Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Athugasemd frá 5 leigubif- reiðastjórum vegna atburð- anna í Kópavogi á laugardag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frí fjórum bifreiðastjórum frá Hreyfli og einum frá BSR: Vegna ummæla sem höfð hafa verið í fjölmiðlum um atburði síð- astliðins laugardagskvölds viljum við undirritaðir skýra frá eftirfar- andi. Þegar sást að fólksbíll sem til- heyrði Bifreiðastöð Steindórs var enn einu sinni kominn úr vörslu lögreglu, sem hafði fyrr um dag- inn tekið hann vegna ólöglegs leiguaksturs, vildum við fylgjast með framhaldinu. Það var og er að okkar mati skylda okkar að fylgjast með bif- reið þessari vegna síendurtekinna lögbrota. Við undirritaðir, 5 að tölu, ekki 15 eins og Steindórs- menn vísvitandi ljúga um, fylgd- um því eftir viðkomandi bifreið. Ókum við á eftir henni um götur Reykjavíkur. Þann tíma notuðu Steindórsmenn til þess að svið- Múlabær: Aðstandendur Alzheimer- sjúklinga stofna samtök STOFNFUNDUR samUka artstand enda Alzheimer-sjúklinga og ann- arra áhugamanna um málefnið verð- ur haldinn í Múlabæ, þjónustumið- stöð aldraðra og öryrkja, á morgun kl. 20.30. Alzheimer-sjúkdómur er heila- bilun, sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn verður sífellt gleymnari og þá sérstaklega á ný- lega atburði. Monnum fer óvænt aö hraka mjög andlega og sam- hliða því fer líkaminn að hrörna. í alvarlegustu tilfellum getur sjúk- dómurinn leikið menn svo grátt að þeir verði með öllu ófærir um að annast daglegar þarfir sínar. Gera má ráð fyrir að 5—10% fullorð- inna verði sjúkdómi þessum, sem iðulega er nefndur elliglöp, að bráð. Engin þjónustumiðstöð er til hér á landi fyrir sjúklinga þessa og verða aðstandendur þeirra því að mestu að sinna þeim, sem er bæði krefjandi og tímafrekt. setja og undirbúa svokölluð of- beldisverk. Á þessum tíma hefðum við auð- veldlega getað stöðvað bifreiðina, en þar eð fyri i og margendurtekin lögbrot voru ekki framin, var það ekki gert. Síðan bættust við fleiri Steindórsbílar og völdu nú Stein- dórsmenn leið suður Kringlumýr- arbraut. Allan tímann var umrædd Steindórsfólksbifreið í farar- broddi og réð ferð og hraða. Við Kópavogsgjá reyndu síðan hjálp- armenn frá Steindóri að hindra eftirför okkar eftir áðurnefndri bifreið. Ef skapaðist lífshættulegt ástand, eins og Steindórsmenn segja, þá er það þeim sjálfum að kenna. Þeir stjórnuðu þessu sjálf- ir. Stöðvuðu Steindórsmenn síðan bila sína og voru þá engar rúður brotnar. Voru þá 3 leigubílar, þar á meðal þeir sem að þessari „morðtilraun" áttu að standa, komnir í mörg hundruð metra fjarlægð í humátt á eftir um- ræddri bifreið er fylgst var með frá byrjun. Það vitnast af þeim 2 leigubíl- stjórum sem á eftir komu að engar rúður voru þá brotnar. En hvemig þær brotnuðu höfum við ekki hug- mynd um. Af okkar völdum var það ekki. En það á eftir að koma í ljós. Við munum krefjast opinberrar rannsóknar á þessu máli og þá skulu menn svara fyrir fullyrð- ingar um morðtilraunir, ofbeldi og annað svívirðilegt orðbragð. Ekki sjáum við ástæðu til að hrósa lögreglu í þessum málum. Ánægjulegt er þó að William Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra fékk Steindórsbílstjóra til að lofa að aka ekki án tilskilins leyfis í í gær hóf Tónabíó sýningar i myndinni Ás ásanna (L’As des As). Mynd þessi er ný af nálinni og gerð í samvinnu af Frökkum og Þjóðverj- um. Það er komið fram í ágúst 1936 og 11. Ólympíuleikarnir eiga að fara að hefjast í Berlín. Meðal þátttakenda er sveit harðsnúinna franskra hnefaleikara undir stjórn Jos Cavalier, fyrrum hnefa- leikakappa og orrustuflugmanns í stríðinu 1914—1918. En áður en framtíðinni. Er það ekki viður- kenning á ólöglegum akstri hingað til? Victor Jacobsen, Grímur Grímsson, Úlfar Theódórsson, Ólafur Magnússon, Örn Reynir Pétursson. Borgames: Sérfræðingar rannsaka heyrn og tal EINAR Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir og aðrir sérfrsðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar fslands verða á ferð í Borgarnesi föstudag og laugardag nk., eða 15. og 16. mars. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Þeir, sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu, eru beðnir að hafa sam- band við Heilsugæslustöð Bore- arness. (Frétutilkynning) Geðhjálp: Fyrirlestur um fíkniefnaneyslu GEÐHJÁLP verður með fyrirlest- ur á morgun kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans. Einar Gylfi Jóns- son sérfræðingur mun ræða um málefni unglinga og verður aðal- áhersla lögð á fyrirbyggjandi að- gerðir vegna fíkniefnaneyslu. (FrétUtilkjmning.) lagt er upp frá París gerir Jo sig sekan um að fara niðrandi orðum um Þýskaland. Gabrielle Beau- court blaðamaður er nærstödd og birtir ummæli Jos á forsíðu blaðs síns. Jo lendir í ýmsu, sem verður þess valdandi að hann getur lítt sinnt um pilta sina. Með aðalhlutverk í myndinni fara Jean-Paul Belmondo og Marie-France Pisier. Leikstjóri er Gerard Oury og er hann jafnframt höfundur handritsins. Ás ásanna í Tónabíói Sigríður Guðmundsdóttir við hjálparstörf í Eþíópíu. Eþíópía: Hjálparstarfid ber árangurí suðurhéruðunum SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur er um þessar mundir að Ijúka störfum á vegum Rauða kross fslands í Eþíópíu. f flóttamannabúðunum í Bati þar sem hún hefur verið við störf síðustu mánuði hefur hjálpar- starfið borið verulegan árangur, segir í frétt frá Rauða krossinum. Um jólin dóu 120—130 manns á hverjum sólarhring en nú er dán- artalan komin niður i 25—35 manns á sólarhring. Þá hafa um fimm þúsund manns horfið aftur til heimahéraða sinna þar sem þeim er séð fyrir mat. Magnús Hallgrímsson verk- fræðingur er enn í Eþíópíu þar sem hann starfar aðallega að bor- unum og virkjun fersks vatns og síðustu vikur hefur hann einmitt verið í Bati og þar skammt frá. í suðurhluta Eþíópíu þar sem Sig- ríður starfaði um skeið m.a. að því að koma upp stöðvum þar sem dreift var mat fyrir börn undir fimm ára aldri hefur hjálpar- starfið einnig gengið mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að leggja niður fjórar slíkar stöðvar vegna þess að þeirra er ekki lengur þörf. í haust fengu um 8.000 börn mat í þessum stöðvum á degi hverjum. f janúar var talan kom- in niður í 157 börn á dag og nú er svo komið að hjálparliðar Rauða krossins geta dregið sig til baka og snúið sér að öðrum störfum. Nú er ástandið einna verst í nyrstu héruðum landsins og þar hefur það farið versnandi síðustu vikur. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns njóti aðstoðar Rauða krossins á hverjum degi þar um slóðir. Sláturhús Suðurfjarða í miklum kröggum: Mikil fækkun sláturfjár aðalástæða erfiðleikanna EITT fullkomnasta sláturhús á Austurlandi, Sláturhús Suðurfjarða á Breið- dalsvík, á í slíkum fjárhagsörðugleikum að ekkert nema gjaldþrot blasir viö fái fyrirtækið ekki verulega fyrirgreiðslu, einkum frá aðallánardrottni sínum, stofnlánadeild landbúnaðarins. Heildarskuldir fyrirtækisins eru um 12 millj- ónir króna, en þar af skuldar Sláturhús Suðurfjarða Stofnlánadeild landbún- aðarins um 8 milljónir króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, munu aðalorsakir þessarar erfiðu fjárhagsstöðu Sláturhúss Suðurfjarða vera stór- felld fækkun sláturfjár á svæðinu vegna niðurskurðar af völdum riðuveiki. Það eru því ekki nema 9 til 10 þúsund fjár sem slátrað er I þessu dýra og vel útbúna slátur- húsi. Samkvæmt upplýsingum Hákonar Hanssonar dýralæknis á Breiðdalsvík, en hann er jafn- framt stjórnarformaður Kaupfé- Jagf^ Stöðfirðinga, er afkastageta slát$líú«álps mun mei.ri. Hákon 'telur að sl'átti"rhd"sið jjætf með ritl- um lagfæringum afkastað því að slátra 18 til 20 þúsund fjár, en þar hefur verið slátrað allt upp í 14 þúsund fjár á ári, þar til fækkunin varð. Tillaga um að Stofnlánadeild afskrifí hátt í 5 milljóna króna skuld Sláturhús Suðurfjarða er sam- kvæmt upplýsingum Friðriks Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, samvinnufé- lag. í ejgu bænda á Breiðdal- og Stöðyarflrði. Kaupfélag Stöðfirð- ibgá ög fireþþarnir' efga’ aðrlð að félaginu og eru þeir stærstu greið- endur í stofnsjóð sláturhússins. Stjórnendur fyrirtækisins hafa gert tillögur um með hvaða hætti sláturhúsinu verði bjargað undan hamrinum, og liggja þær tillögur nú hjá Stofnlánadeild, Byggða- sjóði, sem einnig er lánardrottinn og hjá landbúnaðarráðuneytinu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst gera þessar tillögur ráð fyrir því að Stofnlánadeild afskrifi um 60% skuldarinnar um 4,7 milljónir króna, en láni eftirstöðvarnar sem væru liðlega 3 milljónir króna til 20 ára með 5,5% vöxtum. Jafn- framt gera tillögurnar ráð fyrir að aðrir lánardrottnar ýmist afskrifi skuldir sláturhússins að fullu, svo sem Byggðasjóður, eða að hiuta, svo senr Kaupfélag Stöðfirðinga og BreiðdalshreppQr. „Þreyttir á að bíða eftir svari Stofnlánadeildar“ Ef tillögurnar um lausn á vanda Sláturhússins verða samþykktar þá hefði það í för með sér að í stað 12 milljóna króna skuldar stæðu eftir rúmar 6 milljónir króna, sem væru að hálfu leyti greiddar upp á 10 árum og að hálfu leyti á 20 árum, og er þar miðað við að greiðslubyrði hússins verði ekki meiri en nemur 5 krónum á hvert kíló kjöts. „Ég er ekki tilbúinn til þess að láta hafa neitt eftir mér á þessu stigi málsins," sagði Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Suðurfjarða, í samtali við Morgunblaðið. Hákon Hansson sagðist k_sam- -tali’ við Morgunblatðið_ vbna hið * besta, en óneitanlega væru þeir fyrir austan orðnir þreyttir á að bíða eftir svari Stofnlánadeildar- innar. Hákon sagði jafnframt: „Ég fann glögglega, þegar ég ásamt Friðrik Guðmundssyni var að kanna þessi mál, að þeir hjá Stofnlánadeild eru mjög hræddir við að afskrifa skuldina, nema þá bara með uppboði. Ef svo illa færi að þetta færi í gjaldþrot og upp- boð, þá verður að leggja alla áherslu á að þetta hús verði nýtt hér áfram sem sláturhús — það er mjög mikiivægt fyrir byggðarlag- ið.“ „Geysilegar upphæöir sem bændur ráða ekki viö“ Hákon sagði að á milli 30 og 40 aðilar ættu sláturhúsið, flestir bændur í Breiðdal og Stöðvarfirði, og nokkrir á Berufjarðarströnd. Aðspurður hvort þeir gætu ekki lagt eitthvað af mörkum, til þess að hjálpa upp á sakirnar, sagði Hákon: „Þetta eru bara svo geysi- legar upphæðir að bændur ráða ekki við þær. Bændur hafa greitt í framkvæmdasjóð 2,5% af inn- leggi, þannig að það eru talsverðar upphæðir, sem ég hygg að sé ekki á bætandi. Það væri frekar að sveitarfélögin * Stöðvartirepþúr, 'Bréiðdalshreppur og kaupfélágið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.