Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 32
32________________________________________MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 9. FEBRPAR 1985 Tilkynning ríkisstjómarinnar um efnahagsatríði: Lækkun skulda, spornaö við þenslu og minnkun viðskiptahalla Hér birtist í heild tilkynn- ing sem lögð var fram á fundi forsætisráðherra og fjármála- ráðherra með blaöamönnum í gær: Þegar ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð eftir Alþingiskosningar vorið 1983, blöstu miklir erfiðleik- ar við í íslensku efnahagslífi. óða- verðbólga, viðskiptahalli og er- lendar skuldir ógnuðu atvinnuör- yggi og stöðu þjóðarbúsins. Á þessum vandamálum varð að taka af festu. Það var gert. Á einu ári tókst með markvissum aðgerðum að draga svo úr verðbólgu, að grundvöllur var að nást fyrir eðli- lega þróun atvinnu- og efna- hagsmála. Enda þótt margt hafi áunnist og haldist næg atvinna, er ljóst, að með kjarasamningum liðins árs og óhjákvæmilegri gengislækkun i kjölfar þeirra, varð mikil breyting til hins verra. Verðbólga magnað- ist á ný í lok ársins, og án aðgerða er hætt við, að erlendar skuldir fari enn vaxandi og þjóðarbúið festist í verðbólgu, sem er marg- falt meiri en í helstu viðskipta- löndum okkar. Slík þróun gæti haft hinar alvarlegustu afleið- ingar. Við því verður að stemma stigu. Með samstilltum aðgerðum er það unnt. Taka verður mark- visst á þeim atriðum, sem erfið- leikum valda. Þannig má ná jafn- vægi í efnahagsmálum á ný. Ríkisstjórnin mun ieggja áherslu á að ræða við aðila vinnu- markaðarins, m.a. um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs, bótum al- mannatrygginga, fyrirgreiðslu í húsnæðismálum og atvinnustefnu til næstu ára í stað peningalauna- hækkana. Jafnframt verður lögð áhersla á eftirgreind atriði: 1. Vaxandi erlendar skuldir ásamt viðskiptahalla og hættu á þenslu innanlands, eru alvarleg- ustu grundvallarvandamálin, sem taka verður föstum tökum. Það verður gert með auknu aðhaldi á öllum sviðum fjármála og pen- ingamála. Meginatriði þessarar aðhaldsstefnu verða: 1.1. Dregið verður úr áætlun um erlendar lántökur í ár um 1000 millj. kr. Það verður gert með því að draga úr lántöku- áætlunum opinberra aðila, m.a. Landsvirkjunar, og þörf ríkissjóðs fyrir erlend lán. Verkefni ríkisins verða í auknum mæli fjármögnuð innanlands. Á árinu 1986 verða ekki tekin erlend lán til A- eða B-hluta ríkissjóðs, um- fram afborganir. Staöa ríkissjóðs verður bætt með sparnaði og hag- ræðingu á öllun sviðum opinberrar starfseni og með bættri framkvæmd og inn- heimtu skatta. Verður í því sambandi sérstök áhersla lögð á hert eftirlit með skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda. Lágmarks- viðurlög við skattsvikum verða m.a. ákveðin þreföld skattsvik og skjót afgreiðsla skattsvikamála tryggð með sérstökum deildum hjá sak- sóknara og sakadómi. Tekjuöflun ríkissjóðs verð- ur tekin til endurskoðunar. Áætlun verður gerð um tekjur og gjöld ríkisins út kjörtíma- bilið, sem miðar að því að draga úr ríkisumsvifum, þar sem einstaklingar og samtök geta betur sinnt verkefnum en opinberir aðilar, en bæta þjónustu ríkisins á öðrum sviðum til aðstöðu- og kjara- jöfnunar. Hvað varðar tekjuöflunar- kerfi hins opinbera, verða m.a. eftirfarandi breytingar gerðan Tekjuskattur. Fyrsti áfangi niðurfellingar tekjuskatts af almennum launatekjum er nú í framkvæmd, sbr. yfirlýsingu stjórnarflokkanna 6. sept- ember 1984. í samræmi við þá stefnu, sem þar var mörkuð, koma annar og þriðji áfangi til framkvæmda 1986 og 1987. Aðflutningsgjöid verða sam- ræmd og einfölduð og vöru- gjald endurskoðað í tengslum við þær breytingar. Virðisaukaskattur kemur í stað söluskatts. Ráðstafanir verða gerðar til að draga úr þeim áhrifum á framfærslukostn- að, sem þetta veldur. I heild hefur þessi breyting á tekjuöfluninni það markmið að létta sköttum af almennum launþegum. Endanleg útfærsla þessa atriða verður til umfjöllunar í viðræðum við aðila vinnu- markaðarins. 1.2. Nýjar reglur og viðmiðanir verða settar um erlendar lán- tökur með það að leiðarljósi aö draga úr erlendri skulda- söfnun. Heimildir banka til ábyrgða og erlendrar lántöku til að endurlána einstakling- um eða fyrirtækjum taki m.a. mið af eiginfjárstöðu viðkom- andi banka, en jafnframt verði einkaaðilum innan eðli- legra marka heimilt að taka erlend lán, enda komi hvorki til banka- né ríkisábyrgð. 1.3. Viðskiptabönkum verður fækkað og starfsemi þeirra endurskipulögð. Peninga- stjórn verður styrkt, m.a. verða útlánamörk sett fyrir lánastofnanir og beitt sveigj- anlegri vaxtastefnu, sem taki mið af raunvöxtum af erlend- um lánum þjóðarinnar á hverjum tíma. Með öflugu að- haldi verður tryggt að útlán bankanna verði innan við þau mörk, sem sett eru í láns- fjáráætlun. 1.4. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að auka sparnað vegna fyrirhugaðra íbúða- kaupa. í því skyni verða veitt- ar skattaívilnanir vegna sparnaðar á bundnum reikn- ingum, hliðstætt þeim frá- drætti, sem nú er heimilaður til hlutabréfakaupa. 1.5. Reglur verða settar um með- ferð og sölu verðbréfa. Seðla- banka íslands verður falið að koma á fót kaupþingi, þar sem eigi sér stað eðlileg verð- myndun og öruggar upplýs- ingar fáist um verð og verð- lagningu. Skattaleg meðferð skuldabréfa verður athuguð. 1.6. Lög verða sett um greiðslu- korta- og afborgunarvið- skipti. 1.7. Settar verða almennar reglur { samráði við hagsmunaaðila, sem tryggja aðhald að útlán- um lífeyrissjóða, þannig þó að hagsmunir lífeyrisþega séu sem best tryggðir. 2. Vegna hættu á þenslu í efna- hagslífinu verður áhersla lögð á upplýsingaöflun um eftirspurnar- ástandið á vinnumarkaðnum og í efnahagslífinu almennt. í þvi skyni verður m.a. safnað upplýs- ingum um lausar stöður og mat viðskiptalífsins á horfunum fram- undan. Þjóðhagsstofnun hefur verið falið þetta verkefni í sam- ráði við viðkomandi aðila. 3. Reglur um húsnæðislán hafa verið teknar til gagngerrar endur- skoðunar. Verða lánin bundin við ákveðnar stærðir íbúða og þeir sem byggja í fyrsta eða annað sinn fá forgang. Ákveðið er að veita skattaíviln- anir vegna sparnaðar til íbúða- kaupa (sbr. lið 1.4.) og aukin þátt- taka lífeyrissjóða í húsnæðis- lánum verður athuguð (sbr. lið 1.7. ). Sérstök aðstoð verður veitt hús- byggjendum og kaupendum sem eru í greiðsluerfiðleikum og hafa fengið lán úr byggingarsjóðum ríkisins á tímabilinu 1. janúar 1980 til 31. desember 1984. Verður leitað samvinnu við bankana um lausn slíkra mála. Jafnframt hefur Húsnæðis- stofnun verið falið að koma nú þegar á fót ráðgjafarþjónustu, sem leiðbeini og aðstoði þá, sem komnir eru í greiðsluerfiðleika. 4. Hraðað verður þeim skipu- lagsbreytingum, sem ákveðnar voru með samkomulagi stjórnar- flokkanna frá 6. september sl. Verða í þvi sambandi frumvörp um eftirgreind málefni lögð fram á því þingi sem nú situr: 4.1. Stjórnkerfið: 1) Ríkisendurskoðun 2) Stjórnarráðið 4.2. Nýsköpun atvinnu- lífs og sjóða: 1) Búnaðarsjóður 2) Iðnaðarsjóður 3) Sjávarútvegssjóður 4) Byggðastofnun 5) Eignarhaldsfyrirtæki 6) Þróunarfyrirtæki. 4.3. Landbúnað: 1) Framleiðslustjórnun og verðlagning (Framleiðslu- ráðslög) 2) Jarðræktarstyrkir 4.4. Banka: 1) Seðlabanki 2) Viðskiptabankar 3) Sparisjóðir 4.5. Sveitarstjórnarmál. 5. Minnt er á viðamiklar skuldbreytingar, endurgreiðslur á söluskatti og fleira sem gert hefur verið til að bæta rekstrargrund- völl sjávarútvegsins. Ríkisstjórnin mun áfram fjalla um rekstrar- stöðu sjávarútvegs og og aðgerðir til að bæta hann eins og fram kom í samþykkt stjórnarflokkanna frá 6. september sl. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Staðan i aðalsveitakeppni fé- lagsins eftir 10 umferðir er nú þannig: Sveit: stig Gunnlaugs Þorsteinssonar 170 Viðars Guðmundssonar 145 Ragnars Þorsteinssonar 133 Friðjóns Margeirssonar 128 Sigurðar ísakssonar 127 Þóris Bjamasonar 96 Sigurðar Kristjánssonar 95 11. og 12. umferð verða spilað- ar mánudaginn 11. febrúar og hefst keppni kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. Mánudaginn 25. febrúar hefst barómeterkeppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til Helga Einarssonar sími 71980 og Sig- urðar Kristjánssonar sími 81904 fyrir 20. febrúar. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. - Bridgefélag Reykjavíkur Aðaltvímenningskeppni BR var haldið áfram sl. miðvikudag. Að loknum tveimur kvöldum af sex hafa kunnugleg nöfn hreiðr- að um sig Við toppinn. Röð efstu para eftir 14 um- ferðir af 41 er þessi: Júlíus Snorrason — Sigurður Sigurjónsson 188 Ásmundur Pálsson — Sigurður Sverrisson 185 Hjalti Elíasson — Jón Baldursson 160 Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 157 Stefán Pálsson Rúnar Magnússon 156 Jón Páll Sigurjónsson — Sigfús Örn Árnason 154 Ólafur Lárusson — Oddur Hjaltason 153 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 146 Athygli er vakin á því að ekki verður spilað næsta miðvikudag og er næsta spilakvöld 20. febrú- ar. Bridgefélag Hafnarfjarðar Næsta mánudag verður byrjað að spila þriggja kvölda hrað- sveitakeppni. Allir eru velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir, en skráning fer fram á staðnum. Spilað verður i fundarsal íþróttahússins við Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 7.30. Laugardaginn 9. feb. er ætlunin að keppa við Akurnesinga, en sú keppni hefur verið árlegur við- burður í fjölda ára. Spilað verð- ur sex borðum um veglegan far- andbikar. Islandsmót kvenna og yngri spilara Eins og fram hefur komið í fréttum hefst fslandsmót kvenna og yngri spilara föstu- daginn 22. febrúar nk. Spilað er í Menningarmiðstöðinni v/Gerðu- berg í Breiðholti og hefst spila- mennskan kl. 20. Þá helgi verður spiluð undan- rás í báðum flokkum og munu 4 efstu sveitirnar úr hvorum flokki spila til úrslita. Skráningu lýkur 15. febrúar nk. Hægt er að skrá sveitir hjá Bridgesambandinu s: 91-18350 (Ólafur). Bridgehátíö 1985 Skráning í keppni á Bridge- hátíð 1985 er hafin hjá Bridge- sambandi fslands. Annars vegar í tvímenningskeppnina þar sem 44 pör munu spila (barometer- fyrirkomulag) og hins vegar á Öpna Flugleiðamótið í sveita- keppni, þar sem öllum er heimil þátttaka. Spilurum er bent á að láta skrá sig í tíma, en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út í byrjun mars. Spilað verður á Hótel Loftleiðum. Nánar síðar. Bridgedeild Skagfirðinga Eftir 8 umferðir í sveitakeppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: Sveit Magnúsar Torfasonar 175 Sveit Guðrúnar Hinriksd. 167 Sveit Gísla Stefánssonar 164 Sveit Hjálmars Pálssonar 137 Sveit Leifs Jóhannessonar 134 Sveit óla Andreassonar 125 Hreyfíll — Bæjarleiðir Staðan í sveitakeppninni að loknum 10 umferðum: Cyrus Hjartarson 202 Þórður Elíasson 191 Anton Guðjónsson 190 Birgir Sigurðsson 179 Kristján Jóhannesson 160 Síðasta umferðin verður spil- uð nk. mánudag kl. 20 í Hreyf- ilshúsinu. Bridgefélag Akraness Önnur umferð í Akranesmót- inu í tvímenningskeppni var spiluð fimmtudaginn 24. janúar sl. Efstu pör eftir aðra umferð eru þessi: Oliver Kristófersson — Þórir Leifsson 163 Guðjón Guðmundsson — Ólafur G. Ólafsson 156 Jón Alfreðsson — Eiríkur Jónsson 125 Alfreð Kristjánsson — Haukur Þórisson 95 Pálmi Sveinsson — Þorvaldur Guðmundsson 77 Þriðja umferð verður spiluð nk. fimmtudag. Bridgefélag Hveragerðis Fyrir nokkru lauk firma- keppninni með sigri Esso sem hlaut 108 stig yfir meðalskor. Spilarar fyrir Esso voru Einar Sigurðson og Þráinn Svansson. Röð næstu firma: Söluskáli Shell 58 Gróðrarstöð Gests Eyjólfss. 53 Brunabótafélag tslands 49 Gróðrarstöð Skafta Jósefss. 34 Gróðrarstöð Lars Nielsen 27 Kjörís hf. 19 Hverabakarí 12 Ofnasmiðja Suðurlands 2 Eitt kvöld er búið í Esso- sveitakeppni og er staða efstu sveita þessi: Stefán Garðarsson 25 Einar Sigurðsson 23 Sturla Þórðarson 18 Gunnar Óskarsson 18 Reiknimeistari og spilastjóri er Stefán Garðarsson. önnur umferð verður spiluð á fimmtu- daginn kemur kl. 19.30 í Félags- heimili ölfusinga. Bridgefélag Breiðholts Að loknum átta umferðum af ellefu í aðalsveitakeppni félags- ins er röð efstu sveita þessi. Anton Gunnarsson 167 Rafn Kristjánsson 160 Helgi Skúlason 145 Baldur Bjartmarsson 141 Stefán Oddsson 135 Gunnar Traustason 128 Annan þriðjudag lýkur sveita- keppninni. Þriðjudaginn 26. febr. hefst barometers-tvímenningur. Skráning og upplýsingar hjá Baldri í síma 78055 eða á keppn- isstað. Spilað í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.