Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 29 „Sætt með sönghljóðum“ — eftir Sigurbjörn Einarsson biskup Orgel var keypt til Dóm- kirkjunnar í Reykjavík árið 1840, hið fyrsta i íslenskri kirkju. íbúar bæjarins voru þá 896. Ungur mað- ur, Pétur Guðjohnsen, hafði num- ið orgelleik í Danmörku. Hann var ráðinn að Dómkirkjunni, hafði jafnframt söngkennslu á hendi, barnakennslu og skrifstofustörf. Hann hafði ekki ríflegar tekjur af störfum sínum, en hann olli bylt- ingu í tónlistarlífi landsins. Ekki veit ég, hvað fyrsta dóm- kirkjuorgelið kostaði. Ugglaust hefur það verið dýrt á mælikvarða almennra lífskjara þeirrar tíðar. Vafalaust væri hægt að reikna út, hve mörg kvartil af trosi hefði mátt kaupa handa þurrabúðar- fólki fyrir andvirði orgelsins, ef einhver vildi skemmta sér eða ergja sig yfir slíkum útreikning- um. Hitt vita allir, að þeir pen- ingar hefðu ekki farið í þá aska, þótt ekkert orgel hefði verið keypt, enda hefðu þeir hrokkið skammt til umbóta á högum landsmanna. Þeir skiluðu hins vegar miklum vöxtum í bú íslenskrar menningar og þeirra nýtur þjóðin enn í dag. Þegar Páll ísólfsson kom heim frá námi erlendis, þar sem hann átti allra kosta völ sem listamað- ur, varð hann fyrst organleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík, síðan dómorganisti um langt skeið. Framtakssamir og stórhuga menn söfnuðu og vörðu fé til þess, að báðar kirkjur eignuðust ný orgel, sem að vísu voru ekki sambærileg við þau hljóðfæri utanlands, sem höfuðsnillingar á borð við dr. Pál höfðu til afnota, en þau voru samt mikil, vönduð og dýr miðað við al- mennan efnahag bæjarbúa í þann tíð. Ekki urðu menn fátækari hér í höfuðstaðnum við það að verja fé til svo „hégómlegra" hluta. Það hefði hins vegar orðið stórt tap, ef Páll fsólfsson hefði aldrei hér- lendis haft aðstöðu til að neyta hæfileika sinna og landsmenn far- ið á mis við að njóta þeirra. Þegar á allt er litið hefur það haldið lífinu í þessari þjóð, að hún mat menningu nokkurs og lét eftir sér að eyða fé og orku til þess að afla fanga, sem verða ekki étin og gengu ekki heldur til þurrðar, þau urðu innlegg í þann reikning, sem gerði íslendinga hlutgenga, viður- kennda og virta sem andlega mannaða þjóð. Líklega hafa einhverjir séð ofsjónum yfir þeim mörgu kálf- skinnum, sem Flateyjarbók var letruð á og aðrar bækur fornar og dýrmætar. Auðvelt er að meta Guðbrandsbiblíu til kýrverða. En það mat hrekkur skammt og sé gildi hennar umreiknað með bú- nytjar í huga, eru forsendur fyrir sliku bókhaldi næsta fávíslegar. Það sjá væntanlega flestir. Hóladómkirkja var reist á fá- tækri tíð. Einhverjir knurruðu, þegar hún var í smíðum, þótti illa varið fé og erfiði. Þegar hún var komin upp, sagði vitur maður, Sveinn lögmaður Sölvason: „Sú varð raun á, að allir bændur stóðu jafnréttir og myndu ei hafa verið ríkari, þó engu hefðu til kirkjunn- ar kostað." Nú hafa víst flestir vitsmuni til að skilja, að ísland væri talsvert fátækara, ef það ætti ekki þennan helgidóm. Löngum er það svo, að góðu verkin sæta gagnrýni úr einhverj- um áttum, þegar hafin eru og unn- in. Menn þakka þau því betur síð- ar meir. Það er segin saga, að þegar fitj- að er upp á einhverju mikilvægu málefni og höfðað til skilnings og liðveislu um að hrinda því fram, þá upphefjast raddir um það, að nær væri að gera annað. Hjálparstarf kirkjunnar hefur átt samúð að mæta og notið drengilegs stuðnings. Þeir, sem hófu það starf og komu þvi á fót, mega þó muna það, að þeir fengu orð í eyra á stundum: Hér væri verið að safna og eyða fjármunum á annan veg en verá ætti, það væri nær að sinna innlendum þörfum, hlynna að sjúkum og snauðum hér á landi. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur samt fengið byr með þjóðinni, þrátt fyrir slíkar hjáróma raddir. Starf hennar hefur orðið veiga- mikill þáttur í þjóðarvakningu um skyldur við fjarlægt fólk í mikilli neyð. Hefur sú vakning gert menn blindari á mein og þarfir heima- fyrir? Því er örugglega öfugt farið. Þeir bitar, sem héðan fara til þess að bjarga einhverjum frá hung- urdauða, eru ekki frá neinum teknir, enda litlir molar af stóru nægtaborði. En þegar hjálparhug- ur vaknar og virkjast, vex mann- dómur og það er góður ábati fyrir þjóð. Ekki man ég til þess, að annað fyrirtæki hafi sætt stærri og tíð- ari ámælum en Hallgrimskirkja í Reykjavík og þá oftast með þeim röksemdum, að verið væri að beina fjármunum frá brýnum verkefnum á sviði mannúðarmála, nær að segja að stela peningum frá bágstöddu fólki. Þetta er að miklu leyti liðin saga nú. Nöldur og bannsöngvar hafa ekki hrinið á kirkjunni og nú Sigurbjörn Einarsson er hún viðurkennd höfuðprýði borgarinnar. Það er og flestum ljóst, að innri búnaður þessa veg- lega húss þarf að fullnægja fyllstu listrænum kröfum. Það er ótví- rætt metnaðarmál og menningar- nauðsyn. Sú tillaga, sem Guðrún Helgadóttir og fleiri þingmenn hafa flutt á Alþingi um myndar- legan, opinberan stuðning til þess að svo megi verða, lýsir skilningi á þessu meðal forustumanna í þjóð- málum og þeir þurfa að verða var- ir við þann hljómgrunn, sem fyrir hendi er með almenningi. Um líkt leyti og þetta merkilega frumkvæði alþingismanna varð kunnugt, kynntu nokkrir áhuga- menn það áform, sem þeir höfðú gengið með um sinn, að gangast fyrir fjársöfnun til kaupa á hæfi- legu orgeli handa Hallgríms- kirkju. Það var skáldið Knut öde- gárd, forstjóri Norræna hússins, norskur en einn hinn besti íslend- ingur jafnframt, sem átti hug- myndina. Hallgrimskirkja er landskirkja og ber að gegna stóru hlutverki í alþjóðarþágu. Öll gerð hennar miðast við það frá upphafi og þegar hún nálgast nú það lang- þráða takmark að verða fullbúin til þjónustu sinnar, má síst slá af kröfum um búnað hennar, er sam- svari ytra útliti og ætlunarverki. Hún hefur öll skilyrði til þess að verða musteri, þar sem listræn gáfa þjóðarinnar fær athvarf, vettvang og örvun. Orgel við henn- ar hæfi er burðarþáttur í því efni. Hér er ekki um að ræða neitt gífurlegt átak né neina óeðlilega stórmennsku. Einstaklingum er gefinn kostur á því að eignast eina nótu hver um sig í lofgjörð þjóðar- innar í þessu musteri. Ef talað er um metnaðarmál, mætti taka mið af því, sem gerðist hér árið 1840 í því litla þorpi, sem þá kúrði í kvosinni hjá Dómkirkju íslands, og það mætti líka minnast stór- mannlegra átaka á sama sviði hér í Reykjavík síðar og víðar á land- inu. Þó að kaupverð boðlegs orgels í Hallgrímskirkju kunni að nálg- ast það að samsvara veltunni i öldurhúsum borgarinnar um eina helgi, þá ætti það varla að ganga nærri samvisku þeirra, sem vand- látir eru um meðferð á peningum. Það fólk, sem telur þessa fjár- söfnun sérstök svik við hungraða þjóð í Afríku, hefur þess háttar þankagang, að hans verður það sjálft að fá að njóta í friði meðan það bíður eftir betri heilsu. Hitt skilja margir og er það vel, að öll okkar mettun og lífskröfur og gír- ugheit í þessum heimshluta eru hrópandi rökleysur. Þær verða ekki leiðréttar með neinum barna- skap. Og það er skylda okkar, bæði við eigin þjóð og aðrar, að hlynna að göfgandi, menningarlegri hugs- un í þessu landi. Sé leitað að hugs- unarlausu eða saknæmu óhófi og bruðli blasir annað fremur við heilskyggnum augun en fórnirnar í þjónustu þeirrar skyldu. Sætt með sönghljóðum sigurvers bjóðum Guði föður góðum, sem gaf lífið þjóðum. Svo kvað Hallgrímur í Bárðar- helli. Það verða innan tíðar sungin sigurvers í kirkjunni hans. Gott verður hverjum, sem þar á sína rödd og tón. „Bronsið hentar mínum skúlptúrhugmyndum vel“ Morgunblaðið/Ól.K.M. Ilelgi G&ason myndhöggvari með Róða, myndverk, sem gert var í tilefni af — segir Helgi Gíslason myndhöggvari, sem opnar sýningu í dag HELGI Gíslason myndhöggvari opnar sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu við Lækjargötu í dag. Á sýningunni eru 26 mynd- verk úr bronsi og kopar gerðar á árunum 1984 og 1985. Helgi beitir ævafornri aðferð við gerð myndverka sinna, eins og kem- ur fram á kynningarmyndbandi um listamanninn og hans vinnuaðferðir, sem sýnt er á sýningunni. „Ég kynntist þessari aðferð fyrst lítillega í Svíþjóð þegar ég var þar við nám,“ sagði Helgi. „Seinna dvaldi ég um tíma í Gautaborg og tileinkaði mér þessa aðferð frekar, en hún býð- ur upp á mikla möguleika, því hægt er að fara með málminn eins og mjúkt efni þegar hann ter bræddur. öll form verða mýkri þrátt fyrir að unnið sé úr málmi. Bronsið hentar auk þess mínum skúlptúrhugmyndum vel.“ kirkjuustasyningu 1983. Helgi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1965—1969 og í frjálsri myndlistadeild 1969—1970. Frá 1971—1976 var hann við Val- ands konstskola í Gautaboorg. Þetta er þriðja einkasýning Helga en hann sýndi í Norræna húsinu 1977 og á Kjarvalsstöð- um 1983. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis frá 1970. Helgi hlaut 6 mánaða starfs- laun 1984. Sýningunni lýkur 24. febrúar. Dómsmálaráðherra skipar nefnd: Hraðað verði með- ferð skatta- og efnahagsbrota DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur að tillögu réttarfarsnefndar og fleiri aðila skipað nefnd til þess að gera tillögur um hraðari og skiivirkari meðferð skatta- og efnahagsbrota í dómskerfinu. í nefndinni eiga sæti: Þor- steinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri, formaður, Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, Gunnlaugur Briem, yfirsaka- dómari, Garðar Valdimarsson, skattarannsóknarstjóri, og Hallvarður Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri. Ritari nefndarinnar er Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu. Nefndin skal hraða störfum sínum og skila áliti eigi síðar en 1. mars nk., þannig að afgreiða megi laga- frumvarp um það efni á því Al- þingi er nú situr. í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu um þetta mál segir m.a.: „Að undanförnu hefur að til- hlutan dómsmálaráðherra far- ið fram athugun á ferli skatts- vika- og efnahagsbrota í dóms- kerfinu, allt frá því að kæra kemur fram um meint brot og þar til endanlegur dómur fell- ur. Ljóst er, að mál af þessu tagi hafa í ýmsum tilvikum dregist meira en góðu hófi gegnir og liggja til þess ýmsar orsakir. Mál þessi eru mörg mjög flókin og umfangsmikil og reynir mjög á sérþekkingu m.a. á skatta- og bókhaldslög- um við rannsókn, meðferð þeirra og úrlausn. Fjöldi kæru- og sakamála af öllu tagi hefur farið vaxandi undanfarin ár og mikið vinnuálag er á þeim embættum, sem um málin fjalla. Að mati dómsmála- ráðherra ber brýna nauðsyn til að meðferð skatta- og efna- hagsbrota í dómskerfinu verði hraðað svo sem kostur er. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið, að settar verði á fót sérstakar deildir við embætti ríkissak- sóknara og við Sakadóm Reykjavíkur, þar sem meðferð þessara mála fái forgang, eða á annan hátt komið á þeirri skip- an, er tryggi greiðan framgang þessara mála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.