Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Agnes — bam Guðs Hugleiðing um eftirminnilega leiksýningu Einn af töfrum leikhússins er sá að þar fáum við stundum að sjá brot af framandi menningu, óvenjulegum hugsunarhætti, ein- hverju sem við erum óvön. Það hlýtur að vera hollt fyrir sálina að hrista af sér fjötra vanans, fá- fræðinnar og þar með hleypidóm- ana þó ekki sé nema eina kvöld- stund. Þess vegna er leikurinn um Agnesi — barn Guðs einstaklega vel til þess fallinn að sýna fólki hér á landi tilraun skálds sem vill sýna inn í hugarheim þriggja kvenna sem eru úr kaþólsku um- hverfi. Einhver var að segja að ka- þólskt efni kæmi okkur hér á landi Íítið við. Þessu hefir Kristján III Danakóngur samsinnt með fögn- uði á sínum tíma en ekki hefði Jón biskup Arason verið sama sinnis. Skrítið að þurfa sí og æ að vera að minna á að íslendingar voru ka- þólskir á sjöttu öld og það sem gerir okkur að fornri menningar- þjóð er upprunið á rómversk-ka- þólskum tíma, samanber Njálu. Höfundur leiksins um Agnesi Hann er sagður Ameríkumaður, bandarískur, og hafa gengið í kaþ- ólskan háskóla. Þess vegna hlýtur hann að vera kunnugur kaþólskri menningu. Hann velur sér klaust- ur sem umhverfi leiksins og þrjár konur sem persónur, engan karl- mann sem er nokkuð fágætt eða eru ekki hlutverk karla miklu fleiri en kvenna í leikhúsi? Svo er manni sagt. Hitt er annað mál að ekki kunna öll skáld að lýsa sálar- lífi kvenna svo vel sé þó þeir hinir sömu lýsi mætavel sínu eigin kyni. Oft hefir mér blöskrað þær fjar- stæður sem karlmenn skrifa um konur, en nóg um það. Þar sem höfundurinn er Amer- íkumaður er kannski ekkert und- arlegt þó að lýsing hans á sálarlífi kaþólskra klaustursystra sé gjör- samlega frábrugðin þeim kynnum sem ég hefi haft á langri æfi á fjölda nunna frá Evrópulöndum. En þetta er skáldskapur og best að beygja sig undir skáldaleyfið enda ganga flestar sögur út á eitthvað frábrugðið, óvenjulegt. Annars eru þær ekkert spennandi. — Af hamingjusömu fólki fara engar sögur. Þegar horft er á leikritið um Agnesi koma í hugann tvær sögur sem mjög líklegt er að höfundur hafi þekkt. Þær eru eitthvað á þessa leið: Sakamál frá 16. öld Á seinni hluta 16. aldar skeði það á Ítalíu að ung aðalsmey var Taktu bér frí frá nestisstússinu MS samlokur • i vinnuna____ • / skiðaferðina • a helgarrúntinn Mjólkursamsalan drifin í klaustur án þess að hafa nokkra köllun til slíks. Þetta gerðu ríkismenn fyrr á öldum gjarnan til þess að arfi yrði ekki dreift til of margra systkina. Nunnan unga horfði út um glugga nokkurn og ungur kavalér sá hana. Hann hafði fá umsvif, braust inn í klaustrið mörgum sinnum og gerði nunnunni að lok- um barn. Það barn dó eða var fyrirkomið. Einhverjar af með- systrum nunnunar hylmuðu yfir með henni en ekkert dugði. Allt komst upp og unga aðalsnunnan var sett í strangt fangelsi þar sem hún sat lengi þangað til helgur Carl Borromeus kom henni á rétt- an kjöl. Þetta er enginn skáldskapur og geta þeir lesið betur um þetta mál sem hafa í höndum sögu hins merka biskups Carls Borromeus- ar. Hin sagan sem ég held að höf- undur leiksins um Agnesi hafi þekkt er eftir þýskt skáld frá síð- rómantíkinni á 19. öld. Hann hét Frits Reuter, gott ef sagan hefir ekki verið þýdd á íslensku. Systir Serena Hún varð fyrir leyndum hörm- ungum í barnæsku, var send í klaustur 10 ára gömul þar sem abbadísin tók hana undir sinn verndarvæng sérstaklega af því að Serena var ekki eins og fólk er flest. Hún virtist hvorki geta lært neitt til munns né handa nema að syngja söngva klaustursins. Verndardýrlingur tónlistarinn- ar, heilög Cecilía, hafði gefið henni rödd sína — eða það fannst nunnunum. Hin fákæna Serena söng svo fagurlega sem væri hún engill af himni og varð þessvegna klaustrinu og öllum sem á heyrðu til andlegrar uppbyggingar og hugsvölunar. — Svo fljótt sé yfir sögu farið þá varð herhlaup í land- inu, nunnurnar reknar út á gadd- Jónshúsi. 31. janómr. LOKSINS kom þíðviðri eftir töluvert frost og nokkurn snjó síðan um ára- mót. En það á að frysta aftur. Vonandi leggur þó Sundið ekki aftur. Flugbát- arnir til Malmö hafa lítt getað verið í förum og ferjum seinkar. Margir hafa notfært sér ísinn á Vötnunum, en aðr- ir eru smeykir við hann eins og ís- lenzka konan um daginn sem sagðist ekki treysta útlendum ís. Margir íslendingar á Norður- löndum fóru heim um jól og áramót og var með mannfærra móti f sum- inn og abbadísin lagði af stað með Serenu til að leita skjóls hjá ætt- ingjum sínum. En Serena skildi ekki þetta ferðalag, þráði að kom- ast í klaustrið sitt og strauk frá abbadísinni. Serena reikaði eitthvað út í buskann, syngjandi sinni engilsrödd og varð loks úti í vetrarkuldanum. Persónan Agnes Hún virðist eiga býsna margt sammerkt með nunnunum í báð- um sögunum þó einkum Serenu. Agnes virðist fákæn í fyrstu en á þó hinn heilaga einfaldleika. Hún á vonda móður, eins og Serena, og hefir líka rödd engils. Sammerkt er með báðum sögunum að abba- dísin ber mikla umhyggju fyrir þessari undarlegu stúlku. (Jr ít- ölsku sögunni virðist fengið að láni barneign og útburður. Sömu- leiðis árangurslausar yfirhylm- ingar hinna klaustursystranna. — Þetta er sem sé rammi leiksins. En aðalviðureignin stendur þó á milli abbadísarinnar og geðlækn- isins. Abbadísin er ekkja Abbadísin hefir áður verið gift kona og móðir. Það er ekki eins sjaldgæft og margir ætla. Páll postuli veitti ekkjum virðulegt hlutverk í frumsöfnuðinum. Enn á vorum dögum ganga giftar konur í klaustur ef vissum skilyrðum er fullnægt: Þær verða að ala upp börn sín áður ef einhver eru og sé makinn á lífi þá að fá samþykki hans. Sama gildir um gifta karl- menn. — Höfundur lætur að því liggja að abbadísin hafi átt við trúarlegar efasemdir að stríða í klaustrinu og er það ekkert ótrú- legt. Hitt er aftur á móti heldur fátæklegt klaustur sem hefir eng- an andlegan leiðtoga sem hægt er að ræða við. En abbadísin talar um prest klaustursins sem gagns- lítinn sauð. um nýlendunum. Ekki háði þó kirkjusókn að íslenzku aðventu-og jólamessunum og voru móttökur ís- lendingafélaga í Osló, Gautaborg, Málmey og Oðinsvéum hinar beztu og myndarleg kaffisamsæti alls staðar eftir messu. Þá er tilhlökk- unarefni að fara til íslenzkra námsmanna og fleiri landa í Árós- um þann 10. febrúar til messugjörð- ar og barnsskírnar í Klausturkirkj- unni, en í Árósum hafa fæðzt mörg íslenzk börn undanfarna mánuði. Á laugardaginn var flutti Guðrún Sigurveig Guðmundsdóttir „AÖ öllu samanlögðu er mikiö að sækja í leikinn um Agnesi — barn Guðs. Þarna eru rædd vandamál sem flestir glíma við um tilgang lífsins, þó að umgerð kunni að virðast á köfl- um ævintýraleg.“ Söngurinn helgi Það sem hefir fært abbadísinni mesta hugfró er englasöngur Agn- esar. Henni finnst Agnes einskon- ar kraftaverk, eiginlega dýrlingur. Hún segir að Agnes sé blessuð. Að vera blessuð þýðir hjá kaþólskum hið fyrsta stig áður en einhver er tekinn í dýrlingatölu. — Hér væri kannski ekki úr vegi aö minna á að samkvæmt kaþólskum skilningi er það að vera heilagur dýrlingur alls ekki sama og að vera syndlaus heldur að vera aðnjótandi sér- stakrar náðar Guðs. Þetta er það sem abbadísin á við um Agnesi að hún hafi hlotið sérstaka blessun frá Guði. Abbadísin vill í lengstu lög trúa því að Agnes hafi ekki verið sjálfráð gerða sinna þegar vandræðin hófust. Þó losnar abbadísin ekki við ef- ann, hún segir: Menn fæðast dýrl- ingar. En það fæðist því miður enginn dýrlingur nú á dögum. Við höfum þróast of langt. Við erum orðin of margbrotin. — Drottinn minn, hvað ég sakna krafta- verkanna. — ögmundsdóttir cand. comm. dagskrá í félagsheimilinu í tali, tón- um og myndum um verkakonur í fiskiðnaði á íslandi. Var erindið lið- ur í lokaverkefni Guðrúnar í félags- fræði og tók hún sjálf myndir og viðtöl og vann úr á hljóðbandi. Komu margir til að hlusta á Guð- rúnu og mun hún endurtaka erindi sitt á konukvöldi þriðjudaginn 12. marz.— Á laugardagskvöldið var svo jazzkvöld, sem eru haldin síð- asta laugardag á hverjum mánuði fram á vorið. Nú leika með Guð- Hrelldur sálfræðingur Það er táknrænt að abbadísin heitir María, sú sem valdi góða hlutann, að sitja við fætur Jesú. En sálfræðingurinn ber nafn Mörtu, hennar, sem hafði áhyggj- ur og mæddist í mörgu. Marta hef- ir fengið lélegt kaþólskt uppeldi. — Einkennilegt hvað höfundi er gjarnt að gera mæður annaðhvort heimskar eða beinlínis vondar manneskjur. — Marta hefir misst trúna sem hún ólst upp við. Samt þráir hún hið góða í tilverunni, að allar sögur endi vel. Hún reynir að missa ekki alla guðstrú, segir jafnvel: Guð ert þú. Eða öllu held- ur j)ú ert Guð. — I rauninni lætur höfundurinn okkur fá að vita mest um sálarlíf Mörtu sálfræðingsins. Hún á í miklu sálarstríði sem virðist ýfast upp við meðferðina á máli Agnes- ar. Enda engin furða þar sem dul- arfullir atburðir gerast viðvíkj- andi Agnesi. Sáramerkin Fyrirbærið sáramerki Krists er þekkt í kristninni allt frá Páli postula sjálfum. Miklu fleiri kon- ur en karlar hafa fengið sára- merkin helgu. Franz frá Assisi mun vera þekktastur meðal karl- manna á síðari öldum. Kirkjan hefir farið mjög varlega í sakirnar á seinni tímum varðandi sár- amerkin. Ýmsir muna eftir bónda- stúlkunni Teresu Neumann sem mikið var talað um fyrir og um 1930. Freysteinn Gunnarsson þýddi bækling um hana á þeim ár- um. Hún bar sáramerkin og sagð- ist ekki þurfa aðra fæðu en sakra- mentið. Ekki hefir enn borið á að hún verði tekin í dýrlingatölu hvað sem seinna verður. — Agnes fær sáramerkin og hún vill helst ekk- ert borða, segir að sakramentið nægi sér. Þannig hefir Marta sálfræðingur meir en nóg vanda- mál að leysa. Marta og María takast á Merkilegar eru harðar rökræður Mörtu og Maríu. Vel fer á því að leikkonurnar eru ekki látnar æsa sig upp í rifrildi. Hin virðulega abbadís stendur í þeim réttu nunnustellingum með hendur ann- aðhvort faldar í ermunum eða undir skapúlarinu, hinu helga herðaklæði flestra klausturbún- inga. Sálfræðingurinn Marta get- ur leyft sér fasmeiri framkomu en hún er menntamaður og læknir og heldur virðingu sinni þó þunginn sé mikill undir niðri. — Endalok leiksins á ekki að segja fyrirfram, þau geta menn sjálfir séð. Að öllu samanlögðu er mikið að sækja í leikinn um Agnesi — barn Guðs. Þarna eru rædd vandamál sem flestir glíma við um tilgang lífsins, þó að umgerð leiksins kunni að virðast á köflum æfintýr- aleg. Þetta er umræða um kraftaverk og kannski ekki úr vegi að enda þessa hugleiðingu með orðum hins fúla spekings David Hume: — Má verða að kristinn dómur hafi ekki einasta orðið til í önd- verðu fyrir kraftaverk, heldur geti enginn maður, jafnvel allt til þessa dags, játast honum nema fyrir kraftaverk. — Sigurreig Guðmundsdóttir er fyrr- rerandi kennari í Hafnarfirði. mundi Eiríkssyni (píanó) Norðmað- ur, Svíi og tveir Danir. Eru það Sven Arve Hovland á gítar, Áke Westerfeldt á bassa, Hanne Myg- ind, sem leikur á saxófón, og Micha- el Junker á trommur. Ýmislegt er á döfinni á næstunni utan fastra dagskrárliða. Sólrisu- hátíð verður nk. laugardagskvöld með dansk-íslenzku hljómsveitinni Facon. Þorrablót verða bæði 15. og 16. febrúar á vegum Islendingafé- lagsins og eru miðar seldir hjá gestgjöfunum, Bergljótu og Arfeq. Þá flytur Helga Kress cand. mag. erindi um þriðju dóttur Njáls þann 22. febrúar og f marzlok verður sýndur einþáttungur eftir Eyvind Eiríksson lektor, svo að aðeins fátt eitt sé nefnt. G.L. Asg. Kaupmannahöfn: Fréttabréf úr Jónshúsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.