Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Eldhúskrókurinn SÍLD — SÍLD — SÍLD Mikið er af eggjahvítuefni og B-vítamíni í fiski. í feitum fiski eins og síld eru einnig A- og D-vítamín og hollar ómettaðar fitusýrur. Margómettuð fita úr fiski dregur úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. Þessvegna er hollt að borða meira af síld og öðrum feitum fiski. Rannsóknir hafa sýnt að minna er um hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim, sem borða mikið af feitum fiski. Með þetta í huga er upplagt að koma hér með síldaruppskriftir. Reynið til dæm- is þessa óvenjulegu kæfu: Sfldarkæfa Hrærið 750 gr. af hakkaðri ferskri síld með V2 matsk. salti, V* tsk. pipar, 3 matsk. kartöflumjöl, 1 egg og 1—2 dl mjólk. Steikið 100 gr beikon og ca. 3 matsk. hakkaða sveppi á pönnu. Setjið helminginn af síldarfarsinu í smurt form, leggið beikon og sveppi þar ofan á, og síðan afganginn af farsinu. Sláið forminu við borðið nokkrum sinnum svo kæfan haldist betur saman þegar henni er hvolft úr forminu. Sjóðið í vatnsbaði í 45 mínútur í 150 gráðu heitum ofni. Kæfan er jafn góð heit sem köld með sýrðum rauðrófum. (P.s. 750 gr. af hakkaðri og beinhreinsaðri síld fást úr ca. 1 kg. af óverkaðri síld). Og hér kemur önnur girnileg uppskrift Skerið lok af 4 stórum tómötum, holið þá að innan með teskeið, og stráið örlitlu salti og pipar inn í þá. Hakkið með hníf 2 reykt síldarflök og jafnið þeim í tóm- atana. Hrærið saman 1—2 egg og 2 matsk. vatn (með gaffli) og hellið yf- ir. Bakist í 250 gráðu heitum ofni . í 20—25 mínútur, N|<Samrii....... fer eftir stærð. Og síðast, en alls ekki sízt: Heillandi kryddsíldarsalat, sem kemur ykkur skemmti- lega á óvart. Skerið 6 kryddsíldarflök í 2 sm breiða bita. Skerið lÆ melónu, 1 mangó-ávöxt og 3 kíví-ávexti í litla teninga (í staðinn fyrir mangó má nota appelsínu). Blandið þessu öllu varlega saman og dreypið yfir safa úr einni appelsínu. Borið fram með grófu brauði og smjöri. Allar uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir fjóra. Ríkisendurskoðun: Flyzt frá stjórnvöldum til þings- ins — verður óháð ráðuneytum FRAM hefur verið lagt stjórnarfrumvarp þess efnis að ríkisendurskoðun skuli framvegis starfa á vegura Alþingis en ekki á vegum ráðuneytis eins og hingað til. Ef frumvarpið nær fram að ganga, sem ætla verður, flytzt allt eftirlit með fésýslu ríkisins frá stjórnvöldum til Alþingis. Stjórnarskrá rikisins færir Al- þingi valdið til þess að ákveða fjárveitingar. Hún gerir jafn- framt ráð fyrir endurskoðun á þess vegum. Frumvarpið, sem er í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar frá í maí 1983, gerir ráð fyrir því að löggjafinn láti endurskoða á sínum vegum, hvernig framkvæmdavaldið hefur notað fjárlagaheimildir. Samkvæmt fyrstu grein frum- varpsins skal ríkisendurskoðun starfa á vegum Alþingis og annast endurskoðun hjá ríkisstofnunum og öðrum þeim aðilum, sem hafa með höndum rekstur eða fjár- vörzlu á vegum ríkisins. Enn fremur hefur hún eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Ríkisend- urskoðun skal vera fjárveitinga- nefnd Alþingis til aðstoðar við gerð fjárlaga. Þingnefndir geta fengið aðstoð ríkisendurskoðunar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Ríkisendurskoðun skal vera óháð ráðuneytum og öðrum stjórnvöldum. Stjórn rikisendur- skoðunar skal skipuð þremur yfir- skoðunarmönnum sem Sameinað þing kýs. Ríkisendurskoðandi sit- ur stjórnarfundi ríkisendurskoð- unar. Hann ræður og starfsmenn hennar. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Kynnum í dag í Mjóddinni: Columbia kaffí. Vorrúllur. og Tilbúna Avaxtagrauta. KYNNINGARVERÐ Kynnum í Austurstræti: Mastró súpur ^ VERÐ SEM ÞOLA SAMANBURÐ. Lambalifur ^Q.OO 5 pr kg. Kjúklingar 5 stk. Jyg .00 Nautahakk 1. fl. J 9g .00 1 kg. Egg 99-®° Spar tekex 17 .00 Pr-Pk- Blandaðir ávextir ^Q.OO S 1/1 dós Fransman franskar CC.00 1 Vt kg. 118-00 700 gr. Appelsínur 39.OO Rauð Delicius Epli 48$$ Silkience Shampó 2S0 ml. /CQ.50 Silkience Hárnæring vl Jr pr.ig. Opið til kl. 13 í Austurstræti, en til kl. 16 í Starmýri og Mjóddinni STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.