Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 í kaffistofu þingsins Þingmenn bregða sér stöku sinnum í kaffistofu þegar tóm gefst frá önnum eða þegar einhver maraþonmælandi hertekur ræðustól þingsins ungann úr deginum. Hér sjást þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokks í kaffihléi: Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sophusson og Valdimar Indriðason. Auglýsingastnð bankanna um takmarkað sparifé: Þrír ríkisbankar aug- lýsa fyrir 30 m.kr. 1984 Einkabankar neita að gefa upp kostnaðinn Landsbankinn varði 6,8 m.kr. í auglýsingar 1983 og 12,2 m.kr. 1984. Útvegsbankinn ráðstafaði 3,5 m.kr. til hins sama 1983 og tæpum 6 m.kr. 1984. Búnaðarbankinn eyddi 4,9 m.kr. í auglýsingar 1983 og 11,2 m.kr. 1984. Sex stærstu sparisjóðirn- ir auglýstu fyrir 5,5 m.kr. samtals 1983. Þetta kom fram í svari Matthías- ar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, í svari við fyrirsprunum frá Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Ráðherra gat þess að einkabankar, Samvinnubanki, Verzlunarbanki og Iðnaðarbanki, hafi hvorki talið sér heimilt né skylt að veita umbeðnar upplýsingar og hefðu m.a. visað til þess að aðalfundir þeirra hafi ekki enn verið haldnir. Alþýðubankinn veitti upplýsingar um auglýsinga- kostnað 1983, kr. 443.000.—, en hinsvegar ekki fyrir árið 1984. Viðskiptaráðherra sagði ráðu- neytinu ekki kunnugt um hvursu mikið hafi verið keypt af veðskulda- bréfum á svonefndum verðbréfa- markaði 1983 og 1984, en um það spurði Jóhanna einnig, en sala nýrra spariskírteina 1982 nam 127 m.kr., 101 m.kr. 1983 og á síðasta ári vóru seld ný spariskírteini fyrir 583 m.kr. Jóhanna Sigurðardóttir (A), fyrirspyrjandi, kvað ljóst að einka- bankar skytu sér enn á bak við bankaleynd, en ljóst væri engu að síður að auglýsingastríð bankanna um takmarkað sparifé landsmanna væri gengið út I öfgar, en aulýs- ingakostnaður ríkisbankanna einna, þriggja að tölu, næmi um 30 m.kr. á sl. ári, en hann væri hluti af því sem hún nefndi „vaxtabrjál- æði“. Sighvatur Björgvinsson (A) kvað nauðsynlegt að upplýsa hver væri herkostnaður ríkissjóðs I kapp- hlaupi hans við bankakerfið um þetta sama takmarkaða sparifé landsmanna. Hagnaður banka, skipafélaga og verslunar. Betur dygðu veltu- skattar en tekjuskattar — sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags SÍS og kjötútflutningurinn: Umboðslaun ekki reiknuð af söluverði — SÍS fékk 10,5 m.kr. 1984 Samband íslenzkra samvinnufé- laga fékk 10,5 m.kr. í umboóslaun af utfluttu kjöti 1984, en útflutningur var nánast allur á þess hendi. Þetta kom fram í svari Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra, á Alþingi I gær, við fyrirspurn frá Eiði Guðna- synL Samtals vóru flutt út um 5000 tonn af búvöru: kjöti, ostum, ull o.fl. og flutningskostnaður á hvert kíló að meðaltali kr. 5,62. Ráð- herra kvað flutninginn boðinn út, en ekki kom fram I svari hans, hvern veg hann skiptist milli skipafélaga, Skipadeildar SÍS, Eimskips og Hafskips. Eiður Guðnason (A) gagnrýndi að SÍS fengi hálfa elleftu milljón króna í umboðslaun af kjöti; ekki væri sízt gagnrýnivert að um- boðslaunin miðuðust ekki við sölu- verð erlendis, heldur það verð að viðbættri meðgjöf úr ríkissjóði. SÍS og hliðarfyrirtæki tækju sitt á þurru í umboðslaunum, farm- gjöldum, geymslugjöldum o.s.frv., bændur fengju sinn hlut seint og um síðir, en skattborgararnir legðu til himinháar útflutnings- bætur. Eiður sagði að hægt væri að vinna stórvirki I sölu búvöru er- lendis ef viðskiptafrelsi réði ferð, en að óbreyttu yrði allt í viðjum SÍS-einokunar. Ellert B. Schram (S) gagnrýndi að umboðslaun væru ekki reiknuð af söluverði erlendis, sem dragi úr hvata til að ná árangri við mark- aðssetningu vörunnar. Sighvatur Björgvinsson (A) kvað SÍS fá 2% umboðslaun miðað við söluverð innanlands, en ekki á • Hagnaður hjá einstaklingum í smásöluverzlun, að viðbættu tillagi I fjár- festingarsjóð, var 208 m.kr. samtals 1983, en 87 m.kr. hjá einstaklingum í heildverzlun. Hjá lögaðilum með smásöluverzlun var hagnaður á sama tíma, ásamt tillagi í fjárfestingarsjóð og varasjóð, 46,7 m.kr. en hjá lögaðilum með heildverzlun námu sömu liðir tæpum 232 m.kr. Framtöl einstaklinga í smá- söluverzhin vóru 873 en i heildsölu 489. Lögaðilar með smásölur vóru 424 en 558 í heildverzlun. þeim mörkuðum, sem varan væri seld á. í raun væru umboðslaunin, flutningskostnaðurinn, geymslu- kostnaður, bankakostnaður o.s.frv. allt saman greitt af al- mennu skattfé. Þetta kom fram í svari Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, I svari við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni (Abl.). Ráðherra gat þess að I opinberum skýrslum væri rekstraraðili, sem hefði mörg járn í eldi, flokkaður í heild til þess rekstrarþáttar, sem stærstur væri. Þessvegna væru mörk milli verzl- unar og annars rekstrar ekki skýr, né mörk milli heildsölu og smásölu, þar sem hvort tveggja væri á einni hendi. Umbeðnar upplýsingar væru gefnar með þessum fyrirvara. Fjármálaráðherra svaraði og fyrirspurnum frá sama þingmanni um hagnað skipafélaga og banka. í svörum hans kom m.a. fram: • Tiu skipafélög vóru samtals með 324,6 m.kr. hagnað 1983 án skatta- legra ráðstafana, en hreinar tekjur þeirra vóru 234,4 m.kr. Ekkert þess- ara skipafélaga var með skattstofn til álagningar tekjuskatts og þar af leiðandi hvorki tillag I varasjóð né fjárfestingarsjóð. Greiddur arður var 1,8 m.kr. • Sjö bankar og sparisjóðir, sem vóru skattskyldir, vóru samtals með 534 m.kr. hagnað, án skatta- legra ráðstafana, en tekjuskatts- stofn þeirra var 222 m.kr. Greiddur arður var 4,6 m.kr. Þessar upplýs- ingar vóru ekki sundirliðaðar eftir bönkum, þar sem skattyfirvöldum er slík upplýsingagjöf óheimil. Fyrirspyrjandi, Svavar Gestsson, taldi svör ráðherrans sýna, hvar peningarnir væru I þjóðfélaginu, og hvern veg hafendur þeirra nytu sér hliðhollra skattareglna. Til þessara aðila næðist betur, ef beitt væri veltusköttum en tekjusköttum. Sjómannafrádráttur - lækkun olíuverðs: 2 % lækkun sérstaks kostnaðarhlutar útgerðar AiÞinci FRAM hefur verið lagt stjórnar- fnimvarp til laga um lækkun sér- staks kostnaðarhlutar útgerðar frá 1. marz 1985, sjómannafrádrátt og aðgerðir til lækkunar olíuverðs. Efn- Lsatriði frumvarpsins eru skilgreind svo í athugasemdum: „Hinn 28. febrúar og 1. mars 1985 tókust samningar milli Landssambands íslenskra út- vegsmanna f.h. aðildarfélaga þess annars vegar og Farmanna- og fiskimannasambands Islands f.h. sambandsfélaga þess vegna yfir- manna á fiskiskipum og Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á ísafirði hins vegar. Voru þessi samningar samþykktir við atkvæðagreiðslu I aðildarfé- lögunum. Hinn 4. mars sl. náðist sam- komulag um nýja kjarasamninga milli samninganefnda útvegs- manna og Sjómannasambands Is- lands um kjör undirmanna á fiski- skipum. Þessir samningar voru hins vegar víðast hvar felldir við atkvæðagreiðslu í félögum sjó- manna en samþykktir af hálfu út- vegsmanna og hófust því samn- ingaumlcitanir að nýju. Samn- ingar tókust 7. mars sl. Á lokastigi samninganna beindu samninga- nefndir sjómanna og útvegs- manna þeim tilmælum til rlkis- stjórnarinnar, að hún beitti sér fyrir því að 2% lækkun sérstaks kostnaðarhlutar útgerðar, sem hún hafði lýst yfir að yrði stefnt að fyrir lok ársins, kæmi til fram- kvæmda þegar frá 1. mars 1985. Áður hafði eftir fundi með samn- ingsaðilum hjá forsætisráðherra 28. febrúar 1985 verið lagður fram eftirfarandi listi um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar: „Listi um aðgerðir af hálfu rík- isstjórnarinnar til þess að greiða fyrir kjarasamningum sjómanna á fiskiskipum og útvegsmanna, lagður fram eftir fundi með samn- ingsaðilum hjá forsætisráöherra 28. febrúar 1985: •1. Fjárhagur áhafnadeildar aflatryggingasjóðs verður bættur þannig að hún geti lagt fram 80 mkr. árið 1985 til þess að bæta lífeyrisréttindi sjómanna á þann hátt sem þeir og útvegsmenn hafa komið sér saman um. (Sbr. fylgi- skjöl I og II með frumvarpi þessu) •2. Sjávarútvegsráðherra mun er.nfremur gera ráðstafanir til þess, að áhafnadeildin geti hækk- að fæðisdagpeningagreiðslur til sjómanna sérstaklega um 25% frá 1. mars 1985. Fæðisdagpeningar úr deildinni fylgi síðan I megin- atriðum breytingum fæðiskostn- aðar á fiskiskipum eftir mati stjórnar aflatryggingasjóðs hverju sinni. Endurgreiðsla úr áhafnadeild til stóru togaranna, þar sem áhafnir hafa frítt fæði, verður aukin sem svarar 25% hækkun fæðisdagpeninga og verð- ur síðan ákveðin samsvarandi föst greiðsla á áhafnarmann á dag, sem útgerðin greiðir með fasta- kaupi. •3. Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir því að fiskimanna- frádráttur við álagningu tekju- skatts verði aukinn úr 10% I 12% af launatekjum af fiskveiðum. •4. Ríkisstjórnin lýsir því yfir, að I endurskoðun þeirri, sem hún lætur nú undirbúa á sjóðakerfi sjávarútvegs og löggjöf, er varðar hlutaskipti á fiskiskipum, stefni hún að því að lækka sérstakan kostnaðarhlut útgerðar (eða auka þann hluta hennar, sem kemur til hlutaskipta) um 2% fyrir lok þessa árs. í þessari endurskoðun verður sérstaklega hugað að því að lækka sérstakan kostnaðarhlut útgerðar við landanir erlendis. •5. Ríkisstjórnin mun þegar gera breytingar á verðlagningu á olíuvörum til útgerðar, m.a. með niðurfellingu opinberra gjalda sem valda mun um 2% lækkun á olíukostnaði útvegsins. •6. Gerðar verði ráöstafanir til þess að olíuverð til fiskiskipa haldist I meginatriðum óbreytt fram yfir miðjan maí nk. •7. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingartillögum á ákvæð- um frumvarps til siglingalaga um tryggingar sjómanna, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, I samræmi við samkomulag sjómanna og útvegs- manna, sem fylgir þessum lista. (Sbr. fskj. III með frumvarpi þessu.) Ríkisstjórnin leggur með þessu frumvarpi fyrir Alþingi tillögur um framkvæmd framangreindra aðgerða, þar sem meðal annars er kveðið á um, að 2% lækkun sér- staks kostnaðarhlutar útgerðar, sbr. 4. lið hér að framan, komi tií framkvæmda þegar frá 1. mars 1985. Auk þess er lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lög- um um Aflatryggingasjóð sjávar- útvegsins þar sem meðal annars eru ákvæði til að framkvæma 1. og 2. tölulið listans hér að framan. Þá hefur samgönguráðherra ritað samgöngunefnd efri deildar bréf til þess að fylgja eftir 7. tölu- liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.