Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 44

Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Minning: Gudmundur Jónas- son fjallabílstjóri Fæddur 11. júní 1909 Dáinn 5. mars 1985 Guðmundur Jónsson fjalla- bílstjóri fæddist 11. júní 1909 að Sauðardalsá á Vatnsnesi, en flutt- ist fimm ára gamall að Múla í Kirkjuhvammshreppi. Hann and- aðist hinn 5. mars 1985. Nú við fráfall góðkunningja mins Guðmundar Jónassonar get ég ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkrum orðum, og vil ég gera það með því að birta það á þann hátt að nefna ferðalag, er við nokkrir félagar, starfsmenn hjá OLÍS, fórum í sumarið 1960, ásamt eiginkonum okkar um Fjallabaksleið nyrðri, á bíl Guð- mundar undir stjórn Hauks Hall- grímssonar. Guðmundur var þá á ferð þessa sömu leið, en þó urðum við ekki samferða alla leiðina. Við fórum sem leið liggur í Landmannalaug- ar og gistum þar í tjöldum. Um morguninn gengum við m.a. á Blá- hnúk, sem er skammt frá Laugun- um, en því miður naut ekki sem fcest útsýnis þaðan vegna nokkurr- ar þoku. Síðan var ferðinni haldið áfram og gist í Bldgjá næstu nótt. Þar má ég segja, að fundum okkar hóps og Guðmundar með sinn hóp, hafi borið saman og var reist tjaldbúð mikil. Um morguninn var blíðviðri hið mesta og var ákveðið að fara í gönguferð inn eftir Eidgjá, þaðan sem tjaldbúð okkar var, og var um nokkra vegaiengd að ræða. Sem kunnugt mun er Eldgjá að vegalengd um 30 km alls frá Mýrdalsjökli til norðausturs og endar við Gjátind, sem er u 940 m hár. Þaðan er ótrúlega mikil og víð útsýn til allra hliða. Einn þeirra er tóku þátt í göngu þessari var Guðmundur sjálfur, var raun- ar, sökum meðfæddra hæfileika sinna og reynslu, manna kunnug- astur leið þessarri, enda farið hana líklega oft áður. Upp úr gjánni er um allbratta brekku að fara upp á sjálfan tind- inn og reyndist mörgum erfitt að komast þangað. Sumt af fólkinu sneri til baka niður í Gjána en meginhópurinn komst alla leið. Ég má segja, að Guðmundur hafi, þrátt fyrir fötlun sína (kölkun í mjöðmum) orðið sá þriðji í röð- inni, sem upp komst, við vorum aðeins tveir, sem urðum á undan honum. Er á tindinn kom blasti við okkur stór hluti landsins, allt vestur að Botnssúlum við Hval- fjörð og jöklaklasinn allt frá Langjökli til Vatnajökuls og Ör- æfajökuls með Lómagnúp nokkru vestar, Mýrdalsjökul og að ógleymdum ýmsum kennileitum öðrum nær og fjær. Veður var sem best varð á kosið, logn og sólskin. Er upp var komið byrjar Guð- mundur að fræða okkur um hið stórbrotna umhverfi, sem hann var allra manna kunnugastur. Ég reyndi að færa mér í nyt fræðslu hans, sumt af þessu skrifaði ég hjá mér og geymdi, annað fann ég síð- ar á landakorti. Síðan fór ég að hugleiða þetta með sjálfum mér og árangur þess varð sá, sem hér á eftir, sem ég hef tileinkað Guð- mundi Jónassyni nú við fráfall hans. Þetta kemur fram í eftirfar- andi kvæði, er lýsir líka að nokkru leiðinni milli Landmannalauga og Eldgjár. Kynni okkar Guðmundar hófust um 1933 eða 1934, en þá starfaði ég á bílaverkstæði Páls Stefáns- sonar í Kolasundi, þar sem nú t Sambýlísmaður minn, PÉTUR GUÐFINNSSON bílstjóri, Freyjugötu 32, lést i Borgarspitalanum aö kvöldi 10. mars sl. Guóbjörg Guömundsdóttir, Guöfinnur H. Pétursson, Karl H. Pétursson, Pétur H. Pétursson, Una H. Pétursdóttir. t Eiginkona min, móðir og fósturmóöir, ÓLAFÍA INGIBJÖRG DANÍELSDÓTTIR, snyrtisérfrasöingur, Engihlíö 14, lést i Landakotsspítala aö kvöldi 11. mars. Siguröur Sveinsson, Linda Hrönn Siguröardóttir, Margrét Ágústsdóttir. t Eiginkona mín, ÞÓRHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Breiðvangi 14, Hafnarfirói, lést i Landspitalanum 11. mars. Fyrir hönd aöstandenda. Jón Guömundsson. 1 Fósturfaöir minn, SVEINN HELGASON, Frakkastig 12B, lést á heimili sinu aö morgni 11. mars. Fyrir hönd vandamanna. Einar Kérason. stendur hluti stórhýsis Útvegs- banka íslands. Hann kom þá með bíl sinn til viðgerðar og féll í minn hlut að inna þá viðgerð af höndum að nokkru. Síðan gerði ég alloft við bíla hans, þar til hann setti upp sitt eigið verkstæði. Eftir það strjáluðust samfundir okkar, en kunningsskapur okkar hélst eigi að síður alla tíð. Ég vil að síðustu óska Guð- mundi fararheilla í þessarri hans hinstu för og góðrar heimkomu til hins fyrirheitna lands, með virð- ingu og þökk. Að lokum vil ég láta í ljós inni- lega samúð mína með eftirlifandi eiginkonu hans Stefaníu Eðvarðs- dóttur og öðrum aðstandendum hans. Með virðingu, Arni Jóhannesson, bifvélavirki, Hamraborg 26, Kópa- vogi. Kveðja frá Jöklarannsókna- félagi íslands Austan af Brúarjökli blasir við slakki í Kverfjallarana. Á máli jöklafara nefnist skarðið Gusa- skarð. Hinn 3. maí 1951 beindi Guðmundur Jónasson fjallabíl- stjóri, eða réttara sagt Guðmund- ur frá Múla (í Línakradal), eins og hann var þá venjulegast nefndur, snjóbíl sínum Gusa í gegnum þennan slakka á leið að Bárðar- bungu, og miðaði greitt. Guð- mundur var að koma austan af Héraði, en þar hafði hann verið að flytja fóðurbæti í miklum snjó- þyngslum og harðindum á innstu dalajarðir. Hann var á heimleið til Reykjavíkur með viðkomu hjá Loftleiðamönnum á Bárðarbungu og til að veita þeim aðstoð. Þeir voru að bjarga skíðaflugvél, sem gist hafði hájökulinn vetrarlangt. Ásamt með Loftleiðamönnum hafði Guðmundur lagt á ráðin um útbúnað og ferðatilhögun á jöklin- um. Björgunin tókst með ágætum eins og alþjóð veit. Og þetta var ekki eina jöklaferð Guðmundar. Jöklarannsóknafélag Islands var nýstofnað (nóv. 1950). Guð- mundur var stofnfélagi, hann hafði brennandi áhuga á landfræðilegri rannsókn jökla. Síðasta ferð hans á jökul var 1983, svo að jöklatími eða jökulskeið Guðmundar heitins var þriðjung- ur aldar. Fyrstu árin var Gusi raunar eini snjóbíll landsins. Farnar voru hinar alkunnu vor- og haustferðir til Grímsvatna. Guð- mundur fór vítt og breitt um jök- ulinn. Samferðafólkið í snjóbíl Guðmundar fann til öryggis- kenndar. Og þótt farið væri eftir fyrirfram gerðri áætlun lumaði Guðmundur alltaf á einhverju óvæntu, jökullinn sjálfur og veður hjálpuðu gjarnan líka vel til. Hver ferð jók við þekkingu manna á jöklum. Guðmundur var slíkur vinnuhestur að furðu sætti. Hann var afarnýtinn og skopaðist að bruðli. Ratvísi og gjörhygli einkenndu ferðalög hans á jöklum. Eitt lítið dæmi notadrjúgt skal nefnt. Þegar t SIGURBJÖRN JAKOBSSON, Hétúni 10B, lést 10. þessa mánaöar i Landspitalanum. Fyrir hönd vandamanna, Jóhann Jakobsson. hvítgrá þoka eða hríðarkóf byrgði alla útsýn var reynt að aka eftir strikum áttavitans, en til öryggis lét Guðmundur gjarnan tvo skíða- menn ganga annað veifið framan við bílinn á hægri og vinstri hlið. Hann notaði mennina til að sýna sér hallann á jökulhvelinu, en hann vissi sjálfur hvernig jöklin- um hallar á hverjum stað. Þetta minnti helst á hvernig skipstjórn- armaður bregður fyrir sig dýpt- armæli. Þrátt fyrir allan áhuga á jöklum og jöklarannsóknum þá knýtti enn rammari taug Guðmund og jökla- fara saman, það var áin Tungnaá. Sumarið 1950 hafði Guðmundur og Egill Kristbjörnsson fundið bílfært vað á Tungnaá (Hófsvað). I beinu framhaldi af því, og skömmu eftir að Jöklarannsókna- félag íslands var tekið til starfa, þótti auðsætt, að héðan suðvest- anlands væri greiðasta leið vélknúinna farartækja inn á Vatnajökul úr Tungnaárbotnum. Ár voru þá óbrúaðar á Skeiðarár- sandi, svo að Esjufjallaleið kom vart til greina og leiðir af Síðu voru einnig dæmdar úr leik. Sá meinbugur var á, að leiðin úr byggð til Tungnaárbotna lá yfir Tungnaá, sem var viðsjáll farar- tálmi bíla, jafnvel þótt kröftugir væru. Hér naut Jökiarannsóknafé- lagið atorku og þrautseigju Guð- mundar, sem með þrautþjálfuðu liði sínu kom Vatnajökulsleið- öngrunum og öllu hafurtaski heilu og höldnu yfir Tungnaá ár eftir ár eða þar til áin var brúuð við Sig- öldu 1968. Yfir Tungnaárferðum hvíldi í senn gifta og ævintýra- ljómi. Flestir ef ekki allir fundu til unaðskenndar að vera komnir inn fyrir Tungnaá. Þar var heimur út af fyrir sig, hin raunverulegu reg- inöræfi landsins. Guðmundur vissi glögg skil á örnefnum og skar úr um vafa og efasemdir varðandi nöfn og hæð fjalla í órafjarlægð. Fátt lýsir betur gáska og jafnfrmt virðingu og vinarþeli okkar félag- anna í Jöklarannsóknafélaginu í garð Guðmundar en gælunafn hans sem skjótt varð til. Það var ekkert annað en hreppstjórinn í Tungnaár- og Grímsvatnahreppi. Nú kveðjum við okkar dáða hreppstjóra, við kveðjum vin okkar Guðmund Jónasson með þökk og virðingu, ljúfar minn- ingar lifa. Hugheilar samúðar- kveðjur til vandamanna. Sigurjón Rist form. Jöklarannsóknafél. íslands. t Útför BJARNAJÓHANNESSONAR, rakarameistari, Kleppsvegi 4, er lést 3. mars sl., hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum innilega auösýnda samúö, ennfremur sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á B-deild 6 Borgarspitalans fyrir frábæra aðhlynningu. María Helgadóttir, Halldór Bjarnason, Ólafía Bjarnadóttir, Pélmi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, GUDBJÖRG INGVARSDÓTTIR fré Klömbrum, Austur-Eyjafjöllum, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 13.30. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarfélög. Brœöur hinnar létnu. t Konan min, móðir og tengdamóöir, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni kl. 3 fimmtudaginn 14. marz. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Hrafnistu njóta þess. Oddur Oddsson, Gunnar Oddsson, Erna Magnúsdóttir og fjölskylda. „Áfram veginn í vagninum ek ég“ er ekki aðeins fagurt lag og texti, sem margir láta hljóma, þegar vegurinn æðir fram við hraða yfirferð hjólanna eða á góðri stundu í vinahópi. Áfram er haldið og ekið hratt eða hægt eftir aðstæðum, unz þar kemur, að ekki er aðeins áð til hvíldar eftir anna- sama ferð, heldur er farartækinu lagt án þess reiknað sé með að áfram verði haldið með líkum hætti og fyrr var. Og nú er Guðmundur Jónasson genginn frá stýri sínu og hefur lagt bílnum sínum, þar sem hann ræsir ekki samstarfsmenn eða farþega að morgni. Hann hefur þegið hvíldina. Þykir kunnugum það gott, að hann skyldi ekki þurfa að una því lengur að vera ekki viss um áttir né viðfangsefni, maðurinn, sem aldrei villtist og alltaf kunni ráð við hverjum vanda. En þessar línur eru til þess ætlaðar að færa þakklæti mitt fyrir viðkynningu áratuga, þar sem ýmis svið viðfangsefna og vináttu settu sín einkenni á sam- félagið allt. En fyrst sá ég Guðmund Jónas- son, svo að ég viti, veturinn 1954, þegar ég ungur piltur var að fá eldskírnina á því sviði, þar sem ég hef verið fastur síðan. Og þetta var uppi á Holtavörðuheiði í mikl- um snjóum og erfiðri færð. Gleymist mér það ekki, hvemig Guðmundur tók mér. Hann hafði þá þegar aflað sér viðurkenningar og var þekktur maður, en ég var drengstauli rétt að byrja að hleypa heimdraganum. En þær leiðbeiningar með fullri þolin- mæði og hollri uppfræðslu hafa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.