Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 64
I opol to.C0-C0.30 SDVÐFEST1ÁNSTRAUST MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Farþegafjöldi Flugleiða í ár: Yfir 30%aukn- ing frá í fyrra YFIR 30% aukning varð á fjölda farþega Flugleiða fyrstu tvo mán- uði þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Mest er aukn- ingin á farþegum milli íslands og Evrópu, en þar nemur fjölgunin 35,3% á tímabilinu frá áramótum til 2. mars, 18.850 farþegar voru fluttir í ár þetta tímabil, samanbor- Á fimmta tug barna fætt eftir tækni- frjóvgun Tæknifrjóvgun með sæði óþekktra, danskra karlmanna hefur borið árangur í fjorutíu og fimm tilfellum af sextíu sem um er að ræða frá því að farið var að gera þessar aðgerðir á íslenskum konum í ársbyrjun 1980, að því er Jón Hilmar Alfreðsson, kven- sjúkdómalæknir, tjáði Morguh- blaðinu. „Rúmlega fjörutíu börn hafa þegar fæðzt og nokkur eru á leiðinni," sagði Jón Hilmar. „Fjöldi kvenna, sem aðgerðin er framkvæmd á, er nokkuð svipaður ár frá ári. En tækni- frjóvgun er ekki hægt að fram- kvæma nema við vissar að- stæður, að undangengnum rannsóknum, og þvi ekki á öll- um konum, sem eftir því óska,“ sagði Jón Hilmar og gat þess ennfremur, að aðeins væri heimilt að framkvæma aðgerð- ina á giftum konum. ið við 13.900 í fyrra. Fjölgunin á Norður-Atlantshafsflugleiðinni nemur 32%, 26.046 farþegar eru fluttir frá áramótum til 2. mars, samanborðið við 19.750 í fyrra. 33.517 farþega var búið að flytja 2. mars innanlands frá áramótum, en á sama tíma í fyrra 26.059, fjölgun- in 28,6%. „Það er geysimikill uppgangur í farþegaflutningunum hjá okkur á öllum flugleiðum, þrátt fyrir það að sætaframboð hafi ekki aukist nema þá helst eitt- hvað á Norður-Atlantshafsflug- leiðinni," sagði Sæmundur Guð- vinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hluti skýr- ingarinnar á fjölgun farþega innanlands væri mun betra veð- ur í ár en var í fyrra, en sára- sjaldan hefði þurft að fella niður flug innanlands í vetur. Hins vegar hefði janúarmánuður ver- ið erfiður í fyrravetur. „Það er útlit fyrir mjög gott ferðaár, ef mið er tekið af þeim bókunum sem við höfum fengið fram í tímann. Það sem helst veldur áhyggjum er hótelskortur í Reykjavík í sumar,“ sagði Sæ- mundur ennfremur. Sæmundur sagði að í sumar yrðu Flugleiðir með 20 ferðir á milli Evrópu og Bandaríkjanna, flestar með viðkomu í Keflavík, þar af yrðu tvær á milli Kaup- mannahafnar og New York. í sumaráætlun Flugleiða, sem kemur út innan skamms, kemur fram meðal annars að 11 ferðir verða í viku til Kaupmannahafn- ar, bætt er við ferðum til Lond- on, Parísar, Gautaborgar og Grænlands og tveir nýir áfanga- staðir Flugleiða í Evrópu bætast við, Bergen og Salzburg. Morgunblaðió/J.G. Finnendur spólanna ásamt tollverðinum í fjörunni á Akranesi. Taldir frá vinstri: Gunnar Hafsteinsson, Guðjón Guðmundsson og tollvörðurinn. Myndbönd í fjörum á Akranesi Akranesi, 12. mare. MYNDBÖND hefur verið að reka á land á Akra- nesi í dag og hafa fundist um 20 spólur í flæðar- málinu fyrir neðan fiskverkunarhús HB og co. og Heimaskaga. Að sögn Gunnars Hafsteinssonar og Guðjóns Guðmundssonar, sem fundu spólurnar, var töluvert af umslögum utan af spólum á reki þarna líka. Bendir það til þess að um meira magn af myndböndum geti verið að ræða. Tollvörðurinn á Akranesi tók spólurnar í sína umsjá og síðari hluta dagsins fór hann ásamt öðrum á lóðsbátnum til frekari leitar. j.g. Nýjar reglur tryggingafélaga: Aukinn afsláttur á bifreiðatryggingum Tryggingafélögin eru nú að taka upp nýjar afsláttarreglur (bónusregl- ur) vegna ábyrgðartryggingar bif- reiða. Aður veittu þau 50%hámarks- afslátt, en nú hefur aflsátturinn hækkað í 55% eftir 5 ára tjónlausan akstur og upp í 65%eftir 10 ár. Þetta er meginreglan, en einnig er boðið Breiðdalsvík: Sláturhús Suðurfjarða er á barmi gjaldþrots Stofnlánadeildin beðin að afskrifa 5 milljóna króna lán GJALDÞROT blasir nú við Sláturhúsi Suðurfjarða á Breiðdalsvík, þar sem skuldir fyrirtækisins eru orðnar svo miklar, að stjórn fyrirtækisins telur aö rekstrinum verði ekki bjargað nema með mikilli fyrirgreiðslu, einkum af hálfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en fyrirtækið mun skulda Stofnlána- deildinni eitthvað á níundu milljón króna. Heildarskuldir fyrirtækisins eru í kringum 12 milljónir króna. Stjórn Sláturhúss Suðurfjarða hefur gert tillögur um að Stofn- lánadeild afskrifi 60% skuldar hússins við deildina og láni eftir- stöðvarnar til 20 ára. Jafnframt hefur fyrirtækið gert tillögur um að aðrir lánardrottnar, svo sem Byggðasjóður, afskrifi með öllu skuld hússins við sjóðinn, auk þess sem lagt er til að aðrir lánar- drottnar afskrifi hluta skulda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur stjórn Sláturhúss Suðurfjarða leitað eftir fyrir- greiðslu frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, svo og eftir því hvort áhugi kynni að vera innan Sambandsins á að eignast Slát- urhús Suðurfjarða. Sömu heimildir herma að ekki hafi reynst áhugi innan Sambandsins fyrir slíku. Aðalorsakir fjárhagserfiðleika Sláturhúss Suðurfjarða eru sam- kvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst þær að sláturfé hefur stórum fækkað í byggðarlaginu, þar sem svo mikið hefur verið skorið niður vegna riðu. Er nú slátrað 9 til 10 þúsund fjár í hús- inu á ári, en Hákon Hansson dýra- læknir á Breiðdalsvík segir að húsið ætti að geta afkastað á milli 18 og 20 þúsund fjár. „Það er Stofnlánadeild landbún- aðarins sem Sláturhús Suður- fjarða skuldar á milli 7 og 9 millj- ónir króna, en okkur í mesta lagi um 600 þúsund," sagði Gunnlaug- ur Sigmundsson hjá Fram- kvæmdastofnun í samtali við blm. Mbl., „það er því Stofnlánadeildin sem verður að taka af skarið um það með hvaða hætti bónum þeirra hjá sláturhúsinu verður svarað.“ Leifur Jóhannesson, forstöðu- maður Stofnlánadeildar landbún- aðarins, sagði í samtali við blm. Mbl. að þetta mál væri til skoðun- ar hjá deildinni og landbúnaðar- ráðuneytinu, en ekkert hefði verið akveðið. „Það eru engin fordæmi til fyrir slíkri afskrift skuldar hjá Stofnlánadeild," sagði Leifur jafn- framt. Sjá nánar bls. 34: „Mikil fækkun slát- urfjár aðalástæða erfiðleikanna". upp á ýmsa aðra kosti hjá félögun- um. Hjá Almennum tryggingum er þessi regla viðhöfð, en auk þess greiða tryggingarhafar ekki ið- gjald 11. árið. Sama regla gildir hjá Tryggingamiðstöðinni og Samvinnutryggingum. Hjá Sjóvátryggingafélagi ís- lands fengust þær upplýsingar að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um hvernig reglum um afslátt verði háttað, en það er nokkuð ljóst að veittur verður 55% afsláttur eftir 5 ára tjónlaus- an akstur og 65% eftir 10 ár. Sömu sögu er að segja hjá Trygg- ingu hf. Þar á eftir að taka ákvörðun um hvort 11. árið verður án iðgjalds. Hjá Brunabótafélagi íslands verður gefinn 55% afsláttur eftir 5 ára tjónlausan akstur og eftir að þeir sem tryggja hjá félaginu hafa ekið tjónlaust í 8 ár er þeim veitt- ur 70% afsláttur af iðgjaldi. Hjá Brunabótafélaginu er hins vegar greitt iðgjald fyrir 11. árið. Hjá Hagtryggingu er veittur 50% afsláttur eftir þriggja ára tjónlausan akstur, 55% eftir 5 ár og eftir 10 ár er 11. árið án ið- gjalds og 65% afsláttur veittur eftir það. Ábyrgð, tryggingafélag bind- indismanna, veitir einnig 55% af- slátt eftir 5 ára tjónlausan akstur og 65% eftir 10 ár. Reglur um heiðursafslátt eru einnig breyttar. Áður var veittur 65% heiðursaf- sláttur eftir 10 ára tjónlausan akstur, en nú breytist þetta þann- ig að heiðursafsláttur verður hækkaður í 70% og er hann veitt- ur þeim ökumönnum sem ekið hafa tjónlaust í 8 ár og tryggt hjá Ábyrgð allan þann tíma. Hjá öllum tryggingafélögunum er sá háttur hafður á að sá sem veldur tjóni fellur niður í 30% af- slátt og skiptir þá ekki máli í hvaða afsláttarflokki hann var fyrir. Fallið getur því orðið allt að 40% hjá þeim sem eru í hæsta heiðursafsláttarflokki. Verðbólgan: 37,8 % í febrúar VÍSITALA framfærslukostnaöar hækkaði um 2,71 % í febrúarmánuði sam- kvæmt útreikningi Kauplagsnefndar og reyndist vera 129,91 stig. Jafngildir það því að verðbólguhraðinn á ári se 37,8%. Sé tekið mið af hækkun fram- færsluvísitölunnar undangengna þrjá mánuði væri verðbólguhrað- inn 50,8% á ári, sé miðað við síð- ustu sex mánuði 41,6%, en hækkun framfærsluvísitölunnar síðustu 12 mánuði er 28,5%. f fréttatilkynningu frá Hagstof- unni segir að 1,0% af hækkun vísi- tölunnar í febrúarmánuði stafi af hækkun matvöruverðs, þar af 0,5% vegna hækkunar búvöruverðs, 0,5% vegna hækkunar húsnæðis- liðs vísitölunnar, 0,3% vegna hækkunar opinberrar þjónustu og 0,9% vegna ýmissa annarra verð- hækkana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.