Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 17 VALHÚS FASTEIGINIASALA Heykjavíkurvegi 60 Breiövangur. vorum ao ia í einkasölu mjög gott hús, 160 fm, auk bilsk. á vinsælum staö vió hraunió. Teikn. og uppl. aóeins á skrifst. Lindarflöt. 6-7 herb. einb.hús, 145 fm og 45 fm bilsk. Veró 4,5 millj. Skipti á 4ra-5 herb. sérhæö eöa 5-6 herb. ib. i fjölb.húsi i Hafnarf. mögul. Túngata - Álftanesi. s-e herb. einb.hus 145 fm áeinni hæö. Bilsk. V. 3,6-3,7 millj. Skipti á 3ja-4ra herb. ib. á höfuöborgarsvaaöi. Sævangur. 5 herb. einb.hús á 2 hæöum. 160 fm. Fallegt útsýni. Verö 2,5 millj. Laufás Gb. 5 herb. neöri sérhæö 138 fm i tvib.húsi. Björt ib. 40 fm bilskúr. Verö 3 millj. Skipti á ódýrari eign i Hafnarfiröi eöa Garöabæ. Smyrlahraun. Raðh á 2 hæðum meö útsýní yfir friöaö svsböí, 4 svefnh., bilsk. Verö 3,6 millj. Skipti á minni sérh. mögul. Álfaskeið. 5 herb. etri serh I tvfb.h. Allt sér. Suðursv. Góöur staður Verö 2,2 miil). Laufvangur. 6-7 herb. 140 tm endaib. Björt og skemmtileg. Aöeins þrjár ib. i stigagangi. Suöursvallr. Verö 2,7-2,8 millj. Lindarhvammur. 4ra herb. rúml. 100 fm íb. á jaröhæö. Allt sér. Snyrtileg eign. Samþykktar teikn. af bilsk. Verö 2,4 millj. Alfaskeið. 4ra herb. 100 fm neöri sérhæö. Bilsk.réttur. Breiðvangur. 4ra-s herb., 108 fm ib. á 3. hæö. Gott útsýni. Bilskúr. Verö 2,5-2,6 millj. Grænakinn. 3ja herb. 86 fm aöalhaaö í þríb.húsi. Mikiö endurn. Verö 1.8 millj. Miðvangur. 3)a-4ra herb. Ib. á 1. hæö. Suöursv. Gott útsýni. Sameigin- legt sauna og frystir í kj. Verö 2-2,1 millj. Hverfisgata. 4ra herb 80 tm sérhæö i tvibýti auk 40 fm i kj. Bilsk. Verö 1.9 millj. Háakinn. 3ja herb. 95 tm ib. I þrib.húsi. Bilskúrsréttur. Verö 1,8 millj. Miðvangur. 2ja herb. 70 tm Ib. á 3. hæö. Útsýni. Verö 1650 þús. Suöurbraut. 2ja herb 60 fm ib. á 1. hæö. Bilsk. Verö 1650 þús. Kaldakinn. 2ja-3ja herb ib. á jaróhæö. Allt sér. Verö 1450 þús. Sléttahraun. 2|a herb 65 tm ib. á 3. hæö. Verö 1600-1650 þus. Noröurbraut. 2ja herb. SO tm ib. á jaröhæö. Verö 1.1 millj. Suðurgata. 30 fm einstaklingsib. Teikn. á skrifst. Verö 950 þús. Söluturn. Viö umferöargötu. húsnaBÖi sem gefur mögul. á viöbótar- rekstri t.d. myndbandaleigu. Uppl. á skrífst. Gjörid svo velad líta inn I ■ Valgeir Kristinsson hdl. ■ Sveinn Sigurjónsson sölustj Að horfa á Andrei Kvikmyndir Árni Þórarinsson „Torskilinn“ og „kvikmynda- skáld“ eru frasar sem oftast heyr- ast þessa dagana um hinn land- flótta sovéska kvikmyndaleik- stjóra Andrei Tarkovskí. Nú, þegar haldin er hér aó frumkvæði ein- staklinga hátíð til heiðurs þessum manni með sýningum þeirra sjö bíómynda sem eftir hann liggja, er ekki Ijóst hvort megináherslan er á „landflótta sovéskur" eða „kvik- myndaleikstjóri". Þannig geta ytri kringumstæður dregið athygli frá sjálfu tilefninu. Þótt hlutskipti Tarkofskí-hjónanna sé átakanlegt og framkoma sovéskra stjórnvalda gagnvart þeim sé jafn svívirðileg og flest annað sem sú stjóm sýnir af sér í mannkærleika, þá má ekki í áróðursfokinu missa sjónar á því sem skiptir máli þegar um kvik- myndahátíð er að ræða: Er maður- inn góður leikstjóri? Eru myndir hans velheppnaðar? Hvað hafa þær að segja okkur? Andrei Tarkofskí er sannar- lega „torskilinn" og hann er sannarlega „kvikmyndaskáld". Ef listamaður er „torskilinn" getur það stafað af a.m.k. þrennu: í fyrsta lagi slappri skynjun eða hugsanaleti áhorf- anda, í öðru lagi slappri hugsun og óskýrleika kvikmyndahöfund- ar, í þriðja lagi hvoru tveggja, þ.e. inntak myndarinnar kemst einfaldlega ekki til skila vegna þess að áhorfandi og höfundur ná ekki saman af einhverjum ástæðum, vanhugsuðum vinnu- brögðum hins síðarnefnda, van- hugsuðum viðbrögðum hins fyrr- nefnda. Af þeim þremur myndum sem ég hef séð eftir Tarkofskí dreg ég hiklaust þá ályktun að allt þetta eigi við um þær. Maðurinn er „kvikmyndaskáld" sem leyfir honum, enda, samkvæmt blaða- ummælum krefst hann þess hreinlega, að taka sem minrist tillit til móttökutækisins, áhorf- andans, yrkja málamiðlunar- laust á filmu sína myndir, orð og fólk beint úr eigin undirmeðvit- und eða meðvitund. Af þessu leiðir að þegar myndimar birt- ast á tjaldinu, — Solaris (1972) sá ég fyrir mörgum árum, Stalk- er (1979) fyrir nokkrum árum og Dómsdag eða Andrei Rubljof (1966—69) í fyrrakvöld —, þá virka hreyfingar og hljóð þeirra fremur eins og hugmyndir, tákn, en hefðbundin saga með fólki eins og mér og þér. Þetta á nú auðvitað við um fleiri kvik- myndahöfund en Tarkofskí. En ég segi eins og er, að þótt búið sé að skapa um hann mýtu snilldar þá verkar það frekar á mig sem gagnrýnislaus dýrkun eh yfir- vegað, sanngjarnt mat. Þetta minnir um sumt á Fassbinder- fríkin sem ekki mega vatni halda yfir hverjum brauðmola sem af borði þess meistara valt. En meistarinn Fassbinder er aðeins til staðar í sumum mynda sinna. Langflestar eru þær fullar af grófasta fúski og smekkleysum. Það er margt til að dást að hjá Tarkofskí en sannarlega ekki allt. Og ef maður spyr suma hörðustu liðsmenn Tarkofskí- safnaðarins að því hvernig beri að skilja þetta eða hitt atriðið, hvar það falli inn í heildarmynd- ina, hvað þetta tákn sé eiginlega að gera þarna, þá verður oft, — en akki alltaf — fátt um svör. Því er gjarnan haldið fram að svona myndir eigi að upplifa eins og ljóð en ekki með köldum tommustokk rökhugsunarinnar. Alveg rétt, en það eru til ljóð og það eru til ljóð; sum virka, sum virka ekki. Verk eins og myndir Tarkofskís eru ekki hafnar yfir slíkar aðfinnslur. Solaris t.d. þótti mér efnislega firnaleiðinlegt moð í líki háspekilegs vísindaskáldskapar, með blýþungum umbúðum utan um hugmyndir sem ekki er nokkur leið að festa hugann við. Stalker er mun sterkara verk um táknsæjan hugmyndaleiðangur inní hjarta lögregluríkisins, en tilhneigingin til að framlengja myndskeið löngu eftir að upplýs- inga- og fagurfræðigildi þeirra er tæmt er samt alltof ríkjandi og leiðir beint til hugsunar- og skynjunardoða hjá áhorfanda. Báðar þessar myndir skilja hins vegar eftir tilfinningalega upp- lifun á sláandi sérkennilegu myndmáli. Allt þetta á við um Dómsdag eða Andrei Rubljof. Efnið er líf og umhverfi rússneska helgi- myndamálarans og munksins Rubljofs, sem uppi var á 15. öld. Það óvenjulega er að myndin sýnir Rubljof ekki að störfum að list sinni, heldur það fólk, hug- myndir og sögu sem orka á lista- manninn og valda því að hann málar eða málar ekki. Þessi saga er rakin í epískum köflum, punkteruð með ártölum. Síðan, eftir tæplega þriggja tíma langt ferðalag i svart-hvítu um rússn- eskt miðaldasamfélag og hug- myndaheim, kemur rétt í lokin litkafli, filmaður eins og kynn- ing á málverkasýningu í Glugg- anum, þar sem myndavélin hreyfir sig að og frá, lárétt og lóðrétt eftir verkum málarans. Tarkofskí hefur ekkert fyrir því að kynna persónur sínar, hann hefur ekkert fyrir því að kynna það umhverfi sem þær ferðast um, lifa og hrærast í. Þetta er stór galli að mínu mati og veldur því m.a. að áhorfandi er langan tíma að innvigjast í lífið á tjaldinu. Eiginlega er Andrei Rubljof ekki um Andrei Rubljof heldur togstreitu sí- gildra andstæðna i manni og mannfélagi, frelsi listar og fjötra trúar, ástar og haturs, holds og anda, kúgara og kúg- aðra og svo framvegis, og svo framvegis. Kannski er Andrei Rubljof umfram allt um Andrei Tarkofskí. Mér finnst þetta handrit einfaldlega illa byggt; heildarhugsunin er fyrir hendi, en henni er drepið á dreif hvað eftir annað með útúrdúrum sem áhorfandi er lengi að átta sig á hvert leiða og orðræðum sem eru meira og minna svífandi þrugl. Spurningin um sambönd eða sambandsleysi listamanns við sitt samfélag er þarna í brenni- depli, en árangurinn er í löngum köflum, frá mínum bæjardyrum, sambandsleysi áhorfanda við listaverkið. í öðrum köflum aft- ur á móti, nær Tarkofskí sterk- um tökum á efni sínu: Ég nefni sem dæmi seiðmagnað atriði þegar Rubljof gengur fram á heiðna náttúrudýrkendur, dans- andi nakta í dásömun ástarinn- ar, atriðið þegar Rubljof hafnar viðfangsefninu „dómsdagur", at- riðið þegar sýnt er strit þúsund- anna við að reisa almættinu risastóra klukku. Þess í milli er myndin svo bakkafull af leiðind- um. Hvað sem efnislegum leiðind- um líður kemur ævinlega til bjargar alveg einstakt, næmt og óvænt myndauga Tarkofskís. Ég veit ekki hversu stóran þátt tökumaðurinn Vadim Yusof á í þessum nýstárlegu, sjokkerandi myndbyggingum og myndskeið- um, en þessi þáttur verksins er sá sem stækkar hugarheim, víkkar sjónarhorn áhorfanda, þannig að hann kemur út úr bíó- inu og fer að sjá nýjar víddir í umhverfi sínu. Tarkofskí spilar á forgrunn og bakgrunn með allt öðrum hætti en venja er til, hreyfir myndavélina þannig að ný tengsl kvikna við hráefnið. Kranaskot af bardagaatriði úr mikilli hæð og fuglar koma fljúgandi inn í hægra hornið í óvenju effektífri slow-motion; fullvaxinn maður breytist í dverg með einni tökuhreyfingu. Þessu verður ekki lýst með orð- um; þetta verða menn að sjá. Andrei Rubljof er svo auðvitað full af táknmáli, þar sem, eins og í Solaris og Stalker, frumöflin eins og vatn og eldur, eru í lyk- ilhlutverkum. Ég ætla ekki að rýna í þetta táknmál. Tarkofskí-söfnuðurinn getur haldið fundi um það. Ég er ekki hissa þótt sumt vefjist fyrir mönnum þegar tekið er mið af ommælum sem höfð eru eftir leikstjóranum í Morgunblaðinu á sunnudag: „Listamaður á ekki að þurfa að svara fyrir list sina. Ég veit ekki fyrir hvað symból mín standa ..." og: „Eg tel heldur ekki að mitt verkefni sé að fanga áhorfandann og fá hann til að sýna þvi áhuga sem ég er að gera ... listræn meist- araverk (!) eru ekki neysluvarn- ingur.“ Ég er heldur ekki hissa á því að verk Andrei Tarkofskis virka ekki betur í heild en þau gera þegar höfundur sjálfur ját- ar slíkan hroka. Tarkofski er sumsé á mjög persónulegu flugi um eigin há- loft. Stundum rifur hann áhorf- anda upp með sér á augunum, stundum sleppir hann eða missir tökin og áhorfandinn hlunkast til jarðar, og verður þá hver sem betur getur að bjarga sér á hug- arflugaftur. En framhjá þessum manni verður ekki gengið. Þótt mitt hallelújá sé ekki fyrirvara- laust eru sýningarnar á myndum Andrei Tarkofskís hér og nú ómetanlegt framtak. esió reglulega af ölmm fjöldanum! Ársafmæli Listamiðstöðvarinnar Myndlist Bragi Ásgeirsson Listamiðstöðin við Lækjartorg er eins árs um þessar mundir og i því tilefni hefur verið sett upp sérstök afmælissýning, er í senn kynnir starfsemi hennar svo og ýmsar nýjar hugmyndir í rekstr- inum. Upprunalega var þarna til húsa Gallerí Lækjartorg, sem starfar áfram við hlið Lista- miðstöðvarinnar og eru sömu að- ilar í fyrirsvari. Starfsemi Lista- miðstöðvarinnar hefur verið tví- þætt, sem er myndaleiga og menningartengsl við útlönd með gagnkvæmum sýningaskiptum, og jafnvel vinnustofuskiptum. Myndaleigan hefur fært út kvíarnar með útgáfu svokallaðra „gjafabréfa", sem eru sérstök kaup-leigubréf og geta menn notað það i ýmsum tilgangi m.a. gefið einstaklingum á tímamót- um eða öðru tilefni, sem getur svo valið sér myndverk í sam- ræmi við hin gefnu upphæð. Kosturinn er hér allnokkur því að þá standa viðkomandi ekki uppi með myndverk, sem þeim líkar ekki alskostar, en verða þó vísast að hafa hangandi uppi i sínum heimahúsum. Varðandi menningartengslin eru einkum minnisstæðar ágæt- ar sýningar frá ftalíu og Júgó- slaviu. Þá er komin fram hugmynd um stofnun menningarsjóðs er veiti listamönnum starfslaun og er hér um merkilega nýjung að ræða í íslenzku myndlistarlífi í því formi sem hún er hugsuð. Byggist hún í meginatriðum á því að einstaklingar og fyrirtæki kaupi á hagstæðum kjörum myndverk fyrir ákveðna upphæð á ári er svo rennur í starfslauna- sjóð. — Þetta er áþreifanlegt dæmi þess, að einstaklingar eru með stöðugar hugmyndir um list- dreifingu og listmiðlun hérlendis og hvað hægt sé að gera er styrki grundvöll og lífsskilyrði skap- andi myndlistar. Væri ánægju- legt ef að Listamiðstöðin hefði erindi sem erfiði og tækist þann- ig að veita auknu blóði inn í is- lenzkt myndlistarlíf. Ekki er ástæða til að fjölyrða um myndirnar, er hanga uppi i tilefni afmælisins enda er þarna ýmislegt um gamalkunna hluti, sem þegar hefur verið fjallað um. En nefna má, að margt er um velþekkta listamenn er eiga hér verk svo sem lngunni Eydal, Gunnar Örn, Ivan Rabuzin, G. Mazzon, Einar Hákonarson, Rík- harð Valtingojer, Ingiberg Magn- ússon o.fl. Það er í fyllsta máta ástæða til að vekja athygli á starfsemi Listamiðstöðvarinnar og óska ég henni velfarnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.