Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 5 takandinn inn á þennan jöfnun- arreikning og þá geti hann eignast þar innstæöu, sem geymist þar til mögru áranna. Þetta er grundvall- arhugmyndin í þessum tillögum og þetta hefur verið skoðað af Fjárfestingarfélaginu og fleiri að- ilum, sem virðast vera mjög já- kvæðir gagnvart þessari hug- mynd. Erfiðleikarnir snúast hins vegar um hvernig á að leysa þann vanda, sem nær aftur í tímann. Það er erfitt að ætla, til dæmis, að skylda banka núna til að veita mönnum yfirdrátt á slíkan biðreikning vegna þess mismunar sem verið hefur á undanförnum árum,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Jón Baldvin Hannibalsson: Alþýðuflokk- urinn hefur haft lausnir á borðinu síðan 1979 „Ástæður fyrir neyðarástandinu í húsnæðismálum eru fyrst og fremst hrun lánasjóðanna, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verka- manna, sem varö í tíð Svavars og Kagnars, þegar sjóðirnir voru sviptir tekjustofni sínum, sem var launa- skatturinn", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. „Þeim var í staðinn vísað á lánamarkað með þeim afleiðing- um, að sjóðirnir þurftu að taka lán til skamms tíma, með háum vöxt- um, en lána út til langs tíma með lágum vöxtum. Afleiðingarnar eru, að Byggingarsjóður ríkisins er fjárhagslega hruninn og Bygg- ingarsjóður verkamanna líka. Það kostar mörg hundruð milljónir króna, að hreinsa upp þessa súpu. í öðru lagi má segja, að þegar nú- verandi ríkisstjórn afnam vísi- tölutryggingu launa gleymdi hún því, að eftirstöðvar lána, húsnæð- is- og lífeyrissjóðslána og lána til lengri tíma i bankakerfinu, eru eftir sem áður bundnar lánskjara- vísitölu, þar sem framfærslu- kostnaður vegur tvöfalt. Út frá sjónarmiði íbúðarkaupanda eða húsbyggjanda eftir 1980 þýðir þetta, að launin hafa lækkað að raungildi og eru ekki verðtryggð. Lánin eða eftirstöðvarnar hækka aftur á móti í takt við verðbólgu og reyndar meira með þeim afleið- ingum, að greiðslubyrðin, sem var kannski viðráðanleg þegar lánið var tekið, gleypir öll laun íbúðar- kaupandans eða húsbyggjandans eins og nú er komið. Alþýðuflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn, sem hefur haft lausnir á þessum málum á borðinu allan tímann í formi tillagna á Al- þingi, en þær hafa verið felldar. Fyrsta tillagan okkar var að bygg- ingarsjóðirnir hefðu áfram fasta tekjustofna af launaskatti. Önnur tillagan var, að eftir að verðtrygg- ing var tekin upp 1979 skyldi lánstíminn lengdur, til að greiðslubyrðin yrði viðráðanleg. Þriðja tillagan var tillaga Jó- hönnu Sigurðardóttur frá 1981 og flutt á hverju þingi síðan, þess efnis, að sú greiðslubyrði lána, sem lánskjaravisitalan mældi um- fram kaupgjaldsvísitölu, skyldi bætast við höfuðstól, það er fær- ast aftur fyrir, þannig að greiðslu- byrðin héldist sem sama hlutfall af launum. Þessar tillögur voru felldar í tíð fyrri ríkisstjórnar undir forystu Svavars. Nú liggur þessi tillaga og bíður afgreiðslu á þessu þingi. Alþýðuflokkurinn hefur einnig lagt fram tillögu um stighækkandi eignaskatt til tveggja ára á skattsviknar eignir stóreigna- manna og stóreignafyrirtækja upp á tvo milljarða. Við höfum lýst því yfir, að þessum fjármunum viljum við verja til að endurreisa hús- næðislánakerfið, þannig að við er- um eini flokkurinn sem hefur lagt fram ákveðnar skattatillögur um hvernig lánakerfið skuli fjár- magnað, þetta er tekjujöfnunarað- gerð. Auk þess höfum við lagt fram stefnumörkun í húsnæðis- málum um aðra þætti, þar á meðal útlánapólitíkina. t fyrsta lagi að lán Byggingarsjóðs ríkisins, sem samkvæmt okkar tillögu ætti nú að nema 60% af byggingarkostn- aði staðalíbúðar, skuli miðað við hóflega íbúðarstærð, það er 90 til 110 fermetrar, til að mæta þörfum unga fólksins. sem er að byggja í fyrsta sinn. í annan stað höfum við lýst yfir eindregnum stuðningi við hugmyndir um búseturéttar- félög, til þess að koma skipulagi á leigumarkað, þannig að fólk geti átt val á milli séreignar eða örygg- is á leigumarkaði í húsnæðismál- um. Og að lokum legg ég á það megináherslu, að tillögur okkar um fjármögnun byggingarsjóð- anna, um lengingu lána og afnám lánskjaravísitölunnar hafa legið fyrir á þingi alla tíð frá 1979. Ef þær hefðu verið samþykktar væri nú ekkert neyðarástand í húsnæð- ismálum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Þórður Inirrtarson Þórður Þórðarson yfirlœknir látinn LÁTINN er í Reykjavík Þórður Þórðarson, fyrrum yfirlæknir, 80 ára að aldri. Þórður fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1904. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og hóf síðan nám í læknisfræði við Háskóla íslands, þaðan sem hann brautskráðist 1929. Hann stundaði framhalds- nám í Hamborg, Köln og síðast í Boston í Bandaríkjunum. Almennt lækningaleyfi fékk hann árið 1929 og varð sérfræðingur í lyflækning- um 1942. Þórður Þórðarson hóf læknis- feril sinn í Reykjavík árið 1931. Meðal annars var hann aðstoðar- læknir á lyflæknisdeild Landspít- aians, vann á rannsóknarstofu Jóns Steffensen og starfaði sem lyflæknir á Landakotsspítala frá nóvembermánuði 1943 og var yfir- læknir Iyflæknisdeildar spítalans frá því í janúar 1962 til miðs árs 1972. Hann var trúnaðarlæknir Landsbankans og Seðlabankans til dauðadags, svo og Ríkisskips og vestur-þýzka sendiráðsins. Hann var heiðursfélagi í Læknafélagi Reykjavíkur. Þórður Þórðarson rak lækningastofu í húsi Thor- valdsensfélagsins við Austur- stræti og Veltusund í 50 ár. Eiginkona Þórðar er Louisa Maria Mörk-Fischer. Dóttir þeirra er Kristrún Þórðardóttir arkitekt. Ráðgarður hf. Húsnæði Ráðgarður hf. óskar eftir húsnœði fyrir starfsemi sína. Fyrirtækið Ráögaröur hf. er samstarfsfyrirtæki rekstrarráð- gjafa. Fyrirtækiö fæst viö alhliða rekstrarráðgjöf á eftirtöldum sviöum: ★ Stjórnun ★ Fjármál ★ Rekstur ★ Framkvæmdir Húsnæðið Ráögaröur hf. þarf skrifstofuaðstöðu fyrir 17—20 starfsmenn og auk þess fundaaöstöðu. Húsnæðiö þarf því aö vera 350—400 fm. Það þarf aö uppfylla strangar kröfur um aðkomu og útlit og þarf aö hæfa þeirri starfsemi sem hér um ræöir. Æskileg staösetning nærri miðborg Reykjavíkur eöa viö aöalumferðaræöar. Auk almenns skrifstofuhús- næöis kemur stórt íbúöarhús til greina. Nánari uppl. veita Þórdís G. Bjarnadóttir og Gunnar //. Guðmundsson í síma 44033. RÁÐGARÐUR HF. HAMRABORG I, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 44033 DAKTMÖRK Vegna yfirvofandi verkfalls í Danmörku þ. 21. mars nk., vekjum við athygli viðskiptavina á eftirfarandi: M/S REYKJAFOSS lestar í Kaupmannahöfn 14/3, M/S SKÓGAFOSS lestar í Horsens 19/3, MS SKÓGAFOSS lestar í Kaupmannahöfn 20/3. Umboðsaðili í Horsens: DFDS Bech Spedition Havnen 43 DK-8700 HORSENS Danmark Tel.: (05) 625444 Teelex: 61618 EIMSKIP Norðurlandadeild. S: 27100. Umboðsaðli í Kaupmannahöfn: DFDS A/S Sankt Annæ Plads 30 DK-1295 K0BENHAVN K. Danmark Tel.: (01) 156300 Telex: 19435 Haíðu samband. Eins og þú veist, þá hefur dollarinn styrkt mjög stöðu sína undanfarna mánuði. Þetta hefur leitt til verðlækkunar sænsku krónunnar, og þar með gert okkur mögulegt að bjóða Volvo-bíla á enn lægra verði. Volvosalurinn er opinn alla virka daga frá kl. 9.00 til 18.00, og á laugardögum frá kl. 13.00 til 17.00. “ SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.