Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Ó8ló. 12. nura. Fri Ju Erik Uure, fréturiura MbL í FYR.STA sinn frá því Arne Treholt var handtekinn hittust þeir Jens Ev- ensen og hann. Ekki þó augliti til auglitis því að Evensen lét sem hann sæi ekki Treholt og heilsaði ekki einu sinni manninum, sem hann talaði í eina tíð um sem „son“ sinn. nefndi hann Treholt aðeins „ákxrða" og framburður hans I réttinum þykir ekki hafa gert hlut Treholts betri. „Ég vissi ekki, að Arne Treholt færi á bak við mig og ætti fundi með sovéska sendiráðsmanninum og KGB-njósnaranum Gennady Titov. Það fékk ég fyrst að vita Vitnisburður Jens Evensen í Treholt-málinu: Jens Evensen með Arne Treholt þegar þeir störfuðu saman í hafréttarráðu- neytinu. Enginn efaðist um að Titov væri njósnari eftir að Treholt var handtekinn," sagði Evensen í réttinum í dag ofurlitið skjálfraddaður en hann bar vitni fyrir opnum tjöldum í 54 mínútur áður en réttarhaldinu var lokað aftur. Evensen sagði, að í hafréttar- málaráðuneytinu hefði enginn velkst í vafa um, að Titov væri KGB-njósnari og það áður en hann neyddist til að fara frá Nor- egi eftir handtöku Gunnvarar Taltung Haavik, sem gefið var að sök að hafa njósnað fyrir Sovét- menn. Treholt hefur sjálfur borið, að fundir hans með Titov hafi ver- ið nauðsynlegir til að bæta sam- skiptin og koma á framfæri skoð- unum Norðmanna en Evens sagði, að þetta væri út i hött enda hefði hann sjálfur oft átt formlega fundi með sovéska sendiherranum þar sem þessi mál voru reifuð. Jens Evensen sagði, að Treholt hefði sem ritari sinn í hafréttar- ráðuneytinu haft aðgang að trún- aðarskjölum en hann lagði hins vegar mikla áherslu á, að Treholt hefði aldrei verið leyft að taka þau með sér heim. Eftir handtök- una fundust þó mörg þessara skjala á heimili Treholts. Jens Evensen og Arne Treholt kynntust fyrst þegar Treholt var blaðamaður við Arbeiderbladet og framarlega i baráttunni gegn her- stjórninni i Grikklandi. Fékk — sagði Evensen um Sovétmanninn Evensen áhuga á unga mannin- um, trúði honum fyrir æ mikil- vægari embættum og gerði hann loks að ráðherraritara f verslun- ar- og hafréttarráðuneytinu. Evensen gerði oft að umtalsefni fundi sína með sovéska sendiherr- anum og samningana við Sovét- menn en Treholt er m.a. sakaður um, að hafa skýrt Sovétmönnum frá skoðunum Norðmanna á þess- um málum og hvernig þeir mátu stöðuna hverju sinni. Sagði Ev- ensen, að nánustu samstarfsmenn hans hefðu allir fengið að kynna sér trúnaðarskjöl um samningana við Sovétmenn og Treholt einnig. „Hafði Treholt einhver áhrif á samningana við Sovétmenn?" spurði Ulf Underland, einn verj- enda Treholts. „Allir lögðu eitt- hvað til málanna en þó tel ég, að lögfræðingarnir tveir úr utanrík- isráðuneytinu hafi haft meiri áhrif en Treholt,” svaraði Even- sen. „Lagði Treholt nokkru sinni eitthvað til, sem þér fannst geta skaðað hagsmuni Norðmanna?" spurði Ulf og Evensen svaraði því neitandi. Tvö skjöl, sem Treholt er sakað- ur um að hafa látið Sovétmenn fá, voru nefnd í réttinum í dag. Ev- ensen minntist þess ekki, að hann hefði sýnt Treholt skjal um hrað- lið NATO-ríkjanna en hann úti- lokaði það þó ekki. Hitt skjalið, skýrsla um fund utanríkisráð- herranna Henrys Kissinger og Knuds Frydenlund, hafði Evensen hins vegar sjálfur skrifað á, að væri mjög forvitnilegt og sendi það til AT (Arne Treholt). Það merkilega við þetta skjal er, að af þvi fundust tvö eintök á heimiii Treholts, annað með tilskrifi Evensens, undirritað JE, en hitt án allra athugasemda. Talið er, að skýringin á þessu sé sú, að Tre- holt fékk póstinn til Evensens þegar hann var fjarverandi og hefur þá tekið afrit af skjalinu án vitundar yfirboðara síns. Treholt bar það fyrr i réttar- höldunum, að Evensen hefði litið á það sem persónulega ögrun þeg- ar Gunnvör Galtung Haavik var handtekin og kennt um CIA og norsku leyniþjónustunni. Við þetta vildi Évensen ekki kannast í dag en sagði hins vegar, að vissu- lega hefði handtakan komið á óheppilegum tíma þar sem Norð- menn áttu þá i erfiðum samning- um við Sovétmenn. Kvaðst hann þó sjálfur hafa verið búinn að leggja til, að Gunnvör yrði látin hætta störfum I utanríkisráðu- neytinu þar sem komið hefði I ljós, að hún átti sér rússneskan elskhuga. Chebrikov Vorotnikov Gromyko ið fyrir því að á 75 ára afmæli Brezhnevs skrifaði tímarit i Len- íngrad að „elliærir rithöfundar" ættu að draga sig í hlé. Hins vegar hefur Romanov haft orð fyrir að vera duglegur og hann þótti halda uppi hörðum aga í Leníngrad í anda Andropovs. Hann er harðlínumaður og hefur oft verið kallaður „litli Stalín". Hann lét oft til skarar skríða gegn andófsmönnum og lista- mönnum í Leníngrad og hefur orð fyrir að vera ákafur andstæðingur vestrænna ríkja. Hann hefur verið talinn hættulegur Vesturlöndum. Gorbachev er talinn sveigjanlegri. Á sínum tíma átti Romanov mikinn þátt í því að iðnaður stóð með meiri blóma í Leníngrad en annars staðar i Sovétríkjunum. Hann fer nú með iðnaðarmál í yf- irstjórn flokksins og er áhrifamik- ill i hergagnaiðnaðinum. Hann hefur sér við hlið þá menn, sem hann tók með sér frá Leníngrad, og nýtur stuðnings í hernum og KGB. Sennilega hefur Andropov flutt hann til Moskvu og ætlað honum meiri frama. ALIYEV OG AÐRIR Annar harður keppinautur Gorbachevs var Geidar Aliyev (61 árs). Hann er frá Azerbaijan og yfirleitt eru ekki aðrir taldir gjaldgengir i valdataflinu í Kreml en Rússar. Það hefur einnig veikt stöðu Aliyevs að hann er ekki mið- stjórnarritari. En Aliyev hefur fengið skjótan frama og búast má við að meira heyrist frá honum. Hann var áður yfirmaður KGB i Baku, varð síðan flokksleiðtogi þar og fékk sæti i stjórnmálaráðinu fyrir tilverknað Brezhnev. Aleiyev hrósaði Brezhnev óspart þegar Brezhnev kom til Az- erbaijan skömmu áður en hann lézt. Þó dvínuðu áhrif Aliyevs ekki þegar Andropov kom til valda og hann varð aðstoðarforsætisráð- herra. Aleiyev er metnaðargjarn og valdamikill. Síðan Brezhnev féll frá hefur hann barizt fyrir aukn- um aga og gegn spillingu, á sama hátt og hann gerði áður i Azerba- ijan. Gromyko utanríkisráðherra (75), sem hefur verið tákn sovézkr- ar utanríkisstefnu um árabil, hef- ur líklega ekki sótzt eftir því að verða flokksleiðtogi. Hins vegar hefur hann tvímælalaust haft mikil áhrif að tjaldabaki. Tikhonov, hinn aldni forsætis- ráðherra, er fylgismaður tækni- veldis eins og Alexei Kosygin fyrirrennari hans var. Hann nýtur virðingar í stjórnkerfinu og á meðal þjóðarinnar. Þó er hann ekki fyrst og fremst fulltrúi flokksins. Grishin, flokksleiðtoginn í Moskvu, er almennt talinn litlaus og hæfileikalítill. En þar sem lítið hefur farið fyrir honum hefur ver- ið talið að hann gæti fengið allar valdaklíkur á sitt band. Grishin hefði getað komið til greina, ef stjórnmálaráðið hefði Grikkland gengur ekki úr NATO — segir talsmaður grísku stjórnarinnar Aþ?nu, 12. marz. AP. STJÓRN sósíalista í Gríkklandi lýsti því yfir í dag, að Grikkland myndi GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn óstöðugur London, 12. marz. AP. GENGI Bandaríkjadollars var óstöðugt í dag. Féll það fyrri hluta dags, en hækkaði aftur er leið á daginn. Síðdegis í dag fengust 1,0855 dollarar fyrir pundið (1,0853), en gengi ann- arra gjaldmiðla var þannig, að fyrir dollarann fengust 3,3450 vestur-þýzk mörk (3,3510), 2,8575 svissneskir frankar (2,8587), 10,2700 franskir frankar (10,2450), 3,7990 hol- lenzk gyllini (3,7920), 2.099,50 ítalskar lírur (2.091,00), 1,3925 kanadískir dollarar (1,3913) og 259,15 jen (260,25). Árás á sendi- ráð Tyrkja Ottawa, 12. mnrz. AP. ÞRÍR vopnaðir menn, sem segjast vera meðlimir í svonefndum Bylt- ingarher Armeníu, réðust í dag inn I tyrkneska sendiráðið í Ottawa. Skutu þeir öryggisvörð til bana, en slösuðu sendiberrann. Héldu þeir síðan 11 manns í gíslingu { fjórar khikkustundir, en gáfust svo upp. Sendiherrann, Co'skun Kirca, var fluttur í sjúkrahús. Var talið, að hann hefði fótbrotnað og hand- leggsbrotnað, er honum var hrundið út um glugga sendiráðs- byggingarinnar. Kona hans og dóttir voru í hópi gíslanna, en sluppu báðar ómeiddar. ekki getað komið sér tafarlaust saman um val Gorbachevs, og hann getur enn komið til greina, ef valdabaráttan heldur áfram. Hann er hugsanleg málamiðlun- arlausn. Vorotnikov (58) hefur tæpast þurft að taka með í reikninginn, enda er stutt síðan hann komst á tindinn. Hann var áður sendiherra á Kúbu, en Andropov kallaði hann heim 1982 til þess að hjálpa til við baráttu gegn spillingu við Svarta- haf. Seinna var Vorotnikov fluttur til Moskvu og gerður að forsætis- ráðherra rússneska sovétlýðveld- isins. Hann fékk sæti í stjórn- málaráðinu í árslok 1983. Viktor M. Chebrikov (62), fyrsti yfirmaður KGB sem hefur verið gerður að marskálki síðan Beria leið, var talinn hafa átt þátt í valdatöku Chernenkos í fyrra og Chernenko virtist styðjast við hann. Chebrikov komst fyrst til áhrifa í flokknum í Dnepropetrovsk i Úkraínu, sem var fyrsta valda- miðstöð Brezhnevs, og hóf störf í KGB þegar Andropov tók við stjórn leynilögreglunnar 1967. í desember 1982 skipaði Andropov Vitali Fedorchuk, þáverandi yfir- mann KGB, innanríkisráðherra og Chebrikov tók við af Fedorchuk. Sumir þeirra Kremlverja, sem komið hafa við sögu, hafa stutt Gorbaehev í valdabaráttunni. Aðrir hafa barizt gegn honum og orðið að lúta í lægra haldi. Þeir gætu orðið honum skeinuhættir, ef valdabaráttan heldur áfram. Hann á eftir að treysta sig betur í sessi. hvorki ganga úr Atlantshafsbanda- laginu né Evrópubandalaginu í kjöl- far hinnar skyndilegu afsagnar Konstantins Karamanlis forseta. Skýrði Dimitris Maroudas, talsmað- ur grísku stjórnarinnar, frá þessu í dag. Maroudas sagði, að samvinna Grikkja við NATO á hernaðar- sviðinu væri „óvirk“, þar sem af- staða bandalagsins til heræfinga á Eyjahafi fæli í sér að vissu marki stuðning við „útþenslustefnu Tyrklands". Hefði griska stjórnin tilkynnt NATO í síðasta mánuði, að Grikkland myndi ekki framar taka neinn þátt í neinum heræf- ingum bandalagsins. Var þvi hald- ið fram, að með því að láta heræf- ingar bandalagsins i Eyjahafi ekki ná til eyjarinnar Lemnos, væri bandalagið að styðja Tyrki. Gríska stjórnin heldur því fram, að Grikklandi stafi meiri hætta af Tyrklandi en aðildarríkjum Var- sjárbandalagsins í norðri. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell 25/3 Dísarfell 8/4 Dísarfell 22/4 ROTTERDAM: Dísarfell 26/3 Dísarfell 9/4 Dísarfell 23/4 ANTWERPEN: Dísarfell 27/3 Dísarfell 10/4 Disarfell 24/4 HAMBORG: Dísarfell 15/3 Dísarfell 12/4 Disarfell 26/4 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 29/3 FALKENBERG: Mælifell 18/3 LARVÍK: Jan 22/3 Jan 1/4 Jan 15/4 GAUTABORG: Jan 21/3 Jan 2/4 Jan 16/4 KAUPMANNAHÖFN: Jan 20/3 Jan 3/4 Jan 17/4 SVENDBORG: Jan 19/3 Jan 4/4 Jan 18/4 ÁRHUS: Jan 18/3 Jan 4/4 Jan 18/4 HALIFAX, KANADA: Jökulfell 14/3 oKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.