Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Vantraust á Bodström fellt Stokkhólmi. 8. febrúar. Frá AP o* fréttariUra Mbl. SÆNSKA þingið felldi í dag tillögu um vantraust á Lennart Bodström, utanríkisráöherra, sem borin var fram af leiötogum stjórnarandstööunnar. Tillagan var flutt vegna um- mæla, sem fjölmiðlar höfðu eftir Bodström, þess efnis að engir er- lendir kafbátar hefðu með ólög- mætum hætti siglt inn fyrir sænska lögsögu síðan 1982, en sú staðhæfing ráðherrans stangast á við upplýsingar sænskra hernað- aryfirvalda. Bodström heldur því fram að ummæli sín hafi verið rangtúlkuð. Þingmenn stjórnarinnar, jafn- Indland: Hreinsað til í Kon- gressflokki Nýju Delhí, 8. febrúar. AP. KONGRESSFLOKKURINN, flokk- ur Rajivs Gandhis forsætisráöherra Indlands, hefur ákveöiö aö 1.000 þingmenn flokksins á fylkisþingun- um fái ekki aö bjóða sig fram aftur. Er þetta liður í tilraunum flokksins til að uppræta spillingu innan hans og í þjóðlífinu. Af 2.500 frambjóðendum sem flokkurinn hefur lagt blessun sína yfir er helmingurinn nýr að sögn Srikant Verma, aðalritara flokks- ins. 70 ráðherrar í fylkisstjórnum fengu einnig pokann sinn en þeir náðu ekki máli þegar ferill þeirra var mældur með nýrri mælistiku flokksins. Sumir hinna útskúfuðu vilja ekki una því og ætla að bjóða sig fram sérstaklega þegar kosið verður til 11 fylkisþinga af 22 2. og 5. mars nk. aðarmenn, og kommúnistar, sem eru samtals 182, greiddu allir at- kvæði gegn vantrauststillögunni. Allir þingmenn borgaralegu flokk- anna, sem eru 160, studdu tillög- una. Ulf Adelsohn, leiðtogi Hægri flokksins, sagði í umræðunni um vantraustið í þinginu, að ummæli Bodströms um kafbátana væru til þess fallin að skapa óvissu um það hver væri raunveruleg stefna Svía í utanríkismálum. Olof Palme, forsætisráðherra, sagði aftur á móti að vantrauststillagan skað- aði hlutleysisstefnu Svía. Jafn- framt sakaði hann Adelsohn um að reyna að nota kafbátamálið flokki sínum til framdráttar í inn- anlandsstjórnmálum. Frá umræöunum í sænska þinginu um vantraustíö á Bodström. Olof Pabne forsæt- iaáðhemi er iengst tíl vinstri og Bodström sttjandL Kúba óskar betra sambands við Bandaríkin San Jose, Costa Rica, 8. febrúar. FIDEL Castro, forseti Kúbu, hefur beöið forseta Costa Rica aö veita aö- stoö sína viö aö bæta samband Kúbu og Bandaríkjanna, aö því er Carlos Jose Gutierrez utanríkisráöherra sagöi í gær, fimmtudag. Gutierrez sagði á fréttamanna- fundi, að háttsettir erindrekar Castros hefðu hitt forsetann, Luis Alberto Monge, með leynd og hefði fundur þeirra átt sér stað í San Jose hinn 31. janúar sl. Kvað hann sendimennina vera meðal æðstu embættismanna utanríkisráðuneytis Kúbu og hefðu þeir beðið forsetann að nota vinsamlegt samband sitt við yfir- völd í Washington til að koma á beinum viðræðum milli Kúbu og Bandaríkjanna. UNESCO í fjárhagserfíðleikum? Leggur hald á fé sem aðildarríki eiga rétt á París, 8. febrúar. AP. París, 8. febrúar. AP. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur ákveðið að leggja hald á fé, sem aðildarríki eiga rétt á að fá endurgreitt. Fé það, sem hér er um að ræða, er í sérstökum sjóð, sem notaður er til að vega upp á móti áhrifum gengisbreytinga á fjárlög stofn- unarinnar. Harðar gagnárásir á sóknarher Víetnama Aranyaprathet, 8. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR Rauöra khmera stóöu fyrir árásum í alla nótt á víetn- amska hermenn, sem hafa hafið geysiharða sókn að aðalstöðvum þeirra í Phnom Malai í Vestur- Kambódíu. Víetnamar sækja einnig til ann- arra mikilvægra bækistöðva skæruliða í Khao Din. Á þeim slóðum fóru þeir yfir landamæri Thailands og áttu í tveggja tíma bardögum við thailenzka her- menn. Um tíu víetnamskir hermenn voru felldir eða særðust í þessum bardögum, sem geisuðu í Wattana Nakhorn í héraðinu Prachinburi. Víetnömsku hermennirnir virð- ast hafa farið yfir landamærin í Talsmaður UNESCO, Gerard Bolla, segir að ákveðið hafi verið að endurgreiða 69 milljónir bandaríkjadala, af þeim 80 millj- ónum dala, sem í sjóðnum eru, til þeirra aðildarrikja, sem staðið hafa í skilum með framlög sín til stofnunarinnar á fjárhagstíma- bilinu 1981—1983. Þeim 11 millj- ónum dala, sem eftir eru, verði hins vegar haldið til haga meðan beðið er eftir því að 40 aðildar- ríki, sem ekki hafa greitt að fullu tilskilin framlög, hafa jafnað reikninga sína. Haft er eftir vestrænum sendi- fulltrúum hjá UNESCO, að þessi ráðstöfun stjórnar stofnunarinn- ar sé með öllu ólögmæt og óvið- unandi. Sé nánast um það að ræða, að þátttökugjöld nokkurra aöildarríkja séu niðurgreidd af stofnuninni. Töldu þeir ekki ólík- legt að UNESCO kynni að eiga í einhverjum greiðsluerfiðleikum í kjölfar þess að Bandaríkjamenn, sem fram til þessa hafa greitt fjórðung útgjalda stofnunarinn- ar, hættu þátttöku í starfsemi UNESCO um síðustu áramót. „Reglurnar eru ótvíræðar, það má ekki hreyfa við þessum pen- ingum. Það má ekki nota þá til útgjalda, heldur aðeins til geng- isjöfnunar," sagði einn sendi- fulltrúinn. í næstu viku kemur fram- kvæmdaráð UNESCO saman til sérstaks fundar í höfuðstöðvun- um í París til að ræða afleiðingar úrsagnar Bandaríkjamanna. Bú- ist er við því, að skiptar skoðanir um notkun gengissveiflusjóðsins setji einnig svip á umræðurnar á fundinum. þeim tilgangi að taka sér stöðu fyrir aftan bækistöðvar skæruliða. Búðir skæruliða í Khao Din- hæðum eru um 30 km fyrir sunnan landamærabæinn Aranayaprathet og vígin í Phnom Malai eru um 20 km suður af Aranayaprathet. Ví- etnamar ráðast á Phnom Malai úr austri og Khao Din úr suðri og hafa reynt að króa skæruliða af við landamæri Thailands. Víetnamar hafa náð undir sig sjö búðum Þjóðfrelsisfylkingar khmera — sem er önnur helzta hreyfing skæruliða auk Rauðra khmera. Sókn Víetnama á sér enga hliðstæðu og þeir virðast staðráðnir í því að tryggja sér full yfirráð yfir öllu svæðinu á landa- mærum Kambódíu og Thailands. Viðræðum um fnð í Afghanistan frestað New York, 8. febrúar. AP. FJÓRÐU lotu óbeinna friðarvið- ræðna Afgana og Pakistana, sem átti að fara fram í Genf síðar í þessum mánuði, hefur verið frest- að fram í maí að sögn samtak- anna. Viðræðunum var frestað að Kólerufaraldur á hungursvæðunum? AddÍN Abab*, 8. febrúar. AP. BÚÐUM í Shoa-héraöi í Eþíópíu hefur verið lokað, þar sem þrír hafa látizt úr ókennilegum sjúkdómi, sem viröist helzt vera kólera að áliti la kna, og veikin hefur breiðzt út til annarra hjálparbúöa. Tveir læknar voru sendir á vettvang og um eitt tonn af læknislyfjum. Alls voru 33 sjúkl- ingar settir í einangrun í búðun- um, sem kallast Ansokia, og það voru þrír úr þeim hópi sem lét- ust, en sex sjúklingar voru út- skrifaðir eftir læknismeðferð. Aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, Kurt Jansson, hefur reynt að ná tali af heilbrigðismálaráð- herra Eþíópíu, Gizam Tsehái hershöfðingja, sem er læknir að mennt, og ræða við hann um hungrið í Eþíópíu og hinn ókennilega sjúkdóm. Jansson vill fá nákvæmari vitneskju um sjúkdóminn, sem herjar í Shoa-héraði, en til þessa hafa embættismenn aðeins vilj- að ræða um alvarlega blóð- kreppusótt, sem einnig hefur geisað. Fyrirhuguðum fundi Jansáons og heilbrigðisráðherra var aflýst á síðustu stundu, þar sem Gizam var kvaddur á fund í stjórnmála- ráðinu. Hann á ekki sæti í ráð- inu, en mun hafa verið beðinn um að gefa skýrslu um hinn meinta kólerufaraldur. beiðni Pakistana vegna fyrir- hugaðra kosninga í febrúar og marz. Diego Cordovez, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÞ, sem hef- ur reynt að miðla málum í deil- um ríkjanna, bað blaðamenn að gera ekki of mikið veður út af frestuninni. Cordovez gaf í skyn að frest- unin gæti orðið til góðs, þar sem meiri tími mundi gefast til und- irbúnings. Hann lét í ljós þá von að bardagar, sem hafa geisað á landamærum Afganistans og Pakistans, spilltu ekki fyrir við- ræðunum. Cordovez sagði að hann mundi áfram standa í sambandi við ríkisstjórnir Pakistans og Af- ganistans og útilokaði ekki þann möguleika að hann færi til Is- lamabad og Kabul til þess að greiða fyrir viðræðunum. Helztu ásteytingarsteinarnir í viðræðunum virðast vera þessir: tímasetning brottflutnings 100.000 sovézkra hermanna frá Afghanistan, heimflutningur fjögurra milljóna afganskra flóttamanna frá Pakistan og al- þjóðlegar tryggingar fyrir því að erlend ríki skipti sér ekki af afgönskum innanríkismálum. E1 Salvador: Skæruliðar hertóku sex út- varpsstöðvar San Salvador, 7. Tebrúar. AP. SKÆRULIÐAR vinstrimanna her- tóku í gær sex útvarpsstöóvar í San Salvador, höfuðborg El Salvador, og þröngvuöu starfsmönnum þar til aó útvarpa áróöri gegn stjórnvöldum, sem þeir höföu meö sér á hljóðbönd- um. Skæruliðar þessir tilheyra sam- tökum, sem nefna sig Byltingar- sinnaða verkalýðsflokkinn í Mið- Ameríku, og eru þau talin ein hin fámennustu af þeim fimm skæru- liðasamtökum í E1 Salvador, sem halda uppi vopnaðri baráttu gegn ríkisstjórn landsins. Lögregla kom fljótlega á vett- vang og stöðvaði útsendingar áróðursins. Skæruliðarnir voru þá horfnir á brott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.