Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 7

Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 7 1 Úr sýningu Herranætur á Náðarskotinu í Broadway. Leikritið gerist í maraþondanskeppni í Bandaríkjunum á tímum kreppunnar miklu. Morgunblaðið/RAX Náðarskotið frumsýnt í Broadway Herranótt Menntaskólans í Reykjavík frumsýndi leikritið Náðarskotið á skemmtisUðnum Broadway í gærkvöldi. Leikritið er eftir Bandaríkjamanninn Hor- ace McCoy, en íslenska þýðingu gerði Karl Ágúst Úlfsson. A frummálinu heitir verkið „They Shoot Horses Don’t They?“ og muna eflaust margir eftir Jane Fonda í aðalhlutverkinu í samnefndri kvikmynd. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningu Herranætur, þar af þrjátíu leikendur og tíu manna hljómsveit. En umgjörð leikritsins er maraþondanskeppni í Banda- ríkjunum á kreppuárunum og þótti því vel til fundið að sýna það á skemmtistaðnum Broadway. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Heimir Fannar, doktor í varma- fræði. Doktor í varmafræði HEIMIR Fannar varði doktorsrit- gerð í varmafræði við Strathdyde- háskólann í Skotlandi hinn 10. október 1984. Doktorsritgerð Heimis nefnist „Condensation of Vapour Bubbles in Immiscible Liquids" og er til- gangur rannsóknarinnar sá að skapa grundvöll hönnunar varma- skipta í orkuverum, olíuhreinsi- stöðvum o.fl. Heimir Fannar lauk háskóla- námi í vélaverkfræði frá Háskóla íslands árið 1975 og M.sc.-gráðu frá University of Strathclyde árið 1976 með ritgerð sem nefndist „Flow Patterns in Large Diameter Ducts". Hann hefur verið í fullu starfi síðastliðin fimm ár sem yf- irmaður prófunardeildar (Test Section) hjá Howden Compressors Ltd. í Glasgow. Heimir er fæddur í Reykjavík 26. desember 1951. Foreldrar hans eru hjónin Hanna Aðalsteinsdótt- ir og Valur Fannar gullsmiður. (FrélUtilkynning) Húsavík: Afli lélegur og stærstu bátarn- ir leita á önnur mið llÚHavík. 12. mars. VINNA hófst í gær hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur eftir stöðvun- ina vegna verkfalls á fiskiskipa- flotanum. Bolfiskafli var góður í janúarmánuði en síðan verkfall- inu lauk hefur hann verið lélegur og afleiðingar þess orðið þær að þrír stærstu bátarnir eru farnir vestur á Snæfellsnes til útgerðar þaðan eftir að fréttir bárust af góðum afla þar. Rækjuafli er góð- ur eins og verið hefur undanfarið. Fréttaritari EDITHPIAF AAKUREYRl Leikhúsferö til Akureyrar felur í sér flug og gistingu í tvær nætur á hóteli, aðgöngumiða á söngleikinn Edith Piaf og glæsilegan kvöldverð í Sjallanum, Smiðjunni eða Laxdalshúsi. Farþegum í leikhúsferð Flugleiöa er auk þess boðið á dansleik í Sjallanum víðfræga. Þá geta þeir sem óska fengið ódýran bilaleigubíl og ekiö um bæinn og nágrenni hans. LEITIÐ FREKARI UPPLYSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA. HjA UMBODSMÖNNUM OG FERÐA SKRIFSTOFUM. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.