Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
Orkuverð og orkunotkun:
Að fjárfesta í sparnaði
— eftir Sturlu
Bövarsson
Inngangur
Nokkurt hlé hefur orðið á um-
ræðum um orkuverð til húshitun-
ar. Ekki er það hlé vegna þess að
endanlegur árangur hafi náðst við
lækkun orkureikninga þeirra sem
búa við olíu og hátt raforkuverð.
Þó hefur verulegur árangur náðst
á því sviði.
{ þessari grein vil ég tíunda
störf húshitunarnefndar Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi, sem hefur unnið að þessu
málefni á vegum sveitarfélaganna.
Einnig mun ég geta þess, sem ég
tel stjórnvöld þurfa að láta gera í
næsta áfanga að því marki að
lækka orkuverð og draga úr
orkunotkun, sem ekki er síðra
verkefni. Fjárfesting í orkusparn-
aði þarf að fylgja aukinni orku-
notkun og vera hluti af stofn-
kostnaði í orkugeiranum.
Þróun orkuverðs
Ástæðulaust er að fara mörgum
orðum um áhrif orkukreppunnar á
lífskjör þeirra sem búa við dýra
orkugjafa. Olíuverðshækkunin
eftir 1974 hafði á vissan hátt veru-
leg áhrif á þróun búsetu í landinu,
þó að víða hafi verið gripið til þess
eðlilega úrræðis að virkja jarð-
varma og má segja að það verkefni
hafi setið fyrir öðrum, svo sem að-
gerðum til lækkunar raforku og
orkusparnaðaraðgerðum, en að
þeim þætti verður komið sérstakl-
ega hér á eftir.
Á aðalfundi Samtaka sveitarfé-
laga í Vesturlandskjöræmi
(SSVK) sem haldinn var í nóv-
ember 1983, var brugðið upp stað-
reyndum um þróun raforkuverðs
tímabilið 1980—1983. Fram kom
að raforkutaxtar höfðu hækkað
langt umfram hækkun bygg-
ingarvísitölu, sem oft hefur verið
notuð til viðmiðunar. Svonefndur
marktaxti, sem er mest notaður í
sveitum, hafði þetta sama tímabil
hækkað enn meira og vakti það
verulega athygli. Á meðfylgjandi
línuriti má sjá þróun orkuverðs
samanborið við byggingarvísitölu
og olíustyrki.
Frá miðju ári 1983 og allt árið
1984 hélst raforkuverð stöðugt,
sem í raun jafngildir lækkun. Eft-
ir gengisfellinguna raskaðist þetta
aftur og nú óttast margir að aftur
stefni í sama horfið með hækkan-
ir. Staðfastur vilji iðnaðarráð-
herra til þess að halda niðri orku-
verðinu kemur þó fram í því að
niðurgreiðslur voru auknar og
þannig dregið úr þeirri hækkun
sem annars hefði orðið. Línuritin
skýra þessa þróun.
Starf húshitunar-
nefndar SSVK
Veturinn og vorið 1982 þóttu
orkureikningar á Vesturlandi
keyra úr hófi fram. Ástandið var
víða mjög alvarlegt bæði hjá þeim
er kyntu með olíu og rafmagni.
Margar ástæður stóðu til þess að
orkureikningar voru þá svo háir.
Má þar nefna mjög harðan vetur
og þvi meiri orkunotkun en í með-
alári, hátt raforkuverð og veru-
legar hækkanir á taxta, raun-
lækkun olíustyrkja en hækkun
olíuverðs.
Við þessar aðstæður þótti horfa
svo alvarlega að sveitarfélögin
voru knúin til sérstakra aðgerða
til hagsbóta fyrir orkunotendur.
Á vegum Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi var sett á fót hús-
hitunarnefnd, er var falið að vinna
að þessum málum. 2. apríl það ár
var á vegum SSVK haldinn fundur
í Stykkishólmi um stöðu húshitun-
armála. Á þeim fundi var mörkuð
sú stefna af hálfu iðnaðarráðun-
eytis, Rarik og Orkustofnunar, að
rafhitun væri hagkvæmastur
kostur fyrir Snæfellsnes, því að
jarðvarmi væri ekki virkjanlegur
með hagkvæmum hætti þar. í Döl-
um ætti hins vegar að rannsaka
þá kosti, sem virkjanlegur jarð-
varmi gæfi.
Störf húshitunarnefndar hafa
einkum beinst að eftirfarandi
þáttum:
1. Almennri stefnumörkun ríkis-
valdsins í húshitunarmálum.
2. Orkusparnaóaraðgeróum.
3. Orkuöflunarmöguleikum, eink-
um jarðvarma.
4. Athugun rafhitunarkostnaðar,
þ.e. beinni rafhitun eða
svonefndum R/o-veitum.
5. Athugun á reikniforsendum og
samanburðarútreikningum
húshitunarvalkosta.
6. Gjaldskrám.
Á aðalfundi SSVK sem haldinn
var í Borgarnesi í nóvember 1983,
var lögð frá áfangaskýrsla um
störf nefndarinnar og hina sér-
stöku aðgerð til orkusparnaðar,
sem fólst í ráðgjöf við húseigend-
ur. Það verk vann Verkfræðistofa
Sig. Thoroddsen hf. með aðstoð
byggingarfulltrúa í þorpunum.
Áf hálfu nefndarinnar var leit-
að samstarfs við iðnaðarráðuneyt-
ið, sem veitt hefur styrk til
orkusparnaðaraðgerða, auk þess
sem fulltrúar Rarik og Orkustofn-
unar hafa setið fundi með nefnd-
inni.
Á aðalfundi SSVK 1983 voru
settar fram tillögur er miðuðu að
þvi að lækka olíuverð og draga úr
orkunotkun.
Þær tillögur eru svohljóðandi:
Tillögur hús-
hitunarnefndar
1. Allt kapp verði lagt á það að
Landsvirkjun nái hagstæðum
orkusölusamningum til stóriðju
er m.a. komi fram í lækkuðu
orkuverði til húshitunar.
2. Jöfnun húshitunarkostnaðar
verði við það miðuð að í lok árs-
ins 1984 verði hitunarkostnaður
sambærilegs húsnæðis hvergi
meiri en sem nemi tvöföldu
vegnu meðalverði samkvæmt
gjaldskrám hjá veitu-
fyrirtækjum.
3. Orkuverð til landbúnaðar verði
tekið til sérstakrar athugunar
m.a. með það i huga, að nýta
megi raforku sem orkugjafa við
heita súgþurrkun þar sem jarð-
varmi er ekki.
4. Á vegum sveitarfélaga eða
orkusölufyrirtækja og í sam-
vinnu við Orkusparnaðarnefnd
verði gert sérstakt átak í ráð-
gjöf um orkusparandi aðgerðir
á öllu húsnæði, jafnt íbúðar-
húsnæði sem atvinnuhúsnæði.
Til þessa verði veittir styrkir
sambærilegir því sem húshit-
unarnefnd SSVK hefur fengið.
Húshitunarnefnd SSVK fái
styrk til að ljúka því verkefni
sem hafið er og nái það til allra
þeirra húsa, sem byggð hafa
verið fyrir gildistöku bygg-
ingarreglugerðar frá 1979.
5. Sveitarfélögum verði gert að
herða eftirlit með því að
ákvæðum byggingarreglugerð-
ar um einangrun verði fram-
fylgt-
6. Framkvæmdir við íbúðarhús-
næði til orkusparnaðar skulu
staðfestar af viðkomandi bygg-
ingarfulltrúa. Lán húsnæðis-
lánakerfisins til slíkra fram-
kvæmda skulu vera með sömu
kjörum og til sama tíma og al-
menn húsnæðislán. Lán til
orkusparandi framkvæmda
skulu nema allt að 80% kostn-
aðar að frádregnum styrkjum.
7. Vegna framkvæmda við ein-
angrun og ísetningu á þreföldu
gleri, minnkum glerflatar og
uppsetningu rafhitabúnaðar í
húsum, sem byggð voru fyrir
gildistöku byggingarreglugerð-
ar, skal veita styrk úr ríkis-
sjóði. Styrkur skal nema sömu
upphæð og nemur söluskatti og
öðrum gjöldum, sem ríkissjóður
leggur á viðkomandi bygg-
ingarefni eða búnað. Sama gildi
um orkusparnaðarbúnað og
endurvinnslubúnað á lofthita-
kerfum. Um rökstuðning fyrir
styrkjum visast til áfanga-
skýrslu VST, en í henni kemur
glögglega í ljós hagkvæmni ein-
stakra aðgerða.
Sturla Böðvarsson
„Hvað sem líður Öðrum
verkefnum má fullyrða,
að aðgerðir til orku-
sparnaðar eru eínhver
mikilvægustu verkefn-
in. Fjárfesting í sparn-
aðaraðgerðum á þessu
sviði skila sér fljótt auk
þess sem endurbætur á
húsnæði tryggja verð-
gildi þeirra.“
Þessar tillögur eru nú þegar að
nokkru leyti komnar til fram-
kvæmda eða eru í frumvarpi iðn-
aðarráðherra, sem lagt var fram á
þingi. Verulegur árangur hefur
því náðst, enda þótt sparnaðar-
átaki hafi ekki enn verið beint að
húsnæði í sveitum og atvinnu-
húsnæði.
Frumvarp til laga
um jöfnun
húshitunarkostnaðar
Á siðasta haustþingi lagði iðn-
aðarráðherra fram frumvarp til
laga um jöfnun húshitunarkostn-
aðar, svo sem fyrr er getið. Því
miður náði það frumvarp ekki
fram að ganga, en verður vonandi
lagt fram á yfirstandandi þingi og
verður að lögum á þessu ári. Verð-
ur þá mikilvægum áfanga náð,
einkum fyrir „hin köldu svæði“.
Mikilvægustu þættir frumvarps-
ins er varða hin köldu svæði eru
eftirfarandi:
1. Sett er þak á mun orkuverðs til
húshitunar eftir orkuveitum. í
4. grein segir að raforkuverð til
kyndingar íbúðarhúsa verði
ekki hærra en nemi 1,8-földu
vegnu meðalverði hitaveitna
landsins sem hafa jarðvarma
að orkugjafa. Gert er ráð fyrir
niðurgreiðslu á raforku og
varmaorku til skólahúsnæðis.
2. Olíustyrkir miðast á sama hátt
við það að kynding með olíu
verði ekki hærri en nemi tvö-
földu vegnu meðalverði hjá
hitaveitum.
3. Þá er veitt heimild til þess að
styrkja þá sem ekki eiga kost á
raforku frá samveitu og verða
að reka díselstöðvar.
4. V. kafli frumvarpsins fjallar
um hagkvæma orkunotkun og
orkusparnað. Samkvæmt frum-
varpinu skal samkvæmt áætlun
vinna að því að draga úr orku-
notkun með endurbótum á hús-
næði og endurbæta kynditæki
og búnað til hitunar. Er í þess-
um kafla farið inn á sömu braut
og unnið hefur verið eftir á veg-
um SSVK. Hluta þess verkefnis
er lokið á Snæfellsnesi með til-
styrk iðnaðarráðuneytisins á
grundvelli laga frá 1980 um
jöfnun og lækkun húshitunar-
kostnaðar.