Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR Stál 37. DIN 2394 ni i □ i 11—ii—3 □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRAi .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 WESTON TRAFFIC á skrifstofuna, verslunina eða stigaganginn. Mannlíf Bókmenntir Erlendur Jónsson Mannlíf er eitt margra tímarita, sem hafið hafa göngu á undan- förnum árum og reynst misjafn- lega langlíf. Mannlífi er ætlað að koma út annan hvern mánuð. Því var hleypt af stokkunum á miðju ári í fyrra þannig að fyrsti ár- gangurinn varð þrjú hefti. Þarf ekki annað en að fletta ritinu til að komast að raun um að ærinn er metnaður útgefanda og ritstjóra. Sem betur fer valda nánari kynni engum vonbrigðum. Mannlíf hittir einmitt á þá bylgjulengd sem hæf- ir andartakinu. Ritstjórinn, Her- dís Þorgeirsdóttir, skrifar hressi- lega og gerir sér ljóst að ekki tjóir að kynna frægt fólk fyrir lesend- um nema það hafi jafnframt eitt- hvað að segja (á því hafa fyrri rit af þessu tagi hrapallega misreikn- að sig). Samtölin í þessum fyrsta árangri Mannlífs eru hreint ekki til að sofna yfir þeim. Ég nefni viðtal við Valgerði Bjarnadóttur í fyrsta heftinu. Valgerður er kona sem hefur sig hátt yfir meðal- mennskuna. Hún hefur frá fyrstu tíð staðið í nálægð við stjórnmálin — og hvikar ekki þaðan. Ég nefni líka viðtal við Guðberg Bergsson. Án hliðsjónar af nafni því sem Guðbergur hefur áunnið sér sem rithöfundur hlýtur hann að vera í fyllsta máta ákjosanlegt blaða- efni. Svör hans eru þess háttar sambland af hreinskilni og þver- sögn sem maður veigrar sér við að kalla fyndni — það er ósvikinn húmor! »Ég er ekki goð,« segir Guðbergur. »Ef rithöfundur vill verða virtur verður hann að fá verk sín birt í útlöndum.* Þetta eru stór orð — en sönn! ísland hugsar enn eins og nýlenda! Herdís ritstjóri skírskotar að talsverðu leyti til kvenna. Þó nú væri. Simone de Beauvoir reynist enn haldgóður og traustur hug- myndabanki. Og fjórar konur — í ábyrgðarstöðum — eru teknar tali. Þær eru allar afskaplega sæt- ar og dömulegar á mynd. Og kannski líka hörkustjórnendur. Samt má af orðum þeirra skilja að þær gjaldi kynferðis. Á fundum sé talað fram hjá þeim. Og öðrum konum, lægra settum, þykir ljúf- ara að beygja sig undir stjórn karla. Bæði í Mannlífi og annars stað- ar þar sem þessi mál eru tekin til umræðu nú á dögum sýnist gengið út frá því sem gefnu að allar kon- ur séu jafnar. Kona í ábyrgðar- stöðu nýtur þess eöa geldur að hún er kona. Minnum hins vegar á að margir karlmenn gegna ábyrgð- arstöðum þótt þeir séu til þess óhæfir, ýmissa hluta vegna. Gæti ekki eins gerst að kona hreppti slíka stöðu án þess að hafa kunn- áttu og hæfileika til að gegna henni? Af umræðunum á undan- förnum árum mætti ætla að slíkt sé óhugsandi. Stjórnmálin eru ekki sniðgengin í riti þessu því þarna er t.d. grein um öryggis- og varnarmál og önn- Nýja tískuteppið frá Weston, Nova Lane, fæst nú í teppadeild okkar. Weston Traffic teppin eru einstaklega sterk og vönduð teppi sem henta alls staðar þar sem umgangur er mikill og leggja þarf upp úr aðlaðandi umhverfi. . - fyrir almenna skrifstofunotkun - á stigaganga - þola skrifstofustóla á hjólum - eru afrafmögnuð með kolþræði - leiða ekki eld - vatnsþétt undirlag GÆÐI SEM TRYGGJA EMDIIMGU RENIMDU VH) EÐA HAFÐU SAMBAND. Teppadeild, Hringbraut 120. S. 28603 ETO BYCOlNCAVÖRÖRl Langholtskirkja — hljómleikahús Tónlíst Jón Ásgeirsson Kór Langholtskirkju stóð fyrir tónleikum sl. sunnudag í ný- byggðri kirkju, vistlegri og fal- legri kirkju, sem auk þess virðist vera frábært tónleikahús. Tón- leikarnir hófust á hljómsveitar- svítu nr. 2., þeirri fyrir flautu og strengi, eftir Bach. Svíturnar eru ritaðar fyrir mismunandi hljóðfæraskipan en þær samdi Bach er hann var í vist hjá Leo- pold prins af Anhalt á árunum 1717 til 1723. Sennilega er sú fyrir flautuna frægust og sér- staklega síðasti þátturinn, sem er orðinn einskonar vörumerki fyrir flaututónlist barokktím- ans. Strengjasveit, undir forustu Szymon Kuran, og Bernhard S. Wilkinson flautuleikari fluttu verkið mjög fallcga. Eftir hlé var kórsöngur á dagskrá undir stjórn Jóns Stefánssonar. Fyrst söng kórinn tvö gömul, íslensk sálmalög í tvísöngsraddskipan og síðan þrjú kórverk eftir Schútz, Melchior Frank og And- rea Gabrieli. Það sem einkennir þessi verk er tvískipting kórsins, sem er að nokkru arfur frá mið- öldum, nefnilega framhald víxl- söngsins og auk þess tilrauna- starfsemi í víxlun blæbrigða og styrkleika. Með þessari tvískipt- ingu varð til mjög þétt raddskip- an, þannig að þessi kórtónlist varð sérlega rismikil í hljóman þó skipan hljóma og radda væri að öðru leyti einföld. Ekki var söngur kórsins með þeim glæsi- brag, sem oft áður og hljómur- inn var mattari og lífminni, sem vel má vera bakslag eftir stór- virki nýframin. Ó blíði Jesú, eft- ir Gabrieli, er mjög erfið tón- smíð, bæði hvað snertir tónsvið og stíl en það verk var rétt kom- ið af frumæfingarstigi og því ekki eins leikandi í flutningi og hlustendur eiga að venjast af þessum góða kór. Best sungna verkið var Ave Maris Stella, eft- ir Þránd Kverno. Verkið er fal- legt en skemmt af hálfu tón- skáldsins með kjánalegum þrá- stefjaþætti í miðið, sem kemur eins og skollinn úr sauðar- leggnum. Tónleikunum lauk með Hósíanna, eftir Þorkel Sigur- björnsson, og söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng í verkinu. Eitt og annað er fallegar gert í þessu verki og var það vel sung- ið, bæði af einsöngvara og kór. Sú forskrift að láta kórinn ganga út er fráleitt til nokkurrar skemmtunar eða tilbreytingar. Kirkja Langholtssafnaðar er gott tónleikahús og þó húsið eigi fyrst og fremst að þjóna sem Guðshús, eiga menn erindi þar við fagrar listir, því í húsi Föð- urins eru margar vistarverur. mídas

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.