Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
- fundur framhaldsskólanema á Lækjartorgi í dag
eru framfaramál“
Frá Kfingu í „Hollendingnum fljúgandi" en hér eru tveir einsöngvarar að syngja ásamt Söngsveitinni Fflharmóníu.
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur.
„MENNTUN skal meta að verðleik-
um því menntunarmál eru framfara-
mál“ er yfirskrift útifundar sem
framhaldsskólanemar ætla að efna
til á Lskjartorgi I dag kl. 15.
Að fundinum standa nemenda-
félðg mennta- og fjölbrautaskóla á
Suður- og Vesturlandi auk Iðn-
nemasambands íslands. í
fréttatilkynningu frá félögunum
segir, að tilefni fundarins sé að
vekja athygli á kjarabaráttu
kennara og þeirri aðstöðu sem
skapast hefur hjá framhaldsskóla-
nemum. Ræðumenn á fundinum
verða einn fulltrúi Iðnnemasam-
bandsins, einn fulltrúi frá hinum
nemendafélögunum og einnig hef-
ur Kennarasambandi íslands ver-
ið boðið að senda fulltrúa sinn. Að
fundinum loknum ætla fram-
haldsskólanemar að afhenda rík-
isstjórninni ályktun fundarins.
Morgunblaðinu hafa borist
stuðningsyfirlýsingar ýmissa fé-
laga við baráttu kennara, þ.á m.
Iðnemasambandi íslands, Kenn-
arafélagi Vestmannaeyja,
Kennarafélagi Reykjavíkur, Fé-
lagi bókasafnsfræðinga og Sam-
tökum kvenna á vinnumarkaðin-
um.
Hartmut Welker
eðlilegt. Maður verður að leggja
sig allan fram kvöld eftir kvöld þó
svo að dagskráin sé sú sama. Hver
sýning er ný og sjálfstæð og allt
getur skeð — eitthvað getur farið
úrskeiðis ef maður passar sig
ekki,“ sagði Balslev.
Bæði voru þau sammála um að
auðveldara væri að syngja svona
verk í sviðsuppfærslu fremur en í
konsertuppfærslu. Eins og þau
sögðu, þá þekkja þau verkið til
hlýtar og því gætu þau sýnt þær
tilfinningar, sem verkið á að
miðla, betur, með því að leika
hlutverkið heldur en syngja það
einungis. Wagner og Strauss eru
uppáhalds-tónskáld beggja og
finnst þeim mikill munur á að
syngja verk eftir þá heldur en
aðra samtíðarmenn. „Það er svo
mikil hreyfing í verkum þessara
tveggja. Báðir eru þeir snilldar-
tónskáld, sem tókst að semja mikil
og fræg verk, en þó eru verk þeirra
laus við allan þunga. Það er mikil
tónlist í verkum þessara manna og
því reynir það enn meira á söngv-
arana að koma til móts við tón-
listina," sagði Welker.
Þau Welker og Balslev eru á ís-
landi í fyrsta sinn. Welker sagði
að honum fyndist lítið gróðurfar
hér og eftir því hefði hann fyrst
tekið. „Þetta er ekki svona í öðrum
Evrópulöndum eða í Ameríku —
þar er allt fullt af gróðri." En
þetta gerir mér svo sem ekkert til
— ég kom hingað til að syngja.“
Welker er búsettur í Karlsruhe í
Þýskalandi, en kemur hingað
beint frá París þar sem hann hef-
ur verið að syngja í tvo mánuði.
Balslev býr í Kaupmannahöfn,
en hefur verið nýlega í Þýskalandi
þar sem hún söng í verki eftir
Strauss.
„Kórarnir tveir sem taka þátt í
verkinu á fimmtudaginn eru að
syngja þetta í fyrsta sinn, svo að
það var svo sem ekki hægt að bú-
ast við fullkomleikanum á fyrstu
æfingunni, en ég er viss um að
æfingin skapar meistarann og
höfum við þó nokkra daga til
stefnu," sagði Balslev.
Bæði vildu þau benda áhorfend-
um á að lesa sér til um verkið áður
en sýningin hæfist, a.m.k. lesa yfir
söguþráðinn því mun erfiðara er
að fylgjast með söguþræði þar
sem sviðsuppfærslan er ekki inn í
myndinni.
„Menntunarmál
NÆSTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói
í kvöld og hefjast að þessu sinni kl. 20.00, klukkan átta. Á efnisskrá
tónleikanna er aöeins eitt verk, þ.e. óperan Hollendingurinn fljúgandi eftir
Wagner. Óperan sem er í þremur þáttum, verður flutt í konsertformi og
tekur flutningurinn tæpa þrjá tíma, segir í frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni.
Flytjendur ásamt Sinfóníu-
hljómsveit íslands eru einsöngv-
ararnir Lisbeth Balslev, Sylvia
Stone, Hartmut Welker, Manfred
Schenk, Ronald Hamilton og Sig-
urður Björnsson. Ennfremur
Söngsveitin fílharmónia, kórstjóri
Guðmundur Emilsson og Karlakór
Reykjavíkur, kórstjóri er Páll P.
Pálsson.
Stjórnandi tónleikanna er
Klauspeter Seibel. Hann er ís-
lenskum tónleikagestum að góðu
kunnur frá fyrri tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann
er frá V-Þýskalandi og gegnir
þremur stöðum þar: Aðalstjórn-
andi sinfóníuhljómsveitarinnar i
Nurnberg, fyrsti hljómsveitar-
stjóri ríkisóperunnar í Hamborg
og er auk þess prófessor við tón-
listarháskólann á sama stað.
Danska sópransöngkonan Lis-
beth Balslev nam við tónlistarhá-
skólann í Esbjerg og óperuskóla
Konunglega leikhússins i Kaup-
mannahöfn. Siðan hefur hún kom-
ið fram víða i Evrópu, einkum í
óperum eftir Strauss og Wagner.
Mezzo-sópranhlutverk Mary
verður i höndum bandarísku
söngkonunnar Silviu Stone. Hún
nam í Bandaríkjunum og Þýska-
landi. Eftir að hún lauk námi hef-
ur hún sungið fjöldann allan af
mezzohlutverkum úr óperum og
óratoríum beggja vegna Atlants-
hafs.
Þýski baritóninn Hartmut
Welker mun fara með hlutverk
Hollendingsins. Hann hefur sung-
ið í öllum helstu óperuhúsum Evr-
ópu, t.d. La Scala í Mílanó, í Flór-
ens, París og víðar.
Manfred Schenk syngur Daland.
Hann hefur sungið flest meiri-
háttar bassahlutverk við óperur
um þvera og endilanga Evrópu og
einnig Bandaríkiunum. Hann kom
síðast fram á Islandi á Fidelio-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar í Háskólabíói í febrúar 1981.
Ronald Hamilton, tenór, fer
með hlutverk Eriks. Hann fæddist
í Ohio í Bandaríkjunum og er
menntaður við ríkisháskóla sama
fylkis. Hann hefur komið fram í
Madrid, Milanó og Leeds auk
margra staða í A- og V-Þýska-
landi.
Sigurður Björnsson syngur
hlutverk stýrimannsins fyrir
Heinz Kruse sem forfallaðist á
síðustu stundu.
Uppselt er á tónleikana á
fimmtudaginn en þeir verða
endurteknir í Háskólabíói laug-
ardaginn 9. mars nk., og hefjast
þeir kl. 14.00.
Blaðamaður Morgunblaðsins
átti stutt viðtal við þau Hartmut
Welker, sem er þýskur og Lisbeth
Balslev, sem er dönsk, en þau eru í
stærstu hlutverkunum og er þetta
svo sannarlega ekki í fyrsta skipti
Lisbeth Balslev
sem þau koma nálægt meistara-
verkum Wagners.
Welker og Balslev þekkjast vel
enda hafa leiðir þeirra oft legið
saman í hinum ýmsu óperum. Það
sama má reyndar segja um hina
fjóra en þeir voru ekki komnir til
landsins er viðtalið fór fram.
„Jú, jú, auðvitað erum við mjög
spennt. Spenningur og stress fylg-
ir alltaf, jafnvel eftir að hafa
hundrað sinnum sungið sama
hlutverkið," sagði Balslev. „Æf-
ingarnar taka mikinn tíma, svo að
við höfum lítið séð af íslandi enn
sem komið er. Hins vegar ætlum
við að reyna að bæta úr því á
föstudaginn ef veður leyfir. Ég
held að spenningur eigi að fylgja
söngvurum — annað væri ekki
„Hollendinguriim fljúgandi"
fluttur í kvöld í Háskólabíói
„Ætla að leika,
syngja og
kannski dansa“
— segir Árni Tryggvason, sem heldur upp á
30 ára afmæli sem skemmtikraftur á morgun
VÉG ÆTLA að monta mig svolítið í Austurbæjarbíói annað kvöld,“ sagði
Arni Tryggvason leikari þegar hann kynnti blaðamönnum skemmtun,
sem haldin verður á morgun í tilefni af 30 ára afmæli hans sem skemmti-
Morgunblaðið/Bjarni
Árni Tryggvason leikari kynnir skemmtun, sem haldin verður í Austur-
bæjarbiói á raorgun. Tilefnið er 30 ára afmæli Árna sem skemmtikrafts.
krafts.
Árni er einn af þekktustu leik-
urum landsins og byrjaði feril
sinn á sviðinu fyrir 38 árum.
Sem skemmtikraftur hefur hann
nú starfað í 30 ár, þ.e. á skemmt-
unum ýmiss konar, sem ekki
tengjast leiklistinni beint. „Ann-
ars finnst mér leiðinlegt hvað
fólk vill skilja „skemmtana-
bransann" frá annari list, þetta
er einungis einn hliðarangi af
leiklistinni," sagði Árni. „Ég
byrjaði í Bláu stjörnunni og fór
þá með atómljóð eftir Tómas
Guðmundsson. Þessi ljóð held ég
að séu hvergi til nema hjá mér.“
Árni sagði að á skemmtuninni
á morgun yrði vonandi eitthvað
fyrir marga. „Ég þori ekki að
segja eitthvað fyrir alla,“ sagði
hann og hló. „Mér fannst sjálf-
sagt að fara eftir nýjustu tísku í
skemmtanalífinu og halda slíka
skemmtun. Þetta er mjög vin-
sælt núna, t.d. hefur Ómar
Ragnarsson haldið slíkar
skemmtanir og ekki má gleyma
Ríó tríói, Megasi og fleiri. Ég
ætla að flytja atriði sem ég hef
flutt áður, t.d. í revíum og á
skemmtunum fyrir 30 árum. Að
vísu verð ég ekki einn um hituna,
því það verður með mér valið lið
fólks, sem hefur allt fengist við
þetta áður. Þetta fólk er Róbert
Arnfinnsson, sem hóf ferill sinn
sem harmonikkuleikari í Hrisey
sumrin 1939 og 1940, Guðrún
Stephensen, Sigurður Sigur-
jónsson, Jón Sigurbjörnsson,
Rúrik Haraldsson, örn Árnason,
Þóra Friðriksdóttir, Einar G.
Sveinbjörnsson, ómar Ragn-
arsson, Randver Þorláksson og
Jörundur Guðmundsson, sem
hefur haft af því drjúgar tekjur í
mörg ár að herma eftir mér. Auk
þess verða tónlistarmennirnir
Haukur Heiðar, Jónas Þórir,
Ólafur Gaukur, Stefán Jökulsson
og Bjarni Sveinbjörnsson, kynn-
ir verður Gunnar Eyjólfsson og
leikstjóri er Sigríður Þorvalds-
dóttir. Kristinn Daníelsson og
Páll Ragnarsson sjá siðan um að
lýsa allt fagurlega upp og Jón
Ragnarsson, sem frægur er fyrir
hjólastólarall, er framkvæmda-
stjóri þessa alls“.
Árni kvað þetta fólk ætla að
sýna ýmsar kúnstir. „Sjálfur leik
ég og syng og dansa jafnvel dá-
lítið, en það er að vísu ekki
ákveðið enn,“ sagði hann kíminn.
Hann klykkti síðan út með þeim
orðum, að nóg hefði verið skrifað
um skakið við Hrísey að sinni og
mætti gjarnan vekja athygli á
skemmtan þessari í Austurbæj-
arbíói kl. 23.30 á morgun og er
það hér með gert.