Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 58
-58
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
„'Ak tM til einhveija. scm er
mei göLLiS i augnhæS T"
TM B»o. u.s. Pat. Ott.-aH rlohts resarved
®19M Los Anflelss Tlmes Syrxllcate
Ég vil aðeins minna á að þetta er
ekki tesía heimilisins.
HÖGNI HREKKVtSI
Kreiritari mælir með því að hluti Seðlabankabyggingarinnar verði notaður undir heilsugKslustöð.
A5 slá tvær flugur í einu höggi
6283-8426 skrifar:
Mig langar til að koma á
framfæri þakklæti til lækna og
annars starfsfólks á Heilsu-
gæslustöðinni í Fossvogi. Ég er
búinn að eiga talsverð samskipti
við starfsfólkið frá því að stöðin
var opnuð. Þetta fólk er atltaf
tilbúið til að veita alla þá þjón-
ustu sem þarna er fyrir hendi,
eiginlega hvenær sem er. Allt
stendur heima sem það segir og
á ég þar sérstaklega við læknana
sem þar starfa, en slíkt er fátítt
með ríkis- eða borgarstofnanir.
Væri nú ekki ráð, þar sem svo
marga hér í borginni vantar
heimilislækni þó að nóg sé til af
þeim, að taka hluta af Seðla-
bankabyggingunni undir heilsu-
gæslustöð þar sem heimilis-
lækna skortir tilfinnanlega hús-
næði að manni skilst? Þarna
væri hægt að slá tvær flugur í
einu höggi því þá gætu þeir sem
við bankann starfa, verið undir
stöðugu lækniseftirliti. Mér
finnst ekki veita af, af öllu þessu
rugli að dæma sem úr bankanum
kemur, s.s. vaxtarugl og annað.
Af beitningamönnum
Ég undirritaður hef starfað sem
beitningamaður vertíðabundið
undanfarin ár og í því starfi hef ég
orðið var margvíslegs misskiln-
ings á milli vinnuveitenda, stétt-
arfélags og starfsþega. Engin
heildarlög virðast vera til um
beitningu og eru þess jafnvel
dæmi að beitningamenn séu ekki
skráðir í stéttarfélög þ.e.a.s. laun-
þegi ótryggður að störfum hjá vin-
nuveitanda. Lög um stéttarstöðu
beitningamanna á útilegu hef ég
heldur ekki fundið þ.e.a.s. hvar
eigi að skipa akkorðsvinnu á sjó í
launaskala. Einnig má minnast á
beitningavélavinnu, uppsagnar-
frest og veikindafrávik í akkorðs-
beitningu, verkskiptingu eða verk-
skil á tengdri starfsemi og þannig
mætti lengi telja.
Einhvern tíma ætti sjómanna-
félögunum sem þegið hafa stéttar-
félagsgreiðslur beitningamanna
að hafa unnist til að vinna að mál-
um þeirra þá heilu öld sem beitn-
ing hefur verið stunduð á Islandi
og vil ég skora á sjómannafélögin
að ræða þessi mál við viðsemjend-
ur þeirra.
Að lokum. Þar sem akkorðs-
beitningamenn eru ólögskráðir
landmenn og eru aðnjótandi
skattafrádráttar af þeim sökum
eiga þeir þá ekki rétt á að skrá sig
atvinnulausa hjá sjómannafélög-
unum þar sem ekkert hefur heyrst
um að verið sé að semja fyrir þá í
þessu verkfalli? Hver væri lífeyr-
isréttur minn ef ég hefði ekki ver-
ið skráður í stéttarfélag né lífeyr-
issjóð síðastliðin ár? Fengi ég at-
vinnuleysisbætur? En slysabæt-
ur?
Virðingarfyllst,
Konráó Kl. Björgólfsson.
Þessir hringdu . . .
Körlum gert
hátt undir
höfði í
sjónvarpi
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Fréttir sjónvarps og frétta-
skýringaþættir hafa oft vakið
athygli mína fyrir það hve miklu
oftar viðmælendur eru karlmenn
en kvenmenn.
T.d. nefni ég Kastljós Ög-
mundar Jónassonar eftir ára-
mótin um árið 1984 þar sem
hann ræddi við tíu karlmenn en
engar konur. Um daginn var
hann svo aftur með þátt um Tre-
holt o.fl. Bogi Ágústsson var með
fréttaskýringu frá Ósló. Þar tal-
aði hann við fólk úti á götu, fyrst
ungan mann, síðan konu og loks
allnokkra karlmenn sem ég náði
ekki að kasta tölu á. Að þessu
loknu sagði Bogi að þetta hefði
verið álit almennings í Ósló á
Treholt-málinu. Síðan kom
Ögmundur aftur á skjáinn og þá
með tvo karlmenn sér við hlið til
að ræða afvopnunarmál stór-
veldanna!
Hefur aldrei komið til greina
að skylda íslenska fréttamenn til
að hafa til jafns konur og karla
að viðmælendum sínum? Það
svona hvarflar að manni að kon-
ur teljist orðið ekki lengur til al-
mennings sbr. orð Boga.
Gjalddaga
tíunda
hvers
mánaðar
María Jóhanna hringdi:
Ég er mjög óhress með að það
skuli vera gjalddagi á Visa-
kortum 2. hvers mánaðar og veit
ég að sama er að segja um
marga fleiri. Eftir 2. koma fullir
dráttarvextir á skuldina, ekki
dagvextir heldur heilir mánað-
arvextir, þó að aðeins sé farið
einn dag framyfir.
Sumir fá ekki útborgað fyrr en
2. og þó að maður fái útborgað 1.
er ekki þar með sagt að maður
komist í hvert einasta skipti í
tæka tíð til að greiða, þegar
kannski hálfur dagur er til um-
ráða. Hvernig er svo með þá sem
búa úti á landi. Póstsamgöngur
eru oft stopular vegna veðra og
hvers á það fólk að gjalda sem
ekki fær tilkynninguna í tæka
tíð? Stundum er mér sendur
reikningurinn í pósthólf manns-
ins míns og fæ hann því ekki í
tæka tíð.
Því ekki að hafa gjalddaga t.d.
þann 10. hvers mánaðar, það
myndi auðvelda mörgum og þá
kæmist fólk hjá því að þurfa að
greiða þessa gífurlegu dráttar-
vexti sem á engan hátt eru rétt-
látir.