Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1965
t Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóöir, GUÐRÚN GUDMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 64, Hafnarfiröi, andaöist i Landspitalanum aö morgni þess 17. mars. Útförin veröur augiýst siöar. Sigurjón Jónason, Þóra Sigurjónsdóttir, Atli Ágústsson, Jón Egill Sigurjónsson, Jóhanna Gisladóttir, Njéll B. Sigurjónsson, Ásta Hraunfjörö, Eyrún Sigurjónsdóttir, Dagbjartur Björnsson.
t Móöir min, INGA K. ÞORSTEINSDÓTTIR, Nýbýlavagi 58, Kópavogi, lést aö morgni 17. mars. Þór Erling Jónsson.
t Eiginkona min og móöir okkar, INGIBJÖRG ESTER EINARSDÓTTIR, Svinafelli, örssfum, lést i Borgarspitalanum 17. mars. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna. Guðlaugur Gunnarsson.
t Móöir okkar, dóttir, systir og mágkona, ÓLAFÍA SIGRÚN ODDSDÓTTIR fré Sandi (Kjós, Kérsnesbraut 91, Kópavogi, lést mánudaginn 18. mars I985 i Landspitalanum. Aóstandendur.
t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURLÍNA ÁGÚSTA SIGURDARDÓTTIR, Miötúni 3, lést 16. mars á Öldrunardeild Borgarspítalans. Ágústa Sveinsdóttir, Sigurjón Sveinsson, Halla Hersir, og barnabörn.
t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, VALDÍS TRYGGVADÓTTIR, Dalbraut 27, lést 15. mars sl. Hólmfríöur Ásgeirsdóttir, Svarrir Jónsson, Marfa Ásgeirsdóttir, Péll Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
t Faöir okkar, DAVÍD ÓSKAR GRÍMSSON, Bergstaöastreeti 25, lést aöfararnótt 16. mars á Elliheimilinu Grund. Börnin.
t EOVALD B. MALMQUIST, lést i sjúkrahúsi sunnudaginn 17. mars sl. Fyrir hönd aöstandenda, Ásta Th. Malmquist.
+ Bróöír minn og mágur, GUDMUNDUR GUDMUNDSSON, tyrrverandi kirkjugarösvörður, Kirkjugarösstig 8, andaöist í Landakotsspitala þann 17. mars. Einar G. Guómundason, Margrét S. Ágústsdóttir.
Adam Magnússon
Akureyri Kveðja
Allar þóttu þær sérstök lista-
smíð. Þegar hann lagðist á bana-
beð stóðu umgerðirnar að fjórum
síðustu klukkunum fullsmíðaðar á
verkstæðinu hans. Klukkuverkin
höfðu tafist erlendis frá vegna
verkfalls. ísetningu þeirra lauk
holl sonarhönd áður en lista-
smiðnum hvarf vitund. Honum
varð rótt.
Ég var nábúi þessa hljóðláta,
viðmótsþekka úrvalssmiðs í 4 ár,
t
Vinur minn,
HALLGRÍMUR GUNNAR ÍSLEIFSSON,
Barónsstig 63,
andaöist i Landspitalanum 14. mars.
Vilhjálmur Jóhannesson.
t
Utför fósturmóöur okkar,
GUONÝJARJÓNSDÓTTUR,
Austurbergi 14,
Reykjavfk,
fer fram miövikudaginn 20. mars kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélag fslands.
Eyrún Jónsdóttir,
Þorvaröur Jónsson.
t
Útför eiginkonu minnar, móöur og fósturmóöur,
ÓLAVÍU INGIBJARGAR DANÍELSDÓTTUR
snyrtisérfreeóings,
Engihlfö 14,
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. mars kl. 15.00.
Siguröur Sveinsson,
Linda Hrönn Siguröardóttir, Margrét Ágústsdóttir.
t
Sonur minn og fósturfaöir,
SVEINN HELGASON,
bókari,
sem lést 11. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miö-
vikudaginn 20. mars kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur i
Gufuneskirkjugaröi.
Fyrir hönd systkina hans og annarra vandamanna,
Magnea G. Magnúsdóttir,
Einar Kárason.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ÞÓRÐUR ÞÓRDARSON,
fyrrverandi yfirlæknir,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 20. mars kl.
13.30.
Louisa Þóröarson,
Kristrún Þóröardóttir.
Skrifstofur okkar veröa lokaðar fyrir hádegi á morgun,
miövikudaginn 20 mars, vegna jarðarfarar.
Brunabótafélag íslands
Laugavegi 103.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
en þó kynntumst við ekki náið.
Hann bar ekki skoðanir sínar né
tilfinningar á torg. Það hvarflaði
heldur ækki að neinum að troða
honum um tær í þeim efnum. Oft
varð mér að leita til hans um við-
gerðir og lagfæringar og hlaut
ætið Ijúfa og góða úrlausn. Öðrum
mun hafa reynst svo. Ungum
sveinum úr nágrenni hans varð
tíðgengið á verkstæði hans til að
öðlast timburafganga i leikbú.
Þeim var tekið með hlýju viðmóti
og fúsri úrlausn. Ekki var ótitt, að
menn litu sér aðeins til yndis inn á
verkstæði hans, segðu fáein orð
við smiðinn, en gæfu fyrst og
fremst gaum að vinnubrögðum
hans. Það var eins og hendur hans
væru gæddar sjálfstæðu lífi. Þær
gældu af sérstakri alúð við við-
fangsefnið, og því meiri sem það
var fíngerðara. Þar lá í augum
uppi merking orðsins smiðshend-
ur. Þetta var meðalmaður á vöxt,
grannvaxinn, kvikur í hreyfingum
en asalaus. Honum slapp varla
verk úr hendi. Alúðarvinna var
óður hans til lífsins.
Þessi maður hét Adam Magn-
ússon, átti rösk fjörutiu síðustu ár
ævi sinnar heima að Bjarkarstíg
2, Akureyri, og var húsa- og hús-
gagnasmiður að iðn. Einstakur
öðlingsmaður að dómi allra, sem
nokkuð kynntust honum. Hann
andaðist 12. nóv. sl. eftir stutta
legu. Sláttumaðurinn slyngi sýndi
þessum mikla iðjumanni þá til-
litssemi að láta hann ekki bíða
náðarhvíldar lengi. Útför hans fór
fram frá Akureyrarkirkju 20. síð-
asta mánaðar að viðstöddu miklu
fjölmenni. Hann hafði öðlast að-
dáun, virðingu og þakklæti
margra á lífsleið sinni.
Líklega hefir vinum og góð-
kunningjum Adams ýmsum hverj-
um farið líkt og mér að búast fast-
lega við, að aðrir færari minntust
hans nokkrum orðum, og það svo
ekki orðið hjá neinum. Or þessu
vil ég bæta, þótt seint sé og fá-
tæklegar verði en vert er.
Adam Magnússon var fæddur
að Brimnesi í Ólafsfirði 3. sept.
1903 og því liðlega 81 árs gamall
er hann lést. Foreldrar hans voru
hjónin Halldóra Þorsteinsdóttir
útvegsbónda Jónssonar í ólafs-
firði og Magnús Brandur Sölvason
bónda Sæmundssonar á Þverá I
Ólafsfirði. Magnús var smiður að
iðn, hafði lært smíðar hjá hinum
kunna trésmiðameistara og at-
hafnamanni á sinni tið Snorra
Jónssyni á Akureyri. Var Magnús
á orði sem góður smiður og því
eftirsóttur til þeirra verka. Vann
hann að smíðum á vetrum, en til
fiskjar réri hann á sumrum, því að
mikils þurfti heimilið við: Á 12 ár-
um eignuðust hjónin 8 bðrn. For-
sjá Magnúsar naut þó ekki lengi
við. Hann lést 43 ára gamall. Hall-
dóra stóð eftir með hópinn þeirra,
elsta barnið 12 ára, yngsta barnið
á fyrsta ári. Adam, næst elstur,
var þá 11 ára.
En Halldóru Þorsteinsdóttur
virðist ekki hafa verið fisjað sam-
an. Með hagsýni og dugnaði tókst
henni að sjá hópnum sínum far-
borða í heimagarði nær órofa,
vann myrkra milli að hverju verki
sem fékkst, stóð löngum í fisk-
verkun, en fékk sér líka prjónavél
og stundaði prjónaskap, eftir þvf
sem um var beðið. Og ekki lágu
börnin á liði sínu, þegar þau fengu
verk að vinna. Allt rann í sameig-
inlegan heimilissjóð. Þá voru ekki
tryggingar til, en hjálpsemi góð-
vina blómstraði hins vegar ekki
verr en fyrr og síðar. Það var ekki
vanþakkað. Allur þessi stóri
systkinahópur komst farsællega
upp og lagði síðan þjóðarbúinu
gott lið sitt um langa ævi. Lifa
systkinin enn, þó ekki verði hér
talin, nema elsti bróðirinn Sigur-
steinn, skáld og skólastjóri í
Ólafsfirði, og Adam.
Þegar þyngstu brimskaflarnir
voru að baki eftir föðurmissinn
lærði Adam Magnússon til húsa-
smíði í Ólafsfirði, en smiðshneigð
hans lét sér það nám ekki nægja.
Hann réð sig því í húsgagnasmíða-
nám til Ólafs Ágústssonar á Ak-
ureyri, sem þá var einn færastur
talinn í þeirri iðn á Akureyri, og
lauk einnig sveinsprófi i þeim
smíðum.