Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 19 V v Varla umræðuhæf misbeiting valds — segir Kristán Pálsson, formaður atvinnumálanefndar Ólafsvíkur um veitingu skelvinnsluleyfis til Hraðfrystihúss Grundarfjarðar „VIÐ Ólafsvíkingar eigum erfitt með að átta okkur á því hvers vegna Grundfirðingum er veitt skelvinnslu- leyfi. Okkur hefur verið synjað um slíka leyfisveitingu á þeim forsend- um, að ekki ætti að veita fleiri slík leyfi enda segir í lögum, að ekki skuli veita frekari vinnsluleyfi nema aflaaukning verði eða vinnslugeta minnki. Hvorugt er fyrir hendi. Þetta er því svo augljós misbeiting valds, að hún er varla umræðuhæf,“ sagði Kristján Pálsson, formaður at- vinnumálanefndar Ólafsvíkur, f samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðsmenn voru á ferð á Snæfellsnesi fyrir skömmu og ræddu þá meðal annarra við Kristján um atvinnuástandið í ólafsvík og úthlutun skelfisk- vinnsluleyfa. „Það var ákveðið," sagði Krist- ján, „á fundi allra fiskverkenda hér í ólafsvík fyrir tveimur árum, að atvinnumálanefnd staðarins sækti um eitt vinnsluleyfi fyrir staðinn, nánar tiltekið fyrir Hraðfrystihús ólafsvíkur. Jafnframt yrði sótt um leyfi fyrir þrjá báta, sem legðu fram tveggja daga vinnu hver ásamt áhöfnum til rannsókna á skelmiðunum, Hafrannsóknastofn- un að kostnaðarlausu. Því var hafnað af fyrrgreindum ástæðum. Umsóknin var byggð á því, að ákveðinn hópur báta hefur verið verkefnalaus ákveðinn hluta ársins og haustið hugsað til veiðanna til að brúa það bil og tryggja atvinnu við fiskvinnsluna. Ráðherra sagði þá, að samstaða þingmanna Vest- urlands um leyfisveitingu væri for- senda þess, að hann gæti gefið út nýtt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi leitað álits þeirra nú. Þá erum við nú í erf iðleikum með rekstur togarans okkar, Más SH, þó hann sé ekki á uppboðslistanum og er verið að ræða við stjórnvöld um einhverja aðstoð i þvi máli. Togarinn var á sínum tima keyptur hingað fyrir tilhlutan ríkisvalds- ins, sem lofaði 67% láni úr Fisk- veiðasjóði og 10% úr Byggðasjóði. Það stóðst ekki þvi aðeins kom 50% lán úr Fiskveiðasjóði og ekkert úr Byggðasjóði. Því varð að taka önn- ur og dýrari lán, sem eru nú að verða útgerð togarans að falli. Framtíð hans er því óljós. Þrátt fyrir þessar deilur ólafs- víkinga og stjórnvalda eru menn bjartsýnir, enda er þetta eitt bezta útgerðarpláss landsins fyrir minni báta vegna nálægðarinnar við mið- in. ólafsvík er vel sett í ýmsum skilningi og atvinnumálanefnd hef- ur verið að kanna ýmsa möguleika á uppbyggingu atvinnutækifæra i tengslum við sjávarútveginn. Með- al annars hefur verið kannað hvort mögulegt væri að reisa loðdýrabú með nýtingu fiskúrgangs sem fóð- urs í huga. Þeir möguleikar reynd- ust ekki fyrir hendi, þrátt fyrir að 70% fóðursins væri til staðar. Það eru ekki aðrir en bændur, sem fá lánafyrirgreiðslu úr tilheyrandi sjóðum og auk þess, eru öðrum en þeim settar miklu þrengri skorður hvað varðar byggingar og aðbúnað. Þá höfum við hugað að möguleik- um á fiskeldi, en það virðist ekki liggja sérlega vel fyrir hér. Hins vegar eru möguleikar á því í vötn- um á utanverðu Nesinu, en þar gætir flóðs og fjöru. ívar Bald- vinsson, fiskverkandi hér, gerði til- raunir með trjónukrabbaveiði síð- astliðið sumar og komu þær vel út, en framhaldið er enn í könnun. Hann hefur einnig kannað markað fyrir fiskúrgang og fisk, sem litið hefur verið nýttur til þessa, meðal annars í kattamat. Við leggjum áherzlu á að nýta okkur nálægðina við miðin og auka nýtingu fiskúrgangs og vannýttra flosna upp og flytja á mölina. Hver tegunda af ýmsu tagi. Nú er ekkert atvinnuleysi i ólafsvík í fyrsta sinn í mörg ár og reyndar verið að flytja inn fólk í fiskvinnsluna. Hins vegar er það afdrifarík þróun, sem nú stendur yfir, er landsbyggðin er að landshluti fyrir sig verður að fá aukið sjálfstæði og ráðstöfunarrétt yfir þeim gjaldeyristekjum, sem hann aflar, ef snúa á þessari þróun við,“ sagði Kristján Pálsson. — HG Kristján Pálsson, formaður atvinnumálanefndar Ólafsvíkur, með dótturina Sigrúnu. Morgunblaðið/Friðþjófur ■twunw W0tM MR MWMWtMMW MftMflM Bm Æ Opið í dag, laugardag, kl. 1-5 Bílvangur hefur sýningarsal sinn fyrir nýja og notaða bíla opinn í dag frá klukkan 1-5. Þú finnur þar mikið úrval notaðra bíla, skoðar Opel Kadett, bíl ársins og handhafa ýmissa annarra alþjóðlegra viðurkenninga, kynnist öðrum Opel-bifreiðum, sérð japönsku Isuzu Trooper jeppana og fleiri fyrsta flokks bíla. NOTAÐIR BÍLAR: Árg. Km. Kr. Árg. Km. Kr. Mercedes Benz 280 1980 46.000 795.000 Isuzu Trooper bensfn 1982 35.000 610.000 Ch. Citation 6cyl. sjálfsk 1980 88.000 275.000 Ch. Malibu Classic 1980 60.000 350.000 Plymouth Volaré Ch. Nova Sedan 1978 77.000 170.000 Premier 1979 41.000 270.000 Subaru 1600 DL 1979 66.000 140.000 Saab 99 GLI 4ra dyra 1981 56.000 320.000 BMW316 1982 33.000 365.000 Opel Rekord 1978 170.000 Volvo 245 DL station 1982 60.000 420.000 Saab 99 GL 2ja dyra 1982 45.000 350.000 Ch. Citation 4cyl beinsk. 1980 40.000 295.000 Volvo 244 GL sjálfsk. 1979 55.000 285.000 Mazda 323 1978 75.000 120.000 Opel Ascona Luxus 1982 16.000 360.000 Mazda 929 1982 19.000 400.000 Opel Rekord dfsil 1981 330.000 Ford Bronco II Ranger 1984 22.000 1.290.000 Daihatsu Charade 1980 62.000 150.000 Vauxhall Chevette st. 1977 80.000 95 000 Scoutll 6cyl. 1974 100.000 110.000 Dodge Ramcharger S.E. 1979 26.000 490.000 Caprice Classic 1979 53.000 400.000 Aro 244 jeppi 1979 39.000 150.000 Datsunpickup 1979 51.000 150.000 Ch. Malibu Sedan 1979 73.000 220.000 Volkswagen Derby LS 1981 61.000 210.000 BiLVANGUR sW HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 7 °9 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.