Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
Skjaldarmerki
íslands á peningum
Mynt
Ragnar Borg
Mér varrt á leiðinleg skyssa í
seinasta myntþætti, sem birtist hér
í blaðinu (Immtudaginn 31. janúar
síðastliðinn. Ég vakti athygli á
hinu fallega skjaldarmerki 10
krónu peningsins frá Alþingishá-
tíðinni 1930, og eignaði Tryggva
Magnússyni, en auðvitað er þessi
mynd eftir Baldvin Björnsson
gullsmið. Ég uppgötvaði ekki villu
mína fyrr en ég las blaðið. Var
búinn að bíta skekkjuna í mig við
lestur handrita. Bið ég mikillega
forláts á þessu uppátæki mínu. En
fyrst ég er farinn að minnast á
Baldvin Björnsson má geta þess,
að hann teiknaði líka framhlið 5
krónu peningsins 1930.
Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari mótaði minnispening,
sem sleginn var hjá frönsku
myntsláttunni í tilefni af Al-
þingshátíðinni. Á bakhlið þess
penings er skjaldarmerki ís-
lands, mjög stílfært. Minnispen-
ingur þessi hefur verið sleginn í
silfur og brons.
Næst er svo skjaldarmerkið
notað árið 1946, er einnar og
tveggja krónu mynt lýðveldisins
var fyrst slegin. Það skjaldar-
merki teiknaði Tryggvi Magn-
ússon aftur á móti. Var mynd
þessi á einnar, tveggja, fimm og
tíu krónu myntinni allt til ársins
1981, er myntin var innkölluð
vegna myntbreytingarinnar.
Árið 1961 er sleginn 500 krónu
Jóns Sigurðssonar gullpeningur-
inn. Skjaldarmerkið teiknaði
Jörundur Pálsson arkitekt. Það
sem einkennir það er, að stallur-
inn er horfinn.
Aðalfundur Myntsafnarafé-
lagsins var haldinn sunnudaginn
3. febrúar sl. í Norræna húsinu.
Anton Holt var endurkjörinn
formaður, Jón Guðbjörnsson
gjaldkeri og Tryggvi Ólafsson
ritari. Hagur félagsins er góður
og mun dagskrá funda verða
Skjaldarmerkisteikning eftir uppdrætti Baldvins Björnssonar gullsmiðs á
10 krónu Alþingishátíðarpeningnum.
„Lögsögumaðurinn að Lögbergi." Framhlið 5 krónu Alþingishátíðarpen-
ingsins. Mynd Baldvins Björnssonar gullsmiðs. (bls. 91 SIEG)
500 krónu gullpeningurinn frá 1961 með mynd Jörundar Pálssonar af
skjaldarmerkinu. (bls. 89 SIEG)
fjölbreytt til vors. Félagar urmynt, litla eða stóra peninga.
Myntsafnarafélagins geta nú Suma dýra, en allir eru pen-
keypt margar stærðir og gerðir ingarnir á sanngjörnu verði.
af mynt, frá 30 þjóðlöndum, hjá Skrá um myntbirgðirnar birtast
gjaldkera félagsins. Mismunandi í næsta hefti af blaði félagsins,
mótív, nikkel-, kopar- eða silf- Mynt.
Skjaldarmerki fslands
1919—1944. Teikning Einars
Jónssonar myndhöggvara.
Skjaldarmerki lýðveldisins ísland
frá 1944 eftir Tryggva Magnússon.
Skjaldarmerki Ásmundar Sveinssonar á Alþingishátíðarpeningnum
franska.
Það er svo bara til að auka ánægjuna að líta á hvernig hinn snjalli
teiknari, Þröstur Magnússon, stflfærir landvættina á 10 krónu peningn-
um nýja. ÞetU mótiv notaði hann á Þjóðhátíðarmyntinni 1974 og þótti
gefast vel.
10 krónu mynt frá 1967 með mynd Tryggva Magnússonar af skjaldar-
merkinu. (bls. 88 SIEG)
Full atvinna - mannsæmandi laun
Á fundi í verkalýðsráði Sjálf-
stæöisflokksins og Málfundafélags-
ins Óðins var eftirfarandi ályktun
samþykkt um atvinnumál.
Fundurinn leggur áherslu á fulla
atvinnu ásamt mannsæmandi
launum.
Fundurinn telur að þessu mark-
miði verði best náð með því að höf-
uðatvinnuvegir þjóðarinnar verði
stórlega efldir og rík áhersla verði
lögð á nýsköpun atvinnugreina og
þá einkum í atvinnuvegunum, fisk-
veiðum, iðnaði og landbúnaði jafn-
framt því að nýttir verði í auknum
mæli þeir miklu möguleikar sem
felast í nýjungum á sviði rafeinda-
tækni.
Sjávarútvegur
Þar sem helstu fiskstofnar eru
nú þegar fullnýttir verður að leggja
áherslu á betri nýtingu og meðferð
sjávarafla auk þess að kannaðir
verði til hlítar möguleikar á veið-
um annarra fisktegunda og fram-
leiðslu nýrra afurða. Auk þess
verði leitast við að byggja upp fisk-
rækt í sjó í stórum stíl.
Iðnaður
Á næstu árum mun storaukast
þörfin fyrir ný atvinnutækifæri á
Islandi. Ljóst er að iðnaður og stór-
iðja eru þeir atvinnuvegir sem
besta möguleika hafa til að taka á
móti auknu vinnuafli á næstu ár-
um. í iðnaði er því nauðsynlegt að
leggja áherslu á skynsamlegar
fjárfestingar þar sem arðsemis-
sjónarmið ráða ferðinni ásamt
fullu tilliti til félagslegra áhrifa.
Stjórnun
Þáttur stjórnvalda verði fyrst og
fremst sá, að skapa skilyrði og
svigrúm svo að hugvit, framtak og
dugnaður einstaklinga og samtaka
þeirra njóti sín. Atvinnuvegunum
verður ávallt að búa þau starfsskil-
yrði að framleiðsla og framleiðni
geti aukist og góður rekstur skilað
arði. Með því móti verður atvinnu-
vegunum gert kleift að ná því
réttmæta og eðlilega markmiði, að
dagvinnulaun einstaklings nægi til
framfærslu meðalfjölskyldu. Af-
nema þarf mismunun milli rekstr-
arforma í atvinnulífinu og tryggja
að lítil fyrirtæki búi við sambæri-
leg skilyrði af opinberri hálfu og
hin stærri.
Menntun
Fundurinn legur áherslu á að
menntun er forsenda framfara og
því nauðsynlegt að allir þegnar
þjóðarinnar hafi jafna möguleika
til náms. Leggja þarf aukna
áherslu á að menntun taki mið af
þörfum atvinnulífsins og tryggi
ævinlega hámarksgæði kennslu. Þá
ber að tryggja að ófaglært fólk beri
ekki skertan hlut frá borði vegna
menntunarleysis enda eru störf
þess ekki síður mikilvæg en ann-
arra.
Landbúnaður
Áhersla verði lögð á nýjungar í
landbúnaði s.s. fiskeldi, ylrækt,
loðdýrarækt og ferðamannaþjón-
ustu í sveitum landsins, ásamt
stóraukinni hagræðingu í úr-
vinnslu og sölustarfsemi hinna
hefðbundnu búgreina. Komið verði
á aukinni samkeppni um vinnslu og
sölu landbúnaðarafurða. Dregið
verði úr framleiðslu þeirra afurða
sem njóta útflutningsbóta og fram-
leiösla þeirra miðuð við innan-
landsþarfir og nýtanlega erlenda
markaði.
Lokaorð
Að lokum fagnar fundurinn til-
lögu Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins um þríhliða
viðræður ríkisstjórnar, vinnuveit-
énda og launþega og telur að með
henni sé stigið stórt skref til sátta
á vinnumarkaðinum í þeim anda
sjálfstæðisstefnunnar að íslenskar
starfsstéttir hætti að horfa illu
auga hver á aðra en horfi þess í
stað sameiginlega fram á veginn til
framfara og aukinnar hagsældar
íslensku þjóðarinnar.
Viðburðaríkt hnattskokk:
Skokkað á þilförum
og sofið uppi í trjám
Undíaiim, 5. rebráar. AP.
TVEIR UNGIR Bretar, Henry Weston og Robin Cross, hafa lokið rúm-
lega fjórðungi „hnattskokksins" sem þeir ætla sér að verða fyrstu menn
til að Ijúka. Upphaflega var leiðin áætluð 25.749 kflómetra löng, en hver
hún verður í raun er ekki gott að segja, því alls kyns hlutir hafa neytt þá
til að fara aðrar leiðir en í upphafi var stefnt að. Þeir lögðu af stað frá
Lundúnum 1. aprfl síðastliðinn og um helgina heyrðist frá þeim á Corm-
orin-höfða syðst á Indlandi.
Þeir Weston og Cross höfðu
ætlað sér að taka ferjuna frá
Colombo í Sri Lanka til Cormor-
in og skokka á þilfarinu, en þeir
neyddust til að fara með flugvél
þar sem borgarastríðið á Sri
Lanka, átök tamila og stjórnar-
hersins, hafa komið niður á sam-
göngum. Þeir félagar skokkuðu í
austurveg, yfir Evrópu og til
MiðAusturlanda, en gátu ekki
haldið beinni stefnu til Indlands
vegna Persaflóastríðsins. Fóru
þeir þess í stað með skipi frá
Saudi-Arabíu til Sri Lanka og
skokkuðu á fullri ferð á þilfarinu
á meðan á ferðinni stóð.
Simon Walton, blaðamaður
sem fylgir piltunum og sendir
pistla um ferð þeirra til dag-
blaða, sagði að skokk á stríðs-
slóðum væri ekki eina hættuspil-
ið sem þeir lentu í. f Júgóslavíu
til dæmis slógu þeir upp tjaldi í
ógáti nærri hernaðarmannvirkj-
um og voru handteknir. Voru
þeir í haldi um hríð og grunaðir
um njósnir. Þeim var síðan
sleppt og skokkuðu þeir áfram
uns þeir komu til Tyrklands. Þar
lentu þeir meðal annars í því að
eyða heilli nótt uppi í tré eftir að
úlfahópur hafði elt þá og hugsað
sér að gæða sér á þeim.
Tilgangur þeirra vina með
hlaupinu er tvíþættur, þeir ætla
að verða fyrstir manna til að
skokka „hringveginn" og setja
um leið met í skokki frá Lundún-
um til Sydney, en einn maður
hefur leikið það áður og gerði
það á 522 dögum. í öðru lagi eru
mikil áheit í gangi og eru þeir
þannig að safna peningum til al-
þjóðlegra dýraverndunarsam-
taka.