Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 33
•MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
33
Landssamband sjálfstæðiskvenna
Athyglisveró skýrslæ
SAMFELLDUR SKQLA
DAGUR.
TENGSl HEIMILA 0
SKÖIA,
Tillögur um samfelldan
skóladag og að efla
tengsl heimila og skóla
Starfshópur, sem Ragnhildur
Helgadóttir, menntamálaráó-
herra, skipaói skömmu eftir að
hún tók vió embtetti, til þess aó
fjalla um tengsl heimila og
skóla og samfelldan skóladag,
skilaói áfangaskýrslu fyrir
stuttu. Formaóur starfshópsins
er Salome Þorkelsdóttir, for-
seti efri deldar Alþingis. f
áfangaskýrslunni, sem nú ligg-
ur fyrir og nefnist „Samfelldur
skóladagur. Tengsl heimila og
skóla“, er einkum fjallaó um
þessi mál í þéttbýli. Starfshóp-
urinn stefnir að því aó gera
dreifbýlinu skil í sérstakri
skýrslu og er vinna þegar hafin
aó undirbúningi hennar.
Áfangaskýrsla starfshóps-
ins hefur verið send öllum
grunnskólum og foreldra- og
kennarafélögum. óvíst er að
öllum slíkum félögum hafi
borist skýrslan, þar sem skrá
yfir þau liggur ekki fyrir. Það
er Menntamálaráðuneytið,
skólaþróunardeild, Ingólfs-
stræti 5, R. sími 91-26866,
sem hefur skýrsluna til dreif-
ingar.
I skýrslunni er gerð grein
fyrir hvernig unnið var að
upplýsingaöflun á vegum
starfshópsins og þeim mörgu
gestum, skólamönnum og for-
eldrum, sem leitað var álits
hjá. Rætt er um árangur af
starfsemi foreldrafélaga,
fjallað um samfelldan skóla-
dag og hvernig auka megi
tengsl heimila og skóla og
bent á ýmsar leiðir til úrbóta.
Starfshópurinn gerir
ákveðnar tillögur bæði hvað
varðar samfelldan skóladag
og samstarf heimila og skóla.
í erindisbréfi hópsins lagði
ráðherra áherslu á að reynt
yrði að finna leiðir til úrbóta,
sem ekki væru mjög kostnað-
arsamar.
Bendir hópurinn á, að ýmis
atriði í tillögum hans eigi
ekki að valda umtalsverðum
kostnaðarauka.
Megintillögur um sam-
felldan skóladag, þ.e. sam-
fellda viðveru nemenda í
skólunum, eru:
1. Bætt skipulag og stunda-
skrárgerð. Lögð áhersla á
að við skipulag skóla-
starfsins verði nemandinn,
tími hans og vinna í
brennidepli.
2. Tekið verði tillit til sam-
felldni, þegar byggð eru ný
skólahús. Skólar séu ekki
stærri en fyrir 400—600
nemendur. Vandi sem
skapast vegna breytts ald-
urs íbúa í skólahverfum
verði leystur með því að
þróa færanlegt húsnæði.
3. Skólasöfn og vinnuaðstaða
nemenda utan fastra
kennslustunda verði efld.
4. Gefinn verði kostur á nest-
ispökkum eða máltíðum á
skólatíma.
5. Skólastarf sé skipulagt á
Atvinnumál
í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar blasa við gifurlegir erf-
iðleikar í atvinnumálum og rekstri fyrirtækja. Því þarf að hefja
öfluga sókn til nýsköpunar í atvinnulífi.
Sjálfstæðiskonur vilja að:
Atvinnuvegunum verði búin rekstrarskilyrði, sem hvetja til
aukinnar framleiðni með bættri nýtingu framleiðsluþáttanna,
meiri arðsemi og aukinnar ábyrgðar framleiðenda.
Rannsóknarstarfsemi verði efld.
Markaðsþekking verði aukin og framleiðsla löguð að mark-
aðsþörfum.
Uppstokkun fari fram á sjóðakerfi atvinnuveganna.
— í sjávarútvegi verði lögð áhersla á fjölbreyttari úrvinnslu
sjávarafla, nýtingu fleiri tegunda nytjafiska og vöruvöndun.
— í landbúnaði fari fram gagnger endurskoðun. Framleiðsla
umfram innanlandsþarfir verði á ábyrgð framleiðenda, en ekki
skattborgara. Ráðist verði í nýjar búgreinar, reynist rekstrar-
grundvöllur fyrir hendi.
— íslenskur iðnaður búi við eðlileg samkeppnisskilyrði gagn-
vart innfluttum iðnvörum. Hvatt verði til aukinnar hagræð-
ingar og sjálfvirkni.
Þær undirstöðugreinar sem íslendingar hafa til skamms tima
byggt afkomu sína á, geta hvorki staðið undir bættum lífskjör-
um né tekið við auknu vinnuafli. Því þarf að fjölga stoðum
atvinnulífsin:. með eflingu vanþróaðra atvinnugreina, t.d. ferða-
þjónustu og uppbyggingu nýrra.
Örtölvubyltingin er hafin og íslensk fyrirtæki verða að horfa
til framtíðar og tileinka sér hina nýju tækni til að verða sam-
keppnisfær innanlands sem og erlendis. Takist það er augljóst
að möguleikar á að bæta lífskjör okkar aukast að mun.
Það er staðreynd að atvinnulífið byggir í auknum mæli á
atvinnuþátttöku beggja kynja. Þess vegna er knýjandi að
menntun og hæfileikar hvers einstaklings nýtist í starfi, án
tillits til kynferðis. Því skal unnið að því að:
— raska kynbundnu náms- og starfsvali
— stöðuráðningar og starfsframi ráðist af hæfileikum umsækj-
enda en ekki kynferði
— samræma hlutverk fjölskyldunnar og þarfir atvinnulífsins.
sveigjanlegan hátt og t.d.
losað um fastmótað
bekkjakerfi ef önnur hópa-
skipan eykur samfelldni.
Megintillögur starfshóps-
ins varðandi tengsl heimila
og skóla eru:
1. Aukiö upplýsingastreymi
milli heimila og skóla.
2. Æskilegt er að foreldrar
séu kunnugir skólastarf-
inu og geti myndað sér
skoðanir á grundvelli
haldgóðra upplýsinga.
Ennfremur þykir rétt að
hvetja foreldra til þess að
skýra kennurum frá heim-
ilishögum, sem geta haft
áhrif á nemendurna og
starf þeirra í skólanum.
3. Stefnt verði að öflugra
starfi foreldra- og
kennarafélaga.
4. Bein kynni foreldra af
skólastarfi og þátttaka í
þvi verði aukin. Foreldrar
fái að heimsækja skólann
á skólatíma og fylgjast
með starfinu. Bent er á að
foreldrar gætu stutt skóla
barna sinna vel með því að
leggja fram t.d. tveggja
stunda vinnu á skólaári.
5. Aukin áhrif foreldra á
stjórn skóla t.d. á þann
hátt, að við grunnskóla
starfi skólaráð þar sem
sæti ættu fulltrúar for-
eldra, nemenda, starfs-
fólks skóla, skólanefndir
og skólastjóri eða yfir-
kennari. Skólaráðið verði í
stjórn skólans til ráðu-
neytis um innri mál skól-
ans.
Starfshópurinn telur eins
og sjá má af tillögunum mjög
mikilvægt að unnið sé að því
að efla samstarf heimila og
skóla og bendir á, að aukin
ábyrgð hljóti að auka áhuga
foreldra á skólastarfinu.
{ lok tillagnanna er lögð
áhersla á mikilvægi þess að
hæft fólk fáist til kennslu-
starfa vegna þeirrar ábyrgð-
ar, sem starfinu fylgir og
bent á, að kaup og kjör kenn-
ara verði að vera í samræmi
við „þær miklu kröfur, sem
gerðar eru til þeirra og þeir
sjálfir gera til sin, sem sam-
verkamenn foreldra um upp-
eldi og fræðslu”.
Skýrslunni fylgir sérhefti
með fylgiskjölum, en þar
koma fram niðurstöður
kannana, sem starfshópurinn
lét gera á viðhorfum ýmissra
aðila sem skólamálum tengj-
ast. Fást þessi fylgiskjöl hjá
skólaþróunardeild mennta-
málaráðuneytisins.
Áfangaskýrsla starfshóps-
ins og fylgiskjölin gefa ítar-
legar upplýsingar um tvo
mikilvæga þætti skólastarfs-
ins og hljóta að vera kær-
kominn umræðugrundvöllur
fyrir alla, sem áhuga hafa á
úrbótum á þessum sviðum.
Fjölbreytt starf LS
Stefnumörkun fyrir framtíöina
Helgina 24. og 25. nóvember,
síðastliðinn, hélt Samband
ungra sjálfstæðismanna sam-
bandsráðsfund sinn, en fundur
af þessu tagi er haldinn annað
hvert ár, það ár sem SUS-þing er
ekki haldið. Fundurinn var hald-
inn á Hellu á Rangárvöllum.
Viðfangsefni þessa fundar
var tvíþætt. I fyrsta lagi var
rætt um skipulag SUS og
tengsl félaganna um land allt,
við skrifstofuna í Reykjavík.
Aðildarfélög SUS eru nú 21 og
er fyrirhugað að stofna fleiri á
þessu ári.
Meginefni fundarins var þó
kynning á starfi vinnuhóps
sem stjórn SUS skipaði haust-
ið 1983 til þess að gera tillögur
um framtíðarskipan velferð-
arkerfisins, með það fyrir aug-
um að nýta betur þá fjármuni
sem til velferðarmála er varið
og einnig kanna nýjar leiðir til
að veita nauðsynlega þjónustu
á annan hát en nú er gert.
Vilhjálmur Egilsson hag-
fræðingur kynnti tillögur í
framfærslumálum, það er al-
mannatryggingamálum og
starfsemi lífeyrissjóða. I máli
hans kom meðal annars fram
að á síðustu árum hefur það
nokkrum sinnum gerst að at-
vinnuleysisbætur hafa verið
hærri en dagvinnutekjur, svo
það hefur jafnvel ekki borgað
sig fyrir suma einstaklinga að
reyna að sjá fyrir sér og sínum
með vinnu. Vilhjálmur benti
einnig á að með sama áfram-
haldi er hætt við að lífeyris-
sjóðir landsmanna, sem
brunnu upp í verðbólgunni og
neikvæðum raunvöxtum, geti
ekki staðið við skuldbindingar
sínar um næstu aldamót, það
er eftir 15 ár.
Auðun Svavar Sigurðsson
hafði framsögu um tillögur
hópsins í heilbrigðismálum.
Hann fjallaði um það fyrir-
komulag sem nú tíðkast gjarn-
an á heilbrigðisstofnunum, að
Olafur G. Finarsson formaður þingflokks Sjálfstæóismanna á
stjórnarfundi LS. Við hlið hans er Halldóra J. Kafnar formaður LS
og Lv. við hana Ragnheiður Ólafsdóttir.
það séu sameiginlegir hags-
munir lækna og sjúklinga að
eyða peningum. Þar veitir einn
aðili öðrum þjónustu og sendir
svo þriðja aðila reikninginn. í
niðurstöðum velferðarhópsins
svokallaða er lagt til að í
auknum mæli verði farið að
nota kostnað sem stjórntæki
og lögð áhersla á að neytend-
um heilbrigðisþjónustunnar sé
gerð grein fyrir raunveru-
legum kostnaði til dæmis
vegna lyfjagjafar, jafnvel þótt
bein þátttaka sjúklinga i
kostnaðinum yrði litil sem
engin. Einnig taldi Auðun
nauðsynlegt að leggja meiri
áherslu á fyrirbyggjandi starf
i heilbrigðismálum en nú er
gert.
Eiríkur Ingólfsson við-
skiptafræðinemi fjallaði um
álit velferðarhópsins í
menntamálum. Þar er lögð
áhersla á að sjálfstæði skóla-
stofnana verði aukið og val-
frelsi nemenda á milli skóla-
stofnana verði aukið. Einnig
var fjallað um tillögur sem
snerta námslánakerfið, gerð
námsgagna og margt fleira.
Á fundinum urðu mjög fjör-
ugar umræður um þessar til-
lögur, en þær verða kynntar
betur á næstu vikum. Fyrir-
hugað er að halda ráðstefnur á
vegum SUS, um velferðarmál-
in, í síðari hluta febrúar,
væntanlega í Reykjavík.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna hefur gefið út smáritið
Nomendatura, sem Birgir ís-
leifur Gunnarsson alþingis-
maður hefur skrifað.
Hér er á ferðinni greina-
flokkur sem Birgir ritaði i
Morgunblaðið á árinu 1983 og
segir þar frá bók Michaels
Voslenskys, sem ber nafnið
Nomenclatura. í henni segir
frá herrastétt Sovétríkjanna,
hverjir eru f henni, hvernig
herrastéttin varð til og hvern-
ig menn komast í hana. Einnig
er lítillega fjallað um utanrík-
isstefnu Sovétríkjanna og
fleira.
Sigurður Magnússon hafði
veg og vanda af útgáfu smá-
ritsins fyrir hönd utanríkis-
nefndar SUS. Ritið er fáanlegt
á skrifstofu SUS, á Háaleit-
isbraut 1, Reykjavík.
J
Umsjón: Sólrún Jensdóttir, Björg Einarsdóttir, Ásdís J. Rafnar
J