Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
+ Útför móöur okkar ömmu og langömmu, GUDRÚNAR H. S/EMUNDSDÓTTUR, Reykjavikurvegi 29, Skerjafirói, sem lést i Hafnarbúöum 1. mars fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. mars kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna. Högni Jónsson.
+ Eiginkona min, RANNVEIG SVANHVÍT BENEDIKTSDÓTTIR, Langholtsvegi 4, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 5. mars. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Halldór Ásgeirsson.
+ Móöir min og tengdamóöir, KRISTÍN E. EINARSDÓTTIR frá Noröfirði, Noröurbrún 1, Reykjavfk lést i Hátúni 10 B aö kvöldi 5. mars. Lilja Sveinsdóttir, Hjörtur Einarsson.
+ Eiginmaöur minn, faöir, afi, tengdafaöir og bróöir, BRAGI HINRIKSSON, er lést aö heimili sinu i Noregi þann 25. febrúar sl. veröur jarö- sunginn frá Fossvogskirkju i dag, 7. mars, kl. 13.30. Ingibjörg V. Jóhannsson, Elísabet Bragadóttir, Helga Maria Bragadóttir, Ingibjörg Bragadóttir, Bragi Þór Bragason, barnabörn og aórir aöstandendur.
+ Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÓLÓF HALLDÓRSDÓTTIR, Steinageröi 14, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 8. mars kl. 3.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóö Ólafs Freys Hjaltasonar i Bústaöakirkju. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Systir okkar, GUDLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Frikirkjunni i Reykjavik föstudaginn 8. mars kl. 13.30. Eyrún Guömundsdóttir, Lilia Guómundsdóttir, Laufey Guömundsdóttir.
+ STURLA STEINDÓR STEINSSON, Suöurgötu 4, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.00. Britt Steinsdórsson, Steinn Einar Steinsson.
+ Sonur okkar og bróöir, EINAR ÞÓR AGNARSSON, Smyrilsvegi 29, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.00. Ellnborg Þórarinsdóttir, Æ var Agnarsson, Agnar Einarsson, Ragnar K. Agnarsson, Erna Agnarsdóttir.
+ SVEINN HJÁLMARSSON, Vesturbergi 48, Reykjavik frá Svarfhóli Svfnadal, veröur jarösunginn frá Hallgrimskirkju Saurbæ laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans láti Hailgrímskirkju i Saurbæ njóta þess. Vandamenn.
Minning:
Bragi Hinriksson
framkvœmdastjóri
Fæddur 29. maí 1931
Dáinn 25. febrúar 1985
Mig langar til að kveðja vin
minn og fyrrverandi vinnuveit-
anda, Braga Hinriksson, með fá-
einum orðum. Hann lést á heimili
sínu í Noregi 25. febrúar sl. aðeins
54 ára gamall.
Árið 1965 þegar ég kynntist for-
eldrum Braga, datt mér ekki í hug
að eg ætti eftir að eiga svona mikil
samskipti við afkomendur þessara
góðu hjóna, Elísabetar M. Júlíus-
dóttur, ættaðrar frá Seyðisfirði,
og Hinriks Jónssonar, trésmiðs
frá Dýrafirði, sem bæði eru nú lát-
in. Þeirra börn voru: Margrét ljós-
móðir í Reykjavík, Valur, sem lést
aðeins 55 ára, Gylfi framkvæmda-
stjóri í Reykjavík og yngstur var
Bragi. Bragi kvæntist Ingibjörgu
V. Jóhannssonar árið 1952 og áttu
þau fjögur börn: Elísabetu Þóru,
sem búsett er í Bandaríkjunum,
hún á eina dóttur, Lindu; Helgu
Maríu, sem búsett er í Kópavogi,
hún á einn son, Braga; Ingibjörgu,
sem búsett er í Kópavogi, hún á
eina dóttur, Elísabetu; Braga Þór,
sem enn er í heimahúsum.
Bragi og Ingibjörg fluttust í
Kópavoginn 1963 og höfðu þá reist
sér hús í landi foreldra hans, hús-
ið stendur við Hlíðarveg. Bragi
lauk námi í prentmyndum 1. maí
1947 og fékk meistarabréf 12. júní
1963. Hann vann hjá Prentmynd-
um til ársins 1964 er hann flutti
sig yfir til Kassagerðar Reykja-
víkur sem þá hóf starfsemi sína.
Vann hann þar til ársins 1972. Þá
stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki,
Gler og postulín, sem hann rak
með sóma til síðasta dags. Hann
var brautryðjandi í skreytingum á
gleri og postulíni hér á landi og þó
víðar væri leitað. Bragi opnaði
ásamt fjölskyldu sinni verslun í
Hafnarstræti 16 um áramótin
1973—74 og rak hann verslunina í
5 ár, en þá vildi hann ekki lengur
keppa við viðskiptavini sína, en
Bragi seldi í margar verslanir 1
Reykjavík og út á land. Nú urðu
aukin umsvif sem kröfðust stærri
markaðar, svo hann flutti fyrir 2
árum til Noregs og þaðan seldi
hann til Danmerkur, Noregs og ís-
lands.
Það var gaman að kynnast
Braga Hinrikssyni og fá að taka
þátt í sköpun hans. Hann var
ótæmandi fjársjóður nýrra hug-
mynda og vann ótrauður við að
koma þeim í framkvæmd. Það var
lítill vandi að vera Braga Hin-
rikssyni trúr, til dæmis má nefna
að í gegnum árin vann hjá honum
nemandi hans sem tók hæsta próf
í sinni grein. Þegar Bragi lést var
hann í óða önn að flytja starfsemi
sína í nýtt húsnæði sem bæði var
stærra og hentugra undir rekstur-
inn, enda sérhannað eftir hug-
mynd hans. Er sárt til þess að
hugsa að hann hafi ekki getað not-
ið þess, af því að þetta var búið að
vera aðalhugðarefni hans síðustu
tvö árin. Ekki má gleyma konu
hans, sem var stoð hans og stytta
í fyrirtækinu frá upphafi. Mun
hún halda áfram með engu minni
elju og með aðstoð sonar síns,
Braga Þórs, sem mun verða stoð
hennar og stytta.
Ég bið Braga blessunar í nýjum
heimkynnum og votta eftirlifandi
eiginkonu og börnum okkar
dýpstu samúð.
K.G.
Nú getur elsku afi minn ekki
tekið á móti mér í maí, eins og við
höfðum ráðgert. Við hlökkuðum
svo mikið til að hittast. Það var
svo margt sem ég ætlaði að gera
með honum í sumar. Ég vildi óska
þess að ég hefði tekið mér frí úr
sveitinni í fyrra og heimsótt afa
og ömmu, eins og mamma og
pabbi vildu. Núna er það of seint.
Ég veit þó að ég hitti afa seinna
þar sem hann er núna og það
huggar mig mest af öllu.
Nafni
Þann 25. febrúar sl. lést að
heimili sínu í Malm í Noregi Bragi
Hinriksson. Bar andlát hans að
mjög snögglega. Þótt við vitum
það flest, að eitt sinn skal hver
deyja, kemur kveðjustundin
stundum nokkuð þvert að manni
svo ekki sé kveðið fastara að.
Kynni okkar Braga hófust fyrir
rúmlega tuttugu árum. Hann var
þá að taka að sér forstöðu fyrir
prentmyndagerð Kassagerðar
Reykjavíkur, enda meistari í
þeirri iðn, og vann að uppbyggingu
hennar. Var staðið af miklum
myndarskap að þessari deild
Kassagerðarinnar í öllum grein-
um, vélum og tækjum og var þetta
talin ein fullkomnasta prent-
myndagerð landsins. Veitti Bragi
henni forstöðu til ársins 1972, að
hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki,
Gler og Postulín, sem var til húsa
í Auðbrekku í Kópavogi allt þar til
hann flutti starfsemi sína fyrir
tæpum tveim árum til Noregs. Þar
vann hann af miklum dugnaði að
uppbyggingu fyrirtækisins ásamt
konu sinni, Ingibjörgu, og syni
sínum, Braga. Fyrirtækið Gler og
Póstulín er samofið átak þeirra
hjóna, Ingibjargar og Braga, því
það er fjölskyldufyrirtæki í orðs-
ins fyllstu merkingu og er gleði-
legt til þess að vita að Bragi yngri
hefur látið stöðugt meira til sín
taka um framgang þess. Vona ég
að gæfa og gengi fylgi rekstri þess
í framtíðinni.
Ég átti símtal við Braga rétt
fyrir jólin sl. Lét hann vel af sér
og sagði mér m.a. að hann væri að
flytja í nýtt húsnæði og var það
greinilegt, að hann var búinn að
ná traustri, viðskiptalegri fótfestu
og hugði á landvinninga í þeim
efnum. Hann hafði um árabil haft
viðskipti við Danmörk og Noreg,
en nú blasti Svíþjóð og Finnland
við.
Ég hygg að flutningur fyrirtæk-
isins til Noregs, nær hringiðu
stórra markaða, hafi verið Braga
heillandi viðfangsefni, enda kom
það oftar en ekki fram í samtölum
okkar þegar við hittumst og rædd-
um um allt mögulegt og ómögu-
legt.
Eins og áður er getið hófust
kynni okkar Braga fyrir rúmum
tuttugu árum. Ekki þar fyrir; ég
kannaðist við hann í sjón áður,
eins og svo marga af okkar ár-
gangi, en í þá daga var Austur-
strætið aðalatriðið og Langibar
nafli heimsins. Það sem er
ánægjulegt þegar litið er til baka
er það, að margt af þessu fólki
sem þá voru unglingar, grallarar
þess tíma, hafa gert skyldu sina
gagnvart íslensku þjóðfélagi og
vel það.
Það var skemmtilegt að ræða
við Braga um menn og málefni.
Hann hafði gott skopskyn,
ákveðnar skoðanir en gætti þess
að troða þeim ekki að manni; vildi
frekar fjalla um þær frá ýmsum
hliðum og komu oft upp sérkenni-
leg sjónarhorn, sem sýndu skarpa
hugsun. Hann var gætinn og
vandaður í umtali ef persónur bar
á góma, en helst vildi hann ræða
um ýmis málefni, sem báru að í
það og það skiptið.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa átt þess kost að kynnast jafn
ráðhollum og ágætum dreng.
Ég votta þér, Bassý mín, og
börnunum dýpsjtu samúð.
Ásgeir Nikulásson
Leiðrétting
NAFN höfundar minningarorða
um Axel Thorsteinsson, sem birt
voru hér í blaðinu í fyrradag, mis-
ritaðist. Minningarorðin voru eftir
Hrefnu Sigríði Bjartmarsdóttur
(ekki Bjartmannsdóttur). Þetta
leiðréttist og er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.
+
GUDMUNDUR G. HAGALÍN
rithðfundur
veröur jarösunginn frá Reykholtskirkju, Borgarfiröi, laugardaginn
9. mars kl. 14.00. Rutuferö frá Umferöarmiöstööinni i Reykjavik kl.
11.00 fh.
Unnur
Sigrföur og
Þór Hagalfn.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GUÐNI ÞORSTEINSSON
múrarameistari,
Selfoasi,
veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. mars kl. 13.30.
Eggert Guönason,
Emma Guðnadóttir,
Guömundur Guönason,
Guöfinna Guönadóttir,
Ásdis Guónadóttir,
Benedikta Guönadóttir,
Hulda Guönadóttír,
Ásgeir Guönason,
barnabörn og
Valborg Gisladóttir,
Ágúst Eiriksson,
Fjóla Guómundsdóttir,
Jóna Vigfúsdóttir,
Eövarö Torfason,
Leifur Eyjólfsson,
Páll Árnason,
Pálmi Jónsson,
Þyri Axelsdóttir,
barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
fööur okkar,
GUÐMANNS ÍSLEIFSSONAR
bónda
Jórvik (Álftaveri.
Börnin.