verður lægri en persónuafsláttur og um er að ræða óráðstafaðan persónuafslátt eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu á eignarskatti og útsvari. Við samsköttun millifærist óráð- stafaður persónuafsláttur til hins makans og dregst frá reiknuðum skatti hans. Enn fremur nýtur tekjuhærri sambýlisaðilinn hækk- unar í 1. skattþrepi hafi tekju- lægri aðilinn lægri tekjuskatts- stofn en 200.000 kr., sbr. svar í Morgunblaðinu 5. feb. sl. Einnig getur það verið hagstæð- ara að telja fram saman þar sem eignarskattsstofni er skipt jafnt milli aðila og nýtist þá hvoru um sig lágmark eignarskattsálagn- ingar. Hins vegar fellur niður við samsköttun heimild til að nota lágmarksfrádrátt sem er 35.000 kr. í stað 10% frádráttar. Um meðlagsgreiðslu Einar Björgvinsson, Laugarásvegi 67, Reykjavík, segir að í febrúar á sl. ári hafi sér verið úrskurðað bam. Greiddi hann í fyrra meðlag fyrir allt árið og einnig fyrir átta mánuði árið 1983 þar sem barnið fæddist í apríl. Spyr hann hvort geti fært sér til frádráttar helm- ing alls meðlagsins, þ.e. 20 mán- aða, í frádráttarreitinn þar sem greiðslan fór fram 1984 og úr- skurður um faðernið þá kveðinn upp? Svar: Aðeins helmingur greidds meólags vegna ársins 1984 leyfist til frádráttar á framtali 1985, þ.e. 12.314 kr. Fyrirspyrjandi getur sent erindi til ríkisskattstjóra varðandi leiðréttingu á framtali 1984 með til- liti til meðlagsgreiðslu vegna þess árs. Enginn frádráttur vegna væntanlegs barns Anna Gunnarsdóttir, Engihjalla 1, Kópavogi, spyr hvort hún eigi kost á einhverjum skattafrádrætti vegna tekna síðasta árs þar sem hún er ófrísk og á von á sínu fyrsta barni í maí. Er hún í S-l, (hmirinn inn: ^jj pni 1 Keilukeppni Ferdakymdng oggkesileg Fjölskylduhátíd Sunnudagurinn 10. febrúar er SL-dagurinn í ár! í tilefni af útkomu sumaráætlunar og sumarbæklings ’85 höldum viö hátíö og bjóöum öllum aö vera með! Fyrsta keilukeppnin á Islandi Ferðakynning í Austurstræti I tilefni dagsins höfum við söluskrifstofuna, Austurstræti 12,opna frá kl. 13-16 og höldum \ óvenjulega og skemmtilega ferðakynningu. ■ Stórskemmtileg ferðagetraun. Giæsileg ferðaverðlaun í boði - flug til Kaupmanna- hafnar fyrir tvo. ■ Dixie-bandið leikur hressileg lög fyrir gesti og gangandi. ■ Trúðurinn Skralli sprellar fyrir þá yngstu. f.Tst f r Við efnum til fyrstu opinberu keilukeppninnar á (slandi og er öllum heimil þátttaka! Siguriaunin eru glæsileg: ■ 1. verðlaun: 2ja vikna sæluhúsaferð til Hollands að verðmæti 15 þús. ■ 2. verðlaun: Máltíð fyrir tvo á Sælkeranum. ■ Einnig fá þrír næstu sérstök aukaverðlaun og allir fá veglega viðurkenningu fyrir þátttökuna. /\ Keþpnin hefst á sunnudagsmorgun klukkan 9.30. M------------------------Hátíð í Háskólabíói! Og rúsínan í pylsuendanum: Heimsdaman Henríetta gefur holl ferðaráð og segir frá Parísarævintýrum kvenna, en Rósamunda sendir heim beina lýsingu á upplifun sinni á skemmtistöðum Evrópu! h Húsið opnað kl. 14.30. Dixie-bandið leikur létt lög í anddyrinu frá kl. 14.45. Klukkan 15 hefst síðan skemmtidagskráin: Kvikmyndasyning - stuttar og skemmtilegar barnamyndir. Barnagaman - fóstrunemar sjá um söng og leiki sem allir I salnum geta tekið þátt í. Lukkumiðar. Tveir glæsilegir ferðavinningar - Italíuferð að andvirði kr. 20 þúsund og flug til Danmerkur að andvirði kr. 15 þúsund - dregnir út á hátíðinni. Stjúpsystur syngja og fara með gamanmál eins og þeim er einum lagið. ,n\r wukkan 16 a jn iaásunnudag Bjössi bolla - sá eini sanni skemmtir og leikur við bömin. Trúðurinn Skralli sprellar í anddyrinu, í salnum og á sviðinu og kynnir jafnframt dagskrána. Ferðabæklingar liggja frammi á öllum stöðunum! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.