Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 56
EUROCARD .......^ Tli DAGLEGRA NOTA áeíía Ofuð 90Q-CZ.CC LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Bifreið Kimskipafélagsins utan vegar í Öxnadalnum. Eins og sjá má er bifreiðin stórskemmd. Morgunblaíií/Gunnar Berg • • 30 tonna tengibifreið rann bremsulaus niður bratta brekku í Oxnadal: „Mátti ekkert vera að því að hugsa, hafði nóg að gerau „ÉG hugsa að ég væri ekki að spjalla við þig, ef bíllinn hefði farið út af hinum megin, því þar er snarbrött brekka," sagði Stefán (iuðmundsson bflstjóri hjá Eimskip í viðtali við Mbl., en hann sýndi mikið snarræði í fyrradag, er hann stökk upp í dráttarbíl með 40 feta tengivagn aftan í, eftir að hann byrjaði að renna mannlaus aftur á bak niður brekku efst í Öxnadal. Stefáni tókst að sveigja bílinn efst upp á bungunni og fór því út á og tengivaginn út af veginum ofan til, þrátt fyrir að hann væri kom- inn á þó nokkra ferð, en bremsu- búnaður hafði gefið sig. Stefán er marinn og skrámaður á baki og má telja mildi að hann skyldi ekki slasast meira, því dráttarbíllinn skall niður af miklu afli utan veg- ar. Eldur kom upp í honum og er hann mjög illa farinn, jafnvel ónýtur. Tengivagninn og gámur sem á honum var skemmdust lítið sem ekkert. Stefán sagði að hann hefði verið á leið upp Öxnadalinn laust fyrir kl. 14 í fyrradag. Hálka hefði ver- ið á miðjum veginum en auðir kantar. Hann lýsti atburðarásinni svo: „Ég sá að það var dálítið hált auðan kant og setti bílinn í hand- bremsu. Fór út og ætlaði að fara að setja á keðjur. Þá heyrði ég smell og ég tel nú að bremsurnar hafi þá bilað annað hvort í bílnum eða vagninum. Bíllinn fór að renna af stað niður brekkuna. Ég hélt að handbremsan hefði farið af og hljóp því með og stökk upp í bílinn. Ég reyndi að stíga á bremsurnar en þær virkuðu ekki. Eins reyndi ég að setja hann í bakkgír til að ná honum niður en það tókst ekki, enda bíllinn kom- inn á nokkra ferð. Það var þá ekki um annað að ræða en koma hon- um upp fyrir ofan veg til að hann færi ekki fram af, enda var orðið I.jósm Mbl./RAX Stefán á heimili sínu í gær ásamt dóttur sinni fjögurra ára, Sigurlaugu Evu. erfitt að stýra með 40 feta vagn aftan í. Vagninn fór út af veginum og bíllinn um leið. Hann reis upp að framan og skall niður af miklu afli. Það kviknaði í honum, en bíl- stjóri frá KEA sem kom að hjálp- aði mér að bjarga persónulegum munum úr bílnum og slökkva eld- inn með snjó.“ Aðspurður um hvernig honum hefði liðið á með- an bíllinn rann bremsulaus niður brekkuna sagði hann: „Ég mátti ekkert vera að því að hugsa um það, hafði nóg að gera. Maður var svolítið utan við sig á eftir." Stef- án bað í lokin fyrir þakklæti til allra sem aðstoðuðu hann, bað hann fyrir sérstakar kveðjur til KEA-bílstjórans. Tómas Möller forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips sagði Stefán hafa sýnt ótrúlegan kjark og rósemi. Hann sagði að iagmet- ið væri óskemmt og á leið til Reykjavíkur með öðrum bíl, en bæði tengivagninn og gámurinn hefðu lítið sem ekkert skemmst. Dráttarbíllinn er illa farinn og er tjónið metið á um eina milljón. Dráttarbíllinn með tengivagni og hlassinu vó tæp 30 tonn. 150—200 milljónir til að aðstoða húsbyggjendur Ríkisstjórnin kynnir efnahagsráðstafanir: STEINGRÍMI'R Ilermannsson forsætisráðherra og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra kynntu í gær þær ráóstafanir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið í efnahagsmálum. Áhersla verður lögð á viðræður við aðila vinnumark- aðarins, m.a. um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs, um bætur almannatrygg- inga, fyrirgreiðslu í húsnæðismálum og atvinnustefnu til næstu ára, í stað beinna launahækkana. Erlendar lántökur á þessu ári verða minnkaöar um einn milljarð og á árinu 1986 verða ekki tekin erlend lán til A- eða B-hluta ríkis- sjóðs, umfram afborganir, en á núvirði telur ríkisstjórnin að það jafngildi 1400 milljón króna sam- drætti. Staða ríkissjóðs verður bætt með sparnaði og hagræðingu á öll- um sviðum opinberrar starfsemi, eins og segir í plaggi ríkisstjórn- arinnar um aðgerðirnar og verður þá hert eftirlit með skattframtöl- um og innheimtu opinberra gjaida, auk þess sem skjót af- greiðsla skattsvikamála verður tryggð. Fyrsti áfangi niðurfellingar tekjuskatts af almennum launa- tekjum er nú í framkvæmd og samkvæmt því sem fjármálaráð- herra upplýsti, þá iækka skattar launþega um 6 til 700 milljónir af þeim sökum. Ríkisstiórnin hefur ákveðið að taka á vanda húsbyggjenda á eft- irfarandi hátt: Reglur um hús- næðislán hafa verið endurskoðað- ar, og verða lán bundin við ákveðnar stærðir íbúða og þeir sem byggja í fyrsta eða annað sinn fá forgang. Þá hefur verið ákveðið að veita skattaívilnanir vegna sparnaðar til íbúðakaupa og sér- stök aðstoð verður veitt húsbyggj- endum og kaupendum sem eru í greiðsluerfiðleikum og hafa fengið lán úr byggingarsjóðum ríkisins á tímabilinu janúar 1981 til desem- ber 1984. Hefur verið ákveðið að verja til þessa 150 til 200 milljón- um króna af þeim 700 miiljónum króna sem ákveðnar eru í láns- fjáráætlun til nýbygginga. Þetta þýðir að um 150 til 200 þúsund krónur gætu komið í hlut hvers og eins sem sækir um slíkt viðbótar- lán, samkvæmt því sem forsætis- ráðherra upplýsti í gær. Þá mun Húsnæðisstofnun strax í næstu viku koma á fót ráðgjafaþjónustu, til leiðbeiningar þeim sem í greiðsluerfiðleikum eiga. Verður haft samráð við bankana um lausn þessara mála. Auk ofangreindra ráðstafana verða lögð fram frumvörp á AI- þingi um fjölmörg mál, til þess að hraða þeim skipulagsbreytingum, sem þegar voru ákveðnar af stjórnarflokkunum sl. haust. Þar eru m.a. frumvörp um stjórnkerf- ið, nýsköpun atvinnulifs og sjóða, landbúnað, banka og sveitar- stjórnarmál. Sjá tilkynningu ríkisstjórnarinnar í heild á bls. 32 og fréttir á bls 2. Bjartari horfur í farmannadeilunni: Ráðherra beitir sér fyrir skatta- afslætti „Þetta þokaðist í samkomulagsátt síðastliðna nótt og síðan hefur fjár- málaráöherra sagt að hann muni beita sér fyrir því, að farmenn fái skattaafslátt, 10%, eins og sjómenn hafa. Það er ákaflega mikilvægur áfangi í málinu öllu og getur haft mjög jákvæð áhrif á lausn yfirstand- andi kjaradeilu,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í dag. Guðmundur sagði ennfremur, að farmenn væru mjög ánægðir með þessa hugmynd fjármála- ráðherra, því þar væri komin lausn á hluta kjarmála þeirra, sem deilt hefði verið um síðan 1979. Það væri ákaflega mikilsvert að farmenn fengju með þessu jafnstöðu við fiskimenn. Hann væri því bjartsýnn á það, að veru- lega þokaðist í samkomulagsátt á samningafundi hjá sáttasemjara í dag, laugardag. Fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson,. sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri sjálf- sagt réttlætismál, að farmenn nytu sama skattafrádráttar og að- rir sjómenn. Fulltrúar farmanna hefðu hreyft þessu máli við sig og hann hefði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, sagt þeim, að hann myndi beita sér fyrir því, að þeir fengju 10% skattaafslátt. Því miður virtist það ekki hafa dugað enn sem komið væri, en hann von- aðist til þess, að þetta hefði áhrif til lausnar kjaradeilu farmanna óg viðsemjenda þeirra. Það væri mjög mikilvægt að leysa yfir- standandi verkfall. Skattskýrslurnar: Fresturinn renn- ur út á morgun FRESTUR til að skila skatt- skýrslum rennur út á miðnætti sunnudaginn 10. febrúar. Að sögn Gests Steinþórsson- ar skattstjóra í Reykjavík hef- ur þó nokkuð borist inn af skattskýrslum síðustu daga, en þó heldur minna en oft áður. Hins vegar er búist við að mjög mikið berist í dag og á morgun. Eitthvað er um það, að ein- staklingar hafi fengið frest til að skila skýrslunum. Lengsti frestur sem þeim er veittur er til mánaðamóta. Frestur til að skila skýrslum einstaklinga i atvinnurekstri rennur út 15. mars. Önnur fyrirtæki, þau sem ekki eru i einstaklingseign, þurfa að skila skattskýrslum fyrir 31. maí nk. Sjá „Spurt og svarað um skattamál" á bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.