Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 32
32________________________________________MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 9. FEBRPAR 1985
Tilkynning ríkisstjómarinnar um efnahagsatríði:
Lækkun skulda, spornaö við þenslu
og minnkun viðskiptahalla
Hér birtist í heild tilkynn-
ing sem lögð var fram á fundi
forsætisráðherra og fjármála-
ráðherra með blaöamönnum
í gær:
Þegar ríkisstjórn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks var
mynduð eftir Alþingiskosningar
vorið 1983, blöstu miklir erfiðleik-
ar við í íslensku efnahagslífi. óða-
verðbólga, viðskiptahalli og er-
lendar skuldir ógnuðu atvinnuör-
yggi og stöðu þjóðarbúsins. Á
þessum vandamálum varð að taka
af festu. Það var gert. Á einu ári
tókst með markvissum aðgerðum
að draga svo úr verðbólgu, að
grundvöllur var að nást fyrir eðli-
lega þróun atvinnu- og efna-
hagsmála.
Enda þótt margt hafi áunnist og
haldist næg atvinna, er ljóst, að
með kjarasamningum liðins árs og
óhjákvæmilegri gengislækkun i
kjölfar þeirra, varð mikil breyting
til hins verra. Verðbólga magnað-
ist á ný í lok ársins, og án aðgerða
er hætt við, að erlendar skuldir
fari enn vaxandi og þjóðarbúið
festist í verðbólgu, sem er marg-
falt meiri en í helstu viðskipta-
löndum okkar. Slík þróun gæti
haft hinar alvarlegustu afleið-
ingar. Við því verður að stemma
stigu. Með samstilltum aðgerðum
er það unnt. Taka verður mark-
visst á þeim atriðum, sem erfið-
leikum valda. Þannig má ná jafn-
vægi í efnahagsmálum á ný.
Ríkisstjórnin mun ieggja
áherslu á að ræða við aðila vinnu-
markaðarins, m.a. um breytingar
á tekjuöflun ríkissjóðs, bótum al-
mannatrygginga, fyrirgreiðslu í
húsnæðismálum og atvinnustefnu
til næstu ára í stað peningalauna-
hækkana.
Jafnframt verður lögð áhersla á
eftirgreind atriði:
1. Vaxandi erlendar skuldir
ásamt viðskiptahalla og hættu á
þenslu innanlands, eru alvarleg-
ustu grundvallarvandamálin, sem
taka verður föstum tökum. Það
verður gert með auknu aðhaldi á
öllum sviðum fjármála og pen-
ingamála. Meginatriði þessarar
aðhaldsstefnu verða:
1.1. Dregið verður úr áætlun um
erlendar lántökur í ár um
1000 millj. kr. Það verður gert
með því að draga úr lántöku-
áætlunum opinberra aðila,
m.a. Landsvirkjunar, og þörf
ríkissjóðs fyrir erlend lán.
Verkefni ríkisins verða í
auknum mæli fjármögnuð
innanlands. Á árinu 1986
verða ekki tekin erlend lán til
A- eða B-hluta ríkissjóðs, um-
fram afborganir.
Staöa ríkissjóðs verður
bætt með sparnaði og hag-
ræðingu á öllun sviðum
opinberrar starfseni og með
bættri framkvæmd og inn-
heimtu skatta. Verður í því
sambandi sérstök áhersla
lögð á hert eftirlit með
skattframtölum og innheimtu
opinberra gjalda. Lágmarks-
viðurlög við skattsvikum
verða m.a. ákveðin þreföld
skattsvik og skjót afgreiðsla
skattsvikamála tryggð með
sérstökum deildum hjá sak-
sóknara og sakadómi.
Tekjuöflun ríkissjóðs verð-
ur tekin til endurskoðunar.
Áætlun verður gerð um tekjur
og gjöld ríkisins út kjörtíma-
bilið, sem miðar að því að
draga úr ríkisumsvifum, þar
sem einstaklingar og samtök
geta betur sinnt verkefnum
en opinberir aðilar, en bæta
þjónustu ríkisins á öðrum
sviðum til aðstöðu- og kjara-
jöfnunar.
Hvað varðar tekjuöflunar-
kerfi hins opinbera, verða
m.a. eftirfarandi breytingar
gerðan
Tekjuskattur. Fyrsti áfangi
niðurfellingar tekjuskatts af
almennum launatekjum er nú
í framkvæmd, sbr. yfirlýsingu
stjórnarflokkanna 6. sept-
ember 1984. í samræmi við þá
stefnu, sem þar var mörkuð,
koma annar og þriðji áfangi
til framkvæmda 1986 og 1987.
Aðflutningsgjöid verða sam-
ræmd og einfölduð og vöru-
gjald endurskoðað í tengslum
við þær breytingar.
Virðisaukaskattur kemur í stað
söluskatts. Ráðstafanir verða
gerðar til að draga úr þeim
áhrifum á framfærslukostn-
að, sem þetta veldur.
I heild hefur þessi breyting
á tekjuöfluninni það markmið
að létta sköttum af almennum
launþegum.
Endanleg útfærsla þessa
atriða verður til umfjöllunar í
viðræðum við aðila vinnu-
markaðarins.
1.2. Nýjar reglur og viðmiðanir
verða settar um erlendar lán-
tökur með það að leiðarljósi
aö draga úr erlendri skulda-
söfnun. Heimildir banka til
ábyrgða og erlendrar lántöku
til að endurlána einstakling-
um eða fyrirtækjum taki m.a.
mið af eiginfjárstöðu viðkom-
andi banka, en jafnframt
verði einkaaðilum innan eðli-
legra marka heimilt að taka
erlend lán, enda komi hvorki
til banka- né ríkisábyrgð.
1.3. Viðskiptabönkum verður
fækkað og starfsemi þeirra
endurskipulögð. Peninga-
stjórn verður styrkt, m.a.
verða útlánamörk sett fyrir
lánastofnanir og beitt sveigj-
anlegri vaxtastefnu, sem taki
mið af raunvöxtum af erlend-
um lánum þjóðarinnar á
hverjum tíma. Með öflugu að-
haldi verður tryggt að útlán
bankanna verði innan við þau
mörk, sem sett eru í láns-
fjáráætlun.
1.4. Sérstakar ráðstafanir verða
gerðar til að auka sparnað
vegna fyrirhugaðra íbúða-
kaupa. í því skyni verða veitt-
ar skattaívilnanir vegna
sparnaðar á bundnum reikn-
ingum, hliðstætt þeim frá-
drætti, sem nú er heimilaður
til hlutabréfakaupa.
1.5. Reglur verða settar um með-
ferð og sölu verðbréfa. Seðla-
banka íslands verður falið að
koma á fót kaupþingi, þar
sem eigi sér stað eðlileg verð-
myndun og öruggar upplýs-
ingar fáist um verð og verð-
lagningu. Skattaleg meðferð
skuldabréfa verður athuguð.
1.6. Lög verða sett um greiðslu-
korta- og afborgunarvið-
skipti.
1.7. Settar verða almennar reglur
{ samráði við hagsmunaaðila,
sem tryggja aðhald að útlán-
um lífeyrissjóða, þannig þó að
hagsmunir lífeyrisþega séu
sem best tryggðir.
2. Vegna hættu á þenslu í efna-
hagslífinu verður áhersla lögð á
upplýsingaöflun um eftirspurnar-
ástandið á vinnumarkaðnum og í
efnahagslífinu almennt. í þvi
skyni verður m.a. safnað upplýs-
ingum um lausar stöður og mat
viðskiptalífsins á horfunum fram-
undan. Þjóðhagsstofnun hefur
verið falið þetta verkefni í sam-
ráði við viðkomandi aðila.
3. Reglur um húsnæðislán hafa
verið teknar til gagngerrar endur-
skoðunar. Verða lánin bundin við
ákveðnar stærðir íbúða og þeir
sem byggja í fyrsta eða annað sinn
fá forgang.
Ákveðið er að veita skattaíviln-
anir vegna sparnaðar til íbúða-
kaupa (sbr. lið 1.4.) og aukin þátt-
taka lífeyrissjóða í húsnæðis-
lánum verður athuguð (sbr. lið
1.7. ).
Sérstök aðstoð verður veitt hús-
byggjendum og kaupendum sem
eru í greiðsluerfiðleikum og hafa
fengið lán úr byggingarsjóðum
ríkisins á tímabilinu 1. janúar
1980 til 31. desember 1984. Verður
leitað samvinnu við bankana um
lausn slíkra mála.
Jafnframt hefur Húsnæðis-
stofnun verið falið að koma nú
þegar á fót ráðgjafarþjónustu,
sem leiðbeini og aðstoði þá, sem
komnir eru í greiðsluerfiðleika.
4. Hraðað verður þeim skipu-
lagsbreytingum, sem ákveðnar
voru með samkomulagi stjórnar-
flokkanna frá 6. september sl.
Verða í þvi sambandi frumvörp
um eftirgreind málefni lögð fram
á því þingi sem nú situr:
4.1. Stjórnkerfið:
1) Ríkisendurskoðun
2) Stjórnarráðið
4.2. Nýsköpun atvinnu-
lífs og sjóða:
1) Búnaðarsjóður
2) Iðnaðarsjóður
3) Sjávarútvegssjóður
4) Byggðastofnun
5) Eignarhaldsfyrirtæki
6) Þróunarfyrirtæki.
4.3. Landbúnað:
1) Framleiðslustjórnun og
verðlagning (Framleiðslu-
ráðslög)
2) Jarðræktarstyrkir
4.4. Banka:
1) Seðlabanki
2) Viðskiptabankar
3) Sparisjóðir
4.5. Sveitarstjórnarmál.
5. Minnt er á viðamiklar
skuldbreytingar, endurgreiðslur á
söluskatti og fleira sem gert hefur
verið til að bæta rekstrargrund-
völl sjávarútvegsins. Ríkisstjórnin
mun áfram fjalla um rekstrar-
stöðu sjávarútvegs og og aðgerðir
til að bæta hann eins og fram kom
í samþykkt stjórnarflokkanna frá
6. september sl.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild
Barðstrendinga-
félagsins
Staðan i aðalsveitakeppni fé-
lagsins eftir 10 umferðir er nú
þannig:
Sveit: stig
Gunnlaugs Þorsteinssonar 170
Viðars Guðmundssonar 145
Ragnars Þorsteinssonar 133
Friðjóns Margeirssonar 128
Sigurðar ísakssonar 127
Þóris Bjamasonar 96
Sigurðar Kristjánssonar 95
11. og 12. umferð verða spilað-
ar mánudaginn 11. febrúar og
hefst keppni kl. 19.30. Spilað er í
Síðumúla 25.
Mánudaginn 25. febrúar hefst
barómeterkeppni félagsins.
Þátttaka tilkynnist til Helga
Einarssonar sími 71980 og Sig-
urðar Kristjánssonar sími 81904
fyrir 20. febrúar. Keppnisstjóri
verður Hermann Lárusson. -
Bridgefélag
Reykjavíkur
Aðaltvímenningskeppni BR
var haldið áfram sl. miðvikudag.
Að loknum tveimur kvöldum af
sex hafa kunnugleg nöfn hreiðr-
að um sig Við toppinn.
Röð efstu para eftir 14 um-
ferðir af 41 er þessi:
Júlíus Snorrason —
Sigurður Sigurjónsson 188
Ásmundur Pálsson —
Sigurður Sverrisson 185
Hjalti Elíasson —
Jón Baldursson 160
Aðalsteinn Jörgensen —
Valur Sigurðsson 157
Stefán Pálsson
Rúnar Magnússon 156
Jón Páll Sigurjónsson —
Sigfús Örn Árnason 154
Ólafur Lárusson —
Oddur Hjaltason 153
Jón Ásbjörnsson —
Símon Símonarson 146
Athygli er vakin á því að ekki
verður spilað næsta miðvikudag
og er næsta spilakvöld 20. febrú-
ar.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Næsta mánudag verður byrjað
að spila þriggja kvölda hrað-
sveitakeppni. Allir eru velkomn-
ir á meðan húsrúm leyfir, en
skráning fer fram á staðnum.
Spilað verður i fundarsal
íþróttahússins við Strandgötu og
hefst spilamennskan kl. 7.30.
Laugardaginn 9. feb. er ætlunin
að keppa við Akurnesinga, en sú
keppni hefur verið árlegur við-
burður í fjölda ára. Spilað verð-
ur sex borðum um veglegan far-
andbikar.
Islandsmót kvenna
og yngri spilara
Eins og fram hefur komið í
fréttum hefst fslandsmót
kvenna og yngri spilara föstu-
daginn 22. febrúar nk. Spilað er í
Menningarmiðstöðinni v/Gerðu-
berg í Breiðholti og hefst spila-
mennskan kl. 20.
Þá helgi verður spiluð undan-
rás í báðum flokkum og munu 4
efstu sveitirnar úr hvorum
flokki spila til úrslita.
Skráningu lýkur 15. febrúar
nk. Hægt er að skrá sveitir hjá
Bridgesambandinu s: 91-18350
(Ólafur).
Bridgehátíö 1985
Skráning í keppni á Bridge-
hátíð 1985 er hafin hjá Bridge-
sambandi fslands. Annars vegar
í tvímenningskeppnina þar sem
44 pör munu spila (barometer-
fyrirkomulag) og hins vegar á
Öpna Flugleiðamótið í sveita-
keppni, þar sem öllum er heimil
þátttaka.
Spilurum er bent á að láta
skrá sig í tíma, en frestur til að
tilkynna þátttöku rennur út í
byrjun mars. Spilað verður á
Hótel Loftleiðum. Nánar síðar.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Eftir 8 umferðir í sveitakeppni
félagsins, er staða efstu sveita
þessi:
Sveit Magnúsar Torfasonar 175
Sveit Guðrúnar Hinriksd. 167
Sveit Gísla Stefánssonar 164
Sveit Hjálmars Pálssonar 137
Sveit Leifs Jóhannessonar 134
Sveit óla Andreassonar 125
Hreyfíll —
Bæjarleiðir
Staðan í sveitakeppninni að
loknum 10 umferðum:
Cyrus Hjartarson 202
Þórður Elíasson 191
Anton Guðjónsson 190
Birgir Sigurðsson 179
Kristján Jóhannesson 160
Síðasta umferðin verður spil-
uð nk. mánudag kl. 20 í Hreyf-
ilshúsinu.
Bridgefélag Akraness
Önnur umferð í Akranesmót-
inu í tvímenningskeppni var
spiluð fimmtudaginn 24. janúar
sl.
Efstu pör eftir aðra umferð
eru þessi:
Oliver Kristófersson
— Þórir Leifsson 163
Guðjón Guðmundsson
— Ólafur G. Ólafsson 156
Jón Alfreðsson
— Eiríkur Jónsson 125
Alfreð Kristjánsson
— Haukur Þórisson 95
Pálmi Sveinsson
— Þorvaldur Guðmundsson 77
Þriðja umferð verður spiluð
nk. fimmtudag.
Bridgefélag
Hveragerðis
Fyrir nokkru lauk firma-
keppninni með sigri Esso sem
hlaut 108 stig yfir meðalskor.
Spilarar fyrir Esso voru Einar
Sigurðson og Þráinn Svansson.
Röð næstu firma:
Söluskáli Shell 58
Gróðrarstöð Gests Eyjólfss. 53
Brunabótafélag tslands 49
Gróðrarstöð Skafta Jósefss. 34
Gróðrarstöð Lars Nielsen 27
Kjörís hf. 19
Hverabakarí 12
Ofnasmiðja Suðurlands 2
Eitt kvöld er búið í Esso-
sveitakeppni og er staða efstu
sveita þessi:
Stefán Garðarsson 25
Einar Sigurðsson 23
Sturla Þórðarson 18
Gunnar Óskarsson 18
Reiknimeistari og spilastjóri
er Stefán Garðarsson. önnur
umferð verður spiluð á fimmtu-
daginn kemur kl. 19.30 í Félags-
heimili ölfusinga.
Bridgefélag
Breiðholts
Að loknum átta umferðum af
ellefu í aðalsveitakeppni félags-
ins er röð efstu sveita þessi.
Anton Gunnarsson 167
Rafn Kristjánsson 160
Helgi Skúlason 145
Baldur Bjartmarsson 141
Stefán Oddsson 135
Gunnar Traustason 128
Annan þriðjudag lýkur sveita-
keppninni. Þriðjudaginn 26. febr.
hefst barometers-tvímenningur.
Skráning og upplýsingar hjá
Baldri í síma 78055 eða á keppn-
isstað. Spilað í Gerðubergi kl.
19.30 stundvíslega.