Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 24

Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Árin þöglu í ævi Jesú Nokkrar athugasemdir við bók dr. C.F. Potters í þýðingu sr. Árelíusar Níelssonar eftir séra Jón Habets Áður en ég lagði upp í ferð til Hollands á annan jóladag, varð ég mér út um bók dr. Charles Francis Potters, Árin þöglu í ævi Jesú, eft- ir að hafa lesið athyglisverðar auglýsingar, sem birtust í blöðun- um 16. og 19. desember. Bók þessi er að vísu rituð árið 1958, en þýð- anda hefur ekki þótt ástæða til að láta þess getið áður en hann fékk verk sitt í hendur íslendingum. Þess vegna keypti ég bókina í trausti þess, að hún væri ný af nálinni. Þegar bókin var skrifuð, hefur henni greinilega verið ætlað að vekja umtal og eftirtekt. I aug- lýsingum hér segir t.d.: „Dr. Pott- er kallar bók sína „ögrun við krist- indóminn" og á þá við að biblían, sem kristin kirkja byggir boðskap sinn á, þurfi í ýmsum mikilvægum atriðum endurskoðunar við í ljósi þess, sem fundist hefur í bóka- safni Essena." Hvað þýðir þetta? Auglýsing, sem birtist 16.12. segin „Dr. Potter hefur einnig sínar efa- semdir um ýmsar kenningar bibl- íunnar, svo sem kenninguna um heilaga þrenningu, meyjarfæðing- una og guðlegan uppruna Jesú og vitnar þeim til stuðning í bóka- safn Essena." Með því er átt við hin svonefndu Dauðahafshandrit. Rannsókn í Hollandi Nú hafði ég fullan hug á að komast að raun um hvort kenning Potters frá 1958 væri enn í ein- hverju gildi. Ferð mín til Hollands veitti mér gott tækifæri til þess að fá svar. Ég kom að máli við próf- essor B. van Jersel, nýjatesta- mentisfræðing, sem strax gat bent mér á allmargar bækur um þetta efni í handbókasafni sínu, t.d. rit Herberts Braun: Qumran und das Neue Testament, Tíibingen 1966. Þetta rit er tileinkað „hinum stóra alþjóðlega hóp Qumran-vísinda- manna". Það hefur höfundurinn unnið úr öllum þeim ritum, sem um Qumran hafa birst til 1965, og fjallað um þau. í nýjustu bók sinni „Jesus, der Mann aus Nazareth und seine Zeit,“ helgar sami höf- undur sjötta kaflann Qumran- söfnuðinum. Mér tókst að festa kaup á þessum og fleiri ritum til að kynna mér þetta mál nánar. En ég vildi þó fara skemmri leið og leita álits hjá tveimur helstu Qumran-sérfræðingum í Niður- löndum um bók Potters. Sá fyrri var P.Dr. J.P.M. van der Ploeg, prestur af reglu hl. Domin- ikusar, sem áður var prófessor í Gamlatestamentisfræðum við há- skólann í Nijmegen. Edmund Wilson, þekktur blaða- maður í Bandaríkjunum, sem Potter vitnar til, var sendur árið 1955 til ísrael til að afla vitneskju um Dauðahafshandritin. Hann skrifaði grein í The New Yorker, sem hann jók til muna og gaf út í bókaformi. Þar segir hann: „Fyrstu sérfræðingarnir, sem Metropolit Mar Athanasius Yeshue Samuel spurði álits ( á handritunum) töldu þau einskis virði. Það var Pater van der Ploeg, hollenskur visindamaður, sem Metropolitinn lét kalla til, er fyrstur greindi eina af bókrollun- um fimm, sem Metropolitinn hafði keypt 1947, sem Jesajarollu." Pet- er van der Ploeg segir söguna af þessu í bók sinni: „Vondsten in de Woestyn van Juda. De Rollen der Dodde Zee“, 1959. Þar lýsir hann því hvernig hann uppgötvaði að ein af fjórum bókrollunum var Jesajabók. Orustunni um Dauða- hafshandritin er lokið P. Van der Ploeg var reiðubúinn til að veita mér viðtal, og er ég hafði skýrt honum frá bók Potters skrifaði hann eftirfarandi grein- argerð: „Bókarkorn Dr. C.F. Potters leiðir hugann að bók eftir A.P. Davies, sem var Únitari. Sé litið á skoðanir Potters virðist hann einnig vera Únitari og því er ekki fjarri lagi að álykta að hugmyndir Davies hafi verið hvati að bók hans. Potter er ekki þekktur sér- fræðingur í málefnum Qumran, það var Davies reyndar ekki held- ur, bók hans breytti engu þar um. Röksemdir Potters, Davies og Wilson eru, að trúaðir, kristnir sérfræðingar um Qumran, séu ekki hlutlausir í dómum og hræddir við niðurstöður um Qumran, séu ekki hlutlausir í dómum og hræddir við niðurstöð- ur rannsókna á Dauðahafshand- Handritarollurnar frá Dauöahafi. Dauðahafið. ritunum. Þessu mætti snúa við: Trúleysingjar gætu skýrt hin fundnu handrit að eigin geðþótta, misnotað þau f þágu eigin skoð- ana. Þetta á einkum við um A. Dupont-Sommer, sem Wilson áleit þyðingarmikinn sérfræðing. Dupont-Sommer var fráfallinn kaþólskur prestur af reglu Sulpici- ana, sem gat haft allan áhuga á að réttlæta fráhvarf sitt frá kirkj- unni. Hann bjó í París í sama húsi og Renan, en kenningu hans um Essena reyndi Dupont-Sommer að gæða nýju lífi með Dauðahafs- handritunum, og mikilvæga hluta af textunum þýddi hann og túlkaði að eigin geðþótta. „Orustunni um Dauðahafs- handritin" er löngu lokið, orustu- gnýrinn löngu þagnaður og Wils- on, Davies og Potter (sem annars er óþekktur) farnir veg allrar ver- aldar. Hvergi er þeirra lengur get- ið. Betur færi á því að víxlspor Dupont-Sommers féllu í gleymsku og dá, því hann var sannur vísindamaður, en trúvilla hans hefur sennilega haft áhrif á fyrstu rit hans, viðtöl og útvarpserindi um Dauðahafshandritin. Sú kenning að kristindómurinn sé endurtekning Essenisma er þess vegna hvorki frumleg né yfir- náttúruleg, hún er gömul. Hún skaut upp kollinum oftlega á liðn- um öldum. Hversu oft sem hægt væri að sýna fram á hliðstæðar skoðanir hjá Kristni og Essenum, þá væri alls ekkert sagt eða sann- að að kristindómurinn eða Kristur sjálfur sé ekki yfirnáttúrulegur að uppruna. Sannanir þess er að finna í Nýja testamentinu og arf- sögn kirkjunnar. Hliðstæðurnar sem bent er á eru allar aukaatriði. Milli Qumran og kristindóms er hyldjúp gjá. 1. Qumran er algyðinglegur sértrúarhópur, einkar gyðingleg- ur. Þeir litu á sjálfa sig, sem hið sanna ísrael, ekki í merkingu Nýjatestamentisins, heldur í skilningi sem er einkennandi fyrir gyðinga. Þeir fylgdu lögmálinu í heild og töldu sig gera það betur en allir aðrir gyðingar. 2. Þeir litu svo á, að við heim- sendi myndu þeir berjast til skipt- is við allar þjóðir heims og að lok- um vinna aftur musterið í Jerúsal- em. Þá myndi musterisþjónustan hefjast aftur samkvæmt hug- myndum þeirra. 3. Þeir óttuðust mjög saurgun, því tíðkast hjá þeim margendur- teknir þvottar (kristin skírn að- eins einu sinni). 4. Nafn stofnanda þeirra og „hins mikla kennara réttlætisins" er óþekkt. Þó svo að hann hafi tvímælalaust verið merkasti mað- ur trúflokksins er hann enn óþekktur. Enginn veit hver hann var, hvenær hann hefur verið uppi eða hvenær og hvernig hann dó. Að hann hafi verið krossfestur er hreinn hugarburður, sem eng- inn heldur lengur fram. Honum var ekki sýnd nein sérstök trúar- leg virðing í söfnuðinum lfkt og Kristi er sýnd hjá kristnum mönnum. Lofsöngvarnir (sálm- arnir), sem ef til vill mætti eigna honum, eru algerlega af gyðing- legum toga spunnir og verður með engu móti líkt við orð Jesú. Þannig mætti lengi telja. Einn fáráðling- ur getur staðhæft meira en tíu vitringar fái afsannað. Þeir, sem ættu að færa sannanir fyrir þess- um kenningum eru Davies, Potter, cum suis. Margir vísindamenn, sem fást við Qumran-handritin eru trú- lausir og hafa enga ástæðu til að leyna sannleikanum þó svo að hann kynni að vera kristni óhag- stæður. Þeir hafa engu að leyna og leyna engu. Þeir líta á kenningar Wilsons, Davies og Potters sem hreinan hugarburð. Slíkir menn verja glataðan málstað. Þegar þeir saka fjölda vísindamanna, sem leita á hlutlægan hátt að sannleik- anum, um að þeir leyni honum, þá er það líklega gert til þess eins að styrkja eigin stöðu. Skynsamur maður heldur sig að því, sem meirihluti af virtum vís- indamönnum hefur komist að en ekki að yfirlýsingum — ekki þvi sem fordómafullir áróðursmenn láta frá sér fara. Þýðingin á bók Potters á íslensku kemur allt of seint. Bókin reynir að blekkja fólk, sem þekkingu skortir, til að kveða upp eigin dóm, trú um að tapað mál sé unnið." (Hér lýkur greinargerð P. van der Ploeg.) Engin ögrun við kristnar kenningar Hinn sérfræðingurinn í málefn- um Qumran, sem leitað var til, er prófessor í Gamlatestamentis- fræðum við háskólann í Groening- en, dr. A.S.v.d. Woude, sem er kalvinstrúar. Hann heimsótti ég einnig og var hann svo vinsamleg- ur að fá mér í hendur grein, sem hann skrifaði í „Theologie en Practijk“ 1957, De Rollen van de Dode Zee en ’t Nieuwe Testament. Hvorki van der Ploeg né v.d. Woude þekktu sérstaklega til dr. Potters en vitanlega var þeim kenning Dupont-Sommers, Davies o.s.frv. vel kunn. Þegar ég spurði van der Woude um vísindalegt gildi þessara kenninga kvað hann það alls ekkert. Dupont-Sommer virðist sjálfur hafa gefið kenningu sína upp á bátinn þar sem hann gerir sér ekki einu sinni lengur far um að verja hana. Grein v.d. Wou- de er of löng til að birta hana hér. Aðeins skal vitnað í eftirfarandi umsögn (bls. 131) en þar segir: „Á hlífðarkápu bókarinnar eftir Powell-Davies er fundur Dauða- hafshandritanna kallaður „the greatest challenge (sbr. bók Pott- ers: ögrun við kristindóminn) to the christian dogma since Darw- ins theory of evolution". ... ég get

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.