Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 37 Kveðjuorð: Anna Jóhannes- dóttir Vindheimum Kaedd 15. maí 1900 Dáin 8. janúar 1985 Anna á Vindheimum var svo yf- irlætisiaus, að henni þótti miður þegar fundargerðarbækur kvenfé- lagsins voru komnar í skjalasafn- ið. Henni mun ekki hafa fundist rithönd sín nógu góð til að geym- ast þar, en hún var ritari Kvenfé- lagsins í Lýtingsstaðahreppi í 20 ár. Anna var ekki i skóla eftir fermingu, en vafalaust hefði henni gengið vel í skóla, því hún var glögg í hugsun og hafði minnis- gáfu góða. Ekki hef ég séö fundar- gerðarbækur þær, sem Anna skrifaði en vil nú huga að stafa- gerðinni í lífssögu hennar. Anna Jóhannesdóttir fæddist að Neðranesi í Skefilstaðahreppi. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson og kona hans Mar- grét Stefánsdóttir. Þau bjuggu yf- ir 30 ár í Neðranesi. Jóhannes var Húnvetningur að ætt, en Margrét ættuð úr Skefilstaðahreppi. í Skagfirskum æviskrám er þessi umsögn um þau hjón: „Jóhannes var lágur maður vexti, en allþrek- inn, léttleikamaður og skarpur til vinnu. Búið var lítið, en komst þó af hjálparlaust." Um Margréti var skráð. „Hún var meðalhá kona, en fremur grannvaxin og góð og um- hyggjusöm húsmóðir." Þau hjón áttu tíu börn og komust fimm upp, Anna og fjórir bræður Hún ólst upp með foreldrum sínum, en fað- ir hennar andaðist þegar hún var 15 ára og eftir það fór hún að vera annarstaðar. 17 ára gömul var Anna kaupakona á Marbæli á Langholti. Löngu síðar sagði Hjörtur mér, að hann hefði séð þá þegar, að hún var efni í búsýslu- konu góða og það reyndist rétt. Árið 1920 fór Anna að Vindheim- um og var þar fyrst kaupakona á Minning: Fædd 10. aprfl 1922 Dáin 2. febrúar 1985 Það fyrsta sem ég man eftir Helgu frænku var þegar ég var að sippa heima hjá henni á Hólaveg- inum og bandið slóst í lítinn strák sem bjó þarna í húsinu. Þá var hún strax komin, ekki til þess að skamma mig heldur til þess að bjarga málunum og koma f veg fyrir að amma stráksins frétti nokkuð af þessu. Skrítið hvað sum hljóð sem verða á vegi manns í lífinu festast í manni, ég minnist t.d. alltaf hljóðsins í mölinni þegar við renndum í hlað á Fornósnum. Þetta brak sem gerði manni ljóst að nú væri maður kominn á rétta staðinn. Inni beið uppbúið rúm, gómsætur matur og þessir bláu diskar sem löðuðu fram lystina. Allt var svo hreint. Ég er viss um að rykkornin hafa forðast þetta hús vitandi það að þar varð þeim ekki langra lífdaga auðið. Það var líka alltaf ilmur í þessu húsi og til voru margskonar falleg glös með góðri lykt sem seiddu til sín barnslega forvitni. Ég held að heimsóknir okkar til Helgu hafi spannað hvert sumar meðan ég var yngri og alltaf tók hún okkur jafnvel. Hjá henni var alltaf að finna þessa hlýju og opnu arma sem biðu eftir manni á hverju sumri. Af þessari hlýju og gleði átti hún svo óendanlega mik- ið og var svo fús að gefa og deila þeim tilfinningum með öðrum. Hún tók sér oft frí úr vinnunni þegar við komum og snerist i kringum okkur á allra handa máta. sumrum en árið 1924 giftist hún Magnúsi Sigmundssyni. Þegar ég var að alast upp á öðr- um tug þessarar aldar, heyrði ég oft talað um Vindheima. Þar bjó þá Sigmundur Andrésson og heimili hans ríkis- og myndar- heimili í fremstu röð. Sigmundur var Árnesingur að ætt, sonarson- ur Magnúsar alþingismanns í Langholti. Kona hans var Monika Indriðadóttir bónda á írafelli og er ætt hennar skagfirsk. Þau hjón hófu búskap á írafelli og bjuggu þar til aldamóta, þá tvö ár á Lýt- ingsstöðum, en árið 1902 keypti Sigmundur Vindheima og bjó þar síðan. Sigmundur Andrésson var vel gefinn höfðingsmaður, hygg- inn og hagsýnn bóndi, fjárafla- maöur mikill. Auk þess var hann hómópati og stundaði lækningar um 30 ára skeið. Meðöl frá honum þóttu oft gefast vel. í því efni mun hann hafa notið aðstoðar bróður síns, séra Magnúsar á Gilsbakka, sem útvegaði honum meðui og lækningabækur. Jóhannes í Ytra- Vallholti sagði mér svo frá, að Sig- mundur hefði bjargað lífi sínu, þegar hann ungur maður lá í lungnabólgu, nær dauða en lífi. Þá kom Sigmundur og vakti yfir hon- um og Jóhannes lifði langa ævi eftir það. Magnús Sigmundsson bjó á Vindheimum eftir föður sinn til dánardægurs 1952. Hann var góð- ur bóndi, vel efnaður og reisn heimilisins var sú sama og áður. Magnús var hlédrægur og lét lítið á sér bera. Hann var alllengi í sveitarstjórn og studdi vel bygg- ingu Steinsstaðaskóla. Hann naut virðingar og trausts þeirra, er kynntust honum. Þegar Anna Jóhannesdóttir varð tengdadóttir Sigmundar Andréssonar, var hann ekki Það var líka alltaf hægt að tala við hana eins og jafningja. Hjá henni fann ég aldrei þá hneykslun eða misvirðingu sem þeir sem eldri eru vilja svo oft temja sér gagnvart hinum yngri. Það var því afar dýrmætt á viðkvæmum árum að geta talað við manneskju sem skildi. Ég mátti aldrei taka mynd af henni, samt tókst mér það einu sinni þegar hún var að koma upp um lúguna á Nesvitanum varð þá bergmálið af hlátrinum samferða henni upp. Helga var alltaf vinnu- söm og gaf engum karlmanni eftir hvað dugnað og styrk áhræðri. Á sínum yngri árum var hún ráðs- kona í vinnuflokki föður síns. Ferðuðust þau vítt og breitt um landið við vitabyggingar oft við mjög erfiðar aðstæður. Það verður allt í einu svo ljóslif- andi fyrir mér þegar við vorum stödd á Furugrund fyrir nokkru og Ásdís amma og Helga voru að dansa eftir plötuspilaranum, fyrst var brosað og hlegið en á eftir fylgdu nokkur tár. Því þar sem gleðin er, er treginn ekki langt undan. Glaðar stundir rifja oft upp samveruna með látnum ást- vinum. Helga var dóttir hjónanna Margrétar Björnsdóttur og Sig- urðar Péturssonar. Faðir hennar var tengdur henni sterkum bönd- um og fann hún einatt fyrir ná- lægð hans. Henni mun því verða tekið opnum örmum, þeirra sem bíða hennar. Ég veit að henni mun líða vel á hinum æðri þroskastig- um þess lífs, sem er í senn svo gefandi og svo þiggjandi að það óánægður með þann ráðahag, þó hún kæmi ekki með fjármuni úr föðurgarði, en á þeim tíma þótti það betra, að fólk sem gekk í hjónaband ætti eignir. Sigmundur mun hafa séð hvað í Önnu bjó, en hann lifði 6 ár eftir að hún kom fyrst að Vindheimum. Anna var sérstaklega vel verki farin og hirti vel um alla hluti smáa og stóra, var hyggin og hagsýn og sýnt um fjármál. Hún var því búsýslukona mikil eins og Hjörtur á Marbæli hafði spáð. Éitt var það sem ein- kenndi Önnu umfram marga aðra. Hún skipti aldrei skapi. Hún myndaði sér ákveðnar skoðanir um eitt og annað og hélt þeim fram í hreinskilni. Ég kynntist Önnu Jóhannes- dóttur fyrst í desembermánuði 1932. Faðir minn kom þá að Vindheimum, veiktist þar alvar- lega og lá iengi rúmfastur. Eftir það þurfti ég ekki að spyrja um mannkosti húsfreyjunnar þar. Við Anna ræddum stundum um eilífðarmálin og vorum sammála um það að fólk sem reyndi að brjóta réttlætislögmálið sem minnst og léti gott af sér leiða, heldur en hitt, því mundi ekki líða illa eftir dauðann. tekur frá okkur þá sem okkur þyk- ir vænt um. Þegar ég hugsa til baka man ég alltaf eftir henni brosandi. Þetta breiða, fallega bros sem bjó yfir svo miklu. Að leiðarlokum vona ég að brosið hennar megi fylgja litla augasteininum hennar sem nú er orðinn stór og okkur öllum. Eiginmaður Helgu var Jón Björnsson verkstjóri sem nú er látinn, áttu þau tvö börn, Sigur- björgu kennara á ísafirði og Sig- urð byggingafræðing á Akureyri. Dtsa Mistrað var loft, úr melum rauk, mórinn og túnið biðu þyrst þegar andvarinn stráin strauk — og strjálu droparnir komu fyrst. Regnið niðar um grund og gil gleður og hressir landið þurrt. Víst er gaman að vera til og vökna allur sem móajurt. ÓUóh.Sig. Það mun hafa verið á árunum laust fyrir 1950 að Anna sagði mér frá því, að hún hefði farið til spá- konu, er sagði henni eitt og annað, svo sem það að Magnús mundi flytja frá Vindheimum. Hún átti erfitt með að trúa því, að hann mundi nokkurn tíma vilja búa annarstaðar. Samt fór það svo, en það voru ekki hin venjulegu bú- ferli. Magnús flutti til feðra sinna í gróandanum vorið 1952. Börn Magnúsar og Önnu eru þrjú: Ragnheiður, Sigurlaug og Sigmundur bóndi á Vindheimum. Jóhannes Hjálmarsson ólst þar upp, en hann missti föður sinn ungur. Sigmundur tók við búi á Vind- heimum eftir föður sinn. Fáum ár- um síðar urðu þáttaskil í starfs- sögu Önnu. Hún tók að sér ráðs- konustarf í Steinsstaðaskóla, sem var þá heimavistarbarnaskóli og gegndi hún því starfi í átta ár. Eftir það var hún fimm ár ráðs- kona við barnaskóla í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi. öft er það að börnum leiðist fyrst þegar þau fara í heimavistarskóla og önnur verða fyrir aðkasti skólasystkina. Ef ráðskona er vanda vaxin, þerr- ar hún tár og er skjól og skjöldur, þeim sem að er kastað. Víst er það að Anna Jóhannesdóttir gegndi móðurhlutverkinu með sóma, þau Samvinnuferðir-Landsýn gengst fyrir miklum hátíðarhöldum á sunnu- daginn í tilefni af útkomu sumaráætl- unar og sumarbæklings '85. „SL-dagurinn“ hefst með keilu- spilskeppni í keilusalnum í Öskju- hlíð. Það er fyrsta opinbera keilu- spilskeppnin sem haldin er hér á landi, margir íslendingar hafa ein- mitt kynnst keiluspilsíþróttinni í sæluhúsunum í Hollandi. Öllum er heimil þátttaka í keppninni sem hefst klukkan 9.30 á sunnudags- morguninn. Klukkan 13 verður söluskrifstofa Samvinnuferða-Landsýnar í Aust- urstræti opnuð. Þar verður ferða- kynning og ferðagetraun, Dixie- ár sem hún hafði forstöðu í skóla. Öllum börnum sem hún var með þótti vænt um hana. Hún hafði oft börn í dvöl á sumrin. Tveir dótt- ursynir hennar, Magnús og Pétur Óli, ólust upp hjá henni að mestu. Þegar Anna var áttræð, fékk hún mörg heillaóskaskeyti úr Rauða- sandshreppi, sem henni þótti mjög vænt um og voru þó átta ár liðin síðan hún var þar. Árið 1973 fluttist Anna út á Sauðárkrók og fór að búa með Jóni Björnssyni söngstjóra frá Haf- steinsstöðum. Heimili þeirra var mjög gott. Þau áttu skap saman, þó þau væru ólík, voru bæði full- komlega ánægð og engan skugga bar á sambúð þeirra. Anna hafði nú minni störfum að sinna en áð- ur, þó var oft gestkvæmt á því heimili. Jón spilaði í kirkjum og skrifaði tónverk sín. Sambúð Jóns og Önnu er dæmi um það að ald- urhnigið fólk getur haft stuðning hvort af öðru. Ég hef litið yfir stafagerðina í lífssögu Önnu Jóhannesdóttur, þessarar iðjusömu sæmdarkonu sem lifði áttatíu ár og fjórum bet- ur. Það er gott að hverfa á braut með hlýjan hug frá samtíðar- mönnum. Björn Egiteson bandið leikur fyrir utan, trúðurinn Skralli kemur í heimsókn og Henríetta og Rósamunda gefa holl ferðaráð. Klukkan 15 hefst síðan fjöl- skylduhátið í Háskólabíói með skemmtiatriðum fyrir alla fjöl- skylduna. í anddyri leikur Dixie- bandið og trúðurinn Skralli sprell- ar um allt hús. Meðal skemmtiat- riða á sviðinu er kvikmyndasýning, fóstrunemar sjá um dagskrá fyrir þá yngstu, Stjúpsystur syngja og fara með gamanmál, Bjössi bolla kemur í heimsókn og svo verður dregið um ferðaverðlaun í lukku- miðahappdrætti. (Frétutilkrawag.) Helga Sigurðar- dóttir Sauðárkróki SVAR MITT eftir Billy Graham Fyrirgefning vegna Krists Ég hef syndgaö mjög alvarlega, en ég glími viA aA verAa einlægur lærisveinn Krists. En kannski er eina hjálpin fólgin í því, aA Kristur sýni mér tákn eða eitthvaA í þcim dúr. Ég held, að Guð hafi þegar sýnt yður tákn þess, að yður sé fyrirgefið. Það er myndin af deyjandi frelsaran- um á krossinum, er hann segir: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ Er til nokkurt stórkostlegra tákn? í allri Biblíunni er verið að fræða okkur um fyrirgefningu, bæði með orðum og dæmum. „I honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefning syndanna. Er það samkvæmt ríkidómi náð- ar hans“ (Éfes. 1,7). „Yður, sem dauðir voruð sökum afbrota yðar og umskurnarleysis holdsins, yður lífgaði Guð ásamt honum. Hann fyrirgaf oss öll afbrotin" (Kól. 2,13). Þér segið, að þér hafið syndgað mjög alvarlega. Minn- izt þess, að það fólk, sem Nýja testamentið segir, að Jesús hafi nálgazt með sérstökum hætti, hafði líka flest drýgt alvarlegar syndir: Pétur, María Magdalena, sam- verska konan og hórseka konan. Blóð Krists nægir til að afmá alvarlegustu syndir, jafnvel morð. Trúið orði Guðs! Trúið því, að Guði hafi verið full alvara, þegar hann sagði, að syndir okkar hefðu verið fyrirgefnar. Fari síðan og syndgið ekki framar. Guð hefur fyrirgefið yður. Nú skulið þér fyrirgefa sjálfum yður. SLrdagurinn: Fyrsta keilukeppnin og fjölskylduhátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.