Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Gjafabréf fyrir 9 millj. dollurum Aga Khan, andlegur leiðtogi 15 millj. múhameðstrúarmanna, sést bér brosandi, þar sem hann situr fyrir miðju á myndinni. Til hliðar við hann standa ekki síður hýrir á brá þeir Derek Bok, forseti Harvard-háskóla (til hægri), og Paul E.Gray, forseti Tækniháskólans í Massachusetts (til vinstri). Mynd þessi var tekin eftir að Aga Khan hafði undirritað gjafabréf, þar sem hann veitti þessum tveimur háskólastofnunum 9 millj. dollara til rannsókna á múhameðskri húsagerðarlist. Thailendingar víg- búast gegn Víetnömum R.nsLnL 19 m.n A P ^ Hangkok, 12. marz. AP. Her Thailands lét í dag flytja í skyndi meira herlið og fleiri skriðdreka að norðurlandamærun- um við Kambódíu til þess að geta ráðizt til atlögu gegn 800 manna liði Víetnama, sem farið hafði einn km inn á thailenzkt landsvæði. Skýrði Naruedol Dejpradiyuth, hershöfðingi í Thailandsher frá þessu í dag. Ljubojevic og Hiibner efst- ir í Lineares Hershöfftinginn sagði enn- fremur, að nokkur hluti þeirra 3000 víetnömsku hermanna, sem farið höfðu annars staðar inn í Thailand, væru þar enn þrátt fyrir að thailenzki herinn hefði haldið uppi viðstöðulausum árásum á þá bæði úr lofti og á jörðu. Þá vísaði hershöfðinginn öll- um fullyrðingum á bug um, að hermenn Vietnams hefðu alger- lega lagt undir sig siðasta vígi Kambódíumanna, heldur stæðu harðir bardagar þar enn yfir. liieares, 12. marz. AP. UUBOMIR Lojubojevic frá Júgó- slavíu og Robert HUbner frá Vestur- Noregur: Verður hætt við að stöðva þorsk- veiðar um páska? Ósló, 11. mars. Frá Jan Erik Laure, frétUrit- »ra Mbl. í NÆSTU viku tekur sjávarútvegs- ráðuneytið afstöðu til þess, hvort hætt verður við þorskveiðibannið, sem boðað hafði verið, að tæki gildi um páskana. Mjög dræm þorskveiði hefur verið fyrir öllu norðurlandinu. Það eru samtök bátaútgerðar- manna, sem farið hafa fram á, að veiðar verði ekki stöðvaðar um páska, og heldur ekki í sumar. Þorskafli Norðmanna norður við Lofoten hefur verið afar rýr og raunar hvarvetna með ströndum fram það sem af er árinu. Vegna þessara lélegu afla- bragða eru fjárhagsvandamál út- gerðarinnar mikil. Samtök báta- útgerðarmanna hafa þvi farið fram á, að ráðuneytið veiti full- tingi sitt til að útgerðarfyrirtækin fái að fresta greiðslum afborgana og vaxta af lánum. Þýzkalandi voru efstir eftir þrjár umferðir á skákmótinu í Lineares á Spáni. Úrslit I þriðju umferð urðu annars þau, að Lojubojevic sigraði Victor Korchnoi í 41 leik, en Hilbner og Englendingurinn Anthony Miles gerðu jafntefli eftir 18 leiki. Jafn- tefli varð einnig milli Larrys Cristi- ansen frá Bandaríkjunum og Spán- verjans Manuels Rivas. Loks gerðu þeir Jan Timman, Hollandi, og Boris Spassky jafntefli í 16 leikjum. Biðskák varð hjá Lajos Port- isch, Ungverjalandi, og Rafael Vaganjan, Sovétríkjunum, eftir 42 leiki. Eftir þrjár umferðir voru þeir Lojubojevic og Húbner efstir og jafnir með 2'Æ vinning. Korchnoi var í þriðja sæti með 2 vinninga, en síðan komu þeir Miles, Spassky og Portisch með 1 'A vinning hver. Rivas, Timman, Christiansen og Polugajevski höfðu 1 vinning hver, en Vaganjan rak lestina með eng- an vinning. í dag áttu að leiða saman hesta sína þessir menn: Polugajevski átti að tefla við Vaganjan, Korchnoi við Adorjan, Spassky við Lojubojevic, Christiansen við Timman og Miles við Rivas. Mjög há verðlaun eru í boði á þessu móti eða 80.000 dollarar. ERLENT Margt stórmenna fylgir Chernenko Þriggja daga þjóðarsorg fyrirskipuð í Austur-Evrópu, Kúbu og Nicaragua Mowkvu og víðar, 12. mars. AP. Konstantin U. Chernenko, forseti Sovétríkjanna, verður borinn til Ovenjuleg bótakrafa New York, 12. mira. AP. MAÐUR einn, sem varð fyrir því að öldruð kona, sem framdi sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga á 19. hæð, lenti á hon- um þar sem hann var á gangi fyrir neðan, hefur farið í skaðabótamál við fjölskyldu konunnar. Maður- inn, Jay Shaheri, 34 ára gamall, stórslasaðist á höfði, hálsi og baki. Þetta gerðist 13. febrúar síðastlið- inn og er Shaheri síðan bilaður á taugum, bæði andlega og líkam- lega og til meðferðar á sjúkrahúsi. Shaheri vottaði fyrir rétti, að hann hefði orðið „fyrir gífurlegu höggi“ er frú Mildred Walker lenti skyndilega ofan á honum. Shaheri heldur fram, að frú Walker hafi stokkið út um gluggann án þess að gaumgæfa hvort hún stefndi saklausu fólki í hættu og fjárhaldsmaður eigna hennar væri skaðabótaskyldur. Frú Walker lést samstundis, en þaö þótti ganga kraftaverki næst aö Shaheri skyldi komast lífs af. Eftir atburðinn, var gert aö sárum hans á nærliggjandi sjúkrahúsi og honum síðan leyft að fara heim. Það kom hins veg- ar fljótlega í ljós, að hann til muna meira slasaður heldur en talið var í fyrstu, bæði andlega og líkamlega. Þetta gerðist 13. febrúar síðast iðinn í New York og Shaheri liggur enn á sjúkra- húsi. grafar á morgun, miðvikudag, og hefur honum verið valinn legstaður við Rauða torgið. Margt stórmenna streymir nú til Moskvu til að vera viðstatt útförina. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, verður við útför Chernenkos og kvaðst hann við brottförina frá Genf, þar sem hann hefur setið ráðstefnuna um hungrið í Afríku, hafa góða von um, að leiðtogaskiptin í Sovétríkj- unum boðuðu betri samskipti stór- veldanna. Einnig sagðist hann hafa meðferðis bréf frá Reagan forseta til Gorbachevs, eftirmanns Chernenkos, en vildi ekki gera uppskátt innihald þess. Af öðrum þjóðarleiðtogum, sem verða við útför Chernenkos, má nefna Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, Nak- asone, forsætisráðherra Japans, og Li Peng, aðstoðarforsætisráð- herra Kína. Utanríkisráðherrar fjölmargra ríkja verða fulltrúar sinnar stjórnar og frá kommún- istaríkjunum koma að sjálfsögðu helstu leiðtogar. Segja má, að viðbrögðin við láti Chernenkos hafi verið með hefð- bundnum hætti. Þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum og víðar utan kommúnistaríkjanna hafa tjáð Sovétmönnum samúð sína en í kommúnistaríkjunum er farið mörgum orðum um framlag hans til sósíalismans og ákafa friðar- viðleitni hans. í Austur-Evrópu- ríkjunum, á Kúbu og í Nicaragua hefur verið fyrirskipuð þriggja daga þjóðarsorg vegna fráfalls Chernenkos. Olli hjálparefnið krabba í fjölda manns? Kaupmannahöfn, 12. mars. AP. HÓPUR lækna í Kaupmannahöfn hefur varað starfsbræður sína við því, að verði þeir varir við að kalkmyndun verði í nýrum á sjúklingum þeirra sem eru miðaldra eða meira, kunni það að vera byrjunin á krabbameini sem stafar af því að efnið thorotrast hafí verið notaö við röntgenmyndatökur af því sama fólki fyrir 40 ánim, er efnið var notað. Thorotrast var notað til að skerpa röntgenmyndir áður fyrr og læknahópurinn ritaði nýlega í málgagni danska læknafélagsins að félagar innan hópsins fylgdust grannt með líðan 1000 karla og kvenna sem væri með kölkun i nýrum og voru að auki í röntg- enmyndatökum þar sem thorotr- ast var notað á árunum 1935 til 1946, en síðarnefnda árið var hætt að nota efnið. Læknarnir segjast ekki gera sér enn fullkomlega ljósa grein fyrir tengslum krabb- ans og thorotraxins, ljóst sé hins vegar að þeir sjúklingar sem hafa fengið i sig thorotrax hafa margir hverjir einnig fengið nýrnakölkun og krabbamein í kjölfarið á þvi, thorotraxið hafi því beinlínis stuðlað að krabbanum. Psoriasis-sjúkling- ar hópast til Árósa Lýtalæknar við Borgarspítalann í Árósum á Jótlandi hafa náð góð- um árangri við meðferð psoriasis með því að beita skurðaðgerð. Hef- ur ásókn sjúklinga verið svo mikil, að biðlistum hefur verið lokað. Margir þeirra sem komust að verða að bíða eftir meðferð fram á næsta ár, að því er fram kemur í danska blaðinu Jyllands-Posten. Að sögn blaðsins þjást um 100.000 Danir af húðsjúkdómn- um psoriasis. Lýsir sjúkdómur- inn sér í sterkrauðum, afmörk- uðum húðflekkjum, sem smám saman þekjast mörgum, þykkum hreisturlögum. Hingað til hefur aðeins verið unnt að halda sjúkdómnum í skefjum með lyfjameðferð, en tvö síðastliðin ár hafa lýtalækn- arnir Niels Chr. Petersen og Jette Kiil, sem bæði eru yfir- læknar á Borgarspítalanum í Árósum, verið að endurbæta og fullkomna nýja aðferð til að vinna bug á psoriasis. Felst hún í því, að beitt er skurðaðgerð, þar sem húðin er hreinlega flysj- uð af veiku blettunum. Aðferðin er kölluð „shaving" eftir enska orðinu fyrir „rakstur". Fyrst kemur sjúklingurinn á göngudeild, þar sem lítill blettur af sjúkri húð hans er tekinn til reynslumeðferðar. Reynist árangurinn fullnægjandi, er sjúklingurinn lagður inn og stærri svæði tekin til meðferðar. Árangur þessarar nýju aðferð- ar hefur orðið svo góður, að psoriasis-sjúklingar bíða nú hópum saman eftir að röðin komi að þeim. En ljóst er, segir Jyllands-Posten, að þeir verða að brynja sig með þolinmæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.