Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 65. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins írakar biðja öryggisráð SÞ að koma á vopnahléi Mikið blóðbað í stríðinu síðustu daga Bighdad, Teberu of> Nikfefu, 18. nura. AP. HARÐIR BARDAGAR geisuAu ajla belgina og fram á mánudag á fenjasvæð- inu skammt frá borginni Basra í írak og gífurlegt mannfall virðist hafa orðið, einkum í liði írana, sem ráða má að hafí beðið lægri hlut Eldflaug írana sprakk í miðborg Baghdad og herþotur fraka flugu árásarferðir að írönskum borgum. íranir segjast hafa skotið fjórar þeirra niður. í dag óskuðu frakar síðan eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beitti sér fyrir því að komið yrði á viðræðum milli íran og írak, samið yrði um vopnahlé á meðan og Sameinuðu þjóðirnar sæju um að það yrði virt Ýmsir hafa látið hin mögnuðu átök til sín taka, Rajiv Ghandy hefur lagt fram friðartillögur og í dag flugu Hosni Mubarak forseti Egyptalands og Hussein Jórdaníukonung- ur óvænt til Baghdad til skrafs og ráðagerða. fallið í fenjunum á suðurodda vígstöðvanna hefur einnig verið gífurlegt. frakar sögðust hafa drepið 15.000 Irani um helgina og íranir sögðust á móti hafa drepið 7.500 fraka. Frásagnir striðsaðila hafa hins vegar ávallt skarast mjög. Þá var ráðist á risaoliuskip á Persaflóa um helgina. Þar voru ír- anir á ferð og skipið var með full- fermi af íraskri hráolíu. Það stóð i ljósum logum um skeið, en var dregið til hafnar í Bahrain og þar- lendir slökktu eldinn. Niu manns særðust, einn alvarlega, skipstjór- inn. Það var Tariq Aziz, utanríkisráð- herra írak, sem lagði beiðnina bréflega fyrir Öryggisráðið og viðbrögð þess voru á þá leið að allt yrði gert til þess að verða við beiðninni. Koma þeirra Mubaraks og Husseins til Baghdad kom á óvart og undirstrikar það ástand sem nú ríkir á þessum slóðum. Út- varpið í Irak sagði heimsóknina til- komna af „hinu alvarlega ástandi sem skapast hefði“. „Alvarlega ástandið" hefur orðið m.a. til þess, að flest erlend flugfé- lög hafa frestað eða hætt ferðum til Teheran og Baghdad, enda hefur angi stríðsins náð til sjálfra höfuð- borganna. Sprengingin mikla í Baghdad olli miklu skemmdum, en fáum sögum fer af mannfalli af hennar völdum. f ranir sögðust hafa verið þar á ferðinni með langdræga eldflaug sem skotið hefði verið til að hefna fyrir árásir fraka á nokkrar íranskar borgir. Gífurlegt mannfall hefur orðið í borgunum af völdum loftárásanna og mann- Fjallað um flaugarnar , 18. aun AP. BELGÍSKA þingió mun Uka fyrir á morgun, þriðjudag, ikvörðun ríkia- stjórnarinnar um að heimila uppsetn- ingu fyrstu meðaldrægu kjarnorku- eldflauganna sem hún hafðí skuld- bundið sig að koma upp í samvinnu við Atlantshafsbandalagið. Þá verður flutt vantrauststillaga á stjórnina. Al- mennt var búist við að stjórnin fengi meirihluU atkvæða í atlögunni, en ekki var búist við miklum mun. Talið er að nokkrir andstæðingar forsætisráðherrans, Martens, úr hans eigin flokki, muni verða hvað harðskeyttastir i deilunni á morg- un. Byrjað er að koma upp fyrstu eldflaugunum og er áætlað að upp- setningu þeirra verði lokið i lok þessa mánaðar. íranskir hermenn á gangi fram hjá líki fallins félaga. Myndin er frá aðalátakasvæðinu, í fenjun um skammt frá írönsku borginni Basra. Tugir þúsunda létu lífið í átökum á þeim slóðum um helg- ina og svo virðist sem íranir hafi farið halloka í bardögunum þó jafnan sé erfitt að henda reiður á sannleiksgildi fregna af þess- um slóðum. ' ^ V > , ' Mikil ólga í Beirut: Karami fordæmir upp- reisnarmenn kristinna Bfirat, 18. nura. AP. UPPREISNIN innan flokks krist- inna falangista í Líbanon hefur kom- ið af stað mikilli ólgu í landinu, Rarhid Karami forsætisráðherra segir atferli þeirra „grafa undan til- vist Lfbanons, og Walid Jumblatt leiðtogi drúsa tók enn dýpra í árinni, hótaði að ,,hengja“ uppreisnarmenn- ina ef þeir gengu ekki til liðs við fyrrum félaga sína á ný og hvatti liósmenn sína til að vera reiðubúna að grípa til vopna ef nauðsyn krefði. Sjálfir sögðu foringjar uppreisnar- innar á fréttamannafundi ( dag, að þeir vildu með aðgerðum sínum knýja alla erlenda hermenn burt frá Líbanon og þeir væru ekki í and- stöðu við forsetann Amin Gemayel. Þá sögðust þeir vilja beinar samn ingaviðræður við drúsa og shita um friðsamlega sambúð þessara hópa og kristinna manna í Líbanon. Karami sagði um helstu kröfu uppreisnarmanna, að kosið yrði sérstakt þing kristinna manna til að ráða yfir kristnum svæðum, að það væri eins og að hverfa aftur til „verstu ára borgarastríðsins". Karami nýtur stuðnings Sýrlend- inga og þeir hafa áður lýst yfir andúð sinni á aðgerðum uppreisn- armanna. Mikil spenna ríkir I Beirut, ekki einungis vegna aðgerða uppreisn- armannanna, heldur einnig vegna tíðra mannrána á útlendingum. f dag var bandarískum fréttamanni AP rænt og áður höfðu tveir breskir sendiráðsmenn horfið. Bretar lokuðu í dag sendiráði sínu og þeir, ásamt Bandaríkjamönn- um og fleiri þjóðum, fluttu fjölda manns burt frá borginni, einkum til Kýpur. Liðsmenn „Jihad“, hryðjuverkasamtaka shita, hafa lýst ábyrgð á ránunum á hendur sér og meðal þeirra sem vinna að þvi að finna útlendingana er Nabih Berri, leiðtogi shita. ísraelar fjölmenntu í dag til þorpsins Haroub í suðurhluta Líb- anon og gerðu húsleit hjá flestum ibúunum. Sögðust þeir hafa fundið talsvert af vopnum í einu húsanna og sprengdu þeir það í loft upp. Innganga Spánar og Portúgals f EB: Næst ekki samkomu- lag á ráðherrafundi? , 18. Butrs. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR EB-landanna tíu komust ekki að samkomulagi um á hvaða forsendum Spánn og Portúgal gætu fengið inngöngu í Evrópu- bandalagið þrátt fyrir tveggja daga stíf fundahöld. Aðalvandamálið var hvort Spánverjar skyldu fá aðgang að fiskimiðum annarra EB-landa. Sýnd- ist sitt hverjum í þeim efnum. Fregnir berma að Spánverjar og Portúgalir séu óðum að verða æfir vegna seinagangs EB ( að veita þeim inngöngu. Ráðherrarnir munu halda gex árum og var frá upphafi mið- áfram að reyna að fá lausn á vandanum tvo næstu daga, en takist það ekki, er talið fráleitt að af inngöngu Spánar og Portúgal geti orðið fyrir 1. janúar 1986, dagsetningunni sem stefnt hefur verið að. Undirbúningurinn að inngöngu Spánar og Portúgals hófst fyrir að við að inngangan yrði formleg 1. janúar á næsta ári. Það er álit margra að ef ekki semst á yfir- standandi ráðherrafundum, þá verði alfarið hætt við að veita löndunum inngöngu i hið 10 landa bandalag. Ef ekki semst nú er talið að tfminn verði of naum- ur til þess að þing landanna tiu geti fjallað um málið, samkomu- lagsdrögin, og samþykkt þau. Fiskveiðiréttindamálin sem standa I ráðherrunum eru vegna gildandi samkomulags innan EB. ftalir hafa stungið upp á þvi að hinn stóri fiskveiöifloti Spán- verja gangi inn f samkomulagið og fái aðgang að þeim fiskimiðum sem til eru úti fyrir ströndum EB-landa. írar hafa mótmælt því á þeirri forsendu að jafnvægi hljóti að raskast. Um þetta er deilt og EB er klofið i afstöðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.