Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. PEBRÚAR 1985
Nýskipan í peningamálum:
Seðlabankinn með
kaupþing innan
tveggja mánaða
RÍKISSTJÓRNIN fyrirhugar nokkra nýskipan í peningamálum, í tengsl-
um við aðgerðir þa-r sem hún hefur ákveðið í efnahagsmálum og voru
kynntar fréttamönnum í gær. Meðal þeirra er ákvörðun um að Seðlabanki
íslands setji á fót kaupþing, og upplýsti forsætisráðherra í gær að búast
mætti við því að það væri komið á fót innan tveggja mánaða.
Þá er stefnt að samræmingu stöðu viðkomandi banka, en jafn-
aðflutningsgjalda, upptöku virð-
isaukaskatts í stað söluskatts,
fækkun viðskiptabanka, að lík-
indum með þeim hætti að Út-
vegsbankinn verður lagður niður
eða sameinaður Búnaðarbankan-
um. Nýjar reglur verða settar um
erlendar lántökur. Heimildir
banka til ábyrgða og erlendrar
lántöku til að endurlána ein-
staklingum eða fyrirtækjum eiga
m.a. að taka mið af eiginfjár-
Nýsköpun atvinnu-
lífs og sjóda:
50 milljónir
í tilraunir
NEFND sú sem unnið hefur að
gerð frumvarps um nýsköpun at-
vinnulífs og sjóða, í beinu fram-
haldi af ákvörðunum ríkis-
stjórnarinnar frá því í septem-
ber sl. er nú að Ijúka störfum,
eins og Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra upplýsti
fréttamenn um í gær. Þar er
gert ráð fyrir að 500 milljónum
verði varið í þessa nýsköpun og
uppstokkun.
Akveðið hefur verið að verja
50 milljónum króna til rann-
sókna- og tilraunastarfsemi
og samkvæmt því sem forsæt-
isráðherra upplýsti blm. Mbl.
þá verður um 300 milljónum
króna veitt til þróunarfyrir-
tækis þess sem verður sam-
eign ríkisins og einkaaðila.
Gerir forsætisráðherra ráð
fyrir þvi að nefndin ljúki
störfum sínum um miðjan
þennan mánuð.
framt verði einkaaðilum heimilt
innan ákveðinna marka, að taka
erlend lán, enda komi hvorki til
banka- né ríkisábyrgð.
Lög verða sett um greiðslu-
korta- og afborgunarviðskipti og
settar verða almennar reglur í
samráði við hagsmunaaðila, sem
tryggja aðhald að útlánum líf-
eyrissjóða. Stefnir ríkisstjórnin
að því að endanleg útfærsla
ofangreindra atriða verði til um-
fjöllunar í viðræðum við aðila
vinnumarkaðarins.
MorgunblaAiA/ÓI.K.llag.
Efnahagsaðgerðirnar kynntar á fundi blaðamanna { gær. Talið frá vinstri: Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra,
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Þórður Friðjónsson, efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar.
Sjómenn boða til verkfalls 17. febrúan
Nauðsynlegt neyðarúrræði
©
INNLENT
Sjómannasamband íslands og
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið boðuðu í gær til verkfalls á
fiskiskipaflotanum. Kemur verk-
fallið til framkvæmda hjá báðum
aðilum klukkan 18 sunnudaginn
17. febrúar næstkomandi. Sátta-
semjari hefur boðað deiluaðila til
fundar í næstu viku. Óskar Vigfús-
son, formaður SSÍ, og Guðjón A.
Kristjánsson, forseti FFÍ, segja
báðir, að verkfallsboðunin sé neyð-
arúrræði og þeir voni, að ekki þurfi
til þess að koma að sjómenn leggi
niður vinnu.
Guðjón A. Kristjánsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að fé-
lagsmenn hans hefðu fullan vilja
til þess að ná samkomulagi áður
en til verkfalls kæmi. Hins vegar
væru um tveir mánuðir síðan
samningum hefði verið sagt upp.
í rúman mánuð hefði verið reynt
að sitja á sáttafundum, en það
hefði ekkert gengið. Því væri
engin leið fyrir sjómenn önnur
til að knýja fram raunverulegar
viðræður. Að sumu leyti væri út-
gerðin aflögufær, en vafalaust
gætu stjórnvöld átt stóran þátt í
að þoka þessum málum í átt til
samkomulags. Þau hefðu átt
stærstan hlut í því að hleypa
málunum í þann hnút, sem þau
væru í nú með setningu laganna
— segja formenn sjómannasamtakanna
um kostnaðarhlutdeild. Yrði hún
felld niður eða slakað verulega á
henni gæti það verið til mikilla
bóta. Ennfremur gætu þau beitt
sér fyrir úrbótum í lífeyris- og
tryggingamálum sjómanna.
Oskar Vigfússon sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að nær öll
sambandsfélög SSÍ stæðu að
þessari verkfallsboðun. Þrjú fé-
lög væru utan við þetta og önnur
þrjú tækju ákvörðun sína á
mánudag. Ef til verkfalls kæmi,
sem hann vonaði að ekki yrði,
væri það víðtækasta verkfall,
sem sjómannastéttin hefði staðið
að. Sjómenn teldu, að viðsemj-
endur þeirra hefðu ekki sýnt
nokkra viðleitni í þá átt að ræða
kröfur sjómanna og hann mót-
mælti því, að sjómenn hefðu ekki
lagt sig fram til þess að ná
raunhæfum viðræðum. „Þetta er
neyðarúrræði og við erum að
berjast fyrir lífsafkomu okkar.
Þessi víðtæka verkfallsboðun
sýnir það svart á hvítu, að sjó-
mannastéttin er ekki ánægð með
sinn hlut í dag,“ sagði Óskar
Vigfússon.
Þorskaflinn í janúar
70 % meiri en í fyrra
Heildarfiskaflinn nær þrisvar sinnum meiri
ÞORSKAFLI landsmanna í janúar
síðastliðnum varð 70% meiri en í
sama mánuði í fyrra. Annar botn-
fiskafli var hins vegar örlítið minni,
en heildarbotnfiskaflinn varð um
þriðjungi meiri. Heildarafli lands-
manna í mánuðinum var 156.729
lestir eða nær þrisvar sinnum meiri
en í sama mánuði í fyrra. Munar þar
mestu um 116.000 lesta loðnuafla.
Þorskafli báta í janúar nú varð
10.076 lestir en í fyrra 6.909. Ann-
ar botnfiskafli nam 4.313 lestum
nú en 6.114 í fyrra. Þá er bæði
rækju- og hörpudiskafli meiri nú
en í fyrra.
Þorskafli togara var í janúar nú
12.114 lestir en 6.110 lestir í fyrra.
Annar botnfiskafli var 10.049 lest-
ir nú en 8.592 í fyrra. Heildarafli
Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 34 % umfram kauptaxta:
„Étur upp íbúðir fólks
á skömmum tíma“
— segir Guðmundur Árnason, formaður Lífeyrissjóðs ríkisins
FRÁ því í júní 1979, þegar láns-
kjaravísitalan var fyrst reiknuð út,
hefur hún hækkað um 34% um-
fram kauptaxta verkamanna.
Lánskjaravísitalan er nú 1050 stig
tniðað við 100 í júní 1979 en lægsti
taxti Dagsbrúnar sem gjarnan er
miðað við væri nú 783 miðað við
lOOíjúní 1979.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, sagði í
samtali við blm. Mbl. að þessi
mismunur hefði orðið á miðju
ári 1983 og haldist allt árið 1984.
Hinsvegar hefði kaupið hækkað
meira en lánskjaravísitalan ef
tekin væru 6 eða 12 mánaða
tímabil til baka frá deginum í
dag. „Við áttum okkur á þessum
mikla vanda sem er hjá mörgum
lántakendum. Fólk hefur ekki
áttað sig á þessum verðtryggðu
lánum enda var yfirleitt gert ráð
fyrir því þegar verðtryggingin
var tekin upp að kauptaxtarnir
myndu hækka meira en láns-
kjaravísitalan. Það hlýtur að
koma að því að lífeyrissjóðirnir
geri það upp við sig hvort þeir
vilji lækka ný lán til sjóðfélaga,
til að geta lengt lánin hjá þeim
sem þegar hafa fengið lán hjá
lífeyrissjóðunum," sagði Hrafn
þegar hann var spurður að því
hvort SAL-sjóðirnir væru að
huga að þessum málum með það
að markmiði að létta greiðslu-
byrði lánanna.
Guðmundur Árnason, formað-
ur stjórnar Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins, sagði að
aðgerðir til að létta greiðslu-
byrði lána lífeyrissjóðsins hefðu
ekki verið ræddar í stjórn sjóðs-
ins en taldi að það hlyti að koma
til umræðu á næsta stjórnar-
fundi. Sagði hann að óhjá-
kvæmilegt væri að gera eitthvað
í þessum málum, hugsanlega
með því að lengja lánin en það
togaðist á við það að mikil ásókn
væri í lán úr sjóðnum. Guð-
mundur sagði að vart hefði orðið
við vaxandi erfiðleika hjá sjóð-
félögum með að standa í skilum
með afborganir af lánum. Leng-
ing lána myndi leysa vanda lán-
takenda í bili en það bil sem
myndast hefði á milli vinnu-
launa og lánskjaravísitölu æti
upp íbúðir fólks á skömmum
tíma.
togaranna varð því 22.163 lestir nú
en 14.702 í fyrra.
Heildaraflinn nú í janúar var
156.729 lestir. Þar af var loðna
116.639 lestir, þorskur 22.190, ann-
ar botnfiskur 14.362, hörpudiskur
2.272 og rækja 1.250. Heildarafl-
inn í janúar 1984 var 31.393 lestir.
Þar af var loðna 804 lestir, þorsk-
ur 13.019, annar botnfiskur 14.706,
hörpudiskur 1.737 og rækja 1.127
lestir. Árið 1983 var heildaraflinn
32.508 lestir. Þar af var engin
loðna, 554 lestir af síld, þorskur
18.478, annar botnfiskur 11.374,
hörpudiskur 1.373 og rækja 729
lestir.
Upplýsingar þessar eru fengnar
frá Fiskifélagi íslands og miðast
við bráðabirgðatölur hvert ár.
Varðskip dælir
olíu í Flatey
VARÐSKIPIÐ Týr dældi í gær 30
þúsund lítrum af olíu í land í Flatey
fyrir OLÍS. Nýja olíuskipið, Kyndill,
getur ekki athafnað sig við Flatey,
nema við mjög góð skilyrði.
Að sögn Þórðar Asgeirssonar
forstjóra OLÍS er oft leitað til
Landhelgisgæzlunnar til slíkra
verka. Hann sagði rétt vera, að nýi
Kyndill kæmist ekki að við Flatey
þar sem hann væri mun stærri en
gamli Kyndill, þó ætti skipið að
geta athafnað sig þar við góð skil-
yrði. Nýi Kyndill liggur nú við
bryggju í Reykjavík vegna verk-
falls undirmanna á kaupskipum.