Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 45 dugað mér vel annan þann tíma, sem ég hef setið undir stýri eða haft með þá það gera, sem flytja fólk og varning landshluta í milli og oft við erfiðar aðstaeður. Og hann lét ekki þar við sitja að leiða mig inn í innviðu þeirra leyndar- dóma, sem ráða akstri í snjó og illri færð, heldur tók hann mig í vinnu árið eftir, þegar ég flutti til Reykjavíkur og opnaði mér um leið hús sitt, svo að ég varð ekki heimilislaus og á vergangi, heldur eignaðist þar þá vini, sem ég met mikils enn. Og þannig var Guð- mundur. Hann gat vissulega á stundum verið hvass í viðmóti og jafnvel hrjúfur í tilsvörum, eins og þeirra er vandi, sem víða yfir- sýn hafa og þurfa að fylgjast með öllu, en undir sló það hjarta, sem ekkert þekkti nema hlýju og löng- un til þess að leysa úr annarra vanda og gera þeim vegferðina ljúfari. Og þannig var það líka eft- ir að ég hætti í atvinnurekstri mínum eftir 17 ár, að hann lét mig vita, að hjá honum væri alltaf staða og starf fyrir mig. Og er því þó ekki að neita, að oft tókumst við á á þessum tíma, þegar báðir kepptust um sömu verkefnin og sóttu á hin sömu mið. En slíkt setti Guðmundur ekki fyrir sig, enda hefur hann komizt áfram leiðina sina alla, þótt stundum hafi gjóstað um hann og hann ekki verið laus við öfundarnartið frek- ar en aðrir þeir, sem hærra hafa risið en almennt gerist. En slikt lét hann ekki á sig, þótt ekki sé nú alveg laust við að mér bjóði í grun, að stundum hafi sviðið nokkuð undan. En svo vel þekkti Guð- mundur mannlegt eðli, að engin sár urðu eftir slík spjótalög, hvað þá hann bæri þau ör, sem augsýni- leg væru. Hann kunni líka á fólk, ekki síður en bíla, og vissi vel hvað hverjum og einum hentaði bezt. Kom mér það mikið á óvart, hversu honum tókst að gera sig skiljanlegan í samskiptum sínum við útlendinga, þótt málakunnátta hans væri takmörkuð. En það var eins og hann þekkti einhverjar aðrar leiðir til skilnings en vönduð málfræði krafðizt eða orðagnótt á tungu viðkomandi. Dáðist ég mik- ið að þessu, þegar við fórum í ein- hverja fyrstu utanlandsferðina okkar til Þýzkalands árið 1%1, en sú ferð markaði á sinn hátt þátta- skil í bílainnflutningi og farþega- þjónustu hér á landi. Og Guðmundur ók og Guðmund- ur ók áfram veginn sinn, og komst á leiðarenda, þótt það fyndist ekki einu sinni vegur. Og landinu sínu unni hann svo heitt og svo vernd- andi, að aldrei vildi hann skilja neitt eftir sem spillti ásjónu þess eða meiddi virðinguna. Þannig stakk hann frekar rusli í vasa sinn, þegar hann gekk eða ók fram á slíkt, heldur en skilja það eftir þar sem það spillti hreinni nátt- úru íslands. Enda var hann mikill frumkvöðull I þeim ferðamálum, sem eru viðkvæm og verður að gæta fyllstu aðgæzlu i akstri um óbyggð eða lítt byggð svæði, þar sem jafnvægi gróðurs er þýð- ingarmikið og auðvelt að spilla. En nú er söngurinn hljóður, þótt ekki sé hann horfinn. Guðmundur ekur þó ekki lengur sjálfur, en verkin hans munu tala áfram. Og ekki kæmi mér það á óvart, að hann ætti enn eftir að segja mér til um réttar leiðir og góðar að- ferðir til að komast milli staða, þegar við eigum aftur fund. Og vart gæti ég hugsað mér betri leið- sögumann en þann, sem ég þyrði að eiga nokkuð undir. Hafi hann og fjölskylda hans mína dýpstu þökk og virðingu. Birgir Ágústsson Leiðrétting { minningargrein um Hálfdán Helgason bifvélavirkja hér í blað- inu í gær, 12. mars, eftir Markús Einarsson hefur orðið sú misritun að í greininni stendur: Mávahlið í Austurbænum, en á vera Mávahlíð í Vesturbænum. Og rétt er setn- ingin: Þau Kristrún og Bjarni fluttust síðar búferlum til Reykja- víkur og bjuggu um skeið í Máva- hlíð í Vesturbænum, en Bjarni byggði síðan hús á Fálkagötu 25. Þriðjudagsmorgun þann 5. þe»sa mánaðar andaðist Guð- mundur Jónasson á Landspitalan- um. Hann fæddist árið 1909 á Sauðadalsá í Kirkjuhvamms- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og var því 76 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Jónsdóttir og Jónas Jónasson er þar bjuggu. Þau fluttu að Múla í sömu sveit er Guðmundur var 5 ára gamall og áttu þar síðan heima alla sina búskapartíð. önn- ur börn þeirra hjóna eru Jón Jón- asson, bifreiðastjóri á Hvamms- tanga, Fanney Jónasdóttir, hús- móðir í Reykjavík og Guðrún Jón- asdóttir, húsmóðir í Reykjavík, sem áður var búsett á Akranesi. í Múla ólst Guðmundur upp við al- geng sveitastörf og þau kröppu kjör, sem þá settu svip á þjóðlífið. Skólagangan var farskóli en í lifs- ins skóla lærði hann nægjusemi og þrautseigju, vinnusemi og áræði og þar þroskaðist með honum sá járnharði vilji til sjálfsbjargar, sem einkenndi allt hans líf. Á upp- vaxtarárunum nyrðra sáust fyrstu bílarnir í Húnavatnssýslum. Guð- mundur kynntist þeim fljótlega og sá þegar hvaða möguleikar voru þar fyrir hendi. Segja má að upp frá því hafi braut hans verið ráð- in. Arið 1929 tók hann bílpróf á Blönduósi og var það númer 18. Strax á næsta ári eignaðist hann fyrsta bílinn. Næstu þrjú árin vann hann öll tiltæk störf þar á heimaslóðum en árið 1934 flutti hann til Reykjavíkur. Þar vann hann við viðgerðir og akstur og í símavinnu á sumrum allt til árs- ins 1939. Á þessu tímabili voru vegir víðast frumstæðir og erfið- leikar þeirra er símann lögðu miklir við að koma efni til línu- lagna um landið. Þarna mun Guð- mundur því hafa fengið sína fyrstu reynslu af akstri á vegleys- um og gerðist hann strax ötull þátttakandi í því kapphlaupi, sem þá var víða hafið um það hver fyrstur yrði til þess að aka hverja leið. Kom hvort tveggja til, áhugi hans á því að ryðja nýjar leiðir og nauðsyn símamanna á flutning- um. Árið 1938 gekk hann að eiga Stefaníu Eðvarðsdóttur. Hún var einnig Húnvetningur að uppruna, dóttir Eðvarðs Hallgrimssonar og Signýjar Böðvarsdóttur, sem bjuggu á Helgavatni i Vatnsdal. Þau Stefanía og Guðmundur eign- uðust þrjú börn; Gunnar, Signýju og Kristínu. Býr Gunnar í Reykja- vík en þær systur í Garðabæ. Á striðsárunum stundaði Guðmund- ur alls konar akstur, bæði flutn- inga- og hópferðir. Á þessum ár- um byggði hann verkstæðishús í Þverholti með Guðmanni Hannes- syni, bifreiðastjóra, og þar var starfsemi hans til húsa allt til árs- ins 1961 er hann keypti húsnæðið í Borgartúni þar sem fyrirtækið er hóf hann rekstur sérleyfis til Hólmavíkur i félagi við Guðjón Vigfússon, bifreiðastjóra, og unnu þeir að þvi saman unz Guðjón lézt árið 1961. Rekstur og uppbygging fyrirtækisins tók drjúgan skerf af tima og starfsorku Guðmundar á þessum árum og næstu áratugum. Þar var heldur ekki slegið slöku við. Fljótlega fór það orð af þess- ari starfsemi að bílarnir væru þrifalegir, í lagi og að eigandanum mætti treysta. Þetta hefur haldizt og því hefur fyrirtækið vaxið svo að það er nú hið stærsta sinnar tegundar í landinu með starfsemi innan þess og utan. Gunnar Guð- mundsson er fyrir löngu orðinn driffjöður starfseminnar og öll vinna þau nú börn Guðmundar að rekstri hins myndarlega fyrirtæk- is er faðir þeirra reisti af svo miklum dugnaði. Guðmundur Jónasson kom viða við. Hann var í rauninni ævin- týramaður í bezta skilningi þess orðs, hafði gaman af því sem var ókunnugt og framandi, jafnvel ógnvekjandi, naut þess að glíma við erfiðleika og sigrast á þeim með þrautseigju sinni. Það átti því vel við hann að brjótast nýjar leið- ir um hálendi og jökla auk þess sem hann eygði þar að sjálfsögðu möguleika á aukinni atvinnu við flutning ferðamanna. Áhugi hans á ferðalögum um ókunna stigu og atvinnan fóru því að ýmsu leyti saman eða gátu að minnsta kosti átt samleið. I stríðslok fóru hjólin að snúast hratt á þessum sviðum ferðamála. Um árabil hafði Guð- mundur ekið Ármenningum upp í skíðaskála þeirra í Jósefsdal. Milli þeirra og hans höfðu tekizt góð kynni, hann var þar kominn í slagtog við harðsnúinn hóp vina og ferðafélaga, sem höfðu svipuð hugðarefni. Á styrjaldarárunum seinni bárust svo hingað stórvirk- ar vinnuvélar af ýmsu tagi. Þar á meðal voru bílar með drifi á öllum hjólum. Þessi farartæki ollu fjót- lega byltingu í ferðaháttum hér á landi, þar sem vegir voru frum- stæðir en möguleikarnir til þess að komast um á þess konar farar- tækjum nær óþrjótandi. Nú verð- ur því skammt á milli stórra högga. Þeir Guðmundur og Egill Kristbörnsson fundu í ágústmán- uði árið 1950 vað á Tungnaá, sem nefnt var Hófsvað. Það var sæmi- lega fært tveggja drifa bílum. Þar með var stór hluti hálendisins opinn bílaumferð. Einar Magnús- son, fyrrverandi rektor, hafði gengizt fyrir ferð af Kili norðan Hofsjökuls niður í Eyjafjörð, haustið 1949 og næsta haust efndi hann til ferðar inn yfir Tungnaá og af Sprengisandi sunnan við Hofsjökul vestur á Kjalveg. Guð- mundur var sjálfsagður aðili að báðum þessum ferðum sem og fé- lagar hans. í seinni ferðinni fengu þeir skilaboð um það að flugvélin Geysir væri týnd. Sá atburður átti eftir að hafa veruleg óbein áhrif á ævistarf Guðmundar. Norður i Húnavatnssýslu hafði hann sem ungur maður kynnst snjóbílum Vegagerðarinnar, sem staðsettir voru á Holtavörðuheiði. Þama voru tveir fremur frumstæðir bíl- ar og ók Guðmundur þeim um skeið. Hann var að vanda fljótur að átta sig á því hverju hægt væri að áorka með slíkum áhöldum á jöklum og öræfum. Veturinn 1950 til 1951 var snjó- þungur með afbrigðum, einkum þrengdi þá að hjá fólki og fénaði á Austurlandi. Þá var Guðmundi boðið að kaupa snjóbíl og fara með hann austur á land, bændum til aðstoðar við aðdrætti og flutn- inga. Brá hann þegar á það ráð og fór austur þangað. Þá um vorið unnu þeir Loftleiðamenn að björg- un skíðaflugvélarinnar á Vatna- jökli, þeirrar er komið hafði við sögu er Geysisslysið varð haustið áður. Þegar harðindum tók að létta á Austurlandi og vinnunni lauk þar fór Guðmundur fræga ferð með samstarfsmanni sínum þar eystra, Ara Björnssyni. Ók hann snjóbílnum þá á 8 eða 9 klukkustundum frá Egilsstöðum vestur yfir jökul á Bárðarbungu. Þar vann hann síðan mikið starf við að flytja fólk og varning af jöklinum. Það er því ekki að undra þótt þeir Loftleiðamenn leituðu til hans er þeir þurftu að láta flytja farþega sína milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það starf annaðist fyrirtæki hans um langt skeið eins og margir vita og enn eru flutn- ingar flugfarþega að verulegu Ieyti á vegum þess. Árið 1952 fékk hann svo þann snjóbíl, sem flestir þekkja og hann átti allt til dauða- dags. Sá var Bombardier-gerð eins og hinn fyrri og hlaut nafnið Gusi. Var hann lengi flaggskip Jökla- rannsóknafélagsins í ferð- um þess á jökul. Guðmundur var einn af stofnendum þess félags og var löngum áhugasamur um við- gang þess. Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að af Guðmundi er mikil saga. Hér verður hún ekki sögð frekar, von- andi verður það þó gert síðar, þótt hann sé nú allur, slíkur sem þátt- ur hans var í þróun ferða- og samgöngumála á landi hér. Seint á sjöunda áratugnum urð- um við Guðmundur nánir sam- starfsmenn og það stóð um margra ára skeið. Eg hafði þá með höndum það starf meðal annars að mæla jarðvatnshæð í borholum á Landmanna- og Holtamannaaf- rétti. Það var þáttur í virkjunar- rannsóknum Örkustofnunar við Þjórsá og Tungnaá. Snjóbílar voru þá enn fáir og vélsleðar naumast til. Guðmundur hafði áður ekið vatnamælingamönnum um há- lendið á snjóbíl sínum. Því var nú enn leitað til hans með svipað er- indi. Næstu tvö árin fórum við mánaðarlega að vetrinum um þessi öræfi og eftir það unnum við saman er rannsóknarstöðvar voru reistar í Nauthaga, Nýjabæ og Sandbúðum. Auk þess fórum við saman fjölmargar ferðir um mið- hálendið í margvíslegum erindum, sem tengdust starfsemi þessara stöðva. Oftast vorum við á snjó- bílnum Gusa og æ verður mér hann minnisstæðastur undir stýri á þeim bíl. Þetta var útilegu- mannalíf með nýju sniði. Við sváf- um ýmist í sæluhúsum, gangna- mannakofum eða þá í farkosti okkar, Gusa. Þar fannst honum bezt að gista. Hann var í upphafi lítið eitt tortrygginn gagnvart þessum strákling, sem honum hafði verið falið að koma á milli staða og hafði jafnvel gaman af því að reyna i mér þolrifin í fyrstu ferðinni, en á svona ferðalögum kynnast menn náið og með okkur tókst fljótlega vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Hann átti það til að vera hrjúfur i viðmóti og stundum jafnvel stirfinn við ókunnuga. Mér fannst oft eins og dálítill feimnis- blær á fyrstu samskiptum hans við fólk, en vinum sínum var hann ljúfur og eftirlátur. Hann gat ver- ið harður og óvæginn við þá, sem hann taldi mótstöðumenn sína eða fannst að lægju á liði sínu, en harðastur var hann þó við sjálfan sig. í ferðum okkar fór hann ætíð fyrstur á fætur og gekk síðastur til náða. Engin ferð var á enda fyrr en búið var að þrífa bílinn og ganga frá búnaði öllum. Skipti þá engu máli hve þreyttir eða slæptir menn voru. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Ferðafélagi var hann einstakur, fróður og athugull með afbrigðum, kunni vísur og sögur, þekkti hæðir fjalla, vissi hvar voru sjaldgæfir steinar eða hreiður fugla. Naut þess að vera á öræfum betur en aðrir þeir, sem ég hef ferðast með. Guðmundur notaði sjaldan áttavita eða kort þótt slík gögn væru jafnan tiltæk á ferðum, en hann var öllum mönnum ratvísari og er aðrir fóru villir vegar var hann vís til þess að þekkja stein eða vörðubrot eða þá að hann þekkti jafnvel hallann á landinu þar sem farið var um. Síð- ast vorum við saman i snjóbil fyrir nær tveimur árum. Þá fórum við á Grímsfjall með kunningjum okkar og síðan austur eftir Vatn- ajökli og um Fljótsdalsheiði til byggða. Svipaða leið og hann fór forðum í ferðinni frægu. Enn vor- um við í snjóbíl af Bombardier- gerð og þótt hvergi sæist til kenn- ileita var nákvæmri stefnu haldið með aðstoð loran-tækis. Þessi ferð okkar var að flestu leyti ólík fyrstu ferð hans á þessum slóðum. Farartækið var í þetta sinn nýrra og fullkomnara og vandamálið að rata var nánast ekki lengur fyrir ' hendi. Eitt var þó eins og jafnan áður. Þegar komið var af jökli að Snæfellsskála dreif Guðmundur í þvi að tekið væri til í snjóbílnum og gengið frá öllum útbúnaði áður en sezt var að til hvíldar í skál- anum. Guðmundur Jónasson var fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður af störfum sínum. Vinir hans og sveitungar kenndu hann oft við Múla, þar sem hann ólst upp, en þjóðin kenndi hann við fjöll. Hún fékk honum heiðurs- heitið fjallabílstjóri. Þannig hefur ^ hún aðeins auðkennt þá, sem órag- astir þóttu í viðureigninni við ör- æfi Iandsins. Ég veit að ég mæli fyri munn fjölda ferðamanna og gamalla fé- laga er ég sendi konu hans og börnum innilegustu samúðar- kveðjur. Við þökkum samfylgd hans. Gunnar Jónsson Fundum okkar Guðmundar Jón- assonar bar fyrst saman haustið 1939, er við vorum saman í kjöt- flutningum frá Króksfjarðarnesi og víðar. Fljótlega fór vel á með , okkur og entist það alla daga síð- an. Mér fannst maðurinn óvenju traustvekjandi og hjálpsamur, og svo vel útbúinn að hann gat alltaf veitt hjálp. Vegir voru svo ólíkir því sem nú er og bílar, að það þótti til dæmis ágætt að vera tólf tima hvora leið í Króksfjarðarnes. Árið 1939 hætti Guðmundur akstri vörubíla og breytir um til fólksflutningabíla. Af því tilefni sagði Vilmundur stöðvarstjóri á Þrótti, að ef Guðmundur yrði jafnmikil persóna í fólksflutning- unum og hann hefði verið í vöru- bílaakstrinum þá mundi honum vel farnast. Ég held enginn mundi efast um að Vilmundur var sannspár. Það er áreiðanlega á engan hall- að þótt ég álíti Guðmund einn traustasta mann sem um getur í sínu starfi. AUtaf þótti mér jafn ánægjulegt þegar Guðmundur hringdi, oft fyrirvaralaust, að biðja mig að flytja eitthvað fyrir sig, snjóbíl eða annað. Áð leiðarlokum þakka ég alla hans vináttu og tryggð, frá fyrstu kynnum til hins síðasta. Ég votta konu hans og börnum samúð mína og bið þeim velfarn- .» aðar. Sigurður Pálsson t Móöir okkar, GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR, áöur til heimilia A Hverfimgötu 98, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 16.30. Fyrir hönd vandamanna, Ragna Erlendmdóttir Boyanich, Ólöf Erlendmdóttir, Eather Erlendmdóttir Harrim. t Eiginkona min, RANNVEIG SVANHVfT BENEDIKTSDÓTTIR, Langholtavegi 4, veröur jarösungin frá Askirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 13.30. Fyrir mina hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Halldór Ámgeirmmon. Vegna útfarar GUÐMUNDAR JÓNASSONAR veröa skrifstofur okkar lokaöar miövikudaginn 13. mars frá kl. 12.00. Feröaskrifstofa Guömundar Jónassonar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.