Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 55
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Litli rokkprinsinn, „Prince" eins og hann kallar sig, þykir sér- vitur með afbrigðum, en frægu fólki virðist líðast slíkt betur en almúganum. Prince, sem er aðeins 1,57 m á hæð, hefur um sig mikla hirð fólks, sem eru ýmist lífverðir eða aðstoðarfólk hvers konar. 1 hirðinni var einnig fyrir 3 árum þessi föngulega unga kona sem gengur undir nafninu „Vanity", en það útleggst á móðurmálinu: Hé- gómi. Vanity féll í ónáð og aðal- konan í lífi Prince síðan er hin sama Appolonia og lék á móti hon- um í kvikmyndinni „Purple Rain“ sem sýnd er hér á landi um þessar mundir. En það er Vanity sem er sögð vera fyrirmynd þeirrar Appoloniu sem fram kemur í kvikmyndinni og hlýtur það að teljast sérkenni- legt fyrirkomulag. Eða hvað finnst Vanity sjálfri um að önnur kona leiki hana í kvikmynd sem á að endurspegla tilhugalíf hennar og Prince hér á árunum áður? „Mér finnst það stórkostlegt að einhver skuli vera að leika mig í kvikmynd, og þó er ég enn á lífi. Samt ætla ég ekki að sjá kvik- myndina, trúlega myndi hluti af mér særast, því ókunn manneskja getur aldrei túlkað aðra mann- eskju fullkomlega og ég vil ekki horfa upp á Appoloniu rangtúlka eitthvað í fari mínu,“ segir Vanity. Hún segist ekki vera viss um hvers vegna nafnið er til komið: „Prince skírði mig upp eins og annað fólk, sem hann hefur safnað um sig. Hann skýrði mig „Vanity“. Ég er ekki viss, en ég held að það sé vegna þess að þegar hann lítur í spegil, þá sér hann mig í sjálfum sér,“ segir hún. Það fer tvennum sögum um hvort kærleikur ríki milli Vanity og Appoloniu. Þær hafa hist og í fyrstu fór eigi illa á með þeim. „Eg hef ekkert á móti Appoloniu, við höfum hist og rætt saman. Hún er ágæt,“ var haft eftir Vanity fyrir nokkru. En síður virtist hljóðið hafa breyst, þá lét hún hafa eftir sig að hún vildi endurheimta litla prinsinn sinn og hún legði fæð á Appoloniu. „Ég gæti klórað augun úr Appooniu. Prince getur ekki lif- að lífinu án mín og hann gerir sér brátt grein fyrir því, ég vil fá hann aftur,“ var haft eftir henni nýlega. Annars er Vanity að reyna fyrir sér upp á eigin spýtur og gengur bærilega. Nýlega kom út hljóm- plata hennar „Wild animal" með laginu „Pretty Mess“ sem hefur náð nokkrum vinsældum fyrir vestan haf. Þá hefur hún leikið í sinni fyrstu kvikmynd, „The Last Dragon", sem átti að frumsýna snemma á þessu ári, kannski er stundin þegar runnin upp. Mikil dansgleði ríkti á Broadway sl. sunnudag, þegar nemendur úr átta dansskólum, víðsvegar af landinu sýndu kunnáttu sína á „Danshátíð ’85“. Danskennarasamband íslands gekkst fyrir hátíðinni annað árið í röð og fékk núverandi heimsmeistara í suður-amerískum dönsura til að koma fram á báðum sýningunum á hátíðinni. Áhorfend ur voru um 14 hundruð og skemmtu sér hið besta. Dansgleði á Broadway fclk f fréttum Hvað segir „Vanity“ um nafn sitt og tilurð þess Dansflokkur úr Dansskóia Heiðars Astvaldssonar. sýndi syrpu af samkvæmisdönsum. I pprennandi ballett„stjörnur“ úr Ballettskola Sigriðar Árman, tóku nokkur létt spor. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 55 Að „sjá“ andlit í syart/hvftu Ungt danspar úr Dansskóla Hermanns R. Stefánssonar, sýndi barnadansa. Lz-ballettdansarar úr yngri flokki til 14 ára, frá „Dansstúdíói Sól- Frá snyrtisýningu á Hótel Sögu. getur verið mikil kúnst að farða . rétt fyrir hvert þessarra atriða. fyrir sig“, segir Kotch. „Aðalmálið er að þekkja lýsinguna upp á hár og þegar um myndatökur er að * ræða, að nota ekki glansandi farða. Það á bæði við um förðun fyrir litmyndir og svart/hvítar myndir. Fyrir svart/hvítar mynd- ir þarf snyrtisérfræðingurinn síð- an að „sjá“ andlitið í svart/hvítu á meðan hann farðar það með litum og réttar skyggingar eru þar mik- ið mál.“ Auk þess að sýna ljósmynda- snyrtingu kom Emma Kotch fram á snyrtisýningu á Hótel Sögu og sýndi snyrtingu fyrir tískusýn- ingarfólk og brúðir. Meðfylgjandi myndir tók Friðþjófur Helgason á sýningunni. að er eitt að farða fyrir nátt- úrulegt ljós og annað fyrir stúdíóljós. Enn annað er að farða fyrir litmyndatökur og svart^- hvíta myndatöku. Þessu kynntust þeir sem fylgdust með Emmu Kotch, breskum snyrtikennara sem heimsótti ísland á dögunum. Hingað kom hún á vegum heild- verslunarinnar Eldborgar og kynnti snyrtiskólann „Comple'x- ions International London School of Make-up“, sem hún kennir við í Lundúnum. í skólanum er kennd bæði snyrting fyrir ljósmyndatök- ur, sýningar og sviðsleik, „en það *er # COSPER ir negrasálmi. — Nú þegar við erum trúlofuð, verð ég að gera smá játningu. Síöasta útsöluvika Karlmannaföt kr. 1.995,- til 2.995,- Terelynebuxur kr. 790,-, 895,- og 950,- Gallabuxur kr. 350,- litlar stæröir kr. 595,- aliar stæröir. Peysur kr. 250,-, 340,-, 410,- og 660,r. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22A ■ HOLLING: STONES ÁMYNDBAND Eftir aö framhalds- myndaflokknum „Sho- gun“ lýkur í sjónvarp- inu í kvöld, kynnum viö á skjánum nýútkomna myndbandsspólu meö gömlu kempunum í Roliing Stones. Spól- an, sem ber heitið „Video Rewind“, hefur aö geyma vinsælustu lög Rollinganna gegn- um tíöina. Og muniö: Frítt inn til hálftólf. Spakmæli dagsins: „Þeir sletta víninu sem skulda þaöl“ ÓDAL J.J. Waller Hinn bráöskemmtilegi riddari götunnar frá Cov- ent Garden skemmtir gestum okkar í kvöld. Frábært atriöi sem enginn getur látið fram hjá sér fara. Topptónlist — Toppshow — Toppstarfsfólk — Toppstadur H0LLUW00D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.