Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 53
88CÍ S3AM .81 flUOAQUXIVaiM .aiGAJaWUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGÚR 13. MARZ 1985 sé Blindrammi — eftir Gunnlaug Þórðarson Mér kom á óvart að góðkunningi minn Björn Th. Björnsson skyldi grípa til þess ráðs í Morgunblað- inu 12. febr. sl. að reyna að af- greiða velmeintar ábendingar mínar varðandi hina umdeildu sjálfsmynd Snorra Arinbjarnar með ódýrri fyndni, í stað þess að reyna að hrekja einhver þeirra at- riða, sem fram komu í grein minni hér í blaðinu 6. febr. sl. Ekki er ástæða til þess að endurtaka neitt af því, sem þegar hefur verið sagt um þetta mál- verk. Hins vegar skal aðeins rifjað upp, að þegar undirritaður vildi hér um árið gefa Listasafni ís- lands sjálfsmynd Þorvalds Skúla- sonar (signeruð: Th. Skúlason 1933) virtist málarinn hafa steingleymt henni og ekki kannast við hana sem sitt málverk, fyrr en honum hafði verið bent á signat- úrinn. Þó var þá aðeins liðinn rúmur aldarfjórðungur frá því að hann hafði „signerað" það, en ekki hálf öld, eins og var um hina um- deildu sjálfsmynd, sem listmálar- inn „merkti sér“ hér heima á árinu 1981 með ártalinu 1931. Það mun hins vegar ósjaldan koma fyrir, að listmálarar muni ekki eftir verkum sínum, einkum mun það eiga við um æskuverk, jafnvel hendir að málverk, sem þeir halda vera sitt málverk, reyn- ist vera eftir annan. — Hitt er vitað að Þorvaldur Skúlason var framan af listferli sínum undir sterkum áhrifum frá Snorra Ar- inbjarnar, eins og eðlilegt gat tal- ist og er það alls ekki sagt lista- manninum til hnjóðs. Þeir höfðu og saman vinnustofu í Osló. Mun málverkið hafa orðið eftir í vinnu- stofunni, er þeir fluttu, eins og getið hefur verið til. Telja má víst að þetta hafi verið ein af fleiri sjálfsmyndum Snorra Arinbjarn- ar, en hann hafi verið óánægður með hana og því látið hana verða eftir. Honum hefur ekki dottið í hug að neinn færi að hirða hana. Einhver hirðusamur Norðmaður hefur þó tekið málverkið til hand- argagns. Má vera að sá hafi búið í sama húsi og haft einhverja vitn- eskju um nafn annars ungs lista- mannsins frá íslandi, en ekki kunnað að skrifa það betur en sem: Torvaldor Skurlason, er hann krotaði það á blindramma verks- ins. Seinna hafi verkið borist í hendur einhvera þeirra, sem hafi komist að því að Þorvaldur Skúla- son væri þekktur listmálari á ís- landi og álitið að málverkið væri af Þorvaldi, en í því liggur vitleys- an. Enda hefur Þorvaldur Skúla- son aldrei frá því að ábendingar mínar voru settar fram (á Mynd- 23 fá styrki úr Þjóðhátíðar- gjöf Norðmanna ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna á þessu ári. Norska Stórþingið sam- þykkti í tilefni ellefu alda afmælis ís- íandsbyggðar 1974 að færa íslending- um l milljón norskra króna að gjöf I ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, skal ráðstöfunarfénu, sem er vaxtatekjur af höfuðstólnum, en hann er varðveittur I Noregi, varið til að styrkja hópferðir íslendinga til Nor- egs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram níunda úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 512 þúsund krón- ur. 23 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Sérkennara við Grunnskóla Reykjavíkur, íslenska ungtemplara, Þjálfunarskóla ríkisins, Hjálpar- stofnun kirkjunnar, Björgunar- hundasveit íslands, Norskukennsl- una Miðbæjarskóla, Hrafnistu og Sjúkrahótel RKÍ og Sálfræðideild skóla. Gunnlaugur Þórðarson „Skoðun mín er sem sagt óbreytt, að hið umdeilda málverk sé sjálfsmynd Snorra Arinbjarnar. Hefur áður verið bent á atriði því til sönnunar. Björn Th. birtir Ijósmyndir með grein sinni, sem hann tel- ur að afsanni skoðun mína, en því fer fjarri.“ listarþingi 1981) neitað því, að verkið gæti verið frá hendi Snorra Arinbjarnar. Björn Th. telur bersýnilega að þetta krot aftan á blindramma málverksins sanni eftir hvern málverkið sé. f því efni má segja að Björn Th. sé „haldinn rammri blindu“. Þar sem þetta krot verður að teljast marklaust. Því þótti mér rétt að láta ljósmynda blind- rammann og birta hér með grein- inni. Skoðun mín er sem sagt óbreytt, að hið umdeilda málverk sé sjálfsmynd Snorra Arinbjarnar. Hefur áður verið bent á atriði því til sönnunar. Björn Th. birtir ljósmyndir með grein sinni, sem hann telur að afsanni skoðun mína, en því fer fjarri. Aftur á móti sést á þeim það sem þeir er þekktu Þorvald vita, að hann var breiðleitur og stuttleitur, þannig er líka hin eina sálfsmynd, sem hann signeraði sem fullgerða og er nauðalík honum. Snorri var aftur á móti langleitur og slík er hin umdeilda sjálfsmynd hans. Hann hefur aftur á móti ekki verið fylli- lega ánægður með hana og því ekki signerað hana, en það gerði hann við nokkrar sjálfsmyndir þá. Því má bæta við hve neflag lista- mannanna var ólíkt. Þorvaldur var með allt að því uppsveigt nef, eins og sést á málverkinu frá 1933, en Snorri með eilítinn lið á nefinu og þannig er það á hinu umdeilda verki. Að sjálfsögðu verður lítið frekar B « Hér sést hluti af bakhlið hinnar umdeildu mannsmyndar. Nafniö Torvaldor Skurlason er skrifað með rauðum blýanti. Lesa má a-ið í val sem o og o-ið í dor allt að því sem u. Þá eru naglafór, sem spilla tveimur öftustu stöfunum. Ljóst er af þessu að sá sem fyrst setti nafn á bakhliðina var ókunnugur listmálaranum. um þetta fullyrt, svona löngu eftir að málverkið var gert. Hitt þykir mér þó viss viðurkenning hjá Birni Th. að hann telur nú að mál- verkið hafi verið rangt ársett, er Þorvaldur ársetti það 1931 á árinu 1981. Er við ræddum þessa hlið málsins um daginn, endurtók Björn Th. þessa skoðun sína. Ein vitleysan varðandi verkið er sem sé viðurkennd. Hann var þá sam- mála mér um að listmálarar ættu ekki að láta frá sér fullgerð verk án þess að signera þau. Hitt vildi hann ekki fallast á að höfð yrði opinber sýning á verkum þeim, sem fjallað hefur verið um í þess- um skrifum okkar, þannig að al- menningur gæti áttað sig betur á málinu, en Björn Th. taldi sig hafa nóg annað að sýna í sýningarsal Listasafns Háskólans og þar við situr. Dr. Gunnlaugur Þórðarson er hæstaréttarlögmaöur í Reykjavík. Nú verður Já, það sprakk alltlúr hlátri og færri kom- ust að en vildu um síðustu helgi á hlát- ■ urshátíð Árna og félaga. iBIS 1 Árni Tryggvason í Áusturbæjarbíói, föstudagskvöld 15. marz k. 23.30. Frænka Charle mætir auðvitai Af mælishátíð Árna endurtekin. 1 afmælli Hvernig væri að árna Arna heilla með léttu brosi á vör? Stórkostlegur skemmtikraftur i 30 ár mm Frænka Charleys mætir auðvitað í afmælið Allir helstu gleðigjafar þjóðar- innar fara Kátir á kostum með ykkur og Árna Tryggva ÁRNITRYGGVASON Örn Árnason Þóra Frióriksdóttir Róbert Arnfinnsson Jörundur Guðmundsson Ómar Ragnarsson Guörún Stephensen Elín Sigurvinsdóttir Pálmi Gestsson Einar G. Sveinbjörnsson Allir fara í hláturshlutverkin. Já, það er vel þegið að geta hlcgið. w. 1 r . % h ál eodv'9' eöa m Hljómsveit: Jónas Þórir, Ólafur Gaukur, Stef- án Jökulsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Stjórnandi: Sigríöur Þorvaldsdóttir. Engin læti, sýnið ksti, pantið sæti í tíma í síma 11384. Ef þú hlarð ekki núna, þá bara á föstudagskvöklið Randver Þorláksson Siguröur Sigurjónsson Jón Sigurbjörnsson Rúrik Haraldsson Haukur Heiðar ingólfsson Agnes Löve Þórhallur Sigurðsson — Laddi Jónas Þ. Dagbjartsson Ellert Ingimundarson og fleiri. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Fyrr má nú brosa en sprengja varirnar. Forsala aðgöngumiða í Austur- bæjarbíói frá kl. 16 í dagl alveg þangað til uppselt J veröur. (FrétUtilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.