Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
Vinnudeila Kjarafélags
verkfræðinga og ríkisins-
— eftir Eirík
Bjarnason
Inngangur
Það hefur vart farið fram hjá
landsmönnum, að háskólamennt-
aðir ríkisstarfsmenn eiga í harð-
vítugri vinnudeilu við vinnuveit-
anda sinn. Brotthvarf háskóla-
menntaðra kennara frá kennslu
sýnir svo ekki um verður villzt, að
háskólamenntaðir ríkisstarfs-
menn treysta sér ekki lengur til að
selja þjónustu sína á niðurgreiddu
verði svo skiptir tugum prósenta
ef tekið er mið af launum sam-
bærilegra stétta á frjálsum vinnu-
markaði.
Rök ríkisins gegn launakröfum
Kjarafélags verkfræðinga í opin-
berri þjónustu (KV) hafa í fyrsta
lagi verið þau að hluti af mismuni
á launum verkfræðinga hjá ríkinu
og verkfræðinga, sem eru launþeg-
ar á frjálsum markaði, leiðréttist
með mikilli yfirvinnu hjá ríkinu.
Það sem eftir er í mismun skýrist
með hlunnindum, sem verkfræð-
ingar ríkisins hafi umfram verk-
fræðinga á frjálsum markaði.
Á samningafundi með samn-
inganefnd ríkisins hinn 5. marz sl.
óskaði samninganefnd KV eftir
umræðu um öll þau atriði, sem
varða kjör félagsmanna, s.s. við-
miðun við launakjör Stéttarfélags
verkfræðinga (SV) á frjálsum
markaði, launakönnun Hagstof-
unnar, lífeyrismál, orlofsmál,
ráðningarform, námsleyfi og
margt fleira, er tengist raunveru-
legum starfskjörum.
Tilgangurinn með umræðu um
þessi mál var auðvitað að skil-
greina, að hve miklu leyti ríkis-
verkfræðingar nytu betri starfs-
kjara að mati samninganefndar
ríkisins en félagar þeirra, sem eru
launþegar á frjálsum markaði,
sem aftur gæti réttlætt lægri laun
ríkisverkfræðinganna.
Flestir hefðu haldið að samn-
inganefnd ríkisins hefði tekið boði
þessu fegins hendi, að geta sannað
svo ekki yrði um villzt, að réttlátt
er, að verkfræðingur, sem er laun-
þegi á frjálsum markaði, hafi 77%
hærri laun en félagi hans hjá rík-
inu eftir 10 ára starf.
Hið furðulega gerðist hins veg-
ar, að samninganefnd ríkisins
neitaði alfarið að ræða eitt einasta
þessara mála. Fram kom að
nefndin hafði ekki umboð til að
semja um nánast eitt né neitt.
Verður af þessu að álykta, að
annað hvort sé enginn pólitískur
vilji fyrir hendi til að samræma
kjör háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna kjörum félaga þeirra
á frjálsum vinnumarkaði, eða að
ætlunin sé að eftirláta Kjaradómi
verkið, þannig að stjórnmála-
mennirnir geti síðar skellt skuld-
inni á hann, þegar afsaka þarf
nauðsynlegar launahækkanir.
Ég býst ekki við, að neitt stétt-
arfélag á frjálsum vinnumarkaði í
þessu landi myndi sætta sig við
vinnubrögð samninganefndar
ríkisins, sem eins og áður segir
neitar að ræða grundvallarfor-
sendur launakjara, ber saman
heildarlaun háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna við dagvinnu-
laun félaga þeirra á frjálsum
markaði, afneitar faglegri úttekt
Hagstofunnar undir stjórn f.v.
Hagstofustjóra á launakjörum
háskólamanna á frjálsum markaði
og stendur í ögrandi áróðursstríði
við launþega ríkisins í fjölmiðlum.
Vegna þessara vinnubragða
samninganefndar ríkisins telur
stjórn KV nauðsynlegt að gera
grein fyrir kröfum sínum opin-
berlega og rökstyðja forsendur
þeirra.
Kröfur Kjarafélags
verkfræðinga
Alkunna er, að KV hefur ekki
verkfallsrétt frekar en aðrir há-
skólamenntaðir ríkisstarfsmenn.
Hins vegar hefur félagið sjálf-
stæðan samningsrétt um röðun í
launaflokka í launakerfi BHM og
önnur sérkjaraatriði. Ef ekki næst
samkomulag við ríkið um þessi at-
riði er málinu vísað til Kjaradóms,
sem er endanlegur úrskurðaraðili
um málið.
í lögum um Kjaradóm segir eft-
irfarandi:
„Kjaradómur skal gæta þess við
úrlausnir sínar, að ríkisstarfs-
menn njóti sambærilegra kjara og
þeir menn með svipaða menntun,
sérhæfni og ábyrgð sem vinna
hliðstæð störf hjá öðrum en rík-
inu. Þá skal hafa hliðsjón af al-
mennum afkomuhorfum þjóðar-
búsins."
Með hliðsjón af lagagrein þess-
ari hefur Kjarafélagið aðeins sett
eina kröfu á oddinn í samningum
þessum:
KV krefst aðlögunar launakjara
félagsmanna sinna að launakjörum
félaga Stéttarfélags verkfræðinga á
frjálsum vinnumarkaði.
Skulu hér nefnd dæmi um laun
verkfræðinga í þjónustu ríkisins,
og launþega á verkfræðistofum
eða fyrirtækjum öðrum (miðað er
við dagvinnulaun 1. marz 1985):
Byrjunarlaun Laun eftir 10 ár
Verkfrædingur
KV 22.988 28.075
Verkfræðingur
SV 33.145 49.742
Tafla 1. Byrjunarlaun verkfr. og
laun verkfr. eftir 10 ár.
Taxtar þessir, sem hér eru sýnd-
ir, eru lágmarkstaxtar, sem sam-
kvæmt samningum er ekki heimilt
að undirbjóða. Engin greiðsla
fyrir yfirvinnu er innifalin í þess-
um tölum, sérstaklega er tilgreint
í samningum SV við Félag ráðgj-
afarverkfræðinga að yfirvinna
skuli greidd sérstaklega sé hún
unnin, með 1% af mánaðarlaunum
fyrir hverja klukkustund.
Launakönnun
Hagstofunnar
Með aðalkjarasamningi Launa-
málaráðs BHM (BHMR) og ríkis-
ins fyrir ári var ákveðið að vinna
sameiginlega að könnun á launum
háskólamenntaðra manna hjá
einkafyrirtækjum. Sett var á lagg-
irnar svokölluð Samanburðar-
nefnd, sem í sátu fulltrúar frá
Launamálaráði BHMR og launa-
deild Fjármálaráðuneytisins.
Skyldu niðurstöður nefndarinnar
notaðar við ákvörðun launakjara
ríkisstarfsmanna í BHMR í næstu
samningalotu, sem nú stendur yf-
ir.
Sögulegur bakgrunnur þess, að
Samanburðarnefnd var sett á
laggirnar er sá, að Kjaradómur
hefur yfirleitt hafnað fullyrðing-
um BHMR um mikinn launamun
milli almenna markaðarins og
hins opinbera á þeim grundvelli að
þær væru ósannaðar. Auk þess er
rétt að geta þess, að nánast aldrei
hafa náðst samningar við ríkið og
mál yfirleitt farið í Kjaradóm með
fyrrgreindum afleiðingum, og
launakjör hafa stöðugt versnað í
samanburði við viðmiðunarstétt-
irnar.
BHMR og aðildarfélög þess
treystu því, að með niðurstöðum
nefndarinnar fengjust sönnunar-
gögn, sem ekki yrðu vefengd.
Samanburðarnefnd fékk hlut-
lausan aðila, Hagstofu Íslands, til
að vinna könnun þessa og var hún
unnin undir beinni stjórn hag-
stofustjóra, Klemensar Tryggva-
sonar.
Enginn ágreiningur var um
málsmeðferð í Samanburðarnefnd
meðan á könnuninni stóð og skal
þess sérstaklega getið að fulltrúi
launadeildar fjármálaráðuneytis-
ins, formaður Samninganefndar
ríkisins, gerði enga athugasemd
við, hvernig að könnuninni var
staðið.
í fyrirspurnarlista Hagstofunn-
ar voru fyrirtæki á einkamarkaði
beðin um að gera grein fyrir dag-
vinnutekjum til starfsmanna sinna
og var þess krafizt að þau einangr-
uðu alla unna yfirvinnu út úr þeim
tölum.
Leiðbeiningar hagstofustjóra
voru afdráttarlausar og skýrar
um, hvernig fylla bæri út spurn-
ingalistana í þessu atriði sem öðr-
um.
Upplýsingar voru gefnar um 103
verkfræðinga í launakönnuninni
og voru helztu niðurstöður um
laun þeirra þessar:
Fjöldi dagv.laun dagv.laun mæld
»erkfr. ♦ ómæld yfirv. yfirv.
4« 38.998 7.400
63 46.668 5.324
Tafla 2. Laun verkfr. skv. Hag-
stofukönnun.
Laun þessi eru á verðlag’ í mai
1984, en síðan þá hafa flest laun i
landinu hækkað stórlega eins og
alkunna er.
/
Eiríkur Bjarnason
„Verdur af þessu að
álykta, að enginn póli-
tískur vilji sé fyrir hendi
til að samræma kjör há-
skólamenntaðra ríkis-
starfsmanna kjörum fé-
laga þeirra á frjálsum
vinnumarkaði, eða að
ætlunin sé að eftirláta
Kjaradómi skítverkið,
þannig að stjórnmála-
mennirnir geti síðar
skellt skuldinni á hann,
þegar afsaka þarf nauð-
synlegar launahækkan-
Athyglisvert er að dagvinnu-
laun annars hópsins eru nákvæm-
lega 20% hærri en hins og er þar
um hreina launauppbót að ræða.
Báðir hópar fá sérstaklega
greitt fyrir yfirvinnu ef hún er
unnin eins og sést glögglega í töfl-
unni.
Stjórn KV telur að tafla þessi
endurspegli raunverulega greidd
laun á almennum vinnumarkaði
verkfræðinga, sem eru launþegar.
Því er nauðsynlegi, fyrir KV,
samninganefnd ríkisins og Kjara-
dóm að taka mið af þessum tölum.
þegar laun verkfræðinga i þjón-
ustu ríkisins eru ákveðin.
Rök samninganefndar
ríkisins
Helztu heimildir um gagnrök
samninganefndar ríkisins við
launakröfum KV og annarra að-
ildarfélaga BHMR er að finna i
varnarræðu formanns samninga-
nefndarinnar, Indriða H. Þor-
lákssonar, IHÞ, fyrir Kjaradómi
vegna aðalkjarasamnings BHMR
svo og í svörum hans á samninga-
fundi með KV.
Helztu atriði eru þessi:
— taxta SV er hafnað sem
grundvelli, þar sem þar semji
verkfræðingar við verkfræð-
inga og auk þess sé svo og svo
mikil yfirvinna innifalin í
dagvinnulaunum taxta SV.
— launakönnun Hagstofunnar er
hafnað sem viðmiðun, þar sem
útilokað sé að greina yfirvinnu
frá dagvinnu. Ef IHÞ notar
könnunina þá er það aðeins til
að bera saman við heildartekjur
verkfræðinga hjá ríkinu, þar
sem öll unnin yfirvinna er inni-
falin.
— þeir, sem þátt tóku í launa-
könnuninni á almennum mark-
aði, eru að verulegu leyti
stjórnendur í fyrirtækjum,
sem gildi ekki almennt um há-
skólamenn í þjónustu ríkisins.
— háskólamenntaðar konur eru
mun fleiri í þjónustu ríkisins
en á almennum markaði. Þar
sem þær eru launalægri en
karlar á almenna markaðnum,
skuli það endurspeglast í laun-
um ríkisstarfsmanna.
— önnur kjaraatriði eins og ráðn-
ingarform, lífeyrismál, orlofs-
réttur, fæðingarorlof og náms-
leyfi eru það mun betri hjá rík-
inu að réttlæti verulega lægri-
laun. Sérstaklega tilgreindi
IHÞ í fréttum ríkisútvarpsins,
að lífeyrissjóður og námsleyfi
ríkisstarfsmanna réttlættu
10% lægri laun en á frjálsum
vinnumarkaði.
Öll þessi atriði hefur samninga-
nefnd KV reynt að ræða við samn-
inganefnd ríkisins, en án árang-
urs. Það er einfaldlega neitað að
fjalla um málið.
Rök Kjarafélags
verkfræðinga
1. Yfirvinna
Stjórn KV telur eðlilegt að öll
launaviðmiðun sé á grundvelli
dagvinnulauna. Ef I.H.Þ. vill svo
mjög tala um heildarlaunagreiðsl-
ur þá vakna tvær spurningar:
— er gert ráð fyrir að félagar KV
og ríkisstarfsmenn almennt
þurfi að vinna lengri vinnu-
tíma en aðrir til að ná
sambærilegum launum?
— gerir I.H.Þ. ráð fyrir að inni í
yfirvinnugreiðslunum séu ein-
hverjar duldar greiðslur fyrir
vinnu, sem ekki er innt af
hendi, og ef svo er þá hversu
miklar?
f reynd er stjórn KV kunnugt
um óhóflegt vinnuálag á félags-
menn, og er vitað um marga verk-
fræðinga, sem vinna á milli 40 og
45 laugardaga á ári auk daglegrar
yfirvinnu. Má segja að búið sé að
innleiða aftur 6 daga vinnuviku.
2. Taxti Stéttarfélags verkfræðinga
(SV)
Fullyrðing I.H.Þ. varðandi taxta
SV, að verkfræðingar semji við
sjálfa sig er út í hött. Hér semja
atvinnurekendur úr verkfræð-
ingastétt við launþega úr sömu
stétt á sama hátt og rafvirkja-
meistarar semja við rafvirkja-
sveina og -nema, trésmíðameistar-
ar semja við trésmíðasveina og
-nema o.s.frv.
Alla þessa taxta iðnaðarmanna
yfirtekur ríkið athugasemdalaust
án þess að hafa minnstu áhrif á
gerð þeirra. Það sem er enn at-
hyglisverðara, er að ríkið greiðir
alla reikninga frá verkfræðistof-
um, ráðgjafafyrirtækjum ýmiss
konar, verktökum og öðrum fyrir-
tækjum skv taxta, sem er bein af-
leiðing af kjörum félaga SV og það
athugasemdalaust. Og ríkið er þar
að auki langstærsti kaupandi
verkfræðiþjónustu i landinu.