Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 26

Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Launamálaráð BHM og samanburður á launakjörum — eftir Indriða H. Þorláksson í grein í Morgunblaðinu laug- ardaginn 9. mars birtist grein eft- ir fotmann Launamálaráðs ríkis- starfsmanna innan Bandalags há- skólamanna. ’í greininni er reynt að varpa ljósi á þann ágreining, sem er á milli fjármálaráðuneytis- ins og Launamálaráðs um túlkun á skýrslu, sem Hagstofa íslands vann fyrir þessa aðila um launa- kjör á almennum vinnumarkaði. Skýringartilraun formanns Launamálaráðs er ófullnægjandi þar sem ágreiningur um túlkun og vinnubrögð er mun víðtækari en hann vill vera láta. Ekki er efni til að gera því að fullu skil hér en vegna missagna í grein formanns- ins um ýmis atriði er nauðsynlegt að koma nokkrum leiðréttingum og athugasemdum á framfæri. I. Um dagvinnulaun og heildarlaun Formaður Launamálaráðs setur fram tvær fullyrðingar um af- stöðu fjármálaráðuneytisins og undirritaðs til samanburðar á dagvinnulaunum. Annars vegar er fullyrt að fjármálaráðuneytið vilji ekki bera saman dagvinnulaun hjá ríkinu og á almennum markaði. Þessi fullyrðing er röng. Hins veg- ar er fullyrt að undirritaður hafi lýst yfir að dagvinnulaun séu ekki sambærileg. Sú fullyrðing er rétt í grundvallaratriðum en nokkuð af- flutt í grein formannsins, þar sem ekkert er vikið að þeim rökum, sem þessa fullyrðingu styðja en fjölyrt um hluti sem enginn ágreiningur er um. Af hálfu fjármálaráðuneytisins og undirritaðs hefur vinna Hag- stofu íslands og fyrrverandi hag- stofustjóra í þessu efni aldrei ver- ið gagnrýnd. Þvert á móti hefur verið lýst yfir ánægju með störf þessara aðila og allt samstarf við undirbúning könnunarinnar og framkvæmd Hagstofu íslands á henni. Ekki er dregið í efa að af hálfu allra aðila var fyllstu vand- virkni einnig gætt þegar mótaðar voru spurningar þær sem lúta að dagvinnulaunum og formaður Launamálaráðs gerir að umtals- efni. Reynsla er fyrir því að vandaðar spurningar tiyggja ekki að svör við þeim verði með þeim hætti sem ætlast var til. Kemur þar m.a. til að svarendur skilja spurn- ingarnar á misjafnan veg og að stundum er spurt um hluti, t.d. aðgreiningu milli dagvinnulauna og heildarlauna, sem ekki er fyrir hendi. Af þeim svörum sem fengust við spurningum um dagvinnulaun er ljóst, eins og sýnt verður fram á hér á eftir, að ekki náðist sá til- gangur sem að var stefnt. í slíku tilviki verða könnuðir að hafa manndóm til að viðurkenna að þrátt fyrir besta vilja og vinnu hafi tilraunin mistekist, og kunn- áttu til að haga ályktunum sínum í samræmi við breyttar forsendur. Þetta atriði er eitt af fleiri sem gera það að verkum, að hugtakið dagvinnulaun og þær tölur sem á því eru byggðar í könnun Hag- stofu íslands og i launagreiningu fjármálaráðuneytisins eru ekki sambærilegar. Eins og formaður launamála- ráðs gerir grein fyrir var ætlun spyrjenda sú að fá upplýst hver væru: a) laun fyrir dagvinnu eina þegar öll yfirvinna þ.e. vinna umfram 40 stundir á viku er greidd sér- staklega. Húsnæði óskast fyrir teiknistofu Starfandi teiknistofa í Reykjavík óskar aö taka á leigu 100—150 fm. húsnæöi. Æskilegt aö húsnæöiö sé bjart og góö bílastæöi í nágrenninu. Leigutími 2—4 ár. Upplýsingar í síma 22366 milli kl. 10—12. Bladburdarfólk óskast! Austurbær Lindargata frá 40—63 Sóleyjargata Bergstaöastræti 1—57 * „Af hálfu fjármála- >ráðuneytisins og undir- ritaðs hefur vinna Hag- stofu íslands og fyrr- verandi hagstofustjóra í þessu efni aldrei verið gagnrýnd. Þvert á móti hefurwerið lýst yfir ánægju með störf þess- ara aðila og allt sam- starf við undirbúning könnunarinnar og fram- kvæmd Hagstofu Is- lands á henni.“ b) laun sem greidd eru fyrir dag- vinnu og yfirvinnu sem ekki er mæld og greidd sérstaklega. Eins og að framan greinir bera svörin það með sér að þessi að- greining tekst ekki. Skulu hér til- færð nokkur dæmi sem sýna það ljóslega. Dæmin eru tekin úr töfl- um 7 og 8 úr áfangaskýrslu I um launakönnun Hagstofu íslands sem launamálaráð lagði fram i kjaradómi sem dómskjal nr. 8 og þessar töflur einnig sérstaklega sem dómskjal nr. 27. í töflum þessum eru tilgreind meðallaun menntunar- og starfsheita hópa og er greint á milli a) dagvinnu- launa og b) launa fyrir dagvinnu og ómælda yfirvinnu. Fyrir nokkra hópa er niðurstaðan þessi: Indriði H. Þorláksson vinnuviku háskólamann á almenn- um vinnumarkaði. Ef nánar er skoðað verður einnig ljóst, að það sem nefnt er mánaðarlaun fyrir dagvinnu hjá ríkisstarfsmönnum er ekki heldur ótvíræður mæli- kvarði á laun fyrir 40 stunda vinnuviku að jafnaði. Af 2.244 starfsmönnum í aðildarfélögum launamálaráðs sem voru í fullu starfi allt árið 1984 voru 1.274 eða yfir helmingur í störfum þar sem viðvera á föstum vinnustað er langt innan við 40 stundir á viku, oftast á bilinu 20 til 30 klukku- stundir á viku og það stundum að- eins rúmlega helming af starfsvik- um ársins. Ómögulegt er að full- yrða og vafalaust mjög mjög mis- jafnt hvort þessir aðilar verja í Starfsheiti: a)þeirra Meúallaun sem fá mánadarlaun fyrir „dagvinnu“ eina b) þeirra Meðallaun sem fá mánaðarlaun fyrir dagvinnu og ómclda yfirvinnu saman c) MetelUun nilfL Bókari 23.791 23.483 23.764 Viðskipta- og hagfr. 50.828 34.517 47.671 Yfírverkfræðingu 52.750 44.000 45.600 Lögfræðingur Menntun: 37.900 28.150 30.025 Hagfræði 41.425 35.100 38.714 Að sjálfsögðu eru þessi dæmi ekki valin af handahófi heldur þau tekin, sem gleggst sýna veilurnar i talnasafninu. Ekki ætti að þurfa frekari rök fyrir því að tölum i aðgreiningu þessara launategunda er ekki treystandi og rökleysa að nota tölur úr fyrri dálknum sem meðaltal „hreinna dagvinnulauna" eins og m.a. er gert í súluriti því sem birt er í grein formanns Launamálaráðs. Rökleysan kemur best í ljós ef reiknað er fyrir hvern hóp um sig meðaltal launa fyrir dagvinnu og ómælda yfirvinnu samtals. Þá kemur nefnilega í ljós að þaö meðaltal sem notað er fyrir dagvinnu eina er hærra en það með- altal sem fæst þegar ómældri yfir- vinnu hefur verið bætt við. Tekið skal fram að hér er aðeins verið að fjalla um eitt afmarkað atriði í launakönnun Hagstofunnar. Þó að fram hafi komið tölfræðilegir og aðferðafræðilegir annmarkar sem gera það atriði marklaust, rýrir það könnunina í heild ekki veru- lega ef ekki er farið offörum í túlkun talnalegra niðurstaðna. En fleiri atriði en þetta gera dag- vinnulaun að vafasömum saman- burðargrundvelli. í grein formanns Launamála- ráðs kemur fram það sjónarmið að dagvinnulaun séu hin eðlilega við- miðun þar sem þau eru endurgjald fyrir sama vinnutíma, þ.e. 40 stunda vinnuviku. Hér að framan hefur verið sýnt fram á að svoköll- uð „laun fyrir dagvinnu" eru ekki mælikvarði á laun fyrir 40 stunda reynd 40 stundum á viku í þau störf sem þeim er falið fyrir föst mánaðarlaun sin, eða hvort sá tími er meiri eða minni. Nokkuð er um það hjá sumum hópum ríkisstarfsmanna að störf- unum fylgja greiðslur auk mánað- arlauna, sem eru óháðar því, hvort raunverulegur vinnutími er lengri eða skemmri en 40 stundir á viku. Dæmi um slíkt eru t.d. svokallaðir stílapeningar hjá kennurum, greiðslur fyrir læknisverk og prestsverk, bakvaktir o.fl. Þá eru vinnutímaákvæði þannig sum- staðar að um er að ræða auka- greiðslur án þess að vinnutími fari yfir 40 stundir á viku. Allt þetta gerir það að verkum, að svokölluð mánaðarlaun fyrir dagvinnu hjá ríkisstarfsmönnum er ekki hald- bær mælikvarði á það, hvað greitt er fyrir 40 stunda vinnuviku. Algengt er á almennum vinnu- markaði að ráðning er miðuð við tiltekið starf eða stöðu og launa- greiðsla miðuð við það án nokk- urrar beinnar viðmiðunar um dag- legan eða vikulegan vinnutíma. Ætla má að þessi tilvik séu í könn- un Hagstofunnar flokkuð sem laun fyrir dagvinnu og valda nokkru um þá skekkju sem þar kemur fram. Hér er um að ræða tilvik sem ekki geta fallið undir hugtakið dagvinnulaun fyrir 40 stunda vinnuviku. Hér að framan hefur verið sýnt fram á það, að fyrirliggjandi tölur um laun fyrir „dagvinnu” eru hvorki að því er varðar almennan vinnumarkað né ríkið nothæfur mælikvarði á laun fyrir 40 stunda vinnuviku eða jafnaii vinnutíma. Á þeim grundvelli hefur því ver- ið hafnað að leggja svokölluð dagvinnulaun ein til grundvallar við samanburð launakjara hjá rík- inu og á almennum vinnumarkaði. I því efni virðist réttara að bera saman heildarlaun þrátt fyrir nokkra óvissu um vinnutima. Vitað er, að vinnutími manna hér á landi er yfirleitt lengri en 40 stundir á viku. í skýrsIum'Kjara- rannsóknanefndar kemur fram að algengt er að vikulegur vinnutími manna-sé 45 til 55 stundir á viku. Sama máli gegnir um ríkisstarfs- menn. Greiddar vinnustundir hjá þeim svara til sama stundafjölda. Engin ástæða er til að ætla að lengd vinnutíma sé verulega frábrugðin því sem gerist hjá öðr- um. Samanburður heildarlauna á því að gefa viðunandi mynd af launakjörum. Andmæli Launa- málaráðs gegn slikum samanburði og fullyrðingar um að slíkt sé rík- isstarfsmönnum i óhag felur í sér þá fullyrðingu að háskólamennt- aðir starfsmenn á almennum markaði skili verulega skemmri vinnutíma en kollegar þeirra hjá rikinu og starfsfólk hér á landi al- mennt. Engin rök hafa verið færð fyrir slíkri staðhæfingu. II. Upplýsingar og blekkingar Formaður Launamálaráðs unir illa notkun orðsins „blekkingar- vilji“ um meðferð ráðsins á tölum úr könnuninni og fleiru í því sam- bandi. Er það vel ef slíkur vilji er ekki fyrir hendi og hans að láta verkin sýna að svo sé ekki. Skal hér bent á nokkur tækifæri til slíks. Súluriti því sem formaður Launamálaráðs birtir með grein sinni er í mörgu áfátt að efni og villandi í framsetningu. Auk hinn- ar almennu skekkju sem notkun svokallaðra dagvinnulauna hefur í för með sér og áður hefur verið fjallað - um skal bent á, að viðskiptafræðingar skv. teikning- unni hafa um 51 þús. kr. í mánað- arlaun, en sami hópur skv. töflu eitt í greininni tæplega 41 þús. kr. Val mælikvarða eins og gert er með þvi að byrja launaskalann í 15.000 kr. gefur villandi og ýkta mynd af stærðarmun. í greinargerð Launamálaráðs fyrir kjaradómi eru dregnar sam- an ályktanir ráðsins af könnun Hagstofunnar. Þar segir: „... kemur í ljós að háskólamenn á al- mennum markaði höfðu 72% hærri dagvinnulaun“ og um heild- arlaun segir þar „... er munurinn minni eða 47%“. Allar götur síðan hafa fullyrð- ingar af þessum toga komið fram í fjölmiðlum og jafnvel í sölum Al- þingis. í grein formanns Launamála- ráðs birtast töflur tvær. f þeirri fyrri greinir hann frá samanburði hinna margumræddu dagvinnu- launa. Að vísu velur hann þá þrjá hópa eina þar sem munur þessi er mestur eða 41—60%. Engu að síð- ur væri fróðlegt að sjá hann eða annan reiknimeistara fá meðaltal- ið 72 út úr tölum þar sem engin er hærri en 60, eða ef miðað er við heildarlaun í töflu 2 að fá skýr- ingu á hvernig meðaltalið 47 kem- ur út úr tölum á bilinu 1 til 18 sbr. töflu þessa í heild, sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Að lokum. f frétt i Morgunblað- inu frá blaðamannafundi for- svarsmanna Launamálaráðs i síð- ustu viku er með beinni tilvitnun haft eftir formanni Launamála- ráðs að undirritaður hafi unnið með fulltrúum ráðsins að saman- burði. f beinni tilvitnun átelur formaður Launamálaráðs undir- ritaðan einnig fyrir að hlaupast undan merkjum í þessu efni. Þetta kann að vera rangt eftir honum haft. Leiðrétting af hans hálfu hefur ekki sést, þó annt sé honum um virðingu annarra. Indriði H. Þoriáksaon er skrif- stofustjóri Launadeildar fjármála- ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.