Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
wcnAiin
/—4
<pí#ría|u<a*tOB^
„ Póttir mln $egiro!b pú sért
£>kmnd i/örbur.'
ást er
... að gefa boltann vel til
hennar
TM flM. U.S Pat «1-1« rlghu rMervtd
»1984 Los Angeles Times Synctcate
PrófesNor. Þett* er heimafrétt sem
hér stendur! Atómorka — Nei
takkl
HÖGNI HREKKVISI
.J'/CJA?’... Efrtu AP K0MA,EÉ>A HVAPP/
Mjólkurumbúðir verði
bættar almennilega
JJ. skrifar:
Góði, besti Velvakandi.
Ég varð ekkert lítið hissa
þegar ég heyrði hér eitt kvöld-
ið í sjónvarpinu einn „fræð-
inginn" hjá Mjólkursamsöl-
unni okkar tilkynna okkur
það, að nú væru þeir að fá hin-
ar fullkomnustu vélar sem til
væru til mjólkuráfyllingar.
Nú, jæja, hugsaði ég, loksins
fær maður þá almennilegar
mjólkurfernur en hvað kemur
í ljós. Jú, hætt verður að selja
2 lítra fernurnar „vegna þess
að fólk vill ekki kaupa þær en
lítrafernurnar verða allsráð-
andi í sölu“. Þessu vil ég mót-
mæla harðlega, þessar leið-
inda lítra ernur sem maður
hefur verið neyddur til að
kaupa undanfarið vegna þess
að 2 lítra fernur hafa ekki sést
í háa herrans tíð í stórmörk-
uðum. Það er ósköp auðvelt að
kippa vörunni í burtu og segja
svo að enginn vilji kaupa
hana.
Tveggja lítra fernurnar eru
einu almennilegu mjólkurum-
búðirnar sem Mjólkursamsala
Reykjavíkur hefur boðið
okkur. Því getur þetta fyrir-
tæki ekki boðið okkur jafn
góðar pakkningar og önnur
fyrirtæki gera, t.d. KEA o.fl.,
þ.e. fernur sem hægt er að
loka almennilega og hella ör-
ugglega úr.
Fólk er alls ekki ánægt með
þessar umbúðir og skora ég á
Mjólkursamsöluna að gera
könnun á þessu meðal almenn-
ings. Það er annars furðulegt
hvað Mjólkursamsalan hefur
alltaf verið aftarlega á mer-
inni í þessum efnum, hún læt-
ur mjólkursamlög úti á landi
fara framúr sér hvað varðar
hagræðingu og smekkvísi í
umbúðum mjólkurvöru, og
sérstaklega er hún seinheppin
í vali á mjólkurumbúðum.
ERILSHEY0O
MJÖLK
LlTRAR
GERILSNEYDO
NYMJðLK
2 LlTRAR
Bréfritari er óinKgður með að hæUa eigi að selja 2 Iftra mjólkurfernurnar,
þar sem þær séu einu almennilegu mjólkurumbúðirnar.
Spöruð verði
óþörfspor
Jóhann G. Guðjónsson skrifar:
Ætlar fjármálaráðherra ekki
að vera til fyrirmyndar og af-
nema óþarfar uppáskriftir og
umsagnir félaga atvinnubíl-
stjóra og ökukennara, þegar sótt
er um niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda af bifreiðum, sem
fjallað er um í tollahandbók
fjármálaráðuneytisins ’ bls.
117—120? Telja verður að næg
atvinnusönnun felist í af-
greiðsluleyfum og skattframtöl-
um.
Fjármálaráðherra getur af-
numið þettta með einu „penna-
striki“ og sparað þar með mörg
óþörf spor.
Bréfritari hvetur fólk til að matreiða meira úr gulrófum en gert hefur verið, enda gulrófur hinn mesti herramanns-
matur.
Borðum gul-
rófur í ríkari
mæli
Ellen Stefánsdóttir hringdi:
Er nú eitt vandamál á döfinni?
Þar sem árferði hefur verið hag-
stætt fyrir garðávexti þá kvað
framleiðandi sitja uppi með upp-
skeruna, rófur og kartöflur, sem á
ef til vill ekkert annað eftir en að
fara á haugana.
Er ekki einhver hugmyndaríkur
sem gæti búið til lystilega rétti úr
þessum hollu jarðávöxtum? Sagt
er að gulrófan sé sítróna íslend-
inga, því hún er auðug af C-víta-
míni. Því ekki að hafa gulrófur á
boðstólum handa börnunum í