Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 13.03.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 58 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL ym_______ Saltvinnsla og þurrís Pálmi Stefánsson skrifar: Þegar skoðuð er saltvinnsla á Spáni (Ibiza), sést að notuð eru stór, grunn 16n, sem sjó er hleypt inn í og sólin síðan látin um að eima vatnið úr sjónum, en saltið krystallast út á botni lónsins. Á íslandi er Íítið um yl sólar, en víða nóg um jarðhita. Ef til vill mætti byggja svipuð lón og útbúa þau með geislahitun i botni og nýta þar með jarðhitann til að eima burt vatnið úr sjónum. En auðvitað ætti að nota sama hráefnið og á Spáni, þ.e. sjó úr Atlantsálum, en ekki jarðsjó, sem Af Ögmundi Andréssyni Ingimar F. Jóhannsson skrifar: Góði Velvakandi. Mig langar til að spyrjast fyrir um það hvort nokkur viti um bréf, vísur eða hvers konar skjöl skrifuð af Ögmundi Andréssyni bónda og skáldi á Hellu í Beruvík á Snæ- fellsnesi (hann var faðir Karvels Ögmundssonar útgerðarmanns í Njarðvík). Allar upplýsingar um þetta væru vel þegnar og eins ef nokkur veit til um það hvort tekin hafi verið ljósmynd af þessum mæta manni. Ögmundur Ándrésson var Snæfellingur, fæddur 1855 og lést 1923. Bjó hann lengst af á Hellu í Beruvík en síðar á Hellissandi. Er þessum spurningum aðallega beint til eldri lesenda Morgun- blaðsins og hafi einhver vitneskju um það sem spurt er um, er við- komandi hvattur til að láta frá sér heyra. veldur ýmsum örðugleikum vegna kísilinnihalds. í lítt notaðri stærstu borholu heims (?) á Reykjanesi væri sjálfsagt nokkur ylur til að eima drjúgan sjó í beinni samkeppni við sólina á Spáni. Ennfremur mætti nota eitthvað af öllu CO2- loftinu, sem kemur úr borholunni og framleiða þurrís með einfaldri þjöppun lofttegundarinnar. Auk þess sem þurrís er mjög hreinlegur í notkun, þarf helmingi minna af honum en venjulegum ís til að kæla sama magn fisks, en þetta kæmi sér vel við loftflutn- inga á fiski, þar sem munar um hvert kílóið í flutningskostnaði. Hrafnista í Hafnarfírði. Hafnarfjarðarvagninn nemi staðar hjá Hrafnistu Vilhelmína Böðvarsdóttir skrif- ar: Mig langar til að koma á framfæri til forráðamanna strætisvagna Hafnarfjarðar hvort að þeir geti ekki hagað ferðum þannig að sá vagn er fer um Norðurbæinn aki að Hrafn- istu, þó ekki væri nema á klukkustundar fresti. Þarna búa hundruð manna auk þess sem fjöldi fólks vinnur þarna. Og ekki hafa allir umráð yfir bifreið. Aldraða fólkið sem þarna býr er margt það vel á sig komið að það getur auðveldlega farið á milli staða þó það sé kannski ekki í stakk búið til að aka sjálft. Að ganga frá gatna- mótunum þar sem vagninn stoppar, er útilokað nema fyrir ungt og fullfrískt fólk. Með þessum samgönguörðug- leikum dregur úr sambandi þessa fólks við utanaðkomandi og það einangrar sig meira en þörf er á. Það tæki ekki nema um fimm mínútur að fara þenn- an litla krók hjá elliheimilinu. Ég vona að þeir sem hlut eiga að máli taki þetta til athugunar hið bráðasta. Með fyrirfram þakklæti. Launin skerð- ast á kránum John Helgason skrifar: Löngum gleymast lyklar í skránum launin margra skerðast á kránum. Dinglar skreið uns dettur af ránum dýr er veiðiréttur á ánum. Utsölumarkaðurinn Álfheimum 4 Síðustu dagar útsölunnar standa nú yfir. Útsölunni lýkur á laugardag. Allir kjólar kr. 395.- Allar buxur kr. 300.- Allar peysur kr. 250.- Gerid góð kaup. Útsölumarkaðurinn Álfheimum 4, sími 34155. Hröð umsetning og skipulagning í lagerhaldi eru mikilvægir þættir í öllum hagkvæmum rekstri. Kynnið ykkur kosti „FLOW STORAGE" lager kerfisins frá INTERROLL. • Sama vörumagn á helmingi minni gólffleti. • Mun betri nýting á vinnuafli og tækjum t.d. lyfturum. • Öll vöruafgreiðsla verður mun léttari. • Færri tilfærslur vöru og minni keyrsla innanhúss. • Eðlilegri hringrás, þ.e. elsta varan afgreiðist alltaf fyrst. INTERROLL afgreiðir allt lagerkerfið tilsniðið að þörfum hvers og eins og í hvaða stærð sem er. INTERROLL hefur 20 ára reynslu við lausn hvers- konar flutnings- og vörugeymsluvandamála. Leytið upplýsinga. INTERROLt Umboðsmenn INTERROLL á íslandi: UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN LÁGMÚLI5, 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-685222 PÚSTHÚLF: 887, 121 REYKJA VIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.