Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 25 Ítalíæ 34 fundust í rústunum ('ifltellaneta, ÍUlíu, 8. febrúar. AP. ALLS FÓRUST 34 manns þegar fjölbýlishús í bænum ( astellaneta á Sudur- Ítalíu hnindi til grunna í fyrrinótt. Átta slösudust og þar af einn mjög alvarlega. Yfirvöld hafa hvatt til yfir- heyrslu byggingarmeistarana sem húsið smíðuðu, en að sögn geta þeir átt yfir höfði sér kæru fyrir manndráp. Ekki er heldur ólíklegt að eftirlitsmaður með byggingum í bænum verði sakaður um glæp- samlega vanrækslu í starfi. Sér- fræðingar, sem yfirvöld hafa sér til ráðuneytis, segja að vantað hafi ýmsar burðareiningar í húsið auk þess sem grunnurinn og und- irstaðan hafi lengi verið vatnsósa. íbúar í tveimur fjölbýlishúsum í grenndinni hafa verið fluttir á brott en húsin reistu sömu bygg- ingarverktakarnir fyrir 30 árum. Herútgjöld Rússa aukast um 2 % á ári Briiæel, 8.febrúar. AP. HERÍfTGJÖLD Rússa hafa ekki aukizt eins mikið og búizt hafði verið við og því má vera að herinn hafi ekki eins mikinn forgang og áður samkvæmt nýrri skýrslu, sem unnin var á vegum NATO. Samkvæmt skýrslunni jukust herútgjöld Rússa um 2% á ári að meðaltali á árunum 1977 til 1983. Það var helmingi minni aukning herútgjalda en á næstu sjö árum á undan. Herútgjöld Bandaríkjamanna jukust um 4% á ári á tímabilinu 1977—1983, en höfðu dregizt saman um meira en 5% á ári á næstu sjö árum á undan samkvæmt tölum úr GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn í sama ham London, 8. febrúar. AP. DOLLARINN sló fyrri met gagn- vart ýmsum evrópskum gjaldmiðl- um í dag þrátt fyrir tilraunir seðlabanka til að halda honum í skefjum. Samtímis lækkaði guliið í verði. Franski frankinn, ítalska lír- an og enska pundið hafa ekki fyrr verið jafn lágt skrifuð gagnvart dollarnum og segja kauphallarstarfsmenn, að eftir- spurnin eftir dollarnum minnki ekkert. Gengi gjaldmiðla gagnvart dollara var þetta í kvöld: Fyrir dollarann fengust 2.7653 svissn- eskir frankar (2.7563), 9.9025 franskir frankar (9.6825), 3.6735 hollensk gyllini (3.6630), 1,994.75 ítalskar lírur (1,998.75) og 1.3362 kanadiskir dollarar (1.3370). Fyrir dollarann feng- ust þá 3.2440 v-þýsk mörk og í pundinu voru 1.1100 dollarar. Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Nokkrar helztu skýringarnar á því að herútgjöld Rússa hafa ekki aukizt eins mikið og búizt var við eru taldar tæknivandamál og efna- hágserfiðleikar. Fleiri skýringar eru þó taldar koma til greina en erfitt reynist að meta þær sam- kvæmt skýrslunni. Því er hins vegar bætt við að þótt fyrir liggi engar sannanir fyrir því að um það hafi verið tekin formleg ákvörðun í Kreml að auka herút- gjöldin ekki eins mikið og búizt hafði verið við kunni slík ákvörðun að hafa verið tekin — beint eða óbeint. Kókaín mesti bölvaldurinn Genf, 8. febrúar. AP. KÓKAÍNNAUTNIN er orðin að „far- aldri“ í Norður- og Suður-Ameríku og breiðist ört út um Evrópu og Suð- austur-Asíu. Segir svo í skýrslu frá sérfræðingum WHO, Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, sem birt var í dag. í skýrslunni segja sérfræðingarn- ir, að kókaínið sé nú það „eiturlyf, sem flesta færir í fjörta" og hvetja þeir ráðamenn til að hrista af sér slenið og skera upp herör gegn þessu alvarlega vandamáli. Gera þeir að sérstöku umtalsefni snefun- ina, eiturnautnina, sem fylgir því að þefa af lími og málningu, og segja að hún valdi víða alvarlegu heilsutjóni, einkum meðal unglinga og barna á aldrinum 8—14 ára. Sérfræðingar WHO áætla, að um heim allan séu um 48 milljónir manna sem séu alvarlega háðir eit- urlyfjum. Þar af 30 millj. háðar kannabisefnum, „nokkrar milljón- ir“ kókaíni, 1,7 milljónir ópíum og um 700.000 heróíni. Þeim fjölgar líka stöðugt sem ánetjast amfeta- míni, barbitúrsýrum og öðrum deyfi- eða róandi lyfjum. Þrjár þokkafullar í Parísarnepjunni Þrjár fyrirsætur sýndu sundtískuna fri Lavog í París og gengu m.a. um Friedland-stræti til að vekja athygli i fatnaðinum. Kalt var í veðri þótt ekki væri frost en þær stöllurnar reyndu þó að bera sig vel í heldur skjóllitlum flíkum. Reagan yongóður um samn- inga við Russa New York, 8. febrúor. AP. RONALD Reagan forseti lét í Ijós efa- semdir um hvort viturlegt væri að bandarísk stjórnvöld gripu til hefnd- araðgerða gegn hryðjuverkamönnum í viðtali við „Wall Street Journal“ í dag. Reagan sagði einnig að þótt hann hugsaði og talaði um Armageddon (þar sem úrslitaorusta góðs og ills mun standa við heimsendi) „byggð- ust áætlanir hans ekki á Arma- geddon". Um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar sagði Reagan að hann væri vongóður um að takast mætti að ná samkomulagi við Rússa, aðallega vegna þeirrar stefnu, sem hann hefði fylgt til þessa. Hann sagði að svokölluð „stjörnustríðsáætlun" yrði risa- veldunum báðum hvatning til að fækka árásarvopnum. Hann hvatti til lýðræðislegri stjórnar í Nicaragua, en sagði að ef núverandi valdhafar gætu komið slíku stjórnarformi til leiðar og þeir byðu sig síðan fram í kosningum þegar henta þætti, yrði það viðun- andi lausn. Og hann sagði að þegar bregðast þyrfti við hryðjuverkum væri bezta íeiðin að laumast í raðir hryðju- verkamanna og afla fyrirfram vitn- eskju um hvenær þeir ætluðu að hefjast handa. Hann sagði að valdbeiting i hefndarskyni án vitneskju um hvort sökudólgarnir næðust væri ekki rétt baráttuaðferð. PLAYBOY ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 TOPP merkin í íkíóa- vörum Aðrir útsölustaðir: Pípulagningarþjónustan Ægisbraut 27 300 Akranes Vélsmiðjan Þór 400 ísafjörður Kaupf. Borgfirðinga 310 Borgames Versl. Einars Guðfinnssonar h/f 415 Bolungarvík Versl. Húsið 340 Stykkishólmur Versl. Lín 625 Ólafsfirði Bókaversl. Þórarins Stefánssonar 640 Húsavik Gestur Fanndal 580 Siglufjörður Kaupf. Fram 740 Neskaupstað Skíðaþjónustan Kambagerði 2 600 Akureyri Jón Halldórsson Drafnarbraut 8 620 Dalvík Versl. Skógar 700 Egilsstaðir Vertu kl' Setjum bindingar á meöan beðiö er. öþiðá DACHSTEIN TYROLIA adidas ^ Klemm Við bjóðum aðeins viður- kenndar vörur. Og við leggjum okkur fram við að veita þér góða og skjóta þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.