Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Fundur Reagans og Mulroneys í Quebec (iuebef, 18. nurz. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti og Brian Mulroney forsætisráðherra Kanada áttu með sér fund í Quebec á sunnudag. Helztu umræðuefni þeirra voru afvopnunarmál, sam- skipti austurs og vesturs og vanda- mál þau, sem súrt regn er tekið að valda bæði í Kanada og Banda- ríkjunum. Fundurinn hófst með því, að þeir undirrituðu yfirlýsingu, sem ætlað er að eyða fyrri ágreiningi Veður víða um heim Lægtt Hæst Akurayri 77 skýjað Amstsrdam 0 4 heióakirt Aþena 8 16 heiðskírt Barcelona 12 heióskirt Berlin 0 3 skýjaó Brtlssel +4 6 heiðskirt Chicago +1 4 heióskírt Dublín 2 7 heiöskírt Feneyjar 8 skýjaó Frankfurt +1 3 rigning Genf 42 2 snjók. Helsinki +2 2 skýjaó Hong Kong 15 18 skýjaó Jerúsalem 12 22 skýjaó Kaupm.höfn 44 1 heióskírt Laa Palmas 19 skýjaó Lissabon 8 15 heiöskirt London +1 7 skýjaó Loa Angeles 10 22 heióskírt Luxemborg 0 lóttsk. Malaga 17 heióskírt Mallorca 12 skýjað Miami 24 31 heióskírt Montreal 414 43 heióskírt Moskva 41 2 skýjaó New York 5 16 skýjaó Osló 45 3 heióskirt Parfs 1 6 heióskírt Peking 4« 12 heióskirt Reykjavík 5 þofcum. Rio de Janeiro 22 34 skýjaó Rómaborg 0 11 snjók. Stokkhólmur 42 0 skýjaó Sydney 20 25 heióskirt Tðkýó 6 17 skýjaó Vínarborg 1 5 skýjaó Þórshöfn 6 skýjaó varðandi afleiðingarnar af súru regni, sem Kanadamenn hafa haft vaxandi áhyggjur út af. Þar kom fram, að leiðtogarnir hafa skipað sérstaka fulltrúa sína i nefnd, sem á að vinna að þessu máli. Verður Drew Lewis fyrrverandi flutn- ingamálaráðherra Bandaríkjanna aðalfulltrúi Bandaríkjanna í þess- ari nefnd, en William G. Davis fyrrverandi forsætisráðherra í Ontario verður þar aðalfulltrúi kanadísku stjórnarinnar. Mulroney lýsti því samkomulagi sem þarna hefði náðst sem „mik- ilvægu skrefi fram á við“. „Forset- inn og ég erum sammála um, að þetta eigi eftir að hafa raunhæfan árangur í för með sér.“ Þúsundir manna fóru í mót- mælagöngu um götur Quebec á sunnudag. Hrópuðu þeir: „Banda- ríkjamenn, farið heim“. Báru göngumenn margs konar skilti með áletrunum á, þar sem Banda- ríkjamenn voru einkum gagnrýnd- ir fyrir afstöðu sína gagnvart umhverfisvandamálum eins og súru regni en einnig gagnvart Nic- aragua og afvopnunarmálum. Flugræning- inn skotinn Riyadh, Saudi Arabiu, 18. i BOEING-737-farþegaþotu, sem var í innanlandsflugi í Saudi Arabíu á sunnudag, var rænt og flugmaöurinn neyddur til að lenda á Dahran-flug- velli. Þar skaut öryggisvörður flugræn- ingjann, sem var einn síns liðs, að þvf er sagði í tilkynningu stjórnvalda. í tilkynningunni sagði, að farþeg- ar og áhöfn, alls um 100 manns, væru heilir á húfi. Þotan var á leið frá Jidda til Riy- adh, þegar ræninginn tók völdin um borð og krafðist þess, að flugmaður- inn breytti um stefnu. Flugræninginn var landflótta Norður-Jemeni. Skurðaðgerð á Brasilíuforseta Brasilíu, Brasilíu, 18. marz. AP. Tancredo Neves forseti gekkst undir neyðaraðgerð á föstudag, aðeins ör- fáum stundum áður en hann skyldi settur formlega í embætti. Neves hafði veikst og fengið Treholt yfir- heyrður fyrir luktum dyrum Ósló, 18. nure. AP. í dag var Arne Treholt yfirheyrður fyrir luktum dyrum, er fjórða vika réttarhaldanna hófst I Ósló. Yfirsaksóknarinn, Lars Qvigstad, neitaði að greina frá því um hvað málið hefði snúist í dag. Á morgun, þriðjudag, verður réttarhöldunum fram haldið og enn fyrir luktum dyrum. Búist er við, að enn taki u.þ.b. mánuð að ljúka réttarhöldunum yfir Arne Treholt, og mun mikið af þeim fara fram fyrir luktum dyrum vegna upplýsinganna, sem þar verður fjallað um. sýkingu i öndunarveginn. Jafn- framt þjáðist hann af bólgum i þarmagangi og var skurðaðgerð því nauðsynleg. Aðgerðin á Neves tókst mjög vel og fór hann fram úr rúmi sinu i dag. Neves er 75 ára. Jose Sarney varaforseti var settur í embætti á föstudag og tók samstundis við starfi forseta. Þar með lauk 21 árs valdatíma hersins i Brasilíu. Tískusýning til styrktar Barnahjálparsjóðnum Þessar íðilfögru stúlkur voru meðal þess tískusýningarfólks, sem bar fyrir augu Önnu Bretaprinsessu á geysimikilli tískusýningu, sem fata- framleiðslufyrirtæki efndu til í Guildhall í London á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Allur ágóði af sýningunni rann til Barnahjálparsjóðs Sam- einuðu þjóðanna. Til vinstri er klæðnaður í anda op-listarinnar, en til hægri Boy George-línan. Hægrisveifla stað- fest í Frakklandi P»rís, 18. marz. AP. HÆGRISVEIFLAN í frönskum stjórnmálum var staðfest frekar í seinni umferð frönsku sveitarstjórn- arkosninganna á sunnudag, og þótt útkoma vinstri flokkanna væri örlít- ið betri í gær en fyrra sunnudag, er Ijóst að stjórn Francois Mitterrands forseta er í verulegum vandræðum. Blöð í Kína kvarta yfír „andlegri mengun Vaxandi ótti við of mikið frelsi Peking, 18. marz. AP. DAGBLÖÐIN í Kína, sem þar eru gefin út af hinu opinbera, fjölluðu á sunnudag um það á forsíðu, að „ábyrgðarlaust frjálsræði og óleyfileg skrif væru að spilla fyrir efnahagsáformum kommúnisUf1okksins“. Þannig kvart- ar Dagblað verkamanna yfir „andlegri mengun" og er það í fyrsU sinn í marga mánuði, sem það hugUk hefur verið notað yfir erlend áhrif og hugmyndir í landinu. Svo virðist sem athugasemdir blaðanna endurspegli vaxandi áhyggjur innan forystu kommún- istaflokksins um að áformin um umbætur í efnahags- og atvinnulífi landsins kunni að hafa i för meö sér hömlulaust frelsi og veröi til þess að draga úr því valdi, sem flokkurinn hefur haft yfir þjóðinni í 36 ár. Dagblað verkamanna kvartar þannig yfir miklu magni af vinsæl- um en óleyfilegum æsifréttablöð- um, sem byrjað hafi göngu sína ný- verið. Heldur blaðið því fram, að markmið þessara blaða sé að lokka peninga út úr verkamönnum, sem þeir hafi unnið fyrir með súrum svita. Sé þetta gert með því að birta æsifengnar sögur um kynlíf og glæpi. Á árinu 1983 var hafin herferð gegn „andlegri mengun“, en það var það nafn, sem erlendum hug- myndum var gefið þá og óspart gef- ið í skyn, að með þvi að ota erlend- um fyrirmyndum að kinversku þjóðinni væri verið að spilla henni. Þessi herferð fór fljótt út í öfgar, því að ráðist var gegn erlendri popptónlist, dönsum, varalitum, trúarbrögðum og heimspeki, sem ekki gæti samrýmzt kommúnisma. Herferð þessari var þó hætt Vestrænar vörur í búðarglugga í Kína. Nú virðist sem tortryggni fari vaxandi gagnvart neyzluþjóðfélaginu og allri þróun til meira frelsis. fljótlega, þar sem hún minnti um of á menningarbyltinguna og það ofstæki, sem þá ríkti. En eftir að herferðinni var hætt hafa rokktón- list og vestrænn fatnaður orðið stöðugt vinsælli hjá kínversku æskufólki, sem semur sig nú æ meira að siðum neyzluþjóðfélags- ins, og reynir að líkja eftir ungu fólki í Hong Kon og Taiwan. Lokatölur úr seinni umferðinni voru á þann veg að hægri flokk- arnir hlutu 53,78% atkvæða og vinstri flokkarnir 46,15%. í ann- arri umferð var kosið milli fram- bjóðenda, þar sem enginn fram- bjóðandi hafði hlotið meirihluta fyrra sunnudag. í fyrstu umferð féllu og úr leik frambjóðendur, sem hlutu innan við 105 atkvæði. Kom þvi afstaða kjósenda til landsmálanna betur í ljós um fyrri helgi. Kosið var í 95 sýslum Frakk- lands og þrem i öðrum heimshlut- um. Misstu vinstri flokkarnir stjórnartaumana í 11 sýslum, en hægri menn í engri. Þegar kosnir hafa verið sýsluforingjar í hverri sýslu, sem gert verður síðar í vik- unni, er búist við að hægri menn hafi 69 sýslanna á valdi sínu. Birtar voru niðurstöður skoð- anakönnunar um fylgri frönsku stjórnmálaflokkanna eftir að kjörstöðum var lokað í gær. Könn- unin var gerð fyrra sunnudag og spurt var hvernig viðkomandi hefði kosið ef kosið hefði verið til þings. Svöruðu 55,2% aðspurðra því til að þeir styddu hægri flokk- ana en 41,9% vinstri flokkana. Leiðtogar hægri flokkanna voru að vonum sigri hrósandi þegar úr- slit lágu fyrir en leiðtogar vinstri manna á hinn bóginn viðurkenndu að úrslitin væru heim óhagstæð. Gengið verður til þingkosninga i Frakklandi næsta vor óg er búist við að franskir jafnaðarmenn, sem hafa hreinan meirihluta í þinginu, biði mikinn ósigur og hverfi frá völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.