Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR1985
Milljarðagjafir og meira til
— eftir Gísla
Blöndal
Á undanförnum misserum hef-
ur Samband íslenskra samvinnu-
félaga fengið mikla umfjöllun í
fjölmiðlum vegna ýmissa stór-
mála sem upp hafa komið. Má þar
nefna kaffibaunamálið, skattamál
forstjóranna, kartöflumálið, slát-
urhúsamál og fleiri. Um nokkur
þessara mála ætla ég að fjalla að
þessu sinni, enda nýt ég þeirra
einstöku sérréttinda, að sögn
Kjartans P. Kjartanssonar eins af
forstjórum SlS, að enginn á þeim
bæ „nennir" að svara skrifum
mínum. Þetta ætla ég að færa mér
í nyt þekkjandi baráttuaðferðina
að þögnin sé haldgóð vörn í við-
kvæmum málum.
„Með milljarð í forgjör*
í mars sl. ritaði ég grein í Morg-
unblaðið sem ég nefndi „Með
milljarð í forgjöf". Þar benti ég á
að Þorvaldur Búason hafi fært rök
fyrir því að á sl. fjórum árum hafi
Sambandið fengið að gjöf um einn
milljarð króna í formi niður-
greislna vaxta og geymslukostnað-
ar vegna sauðfjárafurða. Grein
mín vakti athygli og meira að
segja nokkrir þingmenn sögðu við
mig, að „greinin hefði bara verið
góð“, en lengra virtist áhugi
þeirra ekki ná! Þorvaldur hefur
síðan ritað fleiri greinar um þetta
mál og svaraði andmælum og um
leið fært haldbær rök fyrir máli
sínu. Samt hefur það ekki dugað
til að vekja áhuga stjórnmála-
mannanna, en svör SÍS-postul-
anna hafa aðallega verið persónu-
níð.
Þarna er sem sagt um að ræða
einn milljarð króna, sem SÍS hef-
ur fengið að gjöf frá neytendum og
bændum í gegnum sláturhúsin.
Meiri gjafir frá bænd-
um
Eitt af því sem mjög hefur verið
gagnrýnt í umræðunni um einok-
un samvinnufyrirtæjka á sauð-
fjárslátrun, hefur verið sú stað-
reynd að sláturhúsin skila ekki
fullu verði til bænda fyrir afurðir
þeirra. Ég hef fulla ástæðu til að
ætla að hvorki almenningur né
stjórnmálamenn skilji í raun
þessa staðreynd. Oft höfum við
heyrt af því fréttir að svo og svo
mikið vanti uppá að bændur hafi
fengið fullt verð fyrir afurðir sín-
ar. Mig grunar að neytendur hugsi
sem svo, að það komi þeim til góða
í lægra verði og láti þess vegna
kyrrt liggja. En hér er mikill mis-
skilningur á ferðinni.
Sexmannanefndin, svokallaða,
ákveður verð það sem bændur eiga
að fá fyrir innlagðar afurðir. Hún
ákveður að nafninu til einnig
vinnslukostnaðinn, samkvæmt
uppskrift frá reiknimeisturum
kaupfélaganna og framleiðsluráði
og að lokum heildsöluverðið.
Löngu eftir að sláturtíð er lokið og
reiknimeistararnir hafa yfirfarið
allar tölur, kemur gjarnan í ljós
að vegna „rekstrarörðugleika"
hefur vinnslukostnaðurinn orðið
meiri en sexmannanefndin
„ákvað". Þá er bændum tilkynnt
að ekki komi til greina að kaupfé-
lagið tapi á þessum rekstri, heldur
verði þeir að taka á sig skellinn.
Sem sagt, handvömm í rekstri
sláturhúsanna eða reikniskekkjur
í upplýsingum sexmannanefndar-
innar skal tekin af launum bænda,
og litið á sem gjöf frá þeim.
Greinargerö Gunnars
og einfalt dæmi
í greinargerð sem Gunnar Guð-
bjartsson ritar í júlí sl. segir: „Á
síðari hluta ársins 1983 var ljóst
„Mér lögfróðari
menn, sem ég hef spurt,
fullyrða að ef hér hefði
verið um að ræða einka-
fyrirtæki eða til dæmis
einhverja varahluta-
verslun í Kópavogi sæti
ábyrgðarmaður fyrir-
tækisins nú bak við lás
og slá og löghald hefði
verið lagt á bókhaldið,
þar til rannsókn máls-
ins væri lokið. Ekkert af
þessu gerist þegar Sam-
bandið á í hlut, svo vel
er þetta veldi varið.“
orðið að langflestir sláturleyfis-
hafar í landinu áttu I miklum
örðugleikum meða að greiða
bændum fullt verð fyrir sauð-
fjárinnlegg frá haustinu 1982, svo
og vexti af ógreiddum eftirstöðv-
um afurðanna." Og síðar í greinar-
gerðinni segir: „Meðalvöntunin er
um 9,5% af samanlögðu verði og
vöxtum. Mesta vöntun hjá einum
aðila er 29%“!!
Við skulum einfalda þetta dæmi
nokkuð: Verð til bænda er ákveðið
100, vinnslukostnaður 20 og heild-
söluverðið því 120. Síðar kemur í
ljós að vinnslukostnaðurinn
reyndist 35 og þá fær bóndinn
bara 85 eða 15% lægra verð en
ákveðið var í upphafi. Auðvitað
þýðir þetta meira en 15% lækkun
á launum bónda, því launin eru
aðeins hluti af verðinu.
Hvernig skyldi svona mál líta út
ef einhver önnur stétt ætti í hlut?
Gísli Blöndal
Skoðum það aðeins nánar. Fyrir-
tæki ákveður að hefja framleiðslu
á vöru og ræður til þess 10 iðn-
verkamenn og lofar að greiða
þeim samkvæmt Iðjutaxta kr. 85 á
klst. Útsöluverð á vörunni er
ákveðið 120 og þar af er
framleiðslukostnaður í fyrirtæk-
inu 20. Vegna fjármagnsvöntunar
ákveða verkamennirnir að lána
fyrirtækinu hluta launa sinna þar
til varan hefur verið seld. Loks
þegar að uppgjöri kemur og öll
varan seld, hefur eigandi fyrir-
tækisins komist að því að fram-
leiðslukostnaðurinn var of lágt
áætlaður og í raun varð hann 24
eða 20% hærri en áætlað í upp-
hafi. Fyrirtækið tilkynnir því iðn-
verkamönnunum að þeir fái aðeins
68 kr. á tímann fyrir vinnu sína og
skuli bara þakka fyrir.
Það er einmitt með þessum
hætti sem Sambandið hefur þegið
að gjöf gífurlegar upphæðir. Álveg
er ég viss um að ef atvinnustjórn-
málamennirnir lesa þessar línur
hugsa þeir: Nú það er bara svona!
17
og svo fletta þeir upp á fasteigna-
auglýsingunum.
Kaffibaunagjafir frá
Brasilíubændum
Siðasta málið sem upp hefur
komið og varðar SÍS og okkur
skattgreiðendur er „kaffibauna-
málið“. Þar er reyndar aöeins um
að ræða LITLAR 230 milljónir,
sem samkvæmt þess tíma skipu-
lagi heföu átt að koma fram i
lægra kaffiverði til neytenda,
(þetta jafngildir um 110 kaffi-
pökkum á hverja meðalfjölskyldu
í landinu). Sambandið gerði hins-
vegar allþokkalega tilraun til að
líta á þessar milljónir sem gjöf frá
brasiliskum kaffibændum. Þetta
heitir nú á máli SÍS-furstanna og
Útvarpsins „innanhúsmál". Mér
lögfróðari menn, sem ég hef spurt,
fullyrða að ef hér hefði verið um
að ræða einkafyrirtæki eða til
dæmis einhverja varahlutaverslun
í Kópavogi sæti ábyrgðarmaður
fyrirtækisins nú bak við lás og slá
og löghald hefði verið lagt á bókh-
aldið, þar til rannsókn málsins
væri lokið. Ekkert af þessu gerist
þegar Sambandið á í hlut, svo vel
er þetta veldi varið.
Ritstjóri DV upplýsti nýlega á
fundi að sex mánuðir væru síðan
blaðinu bárust fyrstu upplýsingar
um mál þetta, en svo vel voru þeir
varðir að ekki fengust staðfestar
upplýsingar fyrr en að sex mánuð-
um liðnum.
Getur verið að fullyrðingin um
ríkið í ríkinu sé sönn.
Gísli Blöndal
PS. Það verður að virða atvinnu-
stjórnmálamönnum og þeim sem
með völdin eiga að fara það til
vorkunnar að þegar um er að ræða
landbúnaðarmál, er valdið EKKI
hjá þeim, heldur hjá Búnaðarfé-
lagi Islands. Þetta er niðurstaða
Páls Líndal í nýlegri skýrslu til
Alberts fjármálaráðherra. Og nú
segi ég: Það er bara svona.
G.BI.
Gísli Blöndal er rerslunarmaður í
Reykjarík.
A] JÖHANN ÓLAFSS0N & C0. HF.
Þú getur reitt þig á OSRAM