Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
25
ekki skilið á hvern hátt handritin
frá Qumran ættu að vera ögrun
við kristnar kenningar. Því meir
sem við heyrum um þennan trú-
flokk, sem lét okkur eftir handrit-
in, þeim mun ljósari verður mun-
urinn milli þeirra og kristninnar.
Vissulega er þar með ekki átt við
að engin tengsl hafi verið milli
frumkristni og Essena, báðir hóp-
ar lifa á svipuðum tíma. En það
eru minnsta kosti jafnmikil tengsl
milli rétttrúaðra gyðinga og frum-
kristinna manna."
Prófessor v.d. Woude bætir við:
„Handritin voru rannsökuð mjög
nákvæmlega og niðurstaðan var
sú, að ekkert beint samhengi sé að
finna milli frumkristni og Essena.
Þar eru engin frekari tengsl en
þau eru í dag milli hópa með mis-
munandi skoðanir sem lifa á sama
staða á sama tírna."
Um gildi handritanna
Hér má einnig kveða til skoðan-
ir Theodor H. Gaster, sem hefur
þýtt öll handrit sem hingað til
hafa verið birt, í bók sinni: The
Dead Sea Scriptures, 1976, New
York. Hann er talinn ein alfremsti
hebreskufræðingur heims og sér-
fróður í máli þess tíma er handrit-
in voru skrifuð. Hann segir í inn-
gangi bókar sinnar, bls. 13.: „Þeg-
ar við nú höfum athugað grundv-
allarhugmyndir handritana og trú
og stofnanir Qumran-
bræðrafélagsins, getum við svarað
hinni brennandi spurningu: Sýna
þessi handrit okkur löngu týnda
fyrirrennara kristninnar? Svarið
er já og nei. Já í þeim skilningi, að
þær sýna okkur mynd af andlegu
og trúarlegu umhverfi því, sem Jó-
a
*?j**y«V
* V*1 V'JT
• ti
r«
ín»4* 1JT** r -&
T>rxe
Handritin: Að ofan: Jesaja-rollan; að
neðan: hluti af skýringum á Habakúk.
hannes skírari starfaði í og Jesús
var alinn upp í ...
Nei að því leyti að bókrollurnar
innihalda engar mikilvægar guð-
fræðilegar hugmyndir um hold-
tekju Guðdómsins, frumsyndina,
frelsun fyrir krossinn og allt slíkt,
sem gerir kristindóm að sérstakri
trú.“
Hér skal aðeins bætt við um-
sögn Herberts Braun úr áður-
nefndu riti hans „Jesus, der Mann
aus Nazareth und seine Zeit,“
1984, Stuttgart. Hann segir (bls.
199): „Grundvallarmunurinn er
fólginn í eftirfarandi: Qumran-
söfnuðurinn leggur að vísu
áherslu á lögmál Gamla testa-
mentisins í einu og öllu en gerir
sér þó ekki grein fyrir því, að mað-
urinn hlýtur með því að hljóta aft-
ur sjálfsvirðingu. Guð Qumran-
manna hjálpar hinum týndu en
vísar þeim á leið lögmálsins. Hinn
trúaði getur verið viss um frelsun
sína ef hann ástundar smásmugu-
lega hlýðni. Nýja testamentið seg-
ir aftur á móti: Engar kröfur
hjálpa þeim, sem týndur er. Hon-
um hjálpar það eitt að verða kær-
leikans aðnjótandi og það er hann
sem leiðir hann til að breyta rétt.
Jesús var vinur syndara og toll-
heimtumanna, hjá honum lærum
við hlýðni af frjálsum vilja. Þessa
víðsýni er ekki að finna í ritum
Qumran-handritanna.
Séra Jón Habels er heimilisprestur
St. Franciskussystra í Stykkis-
bólmi.
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson
„Kannski að þeir ætli
nú að taka lagið“
Það fer að styttast í vorið.
Komið er fram í byrjun mars-
mánaðar og skammdegið að
baki. Veturinn verður héðan af
varla mjög snjóþungur. Hann
hefur verið mildur í borginni
undanfarna mánuði og fátt
bendir til þess að frosthörkur
séu á næsta leyti. Enn kann þó
veturinn að minna á sig en veð-
urfræðingar og aðrir áhuga-
menn um veðrið vona það besta
og eru fyllilega sáttir við veður-
blíðuna á tímum þegar nóg er af
fjárhagslegum áhyggjum og ým-
iss konar basli hjá fólki og há-
værar kröfur uppi um verulega
bætt kjör á vinnumarkaði. Það
þykja meiriháttar tíðindi að
fyrsti snjórinn á þessu ári féll á
jörðu hér í borginni 15. febrúar
síðastliðinn. Snemma í síðasta
mánuði eða 12. febrúar var veð-
urblíða á Skólavörðuholtinu sem
annars staðar í borginni, hiti
2—3 stig, sólskin og heiðskír
himinn. Tilsýndar á leið niður af
holtinu, ekki fjarri Templara-
höllinni við Eiríksgötu, kom ég
auga á miðaldra mann á göngu.
Hann var í skósíðum, ljósbrún-
um ullarfrakka og hann líkt og
læddist yfir Barónsstíginn við
gatnamót Barónsstígs og Leifs-
götu, var um sig en glaðlegur að
sjá, brosandi. Hann var með
svarta stresstösku í hendi og
þegar ekki voru nema rétt um
það bil þrír metrar á milli okkar
sá ég að hann var órakaður, með
tveggja til þriggja daga skegg-
hýjung í andliti. í fyrstu hélt ég
að um væri að ræða önnum kaf-
inn sölumann í fasteignasölu að
koma frá því að skoða hús við
Barónsstíginn. Þegar maðurinn
var kominn yfir Barónsstiginn
og heilsaði áttaði ég mig á að þar
var kominn Hafliði Vilhelmsson,
rithöfundur með meiru. Við
spjölluðum um daginn og veginn,
hann hneppti frakkanum uppí
hálsmálið og sagðist t.d. stunda
nám í Iðnskólanum í tækniteikn-
un og svo brosti hann og kvað
tækniteiknun framtiðaratvinnu
og var á honum að skilja að
meira væri að hafa uppúr tækni-
teiknun en ritstörfum, sem væru
hrein fórn af hálfu þeirra, sem
þau stunduðu og ætluðu sér að
lifa af þeim.
Hafliða hitti ég við Baróns-
stiginn þriðjudaginn 12. febrúar.
Daginn eftir, miðvikudag, var
enn sama vorveðrið, þó örlítið
kaldara en daginn áður, frost
1—3 stig, bjart veður og sól á
lofti og hópur fólks á ferli í
miðborginni. Niður Frakkastíg-
inn gekk álútur í blárri kulda-
úlpu Sigurður Jón ólafsson,
starfsmaður á Borgarbókasafn-
inu, þýðandi og fyrrum klippari
hjá sjónvarpinu. Það var eins og
að hann væri að reyna að leysa
lífsgátuna, sem er meiriháttar
verkefni. Hann var þungt hugs-
andi og ekki beint broshýr, hefur
þó eflaust haft ástæðu til að
gleðjast síðar um daginn, hlæja
upphátt að einhverju skoplegu,
nóg eru tilefnin og stutt er í
húmorinn hjá þeim ágæta
manni. Á móts við Alþýðubank-
ann á Laugaveginum var fólk i
ýmsum erindum, sumir að
versla, aðrir að koma úr pen-
ingastofnunum eða á leið í þær
og enn aðrir á leið í búðir sem
eru margar við Laugaveginn.
Fyrir framan hljómplötuverslun
Fálkans gekk kunnur Reykvík-
'*>(rur og gekk greitt. Það var um
hádegisbil og kannski að hann
hafi verið á leið í mat frá eril-
samri vinnu. Þar var á ferð
Guðni Jónsson, forstjóri Ráð-
gjafar og ráðningarþjónustunn-
ar á Túngötu 5 í Reykjavík, far-
sæll maður og vinsæll, sem áður
var veitingamaður í Naustinu og
stóð sig með mikilli prýði þar
eins og í þeim störfum sem hann
hefur komið nálægt.
Það var rigning og rok í borg-
inni, hálfgert haustveður mið-
vikudaginn 20. febrúar síðastlið-
inn. Uppúr klukkan átta að
morgni dags biðu fjórar mann-
eskjur í ganginum á þriðju hæð í
Austurstræti 16, í húsakynnum
borgarskrifstofa. Fimmtán mín-
útum síðar var opnað inn í bið-
stofu borgarstjóra. Bók lá þar
frammi þar sem þeir skráðu sig
sem vildu hitta borgarstjóra að
máli. Brátt fylltist biðstofan af
fólki, Davíð er vinsæll maður og
margir eiga við hann erindi.
Andrúmsloftið þarna á biðstof-
unni var þægilegt og gestir
spjölluðu nánast um allt á milli
himins og jarðar og var víða
komið við. Biðstofan rúmar
varla meira en fimmtán til tutt-
ugu manns. Á veggjum eru
myndir af höfuðborgarsvæðinu
og áður en komið er inná skrif-
stofu borgarstjóra er komið inní
fremra herbergi þar sem ritari
borgarstjóra hefur aðsetur. Ekki
er ætlunin að lýsa í smáatriðum
húsakynnum, stólum, borðum
eða teppum á gólfum, fremur
stund fyrir hádegi á biðstofu hjá
æðsta embættismanni borgar-
innar. Þarna var fólk úr hinum
ýmsu atvinnugreinum og hefur
sjálfsagt átt mismunandi áríð-
andi erindi við borgarstjóra.
Einar Laxness, sagnfræðingur
og menntaskólakennari, skráði
sig fyrstur í gestabókina er lá
frammi í biðstofunni og númer
tvö í röðinni var ung kona sem
skrifaði stöðugt í skrifblokk sem
hún var með. Hún hefur viljað
vera með allt á hreinu og svo var
þarna einn af aðalleikurum í
kvikmyndinni „Með allt á
hreinu“, Egill ólafsson, tónlist-
armaður og kvikmyndaleikari.
Hann var í ljósgráum regn-
frakka og var ekki búinn að vera
í biöstofunni nema stutta stund
þegar þeir komu hver af öðrum
tónlistarmennirnir; Ragnar
Björnsson, Sigurður örn Snorra-
son, Stefán Edelstein og Ár-
mann Örn Ármannsson, einn af
aðalhvatamönnum að byggingu
tónlistarhúss í Reykjavík og
maður sem sat við hlið mér
hvíslaði: — Við megum kannski
búast hljóðfærum. Kannski að
þeir ætli nú að taka lagið.
Skömmu síðar kom svo séra
Bernharður Guðmundsson, rit-
stjóri Víðförla, inná biðstofuna
og áður voru komnir tveir ungir
athafnamenn, með þykkar tösk-
ur undir hendi og þeir voru
margt að hugleiða áður en þeir
voru kallaðir inn til borgar-
stjóra.
Stundin leið hratt og enginn
leiði gerði vart við sig á biðstof-
unni. Gestir voru kallaðir inn til
borgarstjóra hver af öðrum og
ekki að sjá að nokkur kæmi af
hans fundi í leiðu skapi, miklu
fremur brosandi og i góðu skapi,
þannig á það líka að vera þó svo
að sjálfsagt hafi ekki verið hægt
að gera öllum til hæfis, enda
verður það víst seint hægt.
Ferðahátíð í Þórscafé - öll sunnudagskvöld:
Vínar
kvöld
„ i pór»CBfé
=&S5=--=SS
I vinB
*
lcennan09 gor
*yriíC“r9eS,Í
oV16"1
. pón^09
Pantið miða tímanlega
í sima 23333 og 23335
FERÐASKRIFSTOFAN
Iffavandi
Vesturgötu 4
17445
Matseðill
r bingo ,
(vínarferðir
' vínnj£9
• Forréttur: Laxakótolottur i hvít-
vínssósu
• Aöalréttur: Vinarsnoiö moö
rósakéli, Parísarkartöflum og
hrésalati.
I«M
Staöur hinna vandlátu