Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
3
Akranes:
Brotist inn í
Vélsmiðjuna hf.
Akranesi, 12. nura.
ÞEGAR sUrfsmenn Vélsmidjunnar
hf. mættu til vinnu í morgun blasti
við þeim órógur sjón, því brotist
hafði verið inn í húsnæðið síðast-
liðna nótt og töluverðar skemmdir
Tívolí á
Akranesi
um helgina
Akranesi, 12. mara.
SKÁTAR i Akranesi halda tí-
volískemmtun í íþróttahúsi bæj-
arins sunnudaginn 17. mars
klukkan 12 til 17. Alls eru 40
leiktæki á boðstólum, lukku-
hjól, skotbakkar, brautir og
keppnir, svo nokkuð sé nefnt.
Góð verðlaun eru í boði í öllum
leiktækjunum.
Á annað hundrað starfs-
menn trúðklæddir munu sjá
um að skemmtunin fari vel
fram. Á eftir tívolíinu verður
spilað bingó með tíu glæsi-
legum vinningum, meðal ann-
ars ferðavinningi, tölvu og
vöruúttektum.
Þessar skemmtanir hafa
verið haldnar með tveggja ára
millibili undanfarin ár og
hafa verið mjög vel sóttar af
bæjarbúum og vonast skát-
arnir til að svo verði einnig
nú.
J.G.
unnar. Einnig hafði verið farið inn í
skrifstofu nokkurra fyrirtækja á
Akranesi sem eru í sama húsnæði.
Brotnar höfðu verið upp hurðir og
innbú skemmt.
Á þessu stigi málsins er ekki
kunnugt um hvort einhverju hef-
ur verið stolið. Einnig var reynt
að brjótast inn í Akranesapótek,
sem er þarna í næsta nágrenni.
Ummerki á hurðum og körmum
eru til vitnis um það. Lögreglan á
Akranesi vinnur að rannsókn
málsins.
Um síðustu helgi var brotist
inn á Fólksbílastöðina og stolið
þar töluverðu af sælgæti og tób-
aki. Það mál er nú upplýst og
fannst megnið af þýfinu.
J.G.
HMI
Forsetamerkid afhent 20 dróttskátum
EORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhenti 20 dróttskátum forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessa-
staðakirkju sl. laugardag. Að athöfninni lokinni var merkishöfum og gestum boðið til Bessastaða.
Forsetamerkið er afhent dróttskátum, sem eru á aldrinum 15 til 18 ára, og er afhendingin nokkurs konar
lokaáfangi í almennu skátastarfi. Skátarnir eru tvö ár að vinna að þessum áfanga og þurfa þeir að Ijúka öllum
grunnverkefnum skátastarfsins og skila dagbók yfir allt sitt starf í þessi tvö ár. Einnig þurfa skátarnir að taka
þátt í námskeiðum og vera foringjar í a.m.k. hálft ár. Þegar þessum áfanga lýkur hefst hið hefðbundna
foringjastarf.
Myndin var tekin þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhenti skátunum forsetamerkið.
Skipun tekjuskiptingamefndar:
„Tel að þetta sé farsæl lausn“
— segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
„ÉG TEL að þetta sé farsæl lausn á
þessari hugmynd," sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
fiokksins, í samtali við Morgun-
blaðið vegna skipunar tekjuskipt-
ingarnefndar, sem forsætisráð-
herra hefur skipað samkvæmt sam-
komulagi stjórnarfiokkanna frá því
í vetur, en nefndinni er ætlað að
kanna tekjuskiptingu og breytingar
á henni síðastliðin 10—15 ár.
„Ég lít svo á að nefndin eins og
hún fer af stað, geti unnið það
verk, sem ég hafði í huga, þegar
ég setti þessa hugmynd fram í
umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra fyrr í vetur. Ég
held að það sé Ijóst að það þurfa
mjög margir aðilar að hafa tæki-
færi til að fylgjast með störfum
þessarar nefndar. Þess vegna er
þessi skipan mála skynsamleg,
að hafa tiltölulega lítinn hóp sem
hefur meginverkefnið með hönd-
um, og síðan ráðgjafahóp sem
starfar með nefndinni. Þessi
skipan leysir þetta verkefni á
farsælan hátt og ég trúi því að
starf þessarar nefndar geti stuðl-
að að málefnalegri umræðu um
þessi atriði, sem hafa verið ofar-
lega á baugi í umræðum upp á
síðkastið.
Auðvitað væntum við þess að
nefndin vinni hratt og örugglega
að þessu verkefni, en það er auð-
vitað viðamikið og ekki að öllu
leyti auðunnið,“ sagði Þorsteinn
Pálsson ennfremur.
RENAULT 9
NÚTÍMABÍLL MEÐ
FRAMTÍÐARSVIP
Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður, auk þess er hann framhjóladrifinn.
ogstílhreintútlit, vandaðurfrágangur.öryggiogending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd.
9 er því draumabíll íslenskra ökumanna. komdu og taktu í hann, þá veistu hvað við meinum.
Þú getur reitt þlg á Renauit
I
3 !
<>
mm