Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 63

Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 63 Einar Bollason, þjálfari Hauka: „Stuöningur Hafnfirðinga getur ráðið úrslitum“ „ÉG VIL engu spá um úrslit í þessum leik. Þetta verður leikur ársins fram aö þessu. Tvö liö sem ieika hraöan körfubolta og skora mikiö og eru uppfull af baráttu enda mjög mikiö I húfi," sagöi Einar Bollason þegar hann var inntur eftir þriöja leik Hauka og Valsmanna sem fram fer í Hafnar- firöi í kvöld kl. 20.00. — Þaö sem kemur til meö aö ráöa úrslitum er hversu góöan stuöning viö fáum frá hinum frá- bæru stuöningsmönnum okkar í Hafnarfiröi. Veröi hann góöur munum viö ekki bregöast þeim. Viö erum mjög vel undirbúnir og þaö er meiri háttar góöur árangur hjá okkur aö vera á ööru ári í úr- valsdeildinni bæöi i undanúrslitum bikarsins og islandsmótsins. — Valsmenn veröa gífurlega erfiöir. Þeir eru leikreyndari en viö, á þvi leikur enginn vafi. En viö munum ekkert gefa eftir. Viö höf- um sýnt þaö og sannaö í siöustu ieikjum aö viö getum bitiö frá okkur og þaö ætium viö líka aö gera í þessum leik. Og þar sem bæöi iiöin eru staöráöin í þvi aö sigra getur þetta varla oröiö annaö en hörkuleikur, sagöi Einar þjálfari Hauka. En hann hefur náö frábær- um árangri meö liöið á undanförn- um árum og fáir hafa meiri reynslu en hann i erfiöum úrslitaleikjum. Hann getur því án nokkurs efa miðlaö leikmönnum sínum af reynslu sinni sem ætti aö koma þeim til góöa og máske færa þeim sigur. — ÞR. Morgunblaöiö/Júlíús • Einar Bollason þjálfari Hauka þakkar kollega sínum hjá Val fyrir leikinn eftir viöureign liöanna í Laugar- dalshöll á mánudagskvöld. Þá fagnaöi Einar sigri — hvaö gerist ( kvöld? Torfi veröur aö sastta sig viö aö sitja á bekknum (kvöld og stjóma sínum mönnum þaðan þar sem hann er meiddur. Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna: Ætlum að vinna aftur í Hafnarfirði í kvöld „ÞAD verður á brattan að ssskja hjá okkur f kvöld," sagöi Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna, og ein styrkasta stoö liösins á leikvelli, i samtali viö Mbl. í gær vegna leiksins viö Hauka ( Hafn- arfiröi í kvöld. Torfi meiddist í leiknum á mánu- dagskvöldiö í Laugardalshöll og getur ekki leikiö meö í kvöld. „Ég sneri ökklann á mér svona illa og er illa bólginn," sagöi Torfi í gær. Hann sagöist veröa aö viöur- kenna aö fjarvera sin veikti liö Vals — „sérstaklega þar sem viö leik- um gegn jafn stórum manni og Webster og óg er stærsti maðurinn í okkar liöi. Þaö munar mikiö um sentimetrana í þessu. En ég hef samt mikla trú á strákunum. Þaö er góö breidd f liðinu hjá okkur. Viö unnum síöast í Hafnarfiröi og viö ætlum okkur aö vinna aftur á morgun," sagöi Torfi. Torfi sagöist telja ástæöu þess aö Valur tapaöi á mánudag fyrir Haukum í Höllinni þá aö hann og félagar hans heföu ekki náö aö sýna klærnar í siöari hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var nokkuö góöur hjá okkur, en vörnin var ekki góö hjá okkur í seinni hálfleik. En viö ætlum okkur aö bæta þaö á morgun." Torfi sagöi aö þaö erfiöasta viö aö leika gegn Haukum væri barátt- an viö ívar Webster. Hann væri þaö sterkur í fráköstum og væri sennilega meö betra móti um þessar mundir síöan hann hóf aö leika hér á landi. Skiptir nokkru máli fyrir ykkur hvort þiö leikið í Hafnarfiröi eða í Laugardalshöll? „Þaö skiptir ekki svo miklu. Þaö er gott aö spila i Hafnarfiröi. Húsiö þar er gott.“ Torfi sagöist aðspurður hrædd- ur um aö hafnfirsku áhorfendurnir yröu háværari stuöningsmönnum Vals í kvöld, en leikmenn Vals myndu ekki láta þaö neitt á sig fá. „Þaö veröur bara til aö hvetja okkur,“ sagöi hann. Þaö kemur í Ijós hverjir veröa mótherjar Njarðvtkinga í úrslita- leikjunum um Islandsmeistaratitil- inn — erfitt er aö spá um úrslit í kvöld, liö Vals og Hauka eru mjög jöfn aö getu, þaö hefur sýnt sig í I hafa unnið tveimur síöustu leikjum sem þau stigi. sinn hvert meö einu Omar Eyja ÓMAR Jóhannsson, sem lék meö 1. deildarliói Fram í knattspyrnunni i fyrrasumar, hefur ákveöið að snúa aftur til Vestmannaeyja og leíka meö sínum gömlu félögum (ÍBV i 2. deildinni í sumar. Ómar hefur í vetur leikiö í Vestur-Þýskalandi með áhuga- mannaliöi en hann hefur nú ákveöiö aö koma til Islands á ný 20. apríl og tilkynna þá fé- lagaskipti í ÍBV þannig aö hann getur fariö aö leika meö liöinu þegar í byrjun íslandsmóts. Þaö er aö sjálfsögöu mikill styrkur fyrir Eyjamenn aö fá Ómar til liös viö sig á ný — hann er án efa einn af bestu miðvallarleikmönnum þessa lands. Mikiö er af miövallarleik- mönnum hjá Fram og örugg- lega hart barist um stööur í liö- inu næsta sumar. Ómar Torfa- son og Ásgeir Eiíasson hafa bæst í leikmannahóp Framara frá því í fyrra þannig aö enn fleiri veröa um hituna en áöur. Pétur leitar fyrir sér í S-Evrópu ón moó mnnmirn com orn aA PÉTUR Guómundsson körfu- knattleiksmaöur var meöal áhorf- enda á leikjum Vals og Hauka og KR og UMFN í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, nýkominn heim frá Englandi, þar sem hann hefur leikið meö Sunderland í ensku deildakeppninni. „Mótinu t Englandi lauk á iaug- ardag, vió lékum þá okkar síöasta leik. Viö uröum í 9. sæti og vantaöi aöeins 2 stig úr 26 leikjum til aö komast í átta liöa úrslitakeppnina,“ sagöi Pétur i samtali vió Mbl. „Ég verö heima í um þaö bil mánuö, fer síöan meö vorinu i keppnisferö um Suöur-Evrópu meö hópi bandarískra körfuknatt- leiksmanna í atvinnuleit. Þar leik ég með mönnum, sem eru aö reyna aö komast á samning í Evr- ópu. Vonandi gengur manni vel í þessari ferö og vonandi aö eitt- hvaö komi út úr henni. Mér líkaöi ekki nógu vel vió allar aöstæöur í Bretlandi og hef ekki áhuga á aö vera þar lengur. Ég er heldur alls ekki búinn aö gefa upp vonina um aö komast að nýju í atvinnu- mennskuna í Bandaríkjunum. Þaö er sem sagt ýmislegt í deiglunni, en framhaldiö óráöiö um þessar mundir," sagöi Pétur. Morgunblaðiö/Júlíus • Pétur Guðmundsson ( Laug- . ardalshöll í fyrrakvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.