Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 21 armannvirkjanna á Kolaskaga breytir Finnmörk litlu þar um. Tilkoma eldflauga og kjarnorku- vopna hefur gjörbreytt öllu mati manna á yfirvofandi árásar- hættu. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar hafa Sovétmenn ítrekað lýst áhyggjum sínum vegna hernaðaruppbyggingar í Norður-Noregi, sem Norðmenn hafa leyft í þeim tilgangi að und- irstrika gildi aðildar þeirra að Atlantshafsbandalaginu. Á hinn bóginn hefur varfærni einkennt uppbyggingu . herafla Norð- manna og þátttöku þeirra í ýms- um aðgerðum á vegum banda- lagsins m.a. sameiginlegum her- æfingum. Þannig hafa Norð- menn viljað sýna Sovétmönnum fram á að ótti þeirra sé ástæðu- laus. Breytt mat Svía Skrif Berners bera þess merki að hann skilur þau sjónarmið sem liggja til grundvallar örygg- isstefnu Norðmanna. Um alda- raðir hefur utanrfkisstefna og hernaðaruppbygging Svía mótast af nærveru risans austan Eystrasalts. Svíar hafa nú í auknum mæli skipað sér á bekk með löndunum í norðri og vestri og er þetta nýjung í sænskum stjórnmálum. Svíar meta núver- andi stöðu alþjóðamála á þann veg að nýjar ógnir steðji að ör- yggi Norðurlanda. Til marks um þetta eru landhelgisbrot sov- éskra kafbáta og aukinn við- búnaður Sovétmanna á Kola- skaga. Varfærni Ef takast á að draga upp heil- steypta mynd af stefnu Sovét- manna gagnvart Norðurlöndum verður að taka tillit til mismun- andi aðstöðu einstakra landa. Einkum verður að huga að land- fræðilegri staðsetningu, sögu og grundvelli öryggisstefnu ríkj- anna. örjan Berner telur að al- mennt hafi stefna Sovétmanna gagnvart Norðurlöndum ein- kennst af meiri varfærni en stefna þeirra gagnvart öðrum ríkjum. Sem dæmi um þetta má benda á Finnland annars vegar og Eystrasaltslöndin hins vegar. Berner álítur að Sovétmenn vilji ekki að stefna þeirra gagnvart Svíum verði til þess að Svíar taki upp aukna samvinnu á sviði ör- yggismála við löndin í vestri. Spyrja má hvort landhelgisbrot kafbátanna auki ekki einmitt líkurnar á einhvers konar sam- vinnu. Berner telur að stefna Sovétmanna gagnvart Noregi, Danmörku og íslandi mótist af aðild þessara ríkja að Atlants- hafsbandalaginu og samvinnu þeirra, Bandaríkjamanna og Vestur- Þj óðverj a. Sovétmenn hafa einkum stefnt að því að einangra Danmörku, Noreg og ísland frá NATO. Markmið Sovétmanna hefur ver- ið að fá þessi ríki til að taka upp einangraða hlutleysisstefnu. Þessu markmiði hefðu þeir ef til vill getað náð með því að beita fagurgala og blekkingum í stað þess að beita pólitískum þrýst- ingi. Kremlverjar virðast ekki hafa gert sér fulla grein fyrir þessu. Viðbrögð Norðurlanda Vegna þess að Sovétríkin eru stórveldi í nágrenni Norður- landa hafa ráðamenn þar eystra löngum hlutast til um innanrík- ismál landanna, hafa þeir talið það þjóna hagsmunum sinum. Þeir hafa leitað eftir vinsam- legri samskiptum við Finna og Svía, en jafnframt varað Norð- menn við að dragast inn í hern- aðaráætlanir Bandaríkjamanna. Örjan Berner telur að þetta bendi til að Sovétmenn hafi auk- ið herstyrk sinn og samfara því hafi sjálfstraust þeirra aukist. Hann vitnar til orða Molotovs, sem var utanríkisráðherra Sov- étríkjanna á styrjaldarárunum: Utanríkisstefna Sovétríkjanna verður að mótast í samræmi við aukinn styrk herafla þeirra. Þrátt fyrir þetta telur Berner að Sovétmenn muni í grundvall- aratriðum sætta sig við núver- andi stöðu mála á Norðurlönd- um. Að hans mati mun draga úr ásælni Sovétmanna ef ríki Norð- urlanda spyrna nógu kröftuglega gegn henni. Þetta gefur tilefni til nokkurrar bjartsýni. Svo lengi sem Norðurlönd standa föst fyrir og vísa á bug sérhverri viðleitni Sovétmanna til að hafa afskipti af málefnum landanna mun verða áframhald á farsælli utanríkisstefnu þeirra. Arne Olav Brundtland er sér- frædingur í öryggis- og afropnun- armálum rið Norsku utanríkis- stofnunina. Hann er ritstjóri tímaritsins Internasjonal Poli- tikk. Morgunblaöið/Garðar R. Árnason Innri þéttleiki mismunandi hvítkálsafbrigða borinn saman í tilraun. í flestum tilvikum fara saman hagsmunir framleiðenda og neytenda, eins og þessi tilraun ber glöggt vitni. „Veðurbætandi aðgerðir eru fljótar að borga sig hjá bændum“ — Segir Sigurður Þráinsson, kennari við Garðyrkjuskólann, sem sér um úti- matjurtatilraunir við skólann VID Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi eru gerðar tilraunir á sviði útimatjurtaræktar, m.a. afbrigðaprófanir og athuganir á veðurfarsbætandi aðgerðum. Tilraunir á þessu sviði eru einnig gerðar á Korpu á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og við Bændaskólann á Hvanneyri. Þegar blaðamenn Mbl. heimsóttu Garðyrkjuskólann á dögunum var m.a. rætt við Sigurð Þráinsson kennara, sem hefur umsjón með þessum tilraun- um. „Við val á tilraunaverkefnum er þess gætt að eyða hvorki fé né fyrirhöfn í að athuga hluti ef ætla má að erlendar tilraunaniðurstöð- ur geti átt við hér,“ sagði Sigurður þegar hann var beðinn að segja frá tilraununum. „Dæmi um slík verkefni eru t.d. ýmsar geymslu- tilraunir og að hluta til áburðar- tilraunir. Þær tilraunir og athug- anir sem framkvæmdar hafa verið hingað til má flokka í þrennt. I fyrsta lagi má nefna athuganir sem hafa það að markmiði að kynna áhugafólki þá möguleika sem eru á sviði útimatjurtarækt- unar, t.d. með sýnireitum þar sem ræktaðar eru sjaldgæfar tegundir. í öðru lagi má nefnd afbrigða- prófanir. Vegna þess hve íslenskt veðurfar er frábrugðið því sem víðast gerist erlendis er nauðsyn- legt að fylgjast með því hvort eitthvað af hinum mikla fjölda nýrra afbrigða, sem á markaðinn koma erlendis frá ár hvert, geti þrifist hér á landi. Þetta er mik- ilvægt að gera því á hverju vori eru mörg afbrigði útimatjurta til sölu sem vonlaust er að geti náð þroska hér á landi. í þriðja lagi má nefna veður- bætandi aðgerðir. Vegna hins stutta vaxtartíma, lágs hitastigs og fleiri veðurfarsþátta sem hér eru, þá eru tilraunir á þessu sviði mjög mikilvægar. Sem dæmi má nefna notkun ýmiskonar plastefna og jarðvegsupphitun. Jarðvegs- upphitun er nú orðin algengari hér á landi en víðast erlendis. Það hefur sýnt sig að kostnaður við aðgerðir sem þessar er fljótur að borga sig upp hjá bændum enda færist það sífellt i vöxt að þeir reyni að bæta ræktunarskilyrðin hjá sér með veðurfarsbætandi að- gerðum," sagði Sigurður Þráins- son. venjulega hvað ég var að fara,“ hlær Palle. Honum tókst smátt og smátt að ná valdi á málinu, en hann á enn erfitt með hinar „hræðilegu" beygingar okkar — sérstaklega tölur, sem hann er viss um að læra aldrei rétt. Nema kannski töluna fimm!“ Þótti ótryggur gestur l>ú ert aðeins sextugur, hvers vegna ferðu á eftirlaun nú? „Ætli það séu ekki um tuttugu ár síðan ég ákvað að um sextugt væri kominn tími til að hætta. Það er bæði erfitt og óreglulegt líf að vera skipshandlari. Daga og næt- ur, sunnudaga og alla hátiðisdaga, hvort sem eru jól, nýár, páskar eða hvað — og aldrei að vita neitt jyrr en augnabliki áður en maður þarf að fara til starfa. Mörgum sinnum hef ég orðið að afpanta leikhúsmiða á síðustu stundu. Eitt árið var það fimm sinnum af sex. Oft hef ég verið neyddur til að hringja og afþakka kvöldverðarboð — og varð reyndar þekktur fyrir að vera gestur, sem þótti heldur óöruggt að bjóða! Því er svo auðvitað hægt að finna fyrir seinna. Það hefur lika komið fyrir, að ég hef mætt um borð í skip — beint úr veislu — í kjól og hvítt! En allt þetta hefur samt æm áður verið þess virði. Það er engin lygi þegar nokkrir halda því fram að ég hafi verið í skemmti- legustu vinnuni í allri Danmörku. Og ég hef alla vega aldrei getað hugsað mér neitt annað. Ég hef alltaf verið á leið til gamalla og góðra vina. Alltaf hefur verið tek- ið vel á móti mér — jafnvel þótt mitt hlutverk hafi verið að selja eins mikið og hægt er — og þar með tæma vasa viðskiptavinanna! Og þegar maður fær slíkar mót- tökur vegur það alveg upp á móti því sem maður hefur farið á mis við í einkalífinu." Einkalífinu? „Jú, en öll þessi ár mín með vinum og kunningjum frá sögueynni hafa einmitt verið mitt einkalíf. Mér líður illa — er leiður og óþolinmóður — þegar lít- ið er að gera. Sérstaklega þegar hin óteljandi verkföll hafa staðið yfir. Eftir því sem ég man best, hef ég aðeins einu sinni fengið mjög slæmar móttökur um borð í ís- lensku skipi. Það var seint um kvöld og ég mætti bara ískulda um borð: Ástæðan? Jú, Danmörk hafði sama kvöld unnið Ísland 14—2 í fótbolta. Þetta var ófyrir- gefanlegt! Hið gamla, svo til gleymda Danahatur blossaði upp aftur og þar sem ég var fyrsti Daninn, sem kom út í skipið, var ég hund- skammaður — á íslensku. Þeir héldu að ég skildi það ekki — en það gerði ég nú. En hvað um það, ég lofaði að þetta myndi aldrei koma fyrir aftur — og það loforð hef ég haldið!" Náin tengsl við ísland Palle Gronvaldt kom í fyrsta skipti til íslands 1959 og þá í boði brytafélagsins. Ferðaðist hann vítt og breitt um landið og fór meðal annars í „hálfhring" með Esjunni. „Og það var tekið vel á móti mér — eins og reyndar alltaf þegar ég hef komið til íslands," segir hann. Árið 1%1 kvæntist hann hinni íslensku konu sinni, Steinunni Gunnsteinsdóttur, Jónssonar síld- armatsmanns á Siglufirði. Hún er nú yfirkennari við danskan barna- skóla. Einn son eiga þau, Ólaf, sem nú er rúmlega tvítugur. Síðan hefur Palle komið til ís- lands minnst fjórða hvert ár. Hann hefur með konu sinni getað heimsótt þá mörgu íslensku kunn- ingja og vini, sem hafa sótt þau heim á Rodovre Parkvej 273 í gegnum öll árin. Þau hjónin eru reyndar þekkt fyrir frábæra gestrisni og þá ekki minnst hjálp- semi við þá mörgu tslendinga sem til þeirra hafa leitað með hin ótrúlegustu vandamál. En Palle á mjög nána ættingja á íslandi. Dóttir hans af fyrra hjón- abandi, Lisbeth, flutti hingað til lands fyrir um tuttugu árum og er nú gift, búsett á Akureyri og starfar sem sjúkraliði. „Nú, þegar ég kveð þessa góðu atvinnu — áður en aldurinn og minnið gerir mig ómögulegan til að hjálpa bæði vinum og við- skiptavinum á þann hátt sem þeir eiga rétt á — vil ég nota tækifærið til að senda hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem í svo langan tíma hafa treyst mér og því fyrir- tæki sem ég hef unnið hjá. Þakkir sendi ég til allra þeirra, sem hafa glatt hafa mig með tryggri vináttu — og það, þrátt fyrir mína, oft óforskömmuðu dönsku kímni. Um leið vil ég biðja þá, sem ég á einn eða annan hátt kann að móðgað eða sært afsökunar. Það hefur yf- irleitt ekki verið meiningin. í framtíðinni fæ ég betri tíma til að gera gömlum vinum smá- greiða — nokkuð sem ekki alltaf hefur verið mögulegt vegna ann- ríkis. Vinnan fyrst — það vita ís- lendingar. Ég mun áfram halda sambandinu, bæði við fyrirtækið og viðskiptavinina," segir hann, en hér er hægt að bæta við, að hann hlakkar til að hafa tíma til að snúa sér að öllum hinum mörgu áhugaefnum sínum. Meðal annars hefur hann haldið dagbók 1 fjölda mörg ár, sem hann er þegar byrj- aður á að hreinskrifa — einnig hefur hann gaman að búa til ýms- ar tækifærisvísur og kvæði, bæði til vina og annarra, þegar tilefni gefst. Hver tekur við? „Það er min heitasta ósk, að sá velvilji, sem ég hef notið hjá ís- lenskum sjómönnum, komi einnig eftirmanni mínum til góða. Hann heitir Gert Bauch og hefur verið mér til mikillar hjálpar allt síð- astliðið ár. Hann veit þegar hvernig íslenskir sjómenn eru og hvers þeir óska. Hann hefur reyndar líka tekið einkatíma í ís- lensku — í allt fimm tíma, áður en bæði hann og kennarinn gáfust upp! Þeir islensku sjómenn, sem komið hafa til Kaupmannahafnar á síðastliðnu ári, þekkja Gert nú þegar. Hann hefur líka tvo mikil- væga kosti. Hann er yngri og svo er hann mun kurteisari en ég!“ Og svona lýkur samtalinu við Palle Gronvaldt. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælisdaginn og vonum að hann hafi það sem allra best í framtíð- inni, er hægt að minnast á, að hið gamla skipshandlarafyrirtæki Oscar Rolffs Éftf., er nú sameinað öðru fyrirtæki og hafa þau fengið nafnið IMC-BLOR Gruppen A/S og þann 1. mars síðastliðinn flutti fyrirtækið búferlum og er nú á Amager, í „íslenska götuhverf- inu“, nefnilega á Njalsgade 21. (Sudný Bergsdóttir starfar sem blaðamaóur í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.