Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 3 Akranes: Brotist inn í Vélsmiðjuna hf. Akranesi, 12. nura. ÞEGAR sUrfsmenn Vélsmidjunnar hf. mættu til vinnu í morgun blasti við þeim órógur sjón, því brotist hafði verið inn í húsnæðið síðast- liðna nótt og töluverðar skemmdir Tívolí á Akranesi um helgina Akranesi, 12. mara. SKÁTAR i Akranesi halda tí- volískemmtun í íþróttahúsi bæj- arins sunnudaginn 17. mars klukkan 12 til 17. Alls eru 40 leiktæki á boðstólum, lukku- hjól, skotbakkar, brautir og keppnir, svo nokkuð sé nefnt. Góð verðlaun eru í boði í öllum leiktækjunum. Á annað hundrað starfs- menn trúðklæddir munu sjá um að skemmtunin fari vel fram. Á eftir tívolíinu verður spilað bingó með tíu glæsi- legum vinningum, meðal ann- ars ferðavinningi, tölvu og vöruúttektum. Þessar skemmtanir hafa verið haldnar með tveggja ára millibili undanfarin ár og hafa verið mjög vel sóttar af bæjarbúum og vonast skát- arnir til að svo verði einnig nú. J.G. unnar. Einnig hafði verið farið inn í skrifstofu nokkurra fyrirtækja á Akranesi sem eru í sama húsnæði. Brotnar höfðu verið upp hurðir og innbú skemmt. Á þessu stigi málsins er ekki kunnugt um hvort einhverju hef- ur verið stolið. Einnig var reynt að brjótast inn í Akranesapótek, sem er þarna í næsta nágrenni. Ummerki á hurðum og körmum eru til vitnis um það. Lögreglan á Akranesi vinnur að rannsókn málsins. Um síðustu helgi var brotist inn á Fólksbílastöðina og stolið þar töluverðu af sælgæti og tób- aki. Það mál er nú upplýst og fannst megnið af þýfinu. J.G. HMI Forsetamerkid afhent 20 dróttskátum EORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhenti 20 dróttskátum forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessa- staðakirkju sl. laugardag. Að athöfninni lokinni var merkishöfum og gestum boðið til Bessastaða. Forsetamerkið er afhent dróttskátum, sem eru á aldrinum 15 til 18 ára, og er afhendingin nokkurs konar lokaáfangi í almennu skátastarfi. Skátarnir eru tvö ár að vinna að þessum áfanga og þurfa þeir að Ijúka öllum grunnverkefnum skátastarfsins og skila dagbók yfir allt sitt starf í þessi tvö ár. Einnig þurfa skátarnir að taka þátt í námskeiðum og vera foringjar í a.m.k. hálft ár. Þegar þessum áfanga lýkur hefst hið hefðbundna foringjastarf. Myndin var tekin þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhenti skátunum forsetamerkið. Skipun tekjuskiptingamefndar: „Tel að þetta sé farsæl lausn“ — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins „ÉG TEL að þetta sé farsæl lausn á þessari hugmynd," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- fiokksins, í samtali við Morgun- blaðið vegna skipunar tekjuskipt- ingarnefndar, sem forsætisráð- herra hefur skipað samkvæmt sam- komulagi stjórnarfiokkanna frá því í vetur, en nefndinni er ætlað að kanna tekjuskiptingu og breytingar á henni síðastliðin 10—15 ár. „Ég lít svo á að nefndin eins og hún fer af stað, geti unnið það verk, sem ég hafði í huga, þegar ég setti þessa hugmynd fram í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra fyrr í vetur. Ég held að það sé Ijóst að það þurfa mjög margir aðilar að hafa tæki- færi til að fylgjast með störfum þessarar nefndar. Þess vegna er þessi skipan mála skynsamleg, að hafa tiltölulega lítinn hóp sem hefur meginverkefnið með hönd- um, og síðan ráðgjafahóp sem starfar með nefndinni. Þessi skipan leysir þetta verkefni á farsælan hátt og ég trúi því að starf þessarar nefndar geti stuðl- að að málefnalegri umræðu um þessi atriði, sem hafa verið ofar- lega á baugi í umræðum upp á síðkastið. Auðvitað væntum við þess að nefndin vinni hratt og örugglega að þessu verkefni, en það er auð- vitað viðamikið og ekki að öllu leyti auðunnið,“ sagði Þorsteinn Pálsson ennfremur. RENAULT 9 NÚTÍMABÍLL MEÐ FRAMTÍÐARSVIP Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður, auk þess er hann framhjóladrifinn. ogstílhreintútlit, vandaðurfrágangur.öryggiogending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd. 9 er því draumabíll íslenskra ökumanna. komdu og taktu í hann, þá veistu hvað við meinum. Þú getur reitt þlg á Renauit I 3 ! <> mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (13.03.1985)
https://timarit.is/issue/119988

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (13.03.1985)

Aðgerðir: