Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
23
að slík grunnþekking komi inn hjá
þeim leiða. Sumir foreldrar hafa tek-
ið þessa stefnu alvarlega, en aðrir
álíta lestrarkunnáttuna aðalatriðið
en ekki kennsluaðferðirnar. Hvert
er álit sérfræðings á svo veigamiklu
máli?
„Lestrarstefnur eru mjög um-
deildar og raunar er lesferlið
sjálft enn talsvert á huldu. Ég er
ekki sérfróður um þau mál, en tel
margt benda tii þess að flest böm
tileinki sér lestur betur sjálf mjög
fljótt þegar þau hafa náð ákveðn-
um þroska, „stigi hlutlægra að-
ferða“, eins og Piaget kallar það.
Hér er ekki rúm til að rökstyðja
þessa skoðun nánar, en sé hún
rétt, gefur auga leið að miklum
tíma sé varið til lestrarnáms sem
betur væri varið til að tryggja
annað hvort vitsmunalegar for-
sendur lesgetunnar eða skynsam-
lega notkun lestrarkunnáttunnar.
Af amerískum rannsóknum má
hins vegar ráða, að um 15 prósent
barna eigi erfitt með að tileinka
sér lestur og þar virðist jafnvel
unnt að finna þessi börn löngu
fyrir skólagöngu — með hljóð-
prófunum: Þau eiga erfitt með
hljóðgreiningu, en það gæti bent
til þess að þessi börn eigi erfitt
með að skilja hljóðgildi stafa
vegna þess að þeim er af einhverj-
um ástæðum ábótavant í hljóð-
næmi.
Kannski er rétt að fara aðeins
út fyrir lestrarkennsluna og víkja
lítillega að kennsluaðferðum al-
mennt. Margir virðast halda að
kennsluaðferðir séu formúla eða
forskrift eða leiði til skilgreindrar
útkomu, eins og efnafræðitilraun.
Kennsluaðferðum má fremur líkja
við samtalsreglur — ákveðna
málskipan, tiltekin setningafræði
einkennir samtal af ákveðinni
gerð, þó að málfar manna sé afar
mismunandi eins og kunnugt er,“
sagði dr. Wolfgang. Hann hélt
HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 14. Klukkan
20.30 hjálpræöissamkoma.
Óskar og Ingibjörg Jónsson
stjórna og tala.
MOSFELLSSÓKN: Barnaguös-
þjónusta i Lágafellskirkju kl. 11
og messa í kirkjunni kl. 14. Sr.
Birgir Ásgeirsson.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma
i Kirkjuhvoli kl. 11 og guösþjón-
ust a kl. 14. Sr. Örn Báröur
Jónsson messar. Æskulýösfund-
ur veröur í Kirkjuhvoli mánu-
dagskvöldiö 11. febr. kl. 20. Sr.
Bragi Friöriksson.
KEPELLA St. Jósefssynstra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
HAFNARFJARDARKIRKJA:
Sunnudagaskóli k. 10.30. (Muniö
skólabilinn.) Messa á vegum Hins
ísl. biblíufélags kl. 14. Þórhildur
Ólafs guöfræöingur prédikar.
Björn Davíö Kristjánsson leikur á
flautu. Aöalfundur félagsins í
góðtemplarahúsinu aö messu
lokinni. Sóknarnefnd og sóknar-
prestur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarf.: Guös-
þjónusta kl. 14. Orgel og kór-
stjórn Þóra Guömundsdóttir. Sr.
Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala.
Hafn.: Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnamessa kl. 11 og guösþjón-
usta kl. 14. Organisti Örn Falkn-
er. Sr. Guömundur Örn Ragn-
arsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA. Barna-
samkoma kl. 11. Ragnar S.
Karlsson talar viö börnin. Guö-
sþjónusta kl. 14. Organisti Sigur-
óli Geirsson. Sóknarprestur.
KIRKJUHVOLSKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarpestur.
ÞORLÁKSHÖFN: Messa kl. 14.
Sr. Tómas Guömundsson.
HEILSUHÆLI NLFÍ, Hveragerði:
Messa kl. 11. Sr. Tómas Guö-
mundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnamessa
kl. 10.30. Fjölskyldumessa kl. 14.
Vænst er þátttöku fermingar-
barna og foreldra þeirra. Sr.
Björn Jónsson.
áfram: „Það væri mikill vandi að
ná árangri í námi og skólastarfi,
ef kennsluaðferðirnar væru ein-
hlítar leiðir til að ná skilgreindum
markmiðum.
Skólastarf er flókið ferli og
námsárangur er útkoma af sam-
verkan þroska, hæfileika og per-
sónueinkenna nemenda svo og
námsskipunar og kennslu kenn-
ara. Margir áhrifavaldar móta
kennsluþætti kennarans og er
kennsluaðferðin sjálf ein þeirra.
Ef við höfum enn samlíkinguna
um samtalsreglur, þá eru kennslu-
aðferðirnar alltaf hvorutveggja í
senn — meira og minna hnitmiðuð
leið að námsmarkmiði og sam-
skiptaformi í umgengni við nem-
endur. Kennarinn hlýtur að velja
sér aðferð sem hann er nokkurn
veginn sáttur við og getur unnið
með án þrenginga — aðferð sem
bæði á við hann og námshópinn,
hvað sem öðru líður. Ekki má
gleyma því, að allar aðferðir í
mannlegum samskiptum eru dá-
lítið margræðar — hvort sem um
samtal er að ræða, kennslu, stjórn
fyrirtækja eða uppeldi barna. Það
er því enginn barnaleikur að skera
úr um það hvernig tiltekin aðferð
hefur reynst. Þar verður að reikna
breytileika allra aðstæðna inn i
dæmið — athuga hvernig aðferðin
reynist að öðru jöfnu. Kann kenn-
arinn aðferðina til hlítar og getur
hann beitt henni við tilteknar
kringumstæður? Á hún við hann
og bekkinn? Fellur hún að þeim
aðstæöum sem þeir vinna við?
Það er aðferðalegt vandamál,
hvernig tilraunir eiga að vera þeg-
ar um samskipti lifandi fólks er að
ræða. Það er augljóst að ekki er
hægt að einangra virku breytuna
eins og í efnafræðitilrauninni
góðu, sem skiptir þó meginmáli í
útkomunni!
Sönnunargildi tilrauna í flóknu
samhengi mannlegra samskipta
Tveggja
ára dreng-
ur fraus
í hel —
og lifir þó
Milwaukee, Wiseonsin, 5. febrúnr. AP.
TVEGGJA ára drengur, Micha-
el Troche, sem fraus í hel — að
því er talið var — fyrir utan
heimili sitt hefur nú verið þídd-
ur og lífgaður við og segja
læknar, að þetta sé svo ein-
stakt tilfelli, að án efa muni
saga Michaels litla verða skráð
á spjöld læknasögunnar.
Atburðurinn gerðist fyrir
tveimur vikum. Frost var þá
29 gráður á celsius. Drengur-
inn var á rölti skammt frá
heimili sínu og þegar honum
var borgið í hús, virtist hann
helfrosinn og við rannsókn
fundust ískristallar í blóði
hans, enda líkamshiti kominn
niður úr öllu valdi. Læknar
sögðu hann klínískt dáinn.
Engu að síður var hann flutt-
ur í sjúkrahús þar sem hann
var tengdur við hjartavél til
að vita hvort unnt reyndist
að hita í honum blóðið.
Tveimur dögum síðar var
Michael ekki bara vel lifnað-
ur við, heldur var hress, lék á
als oddi og virðist ekki munu
bera neinar menjar þessarar
óvenjulegu reynslu. Læknar
munu á hinn bóginn hafa
mikinn áhuga á að fylgjast
með drengnum á næstu árum
og segja að þetta mál eigi sér
hvergi hliðstæðu.
I^sefni ístórum skömmtum!
Wolfgang Edelstein
hefur verið þrálátt deiluefni milli
ólíkra stefna í félagsvísindum.
Þetta varðar ekki einungis rann-
sóknir á því sem gerist í skólan-
um, sami sönnunarvandinn kemur
upp þegar menn vilja kanna áhrif
af tilteknum samskiptum, t.d.
lækna og sjúklinga á spítölum, eða
af aðferðum á endurhæfingastöð-
um, eða af breytingum á stjórn-
arskrifstofum eða verksmiðjum.
Samt eru menn ótrauðir að draga
ályktanir af þeim án þess að vekja
viðlíka deilur eins og rísa um
kennsluaðferðirnar. Það er íhug-
unarefni út af fyrir sig.“
Nú búa börn yfir mismunandi
námsþroska. Það kemur fram í
rannsókninni að börn sem eru á
sama þroskastigi dreifast yfir a.m.k.
þrjá árganga. Um leið er Ijóst, að í
flcstum bekkjum eru börn á ólíku
þroskastigi. Er raunhæft að ætla að
það sé nokkrum kennara mögulegt
við slíkar aðstæður að sinna þroska
hvers einstaklings, eins og kveðið er
á um í grunnskóíalögum?
„Við þessu er ekkert einhlítt
svar. Hvað er átt við með orðinu
„raunhæft"? Er átt við þau
námsskilyrði að nemendur séu
saman 30 í bekk í 40 mínútur í
tvísetnum skóla með sama verk-
efni fyrir alla hverju sinni? Við
slík skilyrði er auðvitað ekki
raunhæft að ætla kennara að
sinna að ráði markmiðsgreinum
grunnskólalaganna (t.d. gr. 2 og
gr. 42). Ef þú átt hins vegar við
það hvort til sé skipulagsform í
skólanum, námsskipan, kennslu-
aðferðir sem stuðla að þroska í
blönduðum bekkjum, þá svara ég
því játandi.
í flestum tilvikum byggir raun-
verulegt nám á umfjöllun og um-
fjöllun þýðir að nýtt sjónarhorn
kemur til skila þegar nemandi
rekst á það að skilningur hans á
vandamáli sem hann er að kljást
við er ábótavant. Það eru til prýði-
legar rannsóknir um áhrif þessa
áð börn (og raunar fullorðnir líka)
á ólíku stigi þekkingar eða vits-
munaþroska, vinni saman að til-
teknum vandamálum t.d. á sviði
náttúrufræði, rökleiðslu eða sið-
gæðis. Virðast þá hvorir tveggja
njóta góðs af — þeir sem lengra
eru komnir, vegna þess að umfjöll-
unin skýrir málið fyrir þeim —
svo og þeir sem skemmra eru
komnir, vegna þess að þeir sjá ný
sjónarhorn og það örvar þá til
dáða og kemur í veg fyrir stöðnun.
En á þessu eru þó takmarkanir.
Bilið á milli nemenda má ekki
vera breiðara en góðu hófi gegnir.
Aðstæður verða að vera þannig að
raunveruleg umfjöllun geti átt sér
stað án meiriháttar takmarkana á
eðlilegri umræðu eða samvinnu.
Auðvitað er rangt að alhæfa um
tegundir náms (frá líkamsþjálfun
til bókmenntatúlkunar!) fyrir alla
aldurshópa, þó má draga af þessu
mjög sennilegar ályktanir um
góða kennslufræði og jákvæða
námsskipan sem er nemendum í
hag á mörgum sviðum náms.“
Það kemur fram í rannsókninni,
að börn sem eru stöðugt í vörn mæl-
ast lægri á öllum vitsmuna- og skiln-
ingsþáttum en önnur. Nú má ætla að
meðal þessara barna séu einmitt þau
börn sem „tekin eru fyrir“ í skóla af
skólasystkinum sínum. Hvaða áhrif
hefur það á þroskaferil barns, sem
e.Lv. árum saman þarf að búa við
slíkt ástand?
„Það hefur vitanlega og sannar-
lega neikvæð áhrif á þroska og
námsárangur ef börnum líður illa að
staðaldri — ef þau þjást stöðugt af
kvíða og vanmetakennd, niðurstöður
okkar sýna þetta glögglega. En vert
er að gefa því gætur samt, að erfitt
er að alhæfa um einstaklinga. Við
vitum tii dæmis af sjálfsævisögum,
að börn geta orðið frábærir hugsuðir
eða afkastamiklir liðsmenn þó ekki
hafi allt leikið í lyndi hjá þeim. Það
eru ekki allar kröfur um „vellíðan"
jafn réttmætar og ekki fylgir þroski
sjálfkrafa í kjölfar áreitislausrar
vellíðunar. Menn taka framforum ef
rétt hlutfall er milli jafnvægis og
átaka í huga þeirra, svo vitnað sé
enn til skoðana Piagets heitins í
Genf.“
Foreldrar veittu skriflegt leyfi
fyrir þátttöku barna sinna í rann-
sókninni — en að lokum, hvað verð-
ur um fengnar upplýsingar að
þroskarannsókninni lokinni?
Upplýsingar um einstaklinga er
að sjálfsögðu algert trúnaðarmál,
en niðurstöður verða birtar fræði-
mönnum og almenningi í bókum
og í tímaritsgreinum — sennilega
mest á ensku en að sjálfsögðu líka
á íslensku, ef einhver sýnir þeim
áhuga.
ER EINHVERJUM
^KKKKKHHNNHHN^*^*^
Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar i
t.d. skipum, bilskúrum og útihúsum.
Stærð 575-1150 W.
Geislaofn til notkunar i iðnaðarhúsnæði
samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw.
Flytjanlegur hitablásari
með rofab. — stillanlegu
loftmagni. Stærð 9 kw.
Hitablásari með innb.
rofabúnaði fyrir fasta
staðsetningu og einnig
flytjanlegur.
Stærð 3-5 og 9kw.
Hitablásari fyrír alhliða
notkun án rofabúnaðar,
ekki flytjanlegur.
Stærð 5-30 kw.
"**»«!*,
„Thermozone" hitablásarar sem hindra
kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr
eða afgreiðsluop.
Vifta til notkunar í iðnað-
arhúsnæði sem dreifir
heitu lofti niður á við.
Stórkostlegur spamað-
ur í upphitun. Orkunotk-
un120W.