Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Vandi fbúðarkaupenda og húsbyggjenda: Átti tveggja herbergja íbúð skuldlausa en hefur með kaupum á stærri eign tapað öllu „VIÐ HÖFUM fundið glöggt fyrir því að fólk er ákaflega þakklátt fyrir að einhverjir skuli vera að vinna að þessum málum,“ sagði Bald- ur Gíslason, starfsmaður hjá Samtökum áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum, er Morgunblaðið spurðist fyrir um viðbrögð fólks við þessu framtaki. Á þriðja þúsund manns er nú komið á skrá hjá samtökunum og er þar um að ræða fólk úr öllum landshlut- um, sem krefst úrbóta í húsnæðismálum. Sem dæmi um vanda þessa fólks sagði Baldur m.a. að einn hefði haft samband við samtökin, en hann átti tveggja herbergja íbúð svo til skuldlausa. Fyrir nokkru réðst hann í að stækka við sig og keypti fjögurra herbergja íbúð. Nú er svo komið, að ef hann seldi nýju íbuðina ætti hann ekkert eftir. Með öðrum orðum, hann er í rauninni búinn að tapa tveggja herbergja íbúðinni, sem hann átti svo til skuldlausa áður. Annað dæmi sem Baldur nefndi var um mann sem árið 1982 borgaöi 3,7 mánaðarlaun til að standa í skil- um. Árið 1984 borgaði hann 5,1 mánaðarlaun til að standa í skilum. Hann er í sömu vinnu með nánast óbreytt kaup og allar aðrar for- sendur óbreyttar. En hvað segja stjórnmála- menn um þetta ástand? Hér má sjá svör fulltrúa stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Svavar Gestsson: Fólk hefur ekki lengur kaup til að byggja og borga skuldir „ÉG FAGNA því að það skuli vera orðin til þessi hreyfing og ástæðan fyrir henni er auðvitað sú, að það er búið að skera svo niður kaup hjá fólki í landinu að menn geta hvorki byggt eða borgað skuldir og nauð- ungaruppoðin eru tilkynnt tíðar en nokkru sinni fyrr í þessu sérstaka málgagni ríkisstjórnarinnar, sem Lögbirtingablaðið er orðið,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. „Ég tel að það eigi að gera áætl- un um breytingar á útreikningum húsnæðislána, frá því að vísitalan á kaup var tekin úr sambandi, um lækkun á höfuðstól þessara lána, um endurgreiðslur að einhverju leyti og jafnvel eftirgjöf. Ef pennastrik hefur átt við í útgerð- inni þá á það ekki síður við hér, því að hérna er um að ræða vanda, sem fólk, þúsundum saman, fær með engu móti risið undir. Alþýðubandalagið hefur flutt tvær tillögur í þinginu í vetur, í frumvarpsformi, um að aflétta fjármagnsokrinu. Við höfum því verið með tillöguflutning í þessum efnum, en því miður hefur ríkis- stjórnin ekki fengist til að horfa framan í það vandamál, að fólk hefur ekki lengur kaup til að byggja og borga skuldir. Það er höfuðvandinn. Og það er auðvitað vandi sem ríkisstjórnin hefur skapað með stefnu sinni,“ sagði Svavar Gestsson. Halldór Blöndal: Afleiðing af stefnu fyrrver- andi ríkis- stjórnar „STOFNUN þessara samtaka er af- leiðingin af þeirri verðtryggingarst- efnu, sem tekin var upp í tíð síðustu ríkisstjórnar. Varðandi húsnæðislán- in var verðtrygging á þeim fyrst tek- in upp á meðan Magnús Magnússon var húsnæðismálaráðherra,“ sagði Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. „Strax í upphafi, þegar full verðtrygging var tekin upp, þá hafði ég sterk orð um það, að hús- byggjendur myndu lenda i vand- ræðum, en menn vildu nú ekki taka undir það á þeim tíma, í öðr- um flokkum en Sjálfstæðisflokkn- um. Á hausti 1983, þegar þessi svokallaði Sigtúnshópur kom sam- an, þá hitti ég talsmenn hans og sagði við þá, að ef þetta ætti að koma að gagni, miðað við það fé . ■■■■ sem hægt væri að veita í þetta, yrði að reyna að haga aðstoðinni við þá húsbyggjendur, sem væru í mestum vandræðum, þannig að athuga yrði hag hvers einstaks húsbyggjanda. En þessi hópur mátti ekki heyra það nefnt, heldur heimtaði hann einhverja allsherj- arlausn, einhverja jafna krónutölu til allra. Ég sagði þá strax — og það hefur komið á daginn — að þetta væri óframkvæmanlegt. Hagir manna væru misjafnir og það yrði að athuga vanda hvers og eins, og ég er þeirrar skoðunar enn. Og ég vinn að því að þannig verði að málum staðið. Ég vil ennfremur geta þess, að það vekur athygli mína að Og- mundur Jónasson, fréttamaður, er þama mjög framarlega, sami maður og var óvægnastur í því, að koma verðbólgunni af stað að nýju í haust, og vann þannig beinlínis á móti þeim mönnum sem mest skulduðu," sagði Halldór Blöndal. Kolbrún Jónsdóttir: Nauðsynlegt að endurskoða lánskjara- vísitöluna „ÁSTÆÐAN fyrir því að svona er komið er fyrst og fremst sú, að kaup- gjaldsvísitala var tekin úr sambandi, en lánskjaravísiUlan æðir áfram óheft og þar af leiðandi tekur það fólk mun lengri tíma að vinna fyrir afborgunum af lánum nú og greiðslubyrðin fer stöðugt vaxandi,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir, þingmað- ur Bandalags jafnaðarmanna. Nú er svo komið, að jafnvel þótt bæði hjón vinni úti hörðum hönd- um ná endar ekki saman í mörg- um tilfellum. Dæmi eru jafnvel um það, að fólk, sem átti fyrir fimm árum um 80% af húsnæð- inu, eigi ekki nema um 60% af sama húsnæði nú, þrátt fyrir að hafa stöðugt greitt af lánum allan þennan tíma. Þetta gengur auðvit- að ekki til lengdar og það má i rauninni líkja þessu við arðrán. Bandalag jafnaðarmanna hefur fjallað ítarlega um þessi mál og við gerum okkur grein fyrir mik- ilvægi þess að viðunandi lausn finnist sem allra fyrst. 1 fyrsta lagi verður að endurskoða vísi- tölukerfið og það er mikilvægasta atriði þessa máls. í öðru lagi verð- ur að lengja lánstímann. Þegar raunvaxtastefnan svokallaða var takin upp hefði lenging lánstím- ans átt að fylgja í kjölfarið, til að gera fólki kleift að standa undir greiðslubyrðinni. Bandalag jafnaðarmanna hefur nú i undirbúningi tillöguflutning um þessi mál á þingi þar sem með- al annars verður lögð áhersla á þessi atriði. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að taka á þessum málum í heild, en ekki bara ein- hver tilfærsla til bráðabirgða, sem er sú lausn sem stjórnmálaflokk- arnir hafa alltof oft gripið til án nokkurs árangurs. f þessum tillög- um verður einnig gert ráð fyrir auknum möguleikum varðandi leiguhúsnæði og leigurétt og aukið öryggi í þeim efnum, t.d. með auk- inni lánafyrirgreiðslu. Á þessu stigi get ég ekki farið nánar út í þessi atriði, þar sem þetta mál er enn á viðræðu- og undirbúnings- stigi innan þingflokksins. En það er skoðun okkar i Bandalagi jafn- aðarmanna að það sé grundvallar- atriði og raunar sjálfsðgð mann- réttindi, að fólki verði gert kleift að eignast þak yfir höfuðið með viðráðanlegum hætti og að því munum við vinna. Við munum einnig leggja áherslu á að yfirvöld standi við sín fyrirheit í lánamál- um, en á því hefur orðið misbrest- ur að undanförnu,” sagði Kolbrún Jónsdóttir. Guðrún Agnarsdóttir: Verðtrygging lána verði mið- uð við kaup- gjalds- vísitölu „ÉG SKIL mjög vel þau viðbrögð fólks, að bindast samtökum til að leita úrbóta 1 húsnæðismálum. Greiðsluþol íbúðarkaupenda og hús- byggjenda er löngu þrotið," sagði Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalista. „Það misgengi sem orðið hefur í þróun kauptaxta og lánskjara hef- ur gert greiðslubyrði lántakenda óbærilega og langt umfram greiðslugetu, en lánskjaravísital- an hefur hækkað um 34% umfram kauptaxta verkamanna frá því í júní 1979. Kvennalistinn álítur, að ein besta og réttlátasta lausn þessa vanda sé að miða verðtrygg- ingu langtímalána við kaup- gjaldsvísitölu en ekki lánskjara- vísitölu, og hefur nýlega flutt þingsályktunartillögu um það efni á Alþingi. Meginhugsunin að baki slíkrar verðtryggingar er, að launafólk, sem hefur einungis vinnu sína sem tekjuöflunarleið, þurfi að vinna jafnmargar vinnustundir fyrir greiðslu lánsins og það þurfti þeg- ar lánið var tekið, að viðbættum einhverjum vöxtum. Við teljum, að lánskjaravísitalan sé ónothæf sem viðmiðun, að minnsta kosti eins og hún er saman sett nú. Það neyðarástand, sem nú ríkir í hús- næðismálum er hluti af stærra vandamáli. Sú húsbyggingarher- kvöð, sem fólk hefur þurft að hlýða til að komast undir þak á íslandi, er gjörsamlega óviðun- andi. Frelsi manna til að velja hvort þeir vilji heldur búa í eigin húsnæði eða leigja er hverfandi og stjórnvöld virðast ekki líta á það sem óskoruð félagsleg réttindi, að fólk fái þak yfir höfuðið ef dæma má af aðgerðum þeirra í þeim efn- um. Það er eitt af stefnumálum Kvennalistans að auka valfrelsi manna í húsnæðismálum og höf- um við meðal annars flutt frum- varp og þingsályktunartillögu til að hvetja til átaks f byggingu leiguhúsnæðis og fjár verði aflað til þess með sérstökum skatti á hátekjumenn. Ennfremur að þeim sem vilja byggja leiguhúsnæði verði gert kleift að fá lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Stjórn- völd mættu gjarnan gefa þessum tillögum Kvennalistans gaum, því að þar liggja að minnsta kosti nokkrar leiðir til úrbóta," sagði Guðrún Agnarsdóttir. Steingrímur Hermannsson: Úrlausnir til meðferðar í ríkisstjórninni „Ríkisstjórninni er auðvitaö Ijós sá vandi sem við blasir í húsnæðis- málum, með þessu misgengi sem orðið hefur á milli lánskjaravísitölu og kaupmáttar. Þetta byrjaði 1982 og magnaðist svo aftur í þeirri verð- bólguöldu sem gekk yfir núna. En þótt það kunni að vera óhjákvæmi- legt að afnema lánskjaravfsitölu leysir það ekki vandann aftur í tím- ann,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra. „Menn bíða nú eftir niðurstöð- um á þeirri ráðgjafavinnu sem verið er að vinna hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem ætti að leiða f ljós hversu stór þessi vandi er. Þessi ráðgjafarþjónusta er að mínu mati eitt af þvf merkasta sem unnið hefur verið f þessum málum um langt skeið. Þá hefur frumvarp um greiðslujöfnuð fast- eignaviðskipta verið til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Er það í fram- haldi af tillögum nefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði fyrir nokkru til að fjalla um fasteigna- viðskipti og þessar ábendingar frá nefndinni tel ég út af fyrir sig, svo og frumvarpið sjálft, mjög athygl- isverðar," sagði Steingrfmur ennfremur. „Hins vegar er þetta innlegg f mjög ítarlega umfjöllun um þann mikla vanda sem mis- gengi á lánskjaravísitölu og kaup- mætti hefur valdið og þetta er eitt af því sem verið er að skoða í þessu sambandi. Á þessu stigi er því ekki hægt að segja, hvort þetta verður ofan á eða eitthvað annað.“ Aðspurður um svonefndan jöfn- unarreikning, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sagði Stein- grímur m.a.: „Samkvæmt tillögu nefndarinnar er þessi jöfnunar- reikningur hugsaður þannig að ef lánskjaravísitala hækkar meira en kaupmátturinn skapist hjá lánveitandanum yfirdráttur, það er skuld lántakandans þar, sem verði notaður til að standa í skil- um með afborgun og vexti af um- ræddu láni. Hins vegar þegar kaupmátturinn vaxi meira en lánskjaravísitala greiði lán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.