Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 51 Frá Austur-Berlín. Bréfritari hefur kynnst ógnarstjórninni í Austur-Þýskalandi af eigin raun. „Stutt kynni mín af Stóra Bróður í austri“ Einar I. Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi. Mér barst bréf um daginn aust- an úr Evrópu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef ekki væri það skrifað í örvæntingu og sárri biturð. { því stendur meðaí annars: „Ef við gætum talað sam- an og ekki þurft að skrifa gæti ég sagt þér miklu meira um ... (land í Austur-Evrópu) ..., en bréf er ekki „top secret", ef þú veist hvað ég meina." Orð þessi eru skrifuð í einu af löndum sósíalismans austur í Evr- ópu, en eins og lesendum Morgun- blaðsins ætti að vera kunnugt fær fólk þarna austurfrá ekki að hafa skoðanir sínar í friði hvað þá að gera þær opinberar öðrum, ef þær falla ekki að yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Því miður get ég ekki verið nákvæmari í he'mildarnotkun, þar sem slíkt myndi eflaust stefna viðkomandi sósíalistaþegn, bréf- ritara mínum, og fjölskyldu hans í mikla hættu. Það er því vert að deila þessum orðum með lesendum þínum, meðan uppi eru raddir um ágæti sósíalismans, meðal lýðsins í þessu landi. Hrópandi dæmi um aðgerðir Stóra Bróður þarna aust- ur frá ættu að vera nóg sönnun þess að sósíalisminn er hug- myndafræði sem lofar meiru en hann getur staðið við eins og ein- hvers staðar stendur skrifað. Mig langar að minnast hér farar minnar til Austur-Þýskalands fyrir nokkrum árum. Þá ber helst að nefna brautarstöðvar umsetnar vopnuðum hermönnum, hið náföla dauðabelti við múrinn, búðakomp- urnar og umhverfið sem minnti einna helst á áratugina um og eft- ir stríð. Einnig minnist ég við- mælanda míns á kaffihúsi í Austur-Berlín sem tók mig tali, en felldi þær samræður fljótt niður í skelfingu þegar ég sagði honum að ég kæmi „að vestan". Ég minnist óttans er skein af andliti hans er hann skaut augunum til hermann- anna sem sátu við borð skammt frá. hann stóð upp án þess að kveðja og hvarf út í gráan eftir- miðdag Austur-Beriínar. Á leið minni heim, eftir víðtæka leit í klefum lestarinnar með hundum og vopnuðu lögregluliði, bankaði upp á klefann minn borg- araklæddur Rússi og krafðist svara við, að því er virtist, ótelj- andi spurningum. Vegabréfið mitt var vandlega skoðað, handtösk- unni minni snúið við, vasar mínir vandlega tæmdir. Ég læt lesend- um eftir að setja sig í spor mín, þegar ég leit Vestrænt samfélag á nýjan leik eftir kynni mín af Stóra Bróður. skólanum. Nú er einmitt herferð gegn skemmdum tönnum og ekki skemma gulrófur tennurnar, svo mikið er víst. Einnig vil ég finna að því hve mikil sykur er í gosdrykkjum, svaladrykkjum, jógúrt og fleiri vörum. í framhaldi af tillögunni um matreiðslu með gulrófur vil ég benda á Jónínubók, sem er gömul matreiðslubók eftir Jónínu Sig- urðardóttur. Þar er að finna fjölda uppskrifta að ýmsum gómsætum rófuréttum. Alúðlegt starfsfólk Sigríður SigurðardóUir hringdi: Ég vil koma á framfæri sér- stöku þakklæti til starfsfólks Pósthússins við Hlemmtorg fyrir l.iðlegheit og alúðlega framkomu. Ég skipti mikið við þetta pósthús og það er alveg sama hvort að gamalreyndur eða nýr afgreiðir •nann, alltaf er sama góða þjón- ustan þar. Sýnið myndir Presleys Mikill Presley-aðdáandi hringdi: Ég tek undir með Presley-að- dáanda sem skrifaði í Velvakanda 18. janúar og óskaði eftir því að eitthvert kvikmyndahúsanna héldi Presley-vikur þar sem 50 ár eru liðin frá fæðingu rokkkóngs- ins. Væri ekki hægt að sýna ein- hverjar af þeim ca. 50 myndum sem Presley lék í á árunum 1960 til 1970? Þessar myndir eru flestar góðar og alls ekki ofbeldissinnað- ar. Oft hafa verið haldnar hér franskar kvikmyndavikur, rússn- eskar og margt þaðan af leiðin- legra. Kæru kvikmyndahúsaeig- endur, gerið okkur Presley-aðdá- endum og öðrum þá ánægju að sýna myndir Presleys. Dagskráin sundurliðuð Húsbóndi í vesturbænum hringdi: Þessir hringdu . . . Alveg er það óþolandi að ekki skuli vera tekið fram í upphafi íþróttaþátta sjónvarpsins hvað er á dagskrá hverju sinni og ca. hvenær hvaða liður hefst. Ég hef engan áhuga á knatt- spyrnu en er mikill skiðaáhuga- maður og því er það miður skemmtilegt að sitja þrjár klukku- stundir fyrir framan sjónvarpið á laugardögum og vona að sýnt verði frá skíðakeppni og oft fer það svo að ég bið til einskis. Þetta er svipað og sagt væri kl. 8 í sjónvarpinu að fólk ætti að setjast niður og sjá svo hvort að ekki verði eitthvað um kvöldið sem það langar til að horfa á. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem heiðruöu mig á 70 ára afmœlinu með heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum, blómum, Ijóðum, stökum og söng. Björn Jónsson fri Fossi. Kór Breiðholtssóknar óskar eftir áhugasömu fólki í allar raddir, einkum þó karlaraddir. Upptýsingar gefa: Daníel Jónasson organisti í síma 72684, Valgerður Jónsdóttir í síma 74940 og Siguröur Gunnarsson í sima 37518. Plöntu- banki Pottaplönturnar okkar eru í góðum vexti og gefa góðan vöxt á 3 til 6 mánaöa tímabili. Komið í plöntubankann okkar og ráðfærið ykk- ur við sérfræðinga okkar um vaxtarmögu- leika. Opið til kl. 9 öll kvöld. Græna höndin Gróðrarstöðin við Hagkaup, sími 82895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.