Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT H. REID Reagan forseti ásamt Hussein konungi og Mubarak forseta þegar þeir rmddust við í Washington fyrir rúmu ári. Mubarak setur Reagan í vanda MEÐ ÞVÍ AÐ taka undir áskorun Egypta um viðræður milli Bandaríkja- manna og Palestínumanna hefur Hussein Jórdaníukonungur sett Banda- ríkjastjórn í vanda: hún á það á hættu að móðga hófsamar og vinveittar ríkisstjórnir í arabaheiminum eða kalla fram stjórnarkreppu í Israel. Hussein samþykkti á mið- vikudaginn tillögu Hosnan Mubaraks Egyptalandsforseta um að Bandaríkjamenn og nefnd skipuð fulltrúum Jórdaniu- manna og Palestínumanna komi saman til undirbúningsviðræðna í Washington til þess að leggja grundvöll að friðarviðræðum við Israelsstjórn. Jórdaníukonungur samþykkti tillöguna að loknum tveggja og hálfs klukkutíma viðræðum við Mubarak { ferðamannabænum Hurghada við Rauðahaf. Við- ræðurnar miðuðu að því að sam- ræma hófsama stefnu araba um frið og Mubarak mun kynna hana Bandaríkjamönnum þegar hann ræðir við Ronald Reagan forseta í Washington á þriðju- daginn. En ísraelsstjórn hefur hafnað tillögu Mubaraks um að Banda- rikjamenn eigi viðræður við sameiginlega sendinefnd Palest- ínumanna og Jórdaníumanna, þar sem það útiloki hana frá frumstigi samningaumleitan- anna. Shimon Peres forsætisráð- herra hefur tekið betur í síðustu friðarumleitanir Mubarakas en Likud-bandalagið, samstarfs- flokkur hans í ríkisstjórn, en hefur varað við því að viðræður milli Bandaríkjamanna og Pal- estínumanna kunni að leiða til þess að Bandaríkjastjórn viður- kenni Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem ísraelsstjórn neitar að hafa nokkuð með að gera. Egyptar og Jórdaníumenn reiða sig á að Mubarak fái talið Bandaríkjastjórn á að sam- þykkja tillöguna í viðræðunum við Reagan forseta. Ef Bandaríkjastjórn lýsir yfir stuðningi við tillögu Mubaraks þrátt fyrir mótbárur ísraels- stjórnar er líklegt að ráðherrar Likud-bandalagsins í stjórn Per- esar krefjist þess að ríkisstjórn- in taki harðari afstöðu í frið- armálunum. Það mundi draga úr líkum á því að ísraelsstjórn ‘ verði sveigjanlég í viðkvæmum samningaviðræðum við araba um framtíð herteknu svæðanna. Peres hefur látið i ljós áhuga á því að kanna friðartillögur ásamt Egyptum. En Yitzhak Shamir utanríkisráðherra, leið- togi Likud-bandalagsins, hefur haft illan bifur á friðarumleit- unum Mubaraks og talið þær lið í tilraunum araba til þess að lokka stjórnina í Washington til vinsamlegra samskipta við PLO. Uppgjör við Bandaríkin út af áætlun Mubaraks á þessu stigi gæti vel leitt til stjórnarkreppu í Israel, ef til vill með þeim afleið- ingum að fallvölt samsteypu- stjórn Peresar yrði að biðjast lausnar. Það mundi ekki einungis tefja friðarþróunina: það mundi bæt- ast ofan á erfiðleikana samfara tilraununum til að rétta við efnahaginn { ísrael, sem er Bandarikjamönnum talsvert hagsmunamál. En pólitískri stöðu Bandaríkj- anna i Miðausturlöndum yrði stefnt í töluverða hættu ef áætl- un Mubaraks yrði afdráttarlaust hafnað. Egyptar og Jórdaníumenn, tvær af helztu vinaþjóðum Bandaríkjamanna í arabaheim- inum, hafa lagt álit sitt að veði með núverandi friðartilraunum sínum, sem Hussein kallar „sið- asta tækifærið" til að leysa deilumál arabaríkjanna og Isra- els friðsamlega. Hussein sagði fréttamönnum í Hurghada að hófsamir arabar hefðu lagt fram alvarlega tillögu um að friðarviðræður verði endurvaktar „og nú er röðin komin að öðrum að leggja fram aðrar tillögur, einkum Banda- ríkjunum, þar sem þau eru risa- veldi". Ef hófsömum aröbum tekst ekki að vekja áhuga Bandarikja- stjórnar á nýju friðarfrumkvæði má búast við því að Sýrlendingar og aðrar arabaþjóöir, sem fylgja harðlínustefnu, komi fram með ásakanir þess efnis að. Bánda- ríkjamenn' hafi 'engan áhuga á að keppa að því að finna lausn, nema i þeim tilgangi einum að tryggja það að Israelsmenn fái öllum kröfum sinum framgengt. Ef síðustu friðarumleitanirn- ar fara út um þúfur gæti það einnig aukið þrýstinginn innan PLO á leiðtoga samtakanna, Yasser Arafat, sem nú þegar stendur andspænis beinni upp- reisn afla, sem fylgja Sýrlend- ingum að málum og vilja ekki samþykkja nokkra aðra stefnu en þá að háð verði „vopnuð bar- átta“ gegn gyðingaríkinu. Reagan-stjórnin stendur því frammi fyrir erfiðu vali og vera má að hún reyni að forðast að taka ótvíræða afstöðu til Mub- arak-áætlunarinnar og taki þann kostinn að hafa þann hátt- inn á sem hingað til að láta til- tölulega lágt setta menn halda uppi viðræðum við deiluaðila. Það mundi i það minnsta halda friðartilraununum vak- andi án þess að stjórnin I Wash- ington þyrfti að vera bundin af opinberri ákvörðun um viðræður við Palestínumenn. í samtölum við fréttamenn að undanförnu hafa nokkrir banda- rískir stjórnarerindrekar í höf- uðborgum í Miðausturlöndum vikið sér undan því að svara spurningum um áætlunina og aðeins sagt að Bandaríkjastjórn hafi áhuga á því að heyra meira um hana hjá Mubarak. Starfsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði fréttamönnum á miðvikudaginn að Reagan-stjórnin mundi bíða þangað til Mubarak kæmi áður en hún tæki um það ákvörðun hvernig hún mundi bregðast við tilteknum tillögum. Embættismaðurinn sagði að Bandaríkin vildu beinar viðræð- ur milli ísraelsstjórnar og sam- eiginlegrar sendinefndar Jórd- aníumanna og Palestínumanna og væri ekki viss um hvort und- irbúningsviðræður Reagan- stjórnarinnar og araba yrðu leit- inni að friði til framdráttar. Roberl //. Reid er fréttarítari AP í Kaíró og sendi þennan pistil þaóan. Um lyfjanotk- un í íslenskum landbúnaði — eftir Halldór Runólfsson Þann 27. febrúar sl. skeiðar Gunnar Bjarnason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur fram á ritvöllinn og reynir með dylgjum og ósannindum að koma óorði á islenska dýralækna og bændur. Einnig gerir hann á hinn ósmekk- legasta hátt litið úr því fólki sem ég var svo lánsamur að starfa með í Vestur-Skaftafellssýslu frá árinu 1974 til 1983 er ég hélt til Skot- lands til eins árs framhaldsnáms í heilbrigðiseftirliti. Ég er viss um að hross með svona víxlaðan gang, eins og rit- skrif Gunnars eru, hefðu ekki fengið góðan dóm hjá Gunnari og sjálfsagt verið vísað frá, þegar hann hér áður fyrr ferðaðist við góðan orðstír um landið og dæmdi hesta. Gunnar dæmir því raunar sjálfan sig frá því að vera svara- verður, með óvönduðum málflutn- ingi sinum. Einu atriði tel ég þó að nauð- synlegt sé að svara og reyndar bið- ur Gunnar sérstaklega um að upp- lýst sé „eitt stórkostlegast leynd- armál hér á landi" og sem hann telur vera á ábyrgð íslenskra dýralækna, en það er um penic- illin-magn i islenskri neyslumjólk. Guðbrandur Hliðar dýralæknir og fyrrverandi forstöðumaður rannsóknastofu Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavik frá 1964 til 1982 birti árlega í Búnaðarblaðinu Frey niðurstöður úr rannsóknum sinum um notkun fúkalyfja við lækn- ingar á júgurbólgu í kúm hér á landi. Þar kom fram að leifar af fúkalyfjum i mjólk fóru ört minnkandi eftir að mönnum varð ljóst hvaða áhrif slikt gæti haft á neytendur og lýst er nánar í grein minni í Morgunblaðinu þann 23. febrúar sl. Bannað er samkvæmt reglugerð um mjólk og mjólkurvörur frá 1973 að selja mjólk úr kúm sem gefin eru fúkalyf og eftir meðferð meðan útskolunartíma lyfjanna er eigi lokið. Allt eftirlit með að þessi efni komi ekki fyrir í mjólkinni hefur á undanförnum árum verið gert strangara og virkara. Því miður kemur ennþá fyrir að slíkar leifar finnist i mjólkinni, en sem betur fer i afar litlum hluta af innveginni mjólk og í minna mæli í neyslumjólk og er þetta mjög til jafns við helstu nágrannalönd okkar. íslenskir dýralæknar, sem allir eru menntaðir erlendis, gefa Halldór Runólfsson bændum, eins og starfsbræður þeirra erlendis, nákvæm fyrir- mæli um hvenær þeir megi selja mjólk úr þeim kúm sem með- höndlaðar hafa verið með fúka- lyfjum. Hér á landi, sem annars staðar, verða dýralæknar síðan að treysta bændum til að fara eftir settum reglum og aldrei verður of oft brýnd fyrir bændum sú mikla ábyrgð sem hvílir á þeim að koma í veg fyrir að fúkalyfjaleifar berist með mjólkinni til neytenda. Gunnar hefur því með skrifum sinum ekki aðeins komið óorði á alifuglaafurðir heldur reynir hann nú líka að gera íslensku mjólkina tortryggilega í augum neytenda. íslenskir bændur, framleiðendur þessara afurða, kunna honum ef- laust engar þakkir fyrir. En leiðbeiningar hans um hvernig skuli umgangast íslensk lög og reglur eru auðvitað honum sjálfum mest til skammar. Meðal þeirra reglna, sem hann hrósar sér yfir að hafa brotið, er reglu- gerð sem hann mun að mestu leyti hafa samið sjálfur og sem bannar íblöndun fúkalyfja í fóður og hlýt- ur það mál að vera fyrir lögfræð- inga og dómstóla að svara. Eg hef hins vegar leitt rök að því að rógskrif Gunnars um ís- lenska dýralækna eru i rauninni alls ekki svaraverð, og þvi mun ekki frekar af minni hálfu reynt að koma réttum gangi í Gunnar Bjarnason. Halldór Runólfsson er dýralæknir þjá Hollustuvernd ríkisins. í þungun þönkum í fjölteflinu á Selfossi. Mofgunblaðið/SiRurður Einn náði jöfnu gegn Margeiri SclfoNMÍ, 7. marz. MAKGEIR Pétursson, alþjóðlegur meistari í skák, tefldi fjöltefli í Fjölbrautaskólanum hér á dögunum. 23 mættu til leiks gegn koppanum og fóru leikar svo að Margeir vann 22 skákir, en ein skákin endaði með jafntéflr. Það var Þórir Þórisson, sem náði þeim árangri. . “ ' . — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.