Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
Ávana- og fíkniefni:
Nikótín (tóbak)
Hér fer á eftir kafli úr nýju riti dr.
Þorkels Jóhannessonar prófessors,
„Lyfjafræói miótaugakerfisins," og
fjallar hann um tóbak. — Morgun-
blaðið mun birta fleiri kafla úr bók
dr. Þorkeis með leyfi höfundar.
Nikótín finnst í tóbaksplönt-
unni, Nicotiana tabacum, er upp-
haflega óx í Ameríku. Nikótín er
einn margra svokallaðra plöntu-
basa, líkt og morfín. Það var fyrst
einangrað úr tóbaki fyrri hluta 19.
aldar. í hreinu formi er nikótín
vökvi. Nikótín og sölt þess eru med
eitrudustu efnum, er þekkjast.
Þegar Kólumbus og félagar
hans komu til eyjanna f Karabíska
hafinu árið 1492, sáu þeir Indíána
reykjandi tóbak. Slíkt var þá Evr-
ópubúum algerlega óþekkt sjón.
Talið er, að Indíánar hafi þekkt
flest eða öll afbrigði tóbaksnotk-
unar nema að reykja sígarettur.
Sígarettur eru háþróuð iðnaðar-
framleiðsla, er fyrst tíðkaðist á
öldinni sem leið. Helstu tegundir
tóbaksvarnings eru sýndar í mynd
20.
Á 16. öld var tóbaksplantan (og
tóbak unnið úr henni) einkum not-
uð til lækninga. Félagsieg notkun
tóbaks (reyktóbaks, neftóbaks eða
tuggutóbaks) hófst ekki fyrr en
um 1600 og ekki að marki fyrr en á
17. og 18. öld. Með tilkomu sígar-
etta á síðustu öld og gylliauglýs-
inga framleiðenda óx útbreiðsla
tóbaks að mun. Síðan hefur tóbak
farið mikla sigurför um heiminn
og lagt mikinn hluta mannkyns að
fótum sér og það þrátt fyrir þá
staðreynd, að með boðum og
bönnum var víðast hvar leitað við
að hefta útbreiðslu þess. Fyrst
fyrir um það bil 30 árum tóku
læknar að gefa skaðsemi tóbaks
verulegan gaum og nokkru síðar
að vara alvarlega við notkun þess.
Má segja, að nú hafi hægt á fram-
sókn þess. Fjarri fer þó, að tób-
aksvörnum hafi verið snúið I sókn
enn sem komið er (sbr. einnig
texta við mynd 20).
í tóbaki og tóbaksreyk koma
fyrir auk nikótíns samtals nokkur
þúsund efni, er ýmist hafa verið í
tóbaksplöntunni eins og hún var
uppskorin, verið bætt í tóbak við
framleiðslu eða myndast við
bruna á því, þ.e.a.s. við tóbaks-
reykingar. í reyktóbaki er venju-
lega 1—2% nikótín (ein sígaretta
inniheldur þannig 15—20 mg af
nikótíni). Einn tíundi hluti nikót-
íns í tóbaki eða minna (ca. 1 mg
eða minna úr hverri sígarettu)
skilar sér í reyknum niður í lungu
og inn í blóð þess, er reykir (á
fáeinum sekúndum berst nikótín
frá lungum inn í blóðbraut og það-
an til heila; hámarksmagn nikót-
íns I blóði frá einni sígarettu er
30—40 milljónustu hlutar úr mg I
ml). Er magn þetta nokkuð breyti-
legt eftir því, hvernig reykt er. Af
þessu má ljóst vera, að nikótfn er
einungis lítill hluti tóbaks. Engu
að síður er einsýnt, að án nikótíns
þætti tóbak lítt eftirsóknarvert og
fæstir myndu leggja á sig að
reykja það. Nikótin er þanniy bein
forsenda þess, ad tóbak er reykt
eda notaö á annan hátt Önnur
efni í tóbaki skipta þó veruleyu
máli, þar eð reykinyamenn verða
að neyta þeirra með nikótíni,
hvort sem þeim líkar betur eða
verr.
Við skulum fyrst virða fyrir
okkur áhrif nikótíns á menn og
dýr, en því næst fjalla frekar um
tóbaksreykingar (einkum sígar-
ettureykingar) og skaðsemi
þeirra.
Nikótín frásogast mjög vel frá
siímhúð (t.d. í munni og berkjum),
en það frásogast illa frá maga.
Það frásogast einnig vel, ef það er
gefið í vöðva eða undir húð. Ef
mönnum eða tilraunadýrum er
gefið nikótfn með einhverjum
fyrrgreindum hætti í hæfilegum
skömmtum (0,5—2 mg), má greina
verkun á mörg líffæri og líffæra-
kerfi, sem venjulega stendur stutt.
í heild má segja að í þessum
skömmtum sé verkun nikótíns
fyrst oy fremst að rekja til örvun-
ar á bæði miðtauyakerfi oy út-
tauyakerfi
Eftir íyrrnefnda skammta nik-
ótíns verður hjartsláttur hraðari,
æðar dragast saman (ekki sist í
húð og innyflum) og blóðþrýsting-
ur hækkar. Munnvatnsrennsli
eykst og slímrennsli í nefi og
berkjum. Samdráttur í innyflum
eykst og niðurgangur getur komið
fyrir. Saltsýrumyndun í maga
eykst nokkuð. Öndun örvast og
sömuleiðis svokölluð uppsölu-
miðstöð í heilastofni (frumuhópar
neðarlega í heilastofni, sem ýmis
lyf verka á og leiðir til uppkasta
eða klígju). Gefið f þessum
skömmtum kann nikótín og að
valda titringi. Þá dregur nikótín
úr þvaglátum og truflar efnaskipti
fitu. Flestum mun finnast (a.m.k.
vönum reykingamönnum), að
nikótín í litlum skómmtum drayi
úr syfju, auðveldi þeim að huysa
oy leysa verkefni oy yefi þeim
vissa vellíðan. Sumir vanir
reykingamenn munu og halda því
fram, að þeir verði varir við allt
þetta jafnframt því sem friður og
ró færist yfir þá.
Ef stærri skammtar nikótíns
eru gefnir (ca. 5 mg) ber meira á
flestum fyrrnefndum einkennum.
Myndi þá vera talað um bráða
eitrun (væga) af völdum nikótíns.
Væg eitrunareinkenni kunna þó
að koma fyrir eftir minni
skammta. Ef enn stærri skammt-
ar (ca. 10 mg) væru gefnir, færi að
bera á ýmsum lömunareinkenn-
um. Banvænn skammtur nikótins
er ca. 50 mg (2—3 dropar af
hreinu nikótíni). Dauði er af völd-
um lömunar í þind og rifjavöðvum
og öndunarstöð í heilastofni. Eitr-
un getur borið mjög brátt að og
leitt skjótt til dauða. Um síðkomin
eiturhrif nikótíns verður fjallað á
eftir í sambandi við tóbaksreyk-
ingar.
Nikótfn er lítillega notað sem
plöntulyf (lyf gegn plöntusjúk-
dómum) og allnokkur við tilraun-
ir. Annars er hreint nikótín mjög
lítið notað.
Enginn efi er á því, að þol
myndast gegn ýmsum verkunum
nikótíns og ekki síst þeim, er telj-
ast hvimleiðar, t.d. klígju. Þá
myndast mikið þol gegn banvænni
verkun. Litið þol myndast hins
veyar yeyn verkun á hjarta oy æð-
ar oy yeyn veUiðunarkennd oy
sumum öðrum verkunum á mið-
tauyakerfið. Fráhvarfseinkenni
eru greinileg hjá mörgum, er
hætta reykingum. Er líklegt, að
flest þessara einkenna séu vegna
fráhvarfs nikótíns (syfja, þreyta,
órói og eirðarleysi, svefntruflanir
o.fl.). Langvarandi tóbaksreyk-
ingar eru taldar minnka matar-
lyst. Sumir kvarta undan því, að
matarlyst aukist mjög, er þeir
hætta tóbaksreykingum, og þeir
fitni.
Með því að lítið þol myndast
gegn ýmsum verkunum nikótfns,
fá reykinyamenn ætíð nokkra
verkun af 1—2 síyarettum (15—iO
my af nilcótíni). Ekki verður með
sanngirni sagt, að nikótfn (eða
tóbaksreykingar) valdi vímu í
þessum skömmtum, þrátt fyrir
nokkra vellíðunarkennd. Ffkn í
venjulegum skilningi myndast og
tæplega í tóbak. Innbrot og annað
glæpsamlegt athæfi til þess að
afla tóbaks eru þannig fátíð, enda
þótt tóbak sé dýr söluvarningur.
Tóbaksreykinyar eru hins veyar
afar sterkleya vanabindandi oy
nikótín má telja dœmiyert ávana-
efni. Af hverjum sex, er hœtta tób-
aksreykinyum, má yott kaUast, ef
tveir halda reykbindindi í eitt ár í
fyrstu atrennu.
Tilraunir með dýr benda til
þess, að þau sækist eftir að
sprauta sig með nikótfni. Mjög
mikill munur er þó á amfetamfni
og kókaíni annars vegar og nikót-
íni hins vegar í tilraunum sem
þessum. Freistandi er að ætla, að
með tilliti til verkana á miðtauga-
kerfið standi nikótfn á milli am-
fetamíns og koffeins, en þó vafa-
laust líkara hinu fyrmefnda.
Nikótín verkar með vissu á sum
boðefni f miðtaugakerfi (acetýl-
kólín, noradrenalfn, dópamín).
Minnir verkun þess að nokkru á
verkun amfetamíns, en að sumu
leyti verkar nikótfn á annan hátt.
Getur þetta skýrt verkun nikótfns
á miðtaugakerfi og að meira eða
Dr. Þorkell Jóhannesson
minna leyti á úttaugakerfi einnig.
Ekki er loku fyrir það skotið að
nota nikótín við lækningar.
Tóbaksreyk má í grófum drátt-
um skipta í tvo hluta: Aynahluta
oy lofthluta. í agnahlutanum eru
öll föst efni og fljótandi, sem f tób-
aksreyk er að finna. Þar er nikótín
og meira eða minna af vatni, auk
svokallaðra tjöruefna, ýmissa
málma og fjölda annarra efna. í
lofthlutanum eru að sjálfsögðu
ýmsar lofttegundir (t.d. koloxíð,
köfnunarefnisoxíð, brenni-
steinstvíoxíð og blásýra (cýan-
vetni)) og ýmis rokgjörn alkóhól
og aldehýð, sem sum hver eru
mjög ertandi í öndunarfærum
(m.a. formaldehýð).
Ef reykt er umfram fáeinar sfg-
arettur á dag að meðaltali, er ör-
uggt, að ef þvf leiðir ýmis viðvar-
andi eiturhrif, er sfðar kunna að
valda sjúkdómum í mörgum líf-
færum og ekki sjaldan dauða. ör-
uggt má enn fremur telja, að
sjúkleyar breytinyar í líffærum
séu því tíðari oy alvarleyri, því
meira oy lenyur sem hefur verið
reykt. Pípureykingar og vindla-
reykingar eru þó yfirleitt taldar
síður hættulegar en sígarettu-
reykingar.
Hjarta- og æðasjúkdómar, svo
sem kransæðasjúkdómar (hjarta-
öng, hjartadrep), heilablóðfall og
æðakölkun í útlimaæðum, eru
lanytum tíðari hjá reykinya-
mönnum en öðrum. Verður að
telja, að nikótin sé hér aðalskað-
valdurinn (vegna viðvarandi álags
á hjarta og æðar). Sterkar líkur
eru þó svo til þess, að koloxið auki
skaðlega verkun nikótíns á hjarta
og æðakerfi svo og magni truflun
fituefnaskipta af þess völdum.
Síyarettureykinyar auka stór-
leya líkur á hvers kyns sjúkdóm-
um í ömdunarfœrum. Þar á meðal
má telja langvarandi berkjubólgu,
lungnaþan og lungnakrabbamein.
Aðalskaðvaldar í þessu tilliti eru
talin vera tjöruefni í reyk, sem
möry hver eru öfluyir krabba-
meinsvaldar, og ýmsar ertandi og
vefjaskemmandi lofttegundir.
Lofttegundir þessar auka slím-
rennsli í berkjur og hefta jafn-
framt bifhárahreyfingar þannig,
að hreinsun efri hluta öndunar-
færa er mun síðri en ella. Af ert-
ingu f berkjum og ofanverðum
öndunarfærum leiðir enn fremur
hósti og andþrengsli, sem kunna
að vera þjakandi hjá sumum reyk-
ingamönnum.
Illkynja sjúkdómar eru yfirleitt
tiðari hjá reykingamönnum og
ekki aðeins f öndunarfærum, held-
ur oy í öðrum líffærum, svo sem í
brisi, blöðru oy í vélinda. Talið er,
að hér séu að verki krabbameins-
valdar úr tóbaksreyk, er berast
inn í líkamann og valda illkynja
frumubreytingum í hinum ýmsu
líffærum.
Tóbaksreykingar hafa veruleg
áhrif á umbrot (niðurbrot) lyfja í
líkamanum í þá veru að stytta
verkun þeirra og draga úr virkni.
Við notkun margra lyfja getur
þetta atriði skipt verulegu máli.
Ef þungaðar konur reykja að
marki, má búast við ýmis konar
áverkun á barn og móður. Tíðni
fósturláta og fjöldi andvana
fæddra eykst. Meiri líkur eru á
fyrirburði en ella. Börmin fæðast
minni en venjuleya oy likur eru á
því, að þau taki minni framförum
á fyrstu vikum oy mánuðum eftir
fæðinyu en böm mœðra, er ekki
reykja. Böm reykinyakvenna
verða án efa ofl oy tíðum að þola
nikótínfráhvarf, oy dánartíðni
þeirra er meiri en annarra ný-
bura. Tóbaksreykingar móður
virðast þó ekki leiða til alvarlegra
fósturskemmda eins og þekkt er
eftir alkóhól.
Að öllu samanlögðu er því
augljóst, að sígarettureykingar
eru stórkostlegur bölvaldur. Menn
skyldu í þessu sambandi yera sér
Ijóst, að meyinvanda tóbaksreyk-
inya er að rekja til skaðleyra
verkana á hjarta, æðar, lunyu oy
nánast öll innri liffœri önnur en
miðtauyakerfið. Þrátt fyrir þá
staðreynd, að nikótín er ákafleya
vanabindandi efni (sbr. á undan),
er skaðley verkun þess á miðtauya-
kerfi minni háttar mál miðað við
skaðsem i tóbaksreykinya á önnur
liffœri.
Ef stjórnvöld vilja á annað borð
leyfa notkun ávanaefnisins nikót-
íns, vaknar hreinlega sú spurning,
hvort ekki væri heppilegra að
neyta þess á annan hátt en meö
þvf að reykja. Sums staðar er til
tuggugúmmf, er inniheldur hæfi-
legt magn nikótfns miðað við fé-
lagslega notkun þess. Nikótin-
tuggugúmmí er algerlega hlið-
stætt við tuggutóbak að þvf und-
anskildu, að i nikótíntuggugúmmi
eru engin önnur efni úr tóbaki og
tygging þess myndi að flestra
dómi vera talin hreinlegra athæfi
en tyggja tóbak. Slíkt tuggu-
gúmmf ætti skilyrðislaust að vera
á markaði (það má auðvitað skatt-
leggja eftir vild), ef menn vilja á
annað borð leyfa félagslega notk-
un nikótíns, þar eð þanniy losna
neytendur við skaðleya verkun á
a.m.L öndunarfæri oy sum önnur
innri liffæri, sem óhjákvæmileya
fylyir tóbaksreykinyum (sbr. á
undan). öruggt má þó telja, að
tóbaksræktendur og seljendur
tóbaks og auglýsendur myndu f
fyrstu a.m.k. leggjast hart gegn
breyttum tóbaksvenjum sem fyrr
greinir. En eiga þeirra hagsmunir
að ráða?
Ekki má skiljast við tóbaks-
reykingar án þess að nefna, að
þær menga mjög andrúmsloft.
Tóbaksreykingar kunna því að
valda nokkru tjóni einnig hjá
þeim, sem ekki reykja, en eru ná-
vistum við reykingamenn. Þvf ber
að takmarka tóbaksreykingar í al-
menningsvistum (vinnustöðum,
matstofum, afgreiðslusölum, al-
menningsfarartækjum o.s.frv.),
svo sem auðið er.
Mjnd 20. Mjndin sýnir helstu tegundir tóbaksrarninga, sem hér er á markaði (aé undanskildu pfputóbaki), og að auki slitur af
þurrkuóu tóbaksblaói (blaói plöntunnar Nicotiana tabaeum). Yst til rinstri er neftóbak (framleitt hér á landi), þá filtersígarettur og
þar næst venjulegar sfgarettur. Fyrir mióri mynd eru vindlar í fullri stærA, en til hsegri viA þá eru minni tegundir vindla. TóbaksblöA
af þeirri gerA, sem sýnd er fremst á myndinni, voru áAur flutt til landsins til neftóbaksgerAar.
Sígarettureykingar eru nú sú tegund tóbaksnotkunar, er langsamlega þyngst vegur. AriA 1981 var taliA, aA hver íslendingur 15 ára
og eldri hefAi reykt aA meAaltali allt aA þvf 2500 sfgarettnr. Höfóu sígarettureykingar þá aldrei orðiA meiri bér á landi. Sala á öðrum
tóbaksvörum hafði hins vegar dregist mjög saman frá þvf, sem áður var.
Athuganir benda til þess, að Ueplega helmingur fullorðinna fslendinga reyki og sigarettureykingamenn reyki að meðaltali um það
bil 15 sfgarettur á dag. Menn, sem reykja 10—20 sfgarettur á dag eAa þaðan af meira, teljast reykja á ávanastigi, þar eð af þvf leiðir
ýmis viðvarandi eiturhrif, er sfðar kunna að valda sjúkdómum og dauða (sbr. texta). Ovfst er, hvort filtersfgarettur draga nokkuð úr
skaðsemi sfgaretta. Þeir, sem reykja filtersfgarettur, hafa tilhneigingu til þess að reykja meira en hinir, er reykja venjulegar
sfgarettur. (Ljósm.: Jakob Kristinsson.)