Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Svipmynd frá fundi HlK á sunnudag Dreífirit á fundi HÍK: Fjármálaráðuneytið um kennaradeilunæ „í ríkisstjórninni hefur ekki verið ágreining- ur um meðferð málsins“ í TILEFNI af samþykkt launamálaráðs BHMR 15. mars 1985 með áskorun um að ganga til samninga við Hið íslenska kenn- arafélag og yfirlýsingum ýmissa aðila í fjölmiðlum síðustu daga um sama efni vill fjármálaráðuneytið upplýsa eftirfarandi: 1. Kennarar í HlK fengu, eins og aðrir félagar í BHM, endurskoðun á samningi sín- um til samræmis við niður- stöður úr verkfalli BSRB. Þar var um að ræða tæplega 20% launahækkun. 2 Kröfur kennara, sem fyrst voru lagðar fram fastmótaðar 19. febrúar sl., gerðu ráð fyrir rúmlega 100% hækkun þessu til viðbótar. „Kjaradómur hefur ekki leng- ur með mál kennara að gera“ — sumir telja að kennarar eigi ekki að hlíta niðurstöðu Kjaradóms,“ segir formaður HÍK HIÐ ÍSLENSKA kennarafélag hélt fund á Hótel Sögu á sunnudag og boðaði m.a. alla þingmenn á fundinn. í upphafi fundar flutti Gunnar G. Schram ávarp, en framsögumenn voru Heimir Pálsson, menntaskólakennari, Lavst Riemann Hansen, formaður félags menntaskólakennara í Danmörku, And- ers Frivold, formaður félags framhaldsskólakennara i Noregi, Stefán Ólafs- son, formaður Launamálaráðs BHMR, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, nemi, Eiríkur Hjálmarsson, stúdent, og Guðlaug Teitsdóttir, fulltrúi Kennarasam- bands fslands. Fundinn sátu um 700 manns og urðu nokkrar umræður að loknum framsöguræðum. Þingmennirnir Árni Johnsen og Halldór Blöndal tóku til máls, Helga Finnsdóttir, nemi, sté einnig í pontu auk Gunnlaugs Ástgeirssonar, vara- formanns HÍK, og fleiri. f ræðu sinni tilkynnti Guðlaug Teitsdóttir, að Kermarasambandið hefði ákveðið að styrkja HÍK með 250 þúsund krónum. Einnig væri nú verið að undirbúa fjársöfnun meðal félagsmanna KÍ i sama til- gangi. Formenn félaga framhalds- skólakennara í Danmörku og i Noregi, þeir Lavst Riemann Han- sen og Ánders Frivold, sögðu, að HÍK stæði til boða 2,5 millj. sænskra króna lán, samkvæmt samningi félaga framhaldsskóla- kennara á Norðurlöndum, NORD- LÆR. Einnig hafa Norðmenn ákveðið að styrkja HÍK um 50 þúsund norskar krónur og Færey- ingar hafa samþykkt að leggja 10 þúsund danskar krónur fram. f stuttu spjalli sem blm. átti við þá Lavst Riemann Hansen og Anders Frivold kom fram, að þeir eru hingað komnir til að sýna samstöðu kennara á Norðurlönd- um við kröfur HÍK. Að sögn And- ers ákvað stjórn NORDLÆR i febrúar að fjármagn skyldi verða laust til ráðstöfunar hinn 1. mars, ef kennarar í HÍK létu verða af því að ganga úr störfum sinum. HÍK hefur ekki enn óskað eftir að fá lán frá samtökunum. Þeir Lavst Riemann og Anders sögðu, að þeir myndu ræða það við formenn fé- laga framhaldsskólakennara i Finnlandi og i Sviþjóð að hefja fjársöfnun meðal kennara á Norð- urlöndum á næstunni. Það kom fram i máli þeirra, að þær 2,5 milljónir sænskra króna, er HÍK getur fengið að láni, myndu end- ast félaginu i einn mánuð, en með samskotum er reiknað með að nægt fé væri handbært i tvo mán- uði. „Við erum þó alls ekki að segja að við reiknum með að deil- an standi svo lengi," sagði Lavst Riemann. Er þeir voru inntir eftir þvi hvort laun kennara á Norðurlönd- um væru betri en hér á landi svör- uðu þeir því til, að samanburður á launum sýndi það ljóslega að svo væri. „Það var ekki tekið inn i þann samanburð hvað það kostar i hverju landi að framfæra sig og fjölskyldu sína, en það er ljóst að það er ekki ódýrara að lifa á ís- landi en á öðrum Norðurlöndum, nema síður sé,“ sagði Lavst Rie- mann Hansen. Kjaradómur hunsaður? í dreifiriti, sem fundarmenn fengu í hendur, segir m.a. að kenn- arar hafi gengið úr skólunum og tekið sér samningsrétt. Kjara- dómur hafi þvi ekki lengur með mál þeirra að gera. Kristján Thorlacius, formaður HÍK, sagði að þessu hefði ekki verið dreift á vegum stjórnar HÍK og efni dreifibréfsins ekki borið undir hana. „Það eru margir sem vinna hér og sumir hafa kannski þessa skoðun. í stóru félagi eru margar skoðanir," sagði Kristján. „Ég get ekki tekið undir þetta. Við erum núna að ganga frá greinar- gerð sem við leggjum fyrir Kjara- dóm, en erum ennþá ákveðnir í að reyna að ná samningum. Eg get ekki sagt um það á þessari stundu hvað verður þegar úrskurður Kjaradóms liggur fyrir en það hafa sumir haft á orði að við skyldum hunsa hann,“ sagði for- maður HÍK. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði, að ný staða væri komin upp í deilunni þegar dreifirit með þessu efni væri lagt fram á fundi HÍK. „Þetta bréf er enn ein yfirlýsingin um að kennarar ætla ekki að hlíta neinum lögum í landinu," sagði Ragnhildur. „Þetta er auðvitað sorglegt og hefur örlagaríkar af- leiðingar fyrir svo marga einstakl- inga, sem eru alsaklausir og eiga enga aðild að deilunni." Engin kennsla í grunnskólum í dag Á sameiginlegum fundi stjórna og trúnaðarmanna kennarafélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu á laugardag var samþykkt áskorun til allra kennara um að sýna stuðning sinn við baráttu HÍK með því að fella niður alla kennslu í dag, þriðjudag. Kennarar ætla að halda fundi um stöðuna í skóla- málum í kennslu stað. Viöa á landsbyggðinni munu kennarar viðhafa sömu aðgerðir. Fundur Fræðsluráðs Reykjavík- ur í gær Iýsti áhyggjum sínum yf- ir því, að niðurfelling kennslu sé notuð sem vopn í kjarabaráttu og beinir því til kennara að slikt sé ekki gert. Þetta samþykktu sex fulltrúar i Fræðsluráði, en sá sjöundi, Lena Rist, Alþýðubanda- lagi, skilaði sér bókun þar sem segir að hún harmi að staðan í skólamálum skuli komin á það stig að kennarar í grunnskólum Reykjavíkur skuli grípa til jafn róttækra aðgerða og er að fella niður kennslu i heilan dag. í morgun afhentu fulltrúar Hins íslenska kennarafélags Steingrími Hermannssyni, for- sætisráðherra, undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að semja strax við kennara áður en íslenskt menntakerfi bíður var- anlegan skaða. í dag kl. 15 verður haldinn úti- fundur á Austurvelli á vegum Kennarasambands íslands og Launamálaráðs BHMR til stuðn- ings kjarabaráttu HÍK. Fundar- stjóri verður Stefán Ólafsson, formaður BHMR, en meðal ræðu- manna verða Valgeir Gestsson, formaður KÍ, og fulltrúar BHMR og nemenda. Til gamalla nemenda Laugarnesskólans Laugarnesskólinn verður 50 ira á þessu ári og hyggjast forráða- menn skólans minnast þess með hátíðahöldum dagana 27. og 28. april. Þeir nemendur skipta þúsund- um sem á hálfri öld hafa hlotið menntun og uppeldi i þessum skóla. Fjölmennur hópur merkra forystumanna og kennara hafa á þessu tímabili starfað við Laug- arnesskólann og markað þar svo djúp spor, að nemendur eiga sér- staklega ljúfar minningar frá veru sinni í skólanum. Auk al- mennrar kennslu hefur leiklist- arstarf jafnan skipað sérstakan sess í Laugarnesskólanum og margir þeir, sem þar hafa komið við sögu, siðar haslað sér völl á stærra sviði. Tónlistarkennsla varð snemma með sérstökum hætti í skólanum og fjölmargir af hæfustu tónlistarmönnum þjóðarinnar fengu þar sína fyrstu kennslu. í stuttu máli má segja, að Laugarnesskólinn, for- ráðamenn hans og kennarar, hafi í hálfa öld sinnt menntun- ar- og uppeldisstarfi á þann veg, að til fyrirmyndar er. Við, gamlir nemendur Laugar- nesskólans, viljum sýna þakk- læti okkar fyrir ógleymanleg æskuár með því að leita til gam- alla bekkjarfélaga um þátttöku f afmælisgjöf til skólans i vor. Laugarnesskóli Endanleg ákvörðun um gjöf hef- ur ekki verið tekin en væntan- lega mun hún tengjast tækni- væðingu skólans á sviði sjón- varps og myndbanda. Við viljum með þessum orðum leita til gam- alla nemenda Laugarnesskólans um þátttöku i fjársöfnun í þessu skyni. Hugmynd okkar er sú að framlag hvers og eins verði krónur 300. Við munum senda bekkjarfélögum okkar frá Laug- arnesskólaárum bréf með til- mælum um þetta ásamt gfróseðli og er númer gfróreikningsins 500801, Laugarnesskólinn 50 ára. Við viljum hvetja aðra nemend- ur frá fyrri tið, sem hafa áhuga á þátttöku i þessari fjársöfnun til þess að hafa samband við eitthvert okkar: Astrid Kofoed-Hansen, Birki- lundi 10, Garðabæ, s. 43640; Elisabet Erlingsdóttir, Skeiðar- vogi 27, s. 35857; Gunnar Már Hauksson, Laugarásvegi 14, s. 38259; Gylfi Már Guðbergsson, Hávallagötu 29, s. 14124, 25088; Ragnar Árnalds, Laugalæk 38, s. 83695; Markús örn Antonsson, Krummahólum 6, s. 75353; Einar Grétar Sveinbjörnsson, Vin- bársg. 23, 23040 Bara, Svíþjóð, s. (040) 447319; Selma Júlíusdóttir, Vesturbergi 73, s. 77070; Bern- harður Guðmundsson, Hlíðar- vegi 6, s. 40187; Elfa Björk Gunnarsdóttir, Granaskjóli 25, s. 21091, 22260; Margrét Erla Björnsdóttir, Akurholti 20, s. 666585; Sonja Backman, Fjölnis- vegi 15, s. 20628; Brynja Bene- diktsdóttir, Laufásvegi 22, s. 25198; Styrmir Gunnarsson, Marbakka, Kópavogi, s. 42941; Jón Baldvin Hannibalsson, Vest- urgötu 38, s. 21513; Halldór Blöndal, Melabraut 14, s. 16616. 3. Önnur aðildarfélög BHM lögðu fram sínar kröfur 27. og 28. febrúar og er þar í flestum tilfellum gert ráð fyrir 70—100% hækkunum. 4. Hinn 28. febrúar gerði samn- inganefnd ríkisins grein fyrir því, að hún væri reiðubúin að vinna að samningi við HÍK á þeim grundvelli, að þar kæmu fram hliðstæðar kjarabætur og í samningum við önnur að- ildarfélög BHM og að auki yrði tekið tillit til: a) þess munar á heildarkjör- um sem kann að hafa mynd- ast á síðustu árum milli há- skólamenntaðra kennara og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og b) álits þeirrar nefndar sem starfar á vegum menntamála- ráðuneytisins og fjallar um endurmat á störfum kennara. Sú skýrsla var lögð fram síðar sama dag. 5. Samninganefnd ríkisins gerði 4. mars aðildarfélögum BHM tilboð um 5% hækkun launa. Það tilboð byggist á þeim launahækkunum sem félagar í BSRB hafa samið um, ýmist frá 1. nóvember sl. eða 1. maí nk. Lá þá ljóst fyrir að félagar í HÍK fengu þessu til viðbótar hækkun þá sem fælist í liðum a) og b) frá 28. febrúar. 6. Frá þessum tíma hefur ítrek- að verið reynt að ná bráða- birgðasamningi við HÍK, sem grundvallaðist á samkomu- lagi um þá hækkun, sem kennarar skyldu fá umfram aðra BHM-félaga, sbr. liði a) og b) frá 28. febrúar. Hefur ríkið í því sambandi boðið u.þ.b. 10% hækkun umfram aðra, en HÍK krafist allt að 50% hækkunar umfram aðra í formi launaflokkabreytinga eða lækkunar á kennslu- skyldu úr 26 stundum á viku í rúmlega 18 stundir á viku. 7. Með því að bjóða HÍK 10% hækkun umfram það sem að- rir kunna að fá, hefur kennur- um í HfK verið tryggð yfir 30% launahækkun frá síðasta hausti á meðan aðrir launþeg- ar hafa samið um rúmlega 20% hækkun. Allir hljóta að sjá að lengra er ekki hægt að ganga í þessu efni gagnvart öðrum opinberum starfs- mönnum og hinum almenna vinnumarkaði. 8. Eins og er standa mál þannig að af hálfu aðildarfélaga launamálaráðs liggja fyrir kröfur um 70—100% hækkun launa háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna umfram það sem aðrir hafa fengið. Ekkert aðildarfélaganna hefur verið til viðræðu um tilslökun frá þessum kröfum. Krafa HÍK er um 30—50% hækkun umfram önnur félög. 9. Rétt er að taka fram að í rík- isstjórninni hefur ekki verið ágreiningur um meðferð málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.