Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 47 Sú fullyrðing samninganefndar ríkisins að inni í taxta SV sé óskilgreind yfirvinna er út í blá- inn og hefur verið hrakin hér áð- ur. Er nægjanlegt að vísa í greinar 1.2.1., 2.1., 2.2. og 8.2. í samningi SV þessu til sönnunar. 3. Launakönnun Hagstofunnar, dagvinna — yfírrinna Aður hefur verið greint frá, að fyrirmæli Hagstofustjóra og leiðbeiningar varðandi útfyllingu fyrirspumalista voru ótvíræð og afdráttarlaus. Það er ekki fyrr en eftir að niðurstöður könnunarinn- ar eru birtar og I.H.Þ. sér svart á hvitu, í hvaða ógæfu stefnir, að hann afneitar afkvæminu. Spyrja má: — Til hvers í ósköpunum var ver- ið að framkvæma þessa könn- un ef alls ekki á að fara eftir henni? — Var könnunin undir faglegri stjórn hins mæta manns, fv. Hagstofustjóra Klemensar Tryggvasonar, ófaglega unnin? — Gera pólitískir stjórnendur þessa lands sér grein fyrir, að launakönnun þessi var síðasta von félaga BHMR til að fá leið- réttingu á kjðrum sínum. Ennfremur, að ef sú von bregst, er hætta á að Launa- málaráð BHMR liðist í sundur og algjört stjórnleysi muni taka við í launamálum þessa fólks. Tilgangslaust er að eyða tíma og kröftum í að fara þessa leið í gegnum BHMR, sem aldrei hefur gefið neitt af sér. Miðað við forsendur launakönn- unarinnar er það hreinn útúr- snúningur hjá samninganefnd ríkisins, að innifalin sé yfirvinna í dagvinnulaunum þeirra verkfræð- inga, sem þar koma við sögu. Þvert á móti kemur glögglega fram, eins og áður var sýnt, að greitt er sérstaklega fyrir yfir- vinnu. 4. Laun kvenna í launakönnun Hag- stofunnar og hjá ríkinu í greinargerð I.H.Þ. fyrir Kjara- dómi, þar sem hann fjallar um launakönnunina, er gengið út frá því, að konur séu láglaunahópur á almennum markaði og skuli það endurspeglast í launum ríkis- starfsmanna. Hlutfall kvenna í umræddum hópum er eftirfar- andi: Könnun Hagstofunnar 7% Verkfrædingar í könnun Hagstofunnar 2% Verkfreóingar í þjónustu rfkisíns 5% Félagar BHMR 23,4% Tafía 3. Hlutfall kvenna í viðmiðun- arhópum. Ef skoðuð eru laun þeirra verk- fræðinga á frjálsum markaði, sem fá greidd mánaðarlaun án ómældrar yfirvinnu, kemur í ljós að laun karla eru um 9% hærri en laun kvenna. Ef hins vegar eru skoðaðir með- allaunaflokkur karl- og kvenverk- fræðinga hjá rikinu, kemur i ljós að karlarnir eru að jafnaði 2,2 launaflokkum hærri en konurnar, sem samsvarar tæpum 8% i laun- um miðað við annars sömu launa- þrep. KV telur að engan veginn sé verjandi að lækka félaga BHMR né aðra í launum einungis vegna kyns. Þótt hér sé ekki vísað í lög um jafnrétti kynjanna, fullyrðir KV að samanburður I.H.Þ. um eðlilega launalækkun vegna fjölda kvenna innan BHMR á ekki við um KV, auk þess sem ríkinu hefur tekist á sama hátt og á frjálsa markaðnum að halda konum i verkfræðistétt lægri i launum en körlum. 5. Skipting eftir menntun í launa- könnun Hagstofunnar í röksemdafærslu fyrir Kjara- dómi vegna aðalkjarasamnings BHMR bendir I.H.Þ. á, að skipting eftir menntun er allt önnur í könnun Hagstofunnar en hjá rik- isstarfsmönnum. Með þeim rökum lækkar hann viðmiðunarlaun þeirra um 22%. Ef þau rök eru gild, og viðmiðunin sem slík er við- urkennd, er á sama hátt unnt að viðurkenna viðmiðunarlaun félaga KV, sem hafa beinan samanburð við frjálsa markaðinn og hafa auk þess hæstu viðmiðunarlaunin þar. Sérstaklega má benda á, að við- miðun KV er mjög traust, þar sem í úrtakinu er hópur verkfræðinga, sem jafngildir um 59% af félags- mönnum KV. Þætti það stórt og gott úrtak í hvaða skoðanakönnun sem er. 6. Menntun — staða I.H.Þ. vefengir í umfjöllun um niðurstöður Hagstofukönnunar- innar fyrir Kjaradómi, að á al- mennum markaði sé greitt eftir menntun, heldur sé miklu frekar greitt eftir þeirri stöðu sem við- komandi gegni. Telur hann, að I könnun Hagstofunnar séu í meiri hluta háskólamenntaðir menn í stjórnunarstöðum, sem eigi ekki við um BHMR. Úr launakönnun Hagstofunnar má vinna eftirfarandi samanburð á launum verfræðinga eftir því hvort þeim er greitt skv. starfs- heitinu verkfræðingur eða mennt- unarheitinu verkfræði. Fjöldi Min. verkfr. laun verkfr.menntun 103 43.689 verkfr.-storfHh. 76 40.311 verkfr. - án skilgr. gUrfsheitis 27 53.197 Tafía 4. Laun skv. starfsheiti og menntun. Þessi samanburður sýnir, að menntunarheitið verkfræði gefur um 8% (vegið meðalt.) hærri laun en starfsheitið verkfræðingur á frjálsum markaði. Ef skoðaðir eru eingöngu þeir verkfræðingar, sem ekki bera starfsheitið verkfræð- ingur eru laun þeirra um 32% hærri en hinna, sem bera starfs- heitið verkfræðingar. Skv. ályktun I.H.Þ. er hér vænt- anlega um stjórnendur í fyrir- tækjum að ræða, ekki æðstu stjórnendur, þar sem að í Hagstofukönnuninni voru skýr fyrirmæli um, að þeir skyldu ekki teknir með. Skv. skilgreiningum á starfs- heitum verkfræðinga í þjónustu ríkisins, sem finna má í sérkjara- samningi KV, eru deildarverk- fræðingar og þeir verkfræðingar, sem hærra eru settir, stjórnendur í fyrirtækjum ríkisins. Fjöldi þessara manna er 122 eða um 70% verkfræðinga í þjónustu ríkisins. Ef rök I.H.Þ. eru nothæf til að lækka félaga i BHMR í launum vegna þess, að þeir sinni ekki stjómunarstörfum ættu þau að vera jafngóð til að hækka félaga KV í launum, þar sem stór hluti viðmiðunarhópsins svo og enn stærri hluti KV-félaga sinnir hin- ir afar mikilvægu stjórnunar- störfum sem greinilegt er, að mati I.H.Þ., að greitt er svo vel fyrir á almennum vinnumarkaði. 7. Ráðningarform og greiðslufyrir- komulag I.H.Þ. segir að allflestir ríkis- starfsmenn séu með fastráðningu, skipaðir, settir eða ráðnir til ótakmarkaðs tíma með þriggja mánaða uppsagnarfresti. At- vinnuöryggið sé þvi meira en hjá öðrum vinnuveitendum. Skv. upplýsingum Launadeildar Fjármálaráðuneytisins er ráðn- ingarformið þetta hjá félögum K V: Tafla 5. Ráðningarform félaga KV. Samkvæmt þessu hafa 46 verk- fræðingar eða aðeins um 26% fé- lagsmanna KV betra ráðningar- form en gerist á frjálsum markaði verkfræðinga. Er hér vísað til samninga SV við Félag ráðgjafa- verkfræðinga, Kópavogsbæ og Ak- ureyrarbæ, en í öllum þessum samningum kemur fram að upp- sagnarfrestur er 3 mán. eftir reynslutíma og ráðning er ótíma- bundin. Ekki hefur sýnt sig, að atvinnu- öryggið sé minna á frjálsum markaði verkfræðinga en hjá rík- inu, og nægir hér að minna á, að atvinnuöryggið fór fyrir lítið hjá verkfræðingum RARIK og Iðn- tæknistofnunar fyrir stuttu. Spyrja verður, hvort úreltur réttur 26% félagsmanna réttlætir, að launum heildarinnar sé haldið niðri. í dag eru nánast allir ef ekki allir nýir verkfræðingar ráðnir til ríkisins með ákveðnum uppsagn- arfresti og verður vafalaust ekki snúið aftur af þeirri braut. Er það vel að mati stjórnar KV. Viðurkennt skal að flestir félag- ar KV fá laun sín greidd fyrir- fram, en þann rétt þurfti KV að sækja með Hæstaréttardómi. 8. Lífeyrismál Skv. upplýsingum Launadeildar fjármálaráðuneytisins eru félagar KV í eftirtöldum lífeyrissjóðum: Tafla 6. Aðild félaga KV að lífeyrissjóðum. Samkvæmt þessu eru um 53% félaga KV í LVFÍ og er fjöldi þeirra vaxandi og um leið fjöldi félaga í Lífeyrissjóði rikisins minnkandi. Flestallir ungir verk- fræðingar i KV velja aðild að LVFÍ umfram LSR og er það besti dómurinn um gæði lifeyrissjóð- anna. Eins má benda á, að vinnuveit- endur félaga SV greiða iðgjöld í LVFÍ af mun hærri launum en ríkið gerir, og vegur það þungt í endanlegum lífeyrisgreiðslum. Ef Lífeyrissjóður ríkisins er eins góður og af er látið ætti ríkis- sjóður að fagna því að þurfa ekki að standa undir þeim kostnaði sem af því hlýzt vegna félaga KV, sem ekki vilja þiggja dýrðina. Um leið hlýtur að vera sanngjarnt að þeim séu greidd rétt laun í stað- inn. Útilokað er fyrir ríkið til lengd- ar að halda niðri launum félags- manna KV vegna aðildar að líf- eyrissjóði, sem vaxandi meirihluti kemur hvergi nærri og nýtur í engu góðs af. 9. Orlofsréttur I.H.Þ. segir að orlofsréttur rík- isstarfsmanna sé einn hinn bezti, sem þekkist hér á landi. Ákvæði um orlof í kjarasamn- ingum SV eru nákvæmlega eins og I aðalkjarasamningi BHMR. Ennfremur fullyrðir I.H.Þ. að upphæð orlofsfjár hjá ríkisstarfs- mönnum sé hærri en almennt þekkist á vinnumarkaðnum. Ekki er ljóst, hvað hér er átt við, því að orlofsprósentur SV eru eðli- lega þær sömu og KV vegna sömu lenedar orlofs, sbr. hér að ofan. Mánaðarl. eftir á án ráðningarsamnings 0 verkfr. Nefndarlaun, reikningalaun, tímakaup og annaó tilfallandi 3 verkfr. Skipun — ótímabundið 46 verkfr. Tímabundin setning eða skipun 0 verkfr. Vikukaupsmenn 1 verkfr. Ráðning án uppsagnarfrests 14 verkfr. Ráðning með a.m.k. 3 mán. uppsagnarfresti 78 verkfr. Ráðning með minna en 3 mán. uppsagnarfresti 21 verkfr. Ráðning tímabundið skv. sérstakri fjárveitingu 8 verkfr. Ráðning tímabundið vegna afleysinga 5 verkfr. Samtals 175 verkfr. Lífeyrissj. Verkfræðingafélags fsl. (LVFÍ) 93 verkfr. Lífeyrissj. ríkisins (LSR) 78 verkfr. Aðrir lífeyrissjóðir 4 verkfr. Samtals 175 verkfr. Hins vegar má leiða rök að því, að upphæð orlofsfjár KV-félaga sé miklu lægri en hjá SV-félögum, þar sem orlofsprósentan reiknast á miklu lægri laun hjá hinum fyrrnefndu. 10. Fæðingarorlof I.H.Þ. fullyrðir, að ríkisstarfs- menn hafi til muna betri kjör hvað varðar fæðingarorlof en þeir, sem taka fæðingarorlof skv. al- mannatryggingakerfinu. Sv hefur sömu ákvæði um fæð- ingarorlof og kveðið er á um í að- alkjarasamningi BHMR. Þess má ennfremur geta, að 5% félaga KV eru konur. 11. Námsleyfí I.H.Þ. segir að í sérkjarasamn- ingum aðildarfélaga BHMR séu ákvæði um námsleyfi, sem varla sé að finna í kjarasamningum utan ríkiskerfisins. í kjarasamningi SV er ákvæði um námsleyfi, sem nemur 4 dög- um pr. mann og ár. Vinnuveitandi greiðir laun og útlagðan kostnað, segir í samningnum. Reynslan hefur orðið sú, að ef félagar SV hafa ekki nýtt sér þetta atriði, hefur jafngildi þess verið greitt í peningum. Athyglisvert er, að hjá SV er um að ræða fortaksiausan rétt, en hjá KV er um að ræða heimild ríkisins til að veita námsleyfi. Auk þess hefur ríkið sett nokk- urs konar átthagafjötra í tvö ár á þá, sem notið hafa námsleyfisins. Þeir eru skyldugir til að vinna áfram hjá ríkinu, ella endurgreiði þeir útlagðan kostnað. Slíkt ákvæði er ekki að finna í samningi SV. Er öruggt að ákvæðið letur menn mjög til að nýta sér endur- menntunina. Á undanförnum 10 árum hafa að jafnaði 2 verkfræðingar hjá ríkinu farið í námsleyfi á ári hverju. Þetta jafngildir því, að hver félagi KV hafi farið í náms- leyfi 1 dag á ári eða einungis fjórðung þess, sem félagar SV eiga fortakslausan rétt á og fá greitt ef ekki er notað. Minnt skal á, að atriði þetta, ásamt aðild að Lífeyrissjóði ríkis- ins, átti að réttlæta 10% lægri laun rikisstarfsmanna að sög.i I.H.Þ. í útvarpsfréttum hinn 5. marz sl. í raun er þetta margfalt verra ákvæði en félagar SV hafa og ætti því með rökum T.H.Þ. að leiða til hærri launa en viðmiðun- arhópurinn hefur. Niðurlag Með rökum stjórnar Kjarafé- lags verkfræðinga, sem greint hef- ur verið frá hér að framan, hefur verið sýnt fram á, svo ekki verður um villzt, að samninganefnd ríkis- ins fer með staðlausa stafi, þegar hún ber saman launakjör verk- fræðinga ríkisins og verkfræð- inga, sem eru launþegar á almenn- um markaði. Til að falsa myndina er rætt um heildarlaun ríkisverkfræðinga, þótt sannanlega þurfi að liggja óheyrilega mikil vinna að baki þeirra launa, sex daga vinnuvika nánast allt árið auk langs vinnu- dags að jafnaði á móti dagvinnu á almennum markaði. Ennfremur er stöðugt klifað á meintum forréttindum og hlunn- indum ríkisverkfræðinganna, sem e.t.v. voru fyrir hendi fyrir tutt- ugu árum, en blessunarlega eru löngu horfin. Má þar nefna lífeyrissjóð, sem meirihluti félaga KV á ekki aðild að, endurmenntunarákvæði, sem eru sannanlega lakari en á al- mennum markaði verkfræðinga, ráðningarkjör, sem á siðari árum hafa nálgast mjög kjör við- miðunarstéttarinnar, orlofsrétt og fæðingarorlofsrétt, sem er ná- kvæmlega hinn sami hjá báðum hópum. Hver er annars ástæðan fyrir þvi að samninganefnd ríkisins neitar að ræða, skilgreina og meta hin meintu hlunnindi? Lesandanum eftirlæt ég svarið. Eiríkur Bjarnason er deildarrerk- frædingur hjá Vegagerð ríkisins og stjórnarmaður í Kjarafélagi verk- frædinga. Bandalag kvenna um kirkjumál 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavik, haldinn 23. og 24. febrúar 1985, samþykkir aö kirkjumálanefnd beini því til prófasts og presta Reykjavíkurborgar, að fram fari at- hugun á þvi, hvort núverandi aldur fermingarbarna sé of lágur. 2. Aðalfundurinn hvetur til efl- ingar funda með foreldrum ferming- arbarna, og virkari þátttöku í ferm- ingarundirbúningnum, t.d. með því að tala við börnin um það sem þau eru að læra hjá prestinum, og fylgja þeim sem oftast til guðsþjónustu á undirbúningstímanum. 3. Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til presta, að fjölskylduguðs- þjónustur eða samkomur verði haldnar í kirkjum, t.d. haust, miðs- vetrar og vor, eða oftar ef aðstæður eru fyrir hendi. Efla meira þátttöku foreldra, barna og unglinga en verið hefur. Skrifað verði um þetta í dag- hlöðin og því komið að í útvarpi og sjónvarpi. 4. Aðalfundurinn vill beina því til prófastsdæmisins, að sótt verði um fjárveitingu fyrir prest í fullt starf fyrir Reykjavíkurprófastdæmi. Starfið yrði fólgið í eftirliti með barna- æskulýðs- og öldrunarstarfi, ásamt þvi að taka að sér störf presta í forföllum eða til aðstoðar á annan hátt, eftir því sem þörf krefur. 5. Aðalfundurinn vill ítreka fyrri tillögur sinar um það, að barnasam- komur eða sunnudagsskólar á vegum kirkjunnar verði haldnir I sjálfri kirkjunni, en ekki eingöngu í safnað- arheimilinu — þar sem því verður við komið. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 23. og 24. febrúar 1985, beinir þeim eindregnu tilmæl- um til allra húsráðenda að nýta sér það mikla öryggi sem reykskynjari veitir, þegar eldsvoða ber að. Fund- urinn lýsir undrun sinni á því að tryggingafélög skuli ekki gera neinar kröfur í þessu efni. Segir Kennarasam- bandið sig úr BSRB? Félagsmenn taka ákvörðun í byrjun maímánaðar - „KENNARAR eru mjög óánægðir með sín kjör og margir vilja sameina kennara í eitt félag með sjálfstæðan samningsrétt. Kennarar innan Kennarasambands íslands munu greiða atkvæði um úrsögn úr BSRB í maíbyrjun," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands ís- lands í samtali við Morgunblaðið í gær. Valgeir sagði, að á þingi Kenn- arasambandsins i júní í fyrra hefði verið ákveðið að efna til at- kvæðagreiðslu meðal 3000 félags- manna um hugsanlega úrsögn úr BSRB. „Kynning á málinu er nú að hefjast og framhaldsþing •• Kennarasambandsins, sem haldið verður 20. apríl, mun taka ákvörð- un um tímasetningu atkvæða- greiðslunnar," sagði Valgeir. „Við viljum ganga frá þessu fyrir þing BSRB í júní. Það eru margir sem telja það óheppilegt að kennarar skuli vera í tveimur stéttarfélög- um nú og hugmyndir manna um úrsögn byggja á því að stofna eitt félag, sem yrði hvorki innan BSRB né BHM. Kjör kennara eru mjög léleg og starf þeirra afskaplega vanmetið, eins og kemur skýrt fram í skýrslu menntamálaráðu- s neytisins um endurmat á störfum kennara," sagði Valgeir. Hann kvaðst ekki vilja spá neinu um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar og sagði stjórn Kennara- sambandsins ekki hafa tekið neina afstöðu til málsins. Ef úrsögn úr BSRB á að vera gild þurfa % hlutar greiddra at- * kvæða að Iiggja að baki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.